Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Morgunblaðið fylgist með sigurhátíð Tusem Essen: Meistarar í annað sinn ÞAÐ var hátíð f borginni Essen f Vestur-Þýskalandi um sfðustu helgi þegar leikmenn Tusem Ess- en voru krýndir Þýskalandsmeist- arar f handknattleik annað árið f röð. Þúsundir manna hylltu þá á torgi einu f borginni í hádeginu á sunnudag og um 4.500 manns sáu sfðasta leik liðsins gegn Gummersbach á laugardags- kvöldið. Þó svo aðalhátíðin hafi verið á sunnudaginn tóku margir forskot á sæluna strax á laugardagskvöld- ið. Leikur Essen og Gummersbach hófst klukkan 19.30 að staðartíma og þrátt fyrir að leikurinn skipti engu máli fyrir Essen, meistaratit- illinn var þegar í höfn, voru það margir sem lögðu leiö sína í Gruge- hallen, en svo nefnist heimavöllur Essen. Eins og við sögðum frá á þriðju- daginn var mikið um forföll í liði Essen að þessu sinni en engu að síður hvöttu heimamenn sína menn til dáða allan tímann og var greinilegt að stuðningsmannahóp- ur liðsins er tryggur. Höllin var blómum prýdd og borðar og blöðr- ur í litum félgsins, rauðu og hvítu, héngu í loftinu og settu skemmti- legan svip á leikinn. Meðal gesta á leiknum voru for- eldrar Alfreðs Gíslasonar, Gísli Bragi Hjartarson og Aðalheiður Alfreðsdóttir, auk foreldra móður Alfreðs, Alfreð Pálsson og Aðal- heiður Oddgeirsdóttir. Forráða- menn Essen sögðu frá þessu fyrir leikinn og var Aöalheiði færður glæsilegur blómvöndur frá félag- inu. 100 tonn af bjór Eftir leikinn var slegiö upp heljar miklu bal.li í samkomusal hallarinn- ar, sem er á neðri hæð hússins. Þangaö fóru áhorfendur strax að leik loknum og leikmenn eftir að þeir höfðu farið í sturtu. Þarna hafa trúlega verið um 4.000 manns þegar mest var. Leikmenn og aðr- ir þeir sem í kringum liðið starfa komust varla úr sporunum fyrstu klukkustundirnar á meðan þeir þurftu að veita eiginhandaráritanir. Þaö var fólk á öllum aldri sem sóttist eftir nöfnum meistaranna • Torglð var þéttskipað fólki og ekki á sig fá. og má sem dæmi nefna að mið- aldra kona lét alla skrifa nafn sitt á vinstri handlegg sinn. Gamanið byrjaöi þó áður en leikurinn hófst því þegar leikmenn komu til leiks urðu þeir að skrifa nafn sitt á hvíta peysu sem dyravörður hallarinnar var í. Hann sagðist ætla að hengja hana upp í stofunni hjá sér til minn- ingar. Forráðamenn Essen höfðu pantað 100 tonn af bjór fyrir kvöld- ið en ekki er mér kunnugt um hve mikið var eftir þegar hátíðinni lauk laust eftir miðnætti. Allir voru í hátíðarskapi og margir stigu dans við dillandi undirleik hljómsveitar- innar sem á staðnum var. Já, það var svo sannarlega mikil hátíðar- stemmning í Grugehallen þetta kvöld. Eftir að ballinu í íþróttahöllinni lauk héldu leikmenn á „liðskrána", en þar safnast dyggustu stuðn- ingsmenn liðsins saman eftir leiki liðsins. Fullt var út úr dyrum og mikið um að vera. Pennar leik- manna komu enn í góðar þarfir því þeir voru margir sem ekki kom- ust að hetjunum sínum eftir leikinn í höllinni. Einsog á 17. júní Á sunnudaginn mættu leikmenn og eiginkonur þeirra til morgun- verðar klukkan 10 á hóteli einu í bænum og þaðan fór liðið i rútu niður á torg þar sem um 7.000 manns höfðu safnast saman til að hylla hetjur sínar. Á slaginu ellefu renndi rútan með lið Essen inn á torgið við mikinn fögnuð vistaddra. Það var auðheyrt á móttökum borgarbúa aö Alfreð Gíslason er f miklum metum hjá þeim. Mikið var klappað og hrópaö þegar hann gekk inn á sviðið og það var að- eins Jochan Fraatz sem fékk meira lófatak. Jóhann Ingi Gunnarsson, eða Ingi eins og hann er kailaöur í Þýskalandi, fékk einnig mjög góð- ar móttökur. Einn af áhorfendunum sneri sér að undirrituðum þegar Alfreð Gislason var kynntur og fræddi hann um að Alfreö væri íslenskur eins og reyndar þjálfari liðsins. Þegar hann hafði hrósaö þeim i hástert og itrekað að (slendingar þó svo hann ringdi lét fólkið það • Þýskalandsmeistararnir íslensku í handbolta. Alfreð Gfslason og Jóhann Ingi Gunnarsson fagna á slgurhátfðlnni miklu sem haldin var leikmönnum Essen til heiðurs. • Alfreð heilsaði skyldfólki sfnu á fslensku og sagði HÆI væru sérstaklega gott fólk, aldrei nein vandræði í kringum þá, að minnsta kosti ekki þá sem léku handbolta í Þýskalandi, sagði ég honum að þeir Alfreð og Jóhann Ingi væru landar mínir. Við þaö losnaði heldur betur um málbeinið á þeim þýska og lét hann nú dæl- una ganga um gæði lands og þjóðar og sagðist endilega þurfa að koma einhvern tfma til landsins til að sannfærast enn frekar. Torgið var fagurlega skreytt og mikill hátíðarbragur yfir öllu. Hljómsveit lék þýska slagara og lúðrasveit var einnig til staðar. Einna helst minnti dagurinn á 17. júní í Reykjavík. Það eina sem var ekki alveg eins og best varð á kosið vnr rigningin en hún virtist ekki koma í veg fyrir að allir væru í hátfðarskapi. Áfram hjá Essen Þegar búið var að afhenda skjöldinn sem fylgir meistaratitlin- um, mikið af blómum, sem leik- menn hentu jafnóðum til fylgismanna liðsins, og aðrar gjafir tók Werer Hansch, þekktur út- varpsmaður í Þýskalandi, við stjórninni og ræddi við alla leik- menn. Jóhann Ingi var fyrstur og þakk- aði hann meðal annars frábærum stuðningsmönnum Essen hversu vel hefði gengið í vetur. „Verður þú áfram hjá Essen?“ spurði Hansch. „Já,“ svaraði Jóhann Ingi og var greinilegt að svar hans féll í mjög góðan jarðveg leikmanna og áhorfenda. Alfreð var spurður að því hvort rétt væri að foreldrar hans og afi og amma væru stödd á torginu. „Jú, mikið rétt, þau eru hér,“ sagði Alfreð og þá var hann beðinn um að segja eitthvað við þau á móöur- máli sínu. „Alfreð leit yfir hópinn, hálf glottuleitur, veifaði með vinstri hendinni og sagði: „Hæl“ Spyrj- andinn var ánægður með svarið og sagðist nú kunna eitt orð í íslensku. Alfreð lýsti því yfir að hann ætl- aði að vera áfram hjá félaginu, í það minnsta eitt ár, og líklega tvö og féll það í góðan jarðveg hjá fylg- ismönnum Essen sem klöppuðu honum óspart lof í lófa. Eftir að hátíðarhöldunum var lokið á torginu, en þau tóku um tvær klukkustundir, var liðinu boð- ið til hádegisverðar af borgarstjóra Essen. Æfingar á ný Allt tekur einhvern t(ma enda og svo var um hátíðarhöldin ( Ess- en um helgina. Á mánudaginn mættu leikmenn á æfingu klukkan 18 og æfðu í tvær klukkustundir. Æfingin var erfið enda erfiðir leikir framundan í bikarkeppninni, sem leikmenn Essen eru staðráðnir í að vinna. Þar sem engir markverð- ir mættu á æfinguna lét Jóhann Ingi strákana leika knattspyrnu lengst af en hafði inn á milli erfið- ar þrekæfingar. Menn tóku vel á enda vissu þeir sem var að þeir þurftu að ná úr sér sleninu eftir hátíðarhöldin um helgina. • Meðal gesta á leiknum við Gummersbach og é hátfðarhöldunum voru foreldrar Alfreðs og afi hans og amma. Hér fylgjast þau með leiknum. Kara Guðrún Melstað eiginkona Aifreðs er lengst til vinstri, sfðan Gfsii Bragi Hjartarson faðlr hans, Aðalheiður Alfreðsdóttir móðlr hans, AAalheiður Oddgeirsdóttir amma hans og afinn, Alfreð Pálsson, er lengst til hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.