Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 17 f ekki hafa í hyggju að gefa kost á sér til formennsku á landsfundinum í haust. Mun hann þá styðja Svavar Gestsson til endurkjörs eða er annað leiðtogaefni í sjónmáli? „Ég mun styðja Svavar ef hann gefur kost á sér, enda sé ég ekki að neinn arf- taki hans sé kominn fram," svarar Asmundur. Óábyrg kröfupólitík „I mínum augum er það ekki só- síalísk stefna að styðja alltaf þá sem lengst vilja ganga í launamálum," segir Asmundur þegar talið berst að kjaramálunum á ný. „Þá er á ferðinni yfírboðsstefna, þá er verið að afneita launastefnu og óabyrg kröfupólitík kemur í staðinn. Stefnu- mörkun er krafa um meðvitaða niðurstöðu og getur ekki falist í því að hengja hatt sinn á þann hestinn sem hraðast hleypur hjá. Ég er þeirr- ar skoðunar að verkalýðshreyfingin eigi að reka markvissa launastefna og beita sér til þess að hafa áhrif á tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Við eigum að nota sterkari hópana til að liðka um fyrir hinum sem veikari eru gagnvart viðsemjendum okkar.“ Ásmundur segir að leiðir í launa- málum hljóti ætíð að vera umdeilan- legar. Menn geti aldrei verið þess fullvissir að þeir hafí ratað á alveg rétta stefnu. Verkalýðshreyfíngin hafi farið ýmsar leiðir til að ná fram markmiðum sínum. Stundum hafi t.d. verið settar fram miklar kaupkr- öfur og reynt að ná samningum á þeim grundvelli. Stefnubreyting hafí orðið með febrúarsamningunum 1986, sem framlengdir voru í desem- ber sama ár, en þar hafi verið stefnt að því að tryggja kaupmátt launa með föstu gengi og takmörkunum á hækkunum opinberrar þjónustu. „Þetta voru áhættusamir samning- ar,“ segir Ásmundur, „ því við vissum ekki hvaða stefnu önnur launaþegasamtök myndu taka og hvernig ríkisvaldið stæði við fyrir- heit sín. Nú virðist þessi stefna eiga undir högg að sækja. Það gæti farið svo að við yrðum að víkja af þessari braut í næstu kjarasamningum. Þá mundum við ekki vinna saman sem heild heldur mundu einstök félög gera sérsamninga." Ásmundur leggur áherslu á að of snemmt sé að fullyrða að þessi verði raunverulega framvinda mála. En verði það ofan á þýði það ekki að sjálf stefnumörkunin í febrúar 1986 hljóti að hafa verið röng. Sjálfur telur Ásmundur að stjómvöld hafí brugðist alvarlega og það komi fram í vaxandi verðbólgu. Hann skírskot- ar þar einkum til fjárlagahallans, sem hann segir að sýni að ríkis- stjóminni hafí ekki tekist að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Um þá endúrskoðun á samningum ASÍ og VSÍ sem framundan er seg- ir Asmundur Stefánsson, að hún hljóti að fara fram á grundvelli samninganna við opinbera starfs- menn og yfirlýsinga fjármálaráð- herra og forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar um að þeir þurfi ekki að leiða til endurskoðunar þjóðhagsáætlunar eða verðlagsspár. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins innir hann eftir því hvort frekari launahækkanir leiði ekki til nýrrar verðbólguöldu segir Ásmundur: „Valið stendur ekki á milli kauphækkana og verðbólgu. Það er ljóst að það verða kauphækk- anir á almennum vinnumarkaði, annað hvort með samningum eða launaskriði. Kauphækkanir í formi launaskriðs tel ég hins vegar óheppi- legar, þar sem það eru veikari hóparnir sem þá verða undir." Ásmundur segir að gera verði ráðstafanir til að draga úr fjárlaga- hallanum og á það hafi hann bent fyrir kosningar. Leiðin sem fara beri sé að draga til baka frádráttar- heimildir sem atvinnufyrirtækin hafi hlotið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Önnur leið til að afla ríkissjóði tekna, álagning virðisaukaskatts á allar vörur, hafi hins vegar of miklar hækkanir í för með sér fyrir almenn- ing, sérstaklega láglaunafólk." Næsta skref 1 húsnæðísmálum eftir Halldór Blöndal Ég hef verið að hugsa um það eftir kosningarnar hvaða tökum húsnæðismálin verði tekin í nýrri ríkisstjóm. Það er auðvitað ljóst að loforðin voru mörg sem gefin voru úr ýmsum áttum. Það gefur tilefni til að ætla að góður vilji standi til þess að taka vel á þar sem þörfín er brýnust. Ég held við séum flest sammála um að sú siðferðilega skylda hvíli á stjórnvöldum að reyna að sjá til þess að menn geti eignast íbúð á viðráðanlegum kjörum, hæfilega stóra íbúð að sjálfsögðu og á frjáls- um markaði eða í verkamannabú- stað eftir því sem við á. Þetta hefur verið kölluð sjálfseignar- stefna. Kjarni hennar er sá að flestir vilji eiga sína íbúð (eins og skoðanakannanir hafa staðfest) og að eðlilegt sé að komið sé til móts við þær óskir. Og því fremur sem fyrir liggur að þessi lausn húsnæðismálanna er þjóðhagslega ódýrust hvort sem horft er til byggingarkostnaðar íbúða eða rekstrar þeirra og viðhalds. Því er þó ekki að leyna að sjálfs- eignarstefnan hefur átt undir högg að sækja í opinberri umræðu upp á síðkastið. Ástæðan er framar öðru sú að um og eftir 1980 og fram á sl. haust voru lán Bygging- arsjóðs ríkisins of lág, skammar- lega lág, eins og þau voru ákveðin og nýttust illa, þar sem lánslo- forðin voru óverðtryggð í bullandi verðbólgu og greiddust seint. Ekki Halldór Blöndal „Þeim húseigendum sem enn verða að una óbærilegum lánskjör- um verði gefinn kostur á að fá sambærilega úrlausn sinna mála og nýja húsnæðislánakerf- ið býður upp á,“ bætti það úr skák að lífskjör fóru versnandi sérstaklega frá miðju ári 1982, sem olli illræmdri mis- munun launa og lánskjara. Þetta hefur valdið margvíslegum erfið- leikum þannig að ýmsir hafa ekki séð fram úr þeim skuldbindingum sem þeir hafa tekið á sig af því að þær voru til of skamms tíma, þó svo að greiðsluerfiðleikalánin hafi greitt úr vanda margra. Eftir sem áður standa ýmsir höllum fæti sem ekki hefðu gert það ef þeir fengju að njóta lánskjara Byggingarsjóðs ríkisins eins og þau eru nú. Nýja húsnæðislána- kerfið er auðvitað ekki fullkomið og að ýmsu leyti af vanefnum byggt, en eftir sem áður svo stórt skref fram á við að ekki er saman jafnandi. Þegar að því kemur nú við þess- ar aðstæður að gera það upp við sig hvert skuli vera næsta skrefið í húsnæðismálunum hlýtur sú spurning að verða áleitin hvort stjórnvöldum sé siðferðilega stætt á öðru en jafna kjör Byggingar- sjóðs ríkisins. Með því á ég við að þeim húseigendum sem enn verða að una óbærilegum lánskjör- um verði gefinn kostur á að fá sambærilega úrlausn sinna mála og nýja húsnæðislánakerfið býður upp á. Sumpart fælist úrlausnin í því að samningar yrðu gerðir við lífeyrissjóðina um breytt lánskjör þeirra lána sem þeir hafa þegar bundið í fasteignakaupum milli- liðalauSt við sjóðfélaga. Sumpart þyrfti nýtt fé til að koma. Ég þori ekki að giska á hversu mikla fjár- muni hér er um að tefla en fullyrði að dæmið er leysanlegt ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöldum og öðrum þeim sem þetta mál varðar. Höfundur er þingmaður Sj&lf- stæðisflokks fyrir Norðurlands■ kjördæmi eystra. VORSYNING VELTIS ÖRYGGIS- OG TÆKNISÝNING VOLVO KOMIN TIL IANDSINS Sýningin í Volvosalnum á öryggis- og tæknibúnaði Volvobifreiða er opin í dag og alla daga til 9. maí. Sýning þessi heffur vakið mikla athygli í Evrópu og er fengur að henni hingað til íslands. BÍLASÝNING í REYKJAVÍK, Á AKRANESI OG HÚSAVÍK! Samhliða öryggissýningunni efnum við til bílasýningar í Volvosalnum, á Akranesi og á Húsavík. Nú gefst tækifærið að kynna sér Volvobílana út í ystu æsar utan sem innan. Nýjustu vörubifreiðarnar árgerð 1987verða til sýnis á svæðinu í Skeifunni 15. Húsavik: Jón Þorgrimsson Akranes: Bilasalan Bilás FL4, FL7, FL10 og FL6 m/loftpúðum. VOLVOSYNINGIN ER OPIN: Laugard. 2. maí kl. 13-17 Sunnud. 3. mai kl. 13-17 Mán.-fös. 4.-8. maí kl. 9-18 Laugard. 9. maí kl. 10-16 Heitt á könnunni. Blöðrur og Volvofánar fyrir börnin. \%3jE3R & SKEIFUNNI 15, SlMI: 91-35200. P&Ó/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.