Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 27 Reuter RUSLAPRAMMIA VILLIGOTUM Eftirlitsmenn frá bandaríska umhverfismálaráðu- neytinu, vel búnir hlífðarklæðnaði, könnuðu í gær pramma með 3000 tonnum af úrgangi frá New York og gengu úr skugga um, að engin eiturefni væru um borð. Pramminn og dráttarbáturinn liggja nú við festar undan Key West í Florida og vill eng- inn við þessum ófögnuði taka. Upphaflega átti að fara með ruslið til Morehead-borgar í Norður- Karólínu en þegar yfirvöld í New York vildu ekki ábyrgjast, að enginn eiturúrgangur væri með í far- angrinum var honum vísað frá. Hefur þessari forsendingu einnig verið hafnað í Alabama, Miss- issippi, Louisiana, Texas, Mexikó og Mið-Amerík- uríkinu Belize. Húsleit hjá Khashoggi Manilla, Reuter. FRANSKA lögreglan gerði í fyrri viku árangurslausa húsrannsókn á glæsiheimili arabiska vopnasalans og auðjöfurins Adam Khas- hoggi. Leitað var listaverka og ýmissa dýrgripa, sem voru í eigu Marcosar, fyrverandi forseta Filippseyja. Leitin var gerð að beiðni stjórnarinnar í Manilla. Mary Conception Bautista, sem á sæti í opinberri nefnd sem reyn- ir að endurheimta listmuni og gripi sem Marcos sölsaði undir sig og hefur ekki skilað, sagði að leitin hefði verið gerð á heimili Khas- hoggis þann 30.apríl sl. Ekki hefðu fundizt nein þeirra listaverka sem leitað var. Lögreglan hefði fundið stóran peningaskáp sem yrði opn- aður síðar. Bautista tilgreindi ekki nákvæmlega hvaða listaverka eða muna væri leitað, en vitað er að Marcoshjónin komu sér upp nán- ast ómetanlegu málverkasafni, auk alls annars auðs sem til þeirra safnaðist. Stjómin í Manilla segir að Marcos hafí notað fé úr opin- berum sjóðum til að greiða þessi listaverk og því séu þau þjóðar- eign. Marcos hefur þvemeitað, að hann hafí komið auðæfum úr landi, en þeir sem telja sig gerst þekkja til mála, segja ekki ofætlað að Marcoshjón hafí átt listaverk og alls konar dýrgripi fyrir um 10 milljarða dollara. Mörg þessara verka voru aldrei flutt til Filipps- eyja, heldur komið fyrir hjá vildar- vinum þeirra hjóna, hér og hvar um heiminn. Bretland: Ihaldsflokkurinn hefur gott forskot Sveitarstjórnakosninga beðið með eftirvæntingn St. Aodrews. Frá Guðmundi Heiðari FrímannBayni, fréttaritara Morgunblaðsms. MARGARET Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, mun boða til þingkosninga 11. júní ef flokkur hennar heldur fylgi sínu í sveitarstjórnakosningum sem hefjast á morgun, fimmtudag, að því er embættismenn innan íhaldsflokksins sögðu í gær. íhaldsflokkurinn hefur 13% for- skot á Verkamannaflokkinn í nýrri skoðanakönnun í The Afganistan: Hermenn réðust á sjón- varpsfólk Baden-Baden, Vestur Þýzkalandi, Reuter. SOVÉZKIR hermenn réðust á vestur þýzkt sjónvarpsfólk í Afganistan i síðasta mán- uði. Hermennirnir drápu þijá afganska fylgdarmenn sjónvarpshópsins. Frá þessu skýrði talsmaður SUdwest- stöðvarinnar í gær, þriðju- dag. I fréttinni kom fram að tólf sovézkir skriðdrekar hefðu haf- ið skothríð á sjónvarpsmennina sem voru fjórir. Þeir voru að taka myndir 45 km frá Kabul, og með þeim voru nokkrir Afganir, nokkrir yfirlýstir skæruliðar. Þessi atburður gerðist þann ll.apríl, að sögn talsmanns stöðvarinnar. Sagt var að sovézku hermennimir hefðu handsamað tvo skæmliða til viðbótar. Þjóðveijamir komust í skjól undan skothríðinni og bmtust síðan í áttina til Pakist- an og komu þangað átján klukkustundum síðar. Mynd sjónvarpsmannanna verður sýnd á fyrstu rás þýzka sjón- varpsins í kvöld. Sunday Times. Staða Neil Kinnocks, leiðtoga Verkamanna- flokksins, hefur aldrei verið lakari. Úrslita sveitarstjómakosning- anna er því beðið með mikilli eftir- væntingu. Að sögn heimildarmanna innan Ihaldsflokksins getur aðeins vemlegt fylgistap flokksins í sveit- arstjómakosningunum koma í veg fyrir að Thatcher boði til þing- kosninga í næsta mánuði. Forsætis- ráðherrann gæti tilkynnt ákvörðun sína um nýjar kosningar um næstu helgi eða í byijun næstu viku. Skoðanakönnun í The Sunday Times segir 44% kjósenda mundu nú kjósa íhaldsflokkinn, 31% Verkamannaflokkinn og 23% bandalag Fijálslynda flokksins og jafnaðarmanna. Þessi úrslit hefðu í för með sér, að íhaldsflokkurinn fengi 162 sæta meirihluta í neðri málstofu breska þingsins, en nú er sá meirihluti 186 sæti. 47% kjós- enda segjast vera ánægðir með frammistöðu forsætisráðherrans og er það besta hlutfall, sem Margaret Thatcher hefur hlotið síðan 1984. Einungis 27% segjast vera ánægðir með Kinnock. Þetta er svipuð staða og var í skoðanakönnunum 1983, um mánuði fyrir sveitarstjóma- kosningar, en mánuði eftir kosning- amar ákvað forsætisráðherrann að efna til þingkosninga. A morgun verður kosið til sveit- arstjóma í Englandi og Wales, en ekki í Skotlandi og London. Kosið verður um 12.000 sæti, og búast flestir við, að stjómarflokkurinn tapi nokkm, Bandalagið vinni nokk- uð á og Verkamannaflokkurinn nokkra minna. Forsætisráðherrann mun halda til Chequers-sveitasetursins um næstu helgi með öllum nánustu ráðgjöfum sínum til að skoða niður- stöður þessara kosninga nákvæm- lega og ákveða, hvort boða skuli til þingkosninga þegar í júní eða síðar. Hins vegar er þátttaka í sveit- arstjómakosningum að öllu jöfnu aðeins um 30 prósent en gera má ráð fyrir tvöfalt meiri þátttöku í þingkosningum. Flestir búast við kosningum í júní, þar eð Thatcher hefur ekki reynt að koma í veg fyrir almennar getgátur þar að lútandi. í upphafí næstu viku má eiga von á yfírlýs- ingu um val kjördagsins. GinS4NtfG115 AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST Ef þú sefur illa og ert úrillur ó morgnana, lœtur umferðina fara í taugarnar ó þér, ótf erfitt með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allan sannleikann um GinsdiMGns eilsuhúsiö Skólavöröustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.