Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
33
Svarta-
logní
Dýrafirði
Þingeyri.
„MIKIL er dýrð Drottins," sögðu
gömlu mennirnir oft þegar nátt-
úran skartaði sínu fegursta, Já,
Dýrafjörður í sumri og sól er
fögur sýn og það finnst fleirum
en heimamönnum.
Fjölmennt var til kirkju á páska-
dag og allt í einu í miðri messu
hellti sólin geislum sínum yfir
kirkjugesti og minnti á táknrænan
hátt á páskaboðskapinn. Prestur-
inn, sr. Gunnar Hauksson, skýrði
frá gjöfum er Þingeyrarkirkju bár-
ust nýlega. Ljósaperum, kúlulöguð-
um, í loftljósin frá þeim hjónum
Mynd sem tekin er í Dýrafirði á hæðinni fyrir utan Gerðhamra. Dalirnir vestanvert í firðinum blasa við. Morgunblaðið/Huida
Landið stendur á haus í sjónum
á kyrrlátum dögum.
Kristjönu Guðsteinsdóttur og Guð-
jóni Jónssyni, 180.000 kr. gjöf frá
brottfluttum Dýrfirðingum, söfnun
sem Dýrfirðingafélagið í Reykjavík
gekkst fyrir, og minningargjöf um
látin ættmenni, kr. 100.000, frá
hjónunum Camillu Sigmundsdóttur
og Matthíasi Guðmundssyni og
ættingjum þeirra. Peningagjöfum
þessum skal varið til kaupa á
steindum gluggum yfir altari kirkj-
unnar, sem þegar hafa verið
pantaðir. Þakkaði séra Gunnar góð-
ar gjafir. Er úr kirkju var komið
blasti fjörðurinn við kirlqugestum,
stórfenglegur í einfaldleik sínum,
búinn tötrum vetrarins, lítill
byggðakjami, hús sem kúra í ró
undir Sandafellinu, fellinu sem stel-
ur sólinni á vetrum og fram á vor,
af Þingeyringum — en veitir í stað-
inn dýrmætt skjól gegn norðan- og
norðaustanstórviðrum. Svartalogn!
Aðkomumenn hvá þegar þeir heyra
þetta orð — en það er svartalogn
þegar byggðin og fjöllin standa á
haus í Dýrafirði seint á kyrrlátum
kvöldum.
Kyrrðin er allsráðandi er skark-
ali atvinnulífsins er þagnaður og
heyra má nið í ánum og hundgá
þverfírðis, meðan fuglamir blunda.
Að vaka slíka vomótt á Þingeyri
— nokkuð sem engan lætur ósnort-
inn og engum gleymist.
- Hulda
Costa del Sol er sælustaður allrar fjöl-
skyldunnar. Það eru fáir staðir jafn ákjós-
anlegir fyrir fjölskyldufólk og Costa del
Sol. Staðurinn býður nánast upp á allt,
sem hugurinn girnist. Börn og fullorðnir
kunna vel að meta ævintýralegt umhverfi,
sundlaugar, fjörugt strandlíf, sjóinn, sól-
ina, glæsilegt tívolí og ótal margt fleira.
Á Costa del Sol er fjöldi glæsilegra veit-
ingastaða og verslanir á hverju strái.
FJÖLSKYLDUVERÐ TERRU
KEMUR Á ÓVART.
3 vikur frá kr.
27.900.-
pr. mann.
Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn
yngri en 12 ára.
BROTTFARARDAGAR
Mánuðir dags. tími
Mai 26. 14 dagar
Júní 9. 3 vikur
Júní 30. 3 vikur
Júlí 21. 3 vikur
Ágúst 11. 3 vikur
September 1. 3 vikur
September 22. 3 vikur
GÓÐA FERÐ!
Þingeyrarkirkja.
Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 Sími 26100