Morgunblaðið - 06.05.1987, Page 31

Morgunblaðið - 06.05.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 31 • ♦ Dansatriði Úr Cotton Club sýningunni Morgunblaðið/EinarFalur Alheimsráðstefna IBM í Reykjavík: Skemmtikraftar úr Cotton Club skemmta ráð- stefnugestum RÁÐSTEFNA á vegum IBM fyr- irtækisins er haldin í Reykjavík þessa dagana. Ráðstefnuna sækja dugmiklir sölumenn fyrir- tækisins hvaðanæva úr heimin- um. í tengslum við ráðstefnuna, keypti fyrirtækið hingað hóp skemmtikrafta frá Bandaríkjun- um. Er það hinn svokallaði „Cotton Club“ hópur, að miklu leyti sami hópur og dansaði og §öng í kvikmynd Francis Ford Coppola sem bar nafnið Cotton Club. Með hópnum eru meðal annars Henry LeTang dansahöfundur, en hann samdi alla dansana og út- færði fyrir kvikmyndina, en eins og menn eflaust muna lék Richard Gere eitt aðalhlutverkið í myndinni. Annan frægan skal telja Cab Calloway, en hann lék einnig í kvik- myndinni um þennan fræga klúbb. Stjómandi sýningarinnar er Bem- ani Hilda. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti við hann spjall og spurði hann um tilurð sýningarinn- ar. „Þessi sýning er byggð á kvik- myndinni Cotton Club, en í þeirri mynd endurvöktu þeir Coppola og LeTang tíðaranda bannáranna," sagði Hilda. „Cotton Club“ var mjög frægur klúbbur í Harlem í New York og starfaði frá árinu 1925. í honum störfuðu _ einungis svartir skemmtikraftar. í dag em einungis tveir þeirra lifandi, þau Cab Calloway og Lena Hom. Markmið LeTang og Coppola með þessari mynd var að endurvekja og varð- veita þá stemmingu sem ríkti í klúbbnum. Dansatriðin eru öll sam- kvæm þessu tímabili. Steppið var ákaflega mikilvægur þáttur á þessum tíma og Nicholas- bræðumir sem voru mjög frægir voru aðalsteppdansarar klúbbsins. Þeir eru nú mjög fullorðnir og dansa ekki með okkur, en í staðinn höfum við fengið McFadenbræður, en þeir dönsuðu í myndinni og eru geysi- lega góðir steppdansarar. Við emm líka með mjög fræga hljómsveit með okkur, sem er Bob Rosengard- en hljómsveitin, en hún er einhver vinsælasta hljómsveit í New York- borgar um þessar mundir. Allir dansaramir og söngvaramir em svartir, því þeir hafa í sér ein- hvem meðfæddan „rythma" sem hvíti maðurinn hefur ekki og til að endurvekja það andrúmsloft sem var í klúbbnum er nauðsynlegt að hafa svarta skemmtikrafta. Hér á íslandi flytjum við sýning- una fjórum sinnum í þessarí viku fyrir ráðstefnugesti IBM. Þetta er ekki hópur sem er starfandi að stað- aldri, og hefur aldrei verið, heldur vom valin atriði úr kvikmyndinni til að koma með til íslands og þessi sýning hefur hvergi verið sýnd áð- ur. Að þessu sinni verða engar sýningar fyrir almenning hér, en ég vona að við fáum tækifæri til að bæta úr því og koma aftur seinna.“ Fundur um gæðasljómun AÐGERÐARANNSÓKNA- FÉLAG íslands og Gæðastjóm- unarfélag íslands boða á morgnn til fundar um gæðastjóraun og aðgerðarannsóknir. Þar verða félögin og starfsemi þeirra kynnt og fjallað um notkun tölfræði við gæðastjóraun. ■ Fundurinn verður haldinn í húsi Verkfræðingafélags íslands að Engjateigi 7-9. Hann stendur frá kl. 17.00-19.00. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu fé- laganna. Á dagskránni em erincti Gunnars H. Guðmundssonar formanns Gæðastjómunarfélagsins og Snjólfs Ólafssonar formanns Aðgerðarann- sóknarfélagsins. Pétur K. Maack fjallar um tölfræði og gæðastýringu en Einar Einarsson mun kynna dæmi um notkun tölfræðinnar í því skyni. Að því loknu verða umræður. Lögreglan vill tala við ökumann Skoda LÖGREGLAN i Reybjavík óskar eftír að hafa tali af ökumanni hvítrar Skoda-bifreiðar, sem ók niður pilt á bifþjóli á Hringbraut í gærmorgun. Óhappið varð um kl. 7:15 við Miklatorg, þegar pilturinn ók austur Hringbrautina. Skoda-bifreiðin þröngvaði hann út í götukantinn, þar sem hann féll um koll á hjóli sínu. Ökumaður Skodans stöðvaði bifreið- ina og spurði piltinn hvort hann væri ómeiddur. Hann kvað svo vera, en síðar kom f ljós að hann hafði slasast og bifhjól hans var nokkuð skemmt. Slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík biður ökumanninn að hafa samband sem fyrst. Þá hefur lögregl- an einnig hug á að tala við tvær konur á rauðri bifreið, sem urðu vitni að óhappinu. Starfsmenntun PC-TÖLVUNÁM Nýtt námskeið hefst í næstu viku. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík II TOLVU-SUMARBUÐIR fyrir æskuna á NYJUNG Á ÍSLANDI Á sumri komanda mun Tölvufræðslan leggja sitt af mörkum fyrir æskuna með því að gefa unglingum á aldrinum 9-14 ára kost á ógleym- anlegri dvöl í sumarbúðum skólans á Varma- landi í Borgarfirði, undir handleiðslu reyndra starfsmanna á sviði tölvu- og íþróttakennslu. Innritun í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. URVAL AF . , HEPRADEILD 7 ^ ' > JHiór0mmMa«3»iíbi SÍMINNER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.