Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 22

Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Brids: íslensk sveit í þriðja sæti á Norðurlandamóti ÍSLENSK bridssveit varð í 3. sæti í einskonar óopinberri bik- arkeppni Norðurlanda sem haldin var í Rottnerosskemmti- garðinum í Svíþjóð um helgina. Svíar unnu mótið og Norðmenn urðu í 2. sæti. Mótið í Rottneros or haldið á vegum einkaaðila og er bikarmeist- urum allra Norðurlandanna í brids boðið til mótsins ár hvert. Pjórir liðsmanna sveitar Samvinnuferða- Landsýnar kepptu á mótinu fyrir íslands hönd, þeir Guðmundur Pét- ursson, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson og Þorgeir Eyjólfsson. Islenska liðið fékk 25 stig gegn sveitum Danmerkur, Finnlands og Færeyja en tapaði síðan 5-25 fyrir sveit. Svíþjóðar. Gegn norsku sveit- inni hafði ísland yfir í hálfleik en tapaði leiknum síðan niður í seinni hálfleiknum og úrslitin urðu 20-10 fyrir Norðmenn. Þessi leikur skar úr um hvor sveitin varð í 2. sæti og í lokin voru Norðmennirnir aðeins 3 stigum fyrir ofan ísland. I sænsku sveitinni spiluðu Jan Olofsson, Bjöm Backström, Peter Anderson, Anders Wirgren og Mats Nilsland. Wirgren spilaði hér á bridshátíð í vetur og vann tvímenn- ingskeppnina þar. Norska liðið spilaði einnig á bridshátíðinni í vet- ur en það var skipað Jan Trollvik, Rune Anderson, Peter Marstrander og Per Aaronson. Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar var mót þetta sérstaklega vel skipu- lagt og móttökur og viðurgjöming- ur við keppendur með besta móti mm > . .■ ' ■■ vzL Nemendur fjórðabekkjar Menntaskólans á ísafirði dimmitteruðu á miðvikudaginn. Daginn tóku þeir snemma og bönkuðu upp hjá skóla- meistara sínum Birni Teitssyni, kl. 6 að morgni, en það er orðinn siður að dimmittering mennta- Morgunblaðið/Úlfar skólanema á ísafirði hefjist með heimsókn til skólameistara. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti þá síðar á ferð um götur bæjarins og tók þá þessa mynd. Verðbólgan meiri en reiknað var með í samningum ASI og VSI: Samningarnir gefa ekki tilefni til annars en að verðbólga fari lækkandi - segir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ BJÖRN Björnsson, hagfræðingur Alþýðusambands Islands, telur líklegt að hækkun framfærsluvísitölu 1. maí hafi orðið um 1,5% umfram það sem ráð var fyrir gert í samningum ASÍ og VSÍ í desem- ber i vetur. Hækkun framfærsluvísitölunnar 1. febrúar varð sú sem reiknað var með í samningunum, en 1. apríl var framfærsluvísitalan orðin sú, sem gert var ráð fyrir l. maí. Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands íslands, segir að samningarnir í desember gefi ekki tilefni til að ætla annað en verðbólgan fari lækk- andi. Hins vegar geti ýmsir aðrir þættir eyðilagt þann árangur sem náðist í samningunum. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Björn sagði að fjölþættar skýr- ingar væru á þessari hækkun umfram það sem ráð var fýrir gert í samningunum. Gengisþróun í byrj- un ársins virtist hafa skilað sér nokkuð seint inn í vísitöluna og síðan væri eftirspurnarþenslan nærtækasta skýringin. Vilhjálmur Egilsson sagði að samningsaðilar hefðu reiknað með að verðbólguhraðinn á fyrsta árs- fjórðungi yrði 14%, en reyndin hafi Fyrirliggjandi í birgðastöð GALVANISERAÐ ÞAKJÁRN Lengdir: 1.8 - 3.6 metrar Bjóöum einnig lengdir að ósk kaupenda, allt aö 12 metrum. KJÖLJÁRN lengd 2 metrar - tvær breiddir SINDRA orðið sú að hann hafi orðið 19%. Gert hafi verið ráð fyrir því í samn- ingunum að verðbólguhraðinn færi niður í 5% síðari hluta ársins, þar sem einungis væri um tvær áfanga- hækkanir að ræða, 1,5% 1. júní og aftur 1. október. „Þar sem hækkunin verður meiri nú en við reiknuðum með og aðrir þættir koma einnig til, hægir verð- bólgan ekki eins mikið á sér og við vonuðumst til. Hins vegar held ég að það sé ljóst að verðbólgan hljóti að fara lækkandi á árinu, nema eitthvað ófyrirséð komi til, og fari niður fyrir 10%,“ sagði Vilhjálmur. „Kostnaðarhækkanir sem samið var um í desember gefa ekki tilefni til annars en telja að verðbólgan fari lækkandi. Síðan eru aðrir þættir sem geta komið þarna inn í og eyði- lagt það, eins og þensla og með- fylgjandi launaskrið. Þá hafa launahækkanir opinberra starfs- manna og bankamanna verið miklar miðað við aðra og almenn lausung hefur ríkt í peningamálum. Það eru því ýmsar blikur á lofti, en allt ætti það að vera viðráðanlegt," sagði hann ennfremur. Endanleg hækkun framfærslu- vísitölunnar 1. maí mun liggja fyrir í næstu viku. Launanefnd aðila kemur saman í framhaldi af því, en hún hefur það verkefni meðal annars með höndum að úrskurða um launahækkanir fari hækkun framfærsluvísitölu fram úr þeim rauðu strikum, sem sett eni í kjara- samningnum frá því í desember. Tveir frá hvorum aðila skipa nefnd- ina og hefur ASÍ ávallt farið með oddaatkvæði í nefndinni, þar sem úrskurðir nefndarinnar hafa alltaf verið samhljóða. Márta Tikkanen er væntanleg til Islands STALHF Borgartúni 31, sími: 27222 _____• ■ ______L____ ,,.«, i, ■,,,, FINNSKA skáldkonan Márta Tikkanen er væntanleg hingað til lands á fimmtudag, 7. maí. Hún kemur í boði Kvenréttinda- félags Islands og þeirra samtaka sem standa að sýningunni FÖTL- UN - Hjálpartækjasýning, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu dagana 8.- 10. maí. Márta Tikkanen fékk norræn bókmenntaverðlaun kvenna árið 1979 fyrir bók sína, Astarsaga ald- arinnar, sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1980. Yngsta barn skáldkonunnar er fatlað, með svo- nefndan MBD-sjúkdóm. Hún segir frá þeirri reynslu sinni á sýning- unni í Borgarleikhúsinu á laugar- daginn kl. 14. Á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 les hún úr verkum sínum í Norræna húsinu og verður á há- degisverðarfundi Kvenréttindafé- lagsins næstkomandi - föstudag. Márta Tikkanen verkum á stöðu Márta Tikkanen hefur sínum mikið komið inn kvenna. Hún dvelur hér á landi fram •á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.