Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 6

Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Helgin langa Minnismiðar hvítasunnuhelgar- innar ættu að endast í ófá greinarkomin en tími flölmiðlarýnis- ins þýtur á ljóshraða og ekki dugir að hanga í fortíðinni, því verður að grípa það sem hendi er næst en fleygja hinu. Skrifað stendur Ekki gleyma lengstu samfelldu sjónvarps- dagskrá íslenskrar sjónvarpssögu! Hér hlýtur rýnirinn að eiga við hvíta- sunnudagskrá Stöðvar 2 er hófst klukkan 9 um morguninn og lauk ekki fyrr en klukkan 2 um nóttina. Tölvísir menn geta svo dútlað við að reikna út sjónvarpsmínútufjöldann. Og hér gríp ég annan miða glóðvolg- an: Tónleikagleði ríkissjónvarpsins! Bíddu nú hægur, er hér ekki átt við sunnudaginn 7. júní þegar dagskrá ríkissjónvarpsins hófst klukkan 14.15 á Leðurblökuóperunni hans Jóhanns Strauss og uppúr kvöld- fréttum hljómaði trúarleg popptónlist í 45 mínútur, svo lauk dagskránni um kl. 00.50 á tónlistarhátíð i Vínar- borg. Og svo er hér minnismiði skreyttur þessari dularfullu setningu: Á sömu slóðir! Sennilega vísar þessi miði á þá dagskrárstaðreynd að bæði Bylgjan og hin nýfædda Stjama skunduðu á tónleika hjá sömu hljóm- sveitinni, það er að segja Stuðmönn- um. Og hvað finn ég hér, heilan bunka af miðum merktum: Fegurð- arsamkeppnin ’87. Það er best að reyna að moða svolítið úr þessari hrúgu. Þindaröndun Já, svo sannarlega setti Fegurð- arsamkeppnin ’87 svip á dagskrá ljósvakafjölmiðlanna um hvítasunnu- helgina, ekki síst á dagskrá nýju útvarpsstöðvarinnar Stjömunnar, þar sem var efnt til spumingakeppni er snerist um þessá keppni í fortíð og nútíð og svo var efnt til: Stjömu- keppni ’87; þá mættu stúlkumar á staðinn og sungu Litlu andarungana fyrir hlustendur og loks var bein útsending frá lokakeppninni í Broad- way og ekki sá ég betur en að aðalkynnir lokasprettsins væri einn af nýbökuðum þáttastjórum Stjöm- unnar. Það má því segja að Stjömu- menn hafi sinnt Fegurðarsamkeppn- inni af alúð, svo ekki sé meira sagt. En þeir Stjömumenn vom ekki einir um hituna. Valdís Gunnars- dóttir á Bylgjunni var dugleg við að spyija stelpumar spjömnum úr og svo mætti Valdís líka uppí Broadway á vegum Ríkissjónvarsins rétt um miðnættið á mánudagskveldið; end- urtók spumingamar og lýsti sjálfri krýningunni. Satt að segja beið ég spenntur eftir þessum lokamínútum, ekki endilega vegna þess að ég bygg- ist við óvæntum úrslitum heldur var ég logandi hræddur um að einhver stúlknanna hnigi f ómegin á sviðinu sökum matarskorts og óhæfílegs lóð- arís (nýyrði yfír vaxtarrækt). En allt fór þetta nú vel enda stelpumar bún- ar að læra að ganga og svo er mikill stuðningur að þindarönduninni hans Gunnars Eyjólfssonar. Verð ég að segja alveg einsog er að mér fannst hafa tekist frábærlega til með þjálfun stúlknanna, að vísu riðaði ein þeirra ögn og einni stúlkunni stökk ekki bros, en tóku menn eftir líkamanum, hinum huggulega innfallna maga og svo smekklega kinnfískasognar þess- ar litlu elskur. Ég er handviss um að stúlkumar hefðu ekki litið betur út hefðu þær notið handleiðslu aust- ur-evrópskra þjálfara er hafa hingað til náð hvað bestum árangri í mótun kvenlíkamans. Neðst f minnismiðabunkanum fínn ég svo dularfullan miða þar sem stendur: Gleymdu ekki spékoppunum á Hófí og Elizabeth Taylor! Nei, svo sannarlega gleymi ég ekki henni Hófí okkar er geislaði af heilbrigði á Breiðvangssviðinu né heldur henni Elizabeth Taylor er lauk fyrrgreindri maraþondagskrá Stöðvar 2 í hlut- verki Kleópötru. Þessar konur hafa náð að geisla vegna þess einfaldlega að þær fengu notið sinna guðsgjafa og hvað um hana Kleópötru er þótti nú ekki beint fríð á sinni tíð en heill- aði samt veldissprota úr höndum heimsveldisstjómenda? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð 2: Annika ■■■■ Annika, ástar- OA55 saga tveggja ungmenna frá ólíkum þjóðfélögum, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og er þetta fyrsti hlutinn af þrem. Annika er ein hundrað Svía sem koma í sumarskóla til Englands. Þar hittir hún breskan strák, Pete, og gegn ætlan Pete verða þau ástfangin. Þegar Annika fer aftur heim til Svíþjóðar fer Pete á eftir henni. Hann kann ekki sænsku og þykir Svíar heldur framandlegir í hátt- um. Annar hluti myndar- inna^’Verður á dagskrá 12. júní og þriðji hluti sunnu- daginn 14. júní. ÚTVARP © MIÐVIKUDAGUR 10. júní 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin. Hördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. TÍIkynningar. 9.06 Morgunstund barn- anna: „Sögur af Munda" eftir Bryndisi Víglundsdótt- ur. Höfundur lýkur lestrinum (11). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Óskastundin: Helga Þ. Stephensen. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.06 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miðnætti.) 11.66 Útvarpið i dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Barna- menning. Umsjón: Sigrun Proppé. (Þátturinn verður endurtek- inn nk. sunnudagsmorgun kl. 8.35.) 14.00 Miödegissagan: „Davíð", smásaga eftir Le Clécio. Þórhildur Ólafsdóttir þýddi og flytur formálsorð. Silja Aðalsteinsdóttir les fyrri hluta. 14.30 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. (Endurtekinn þátturfrá laug- ardegi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Hvernig má bægja kjarnorkuvánni frá dyrum? Þorsteinn Helgason leitar svars hjá Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi, séra Gunnari Kristjánssyni og Norðmanninum Erik Alfsen. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.06 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.06 Síðdegistónleikar. a. Concerto grosso op. 6 eftir Arcangleo Corelli. Kammer- sveit Slóvakíu leikur; Bodan Warchal stjórnar. b. Konsert í A-dúr fyrir tvær fiðlur og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi. Susanne Lautenbacher og Ernesto Mampaey leika með Kamm- 9.20 Morguntrimm. Tónleik- SJÓNVARP MiÐVIKUDAGUR 10. júní 18.30 Úr myndabókinni. Endursýndur þáttur frá 7. júní. Umsjón: Agnes Jo- hansen. 19.30 Hver á að ráða? (Who’s The Boss?) 12. þáttur. Bandariskur gamanmyndaflokkur um einstæöan föður sem vinnur eldhússtörfin fyrir önnum kafna móður. Aöalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. Þýö- andi: Ýrr Bertelsdóttir. 20.00 Fréttir og veöur. 20.40 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Spurt úr spjörunum. Átjándi þáttur. Spyrlar: Óm- ar Ragnarsson/Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.16 Garðastræti 79 (79 Park Avenue). Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Bandarískur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum geröur eftir skáldsögu Har- old Robbins um léttúöar- drós í New York. Aðalhlut- verk: Lesley Ann Warren, David Dukes, Michael Constantine og Raymond Burr. Sagan segir frá Mari- önnu Morgan sem á heldur dapurlega æsku og byrjar snemma að vinna fyrir sér í danshúsi einu. Á betrunar- stofnun lærir hún nektar- dans, karlmenn elta hana á röndum og samskiptin við þá verða helsta tekjulind Maríönnu. Þýðandi: Jó- hanna Þráinsdóttir. 22.06 Sjötta skilningarvitið. Endursýning. 4. Endur- holdgun. Myndaflokkur um dulræn efni frá 1975. i þess- um þætti er rætt við Kristján frá Djúpalæk, Erlend Har- aldsson og Sören Sörens- son. Umsjón: Jökull Jakobsson. 23.00 Dagskrárlok. 10. júní § 16.46 Shadey (Shadey). Bresk gamanmynd frá árinu 1985 með Anthony Sher, Billie Whitelaw, Lesley Ash o.fl. ( aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Philip Saville. Oliver Shadey hefur þann eiginleika til að bera aö geta framkallað hugsanir á auða filmu. Hann vill helst nota þennan eiginleika til góðs en leiöist út i vafasamt at- hæfi þegar hann þarf á peningum að halda til þess að gangast undir kynskipta- aðgerö. § 18.30 Bestu lögin. Gunnar Jóhannsson leikur bestu lögin í dag. 19.00 Benji (Benji). Nýr, leikinn myndaflokkur fyrir yngri kynslóðina. Hund- urinn Benji vingast við ungan prins frá annarri plán- etu og kemur honum til hjálpar á örlagastundu. §19.30 Fréttir. §20.00 Viöskipti. I þessum athafna- og efna- hagsþætti er víða komiö við í athafnalífi landsmanna. Stjórnandi: Sighvatur Blöndnal. 20.16 Happ í hendi. Að þessu sinni snýr starfs- fólk Heklu hf. lukkuhjólinu. Umsjónarmaður er Bryndís Schram. § 20.66 Annika (Annika). Ástarsaga tveggja ung- menna frá ólíkum þjóðfélög- um. Fyrsti hluti af þremur. Með aðalhlutverk fara Christina Rigner, Jesse Birdsall, Vas Blackwood, An-Charlotte Stalhammar, Birger österberg og Anders Bongenhielm. Leikstjóri: Colin Nutley. Annika er ein af mörg hundruð Svíum sem korna I sumarskóla til Englands. Hún hittir þar breskan strák, Pete, og gegn ætlan Pete verða þau ástfangin. Þegar Annika snýr aftur til Sviþjóð- ar eftir þriggja vikna dvöl brestur hjarta Pete og fer hann á eftir henni. Hann kann ekki sænsku og þykir Svíar heldur framandlegir í háttum. Annar hluti myndar- innar verður á dagskrá föstudaginn 12. júní og þriðji hluti sunnudaginn 14. júní. §21.60 Endurhæfingin (Comeback Kid). Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1980 með John Ritter, Susan Dey, Dough McKeon, Jeremy Licht og James Gregory [ aðahlut- verkum. Leikstjóri: Peter Levin. Mynd þessi fjallar um fyrr- verandi hafnaboltaleikmann sem tekur að sér að þjálfa nokkra götukrakka sem treysta engum og engu. Þar fyrir utan þarf hann að tjónka við unga konu sem stjórnar leikvallasvæðum borgarinnar og eru krakk- arnir ósparir á ráðin í því sambandi. § 23.26 „Blue Note." Síðari hluti tónlistarhátiðar blús-tónlistarmanna í New York. Tónleikarnir fóru fram 22. febrúar 1985 og meðal annarra komu fram Bobby Hutcherson, Herbie Han- cock, Stanley Jordan, Bobby Timons, Bennie Wallace og Washington- Harline. 00.26 Dagskrárlok. ersveit Emils Seiler; Wolf- gang Hofmann stjórnar. 17.40 Torgiö Umsjón: Einar Kristjánsson og Sverrir Gauti Diego. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.06 Torgið, framhald. Tilkynpingar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Staldrað við. Haraldur Ól- afsson spjallar um mannleg fræði og ný rit og viöhorf í þeim efnum. 20.00 Ungir norrænir einleik- arar 1986. Hakan Rosen- gren leikur meö Fílharm- oniusveitinni í Helsinki; Osmo Vánská stjórnar. Klarinettukonsert op. 57 eft- ir Carl Nielsen. 20.30 Sumar í sveit. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akur- eyri.) (Þátturinn verður endurtekinn næsta dag kl. 15.20.) 21.20 Orgelvikan í Núrnberg 1986. a. Hans og Martin Has- elböck leika orgelverk fyrir tvö orgel eftir Gaétano Piazza, Johann Christian Bach og Ludwig van Beet- hoven. b. Marie Bernadette Dufo- urcet-Hakim leikur hugleið- ingu sína um „uppgefið stef" í Pachelbel-keppninni. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 23.10 Djassþáttur Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. 10. maí 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 (bítiö. Snorri Már Skúla- son léttir mönnum morgun- verkin, kynnir notalega tónlist i morgunsáriö. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.06 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.06 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 (þróttarásin. Umsjón: Ingólfur Hannesson, Samú- el Örn Erlingsson og Georg Magnússon. 22.06 Á miðvikudagskvöldi. Umsjón. Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Fréttamenn svæöisútvarps- ins fjalla um sveitarstjórnar- mál og önnur stjórnmál. 10. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Bylgjumenn verða á ferð um bæinn og kanna umferö og mannlíf. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdis Gunnars- döttir á léttum nótum. Sumarpoppiö allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Veröur litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkiö sem ekki er i fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp i réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavik síðdeg- - is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bygjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Bjömsson. Tónlist og upp- lýsingar um veöur og flug- samgöngur. ALFA UMihi twn«m. FM 102,9 10. júní 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.