Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 20

Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Álagning í verzlun lægri á Islandi eftir ÓlafB. Schram REYKJAVÍK - BERGEN VERÐKÖNNUN SAMANBURÐUR Á VERÐI OG VERÐMYNDUN Álagning í heildsölu og smásölu í verðkönnun í desember 1986 | Hrærivélar I Hjólbarðar I Rakvélar I Sjónvörp, útvörp, myndbandstæki iFilmur I Myndavélar I Hljóm- og myndsnældur I Eldavélar [Þvottavélar iRyksugur Bergen Reykjavík 102% 71% 65% 60% 124% 85% 60% 32% 196% 105% 92% 70% ! 101% 56% 1 68% 45% 55% 49% j 65% 62% 1 Nokkur umræða hefur að undan- fömu farið fram um verðkönnun verðlagsstjóra í Reykjavík og Berg- en. Samanburður á verðlagi milli ýmissa staða er nauðsynlegur og gerir kleift að meta stöðu okkar. Tekin eru dæmi af innkaupsverði í Reykjavík og Bergen vegna áþekks íbúafjölda og látið heita sem um inn- kaupsverð til beggja staða sé að ræða. En hvað eiga þessar tvær borgir annað sameiginlegt í verzlun! Umboðsmaður eða innflytjandi ákveðinnar vöru er aðeins einn í Noregi og kaupir hann því inn fyrir 4.000.000 manna þjóð. Er verðlags- stjóri að halda því fram að Coca Cola, Braun eða Philips séu með einn umboðsmann á hveija 240.000 íbúa Noregs! Nei, það er útilokað. Eru þetta þá sambærilegar borgir! Alls ekki. Innkaupaaðili til Noregs hefur langtum stærri markað á bak við sig og innkaup hans miklu viðameiri en okkar íslendinga. Af skiljanlegum ástæðum kaupir hann því inn á hag- stæðara verði (magnafsláttur). Hér er því ólíku saman jafnað. Þetta skilja allir sem vilja skilja á réttan veg, þó til séu menn sem vilja rang- túlka niðurstöður og reyna á óréttlát- an hátt að koma höggi á íslenzka innflytjendur. Hlutverk verðlags- stjóra hlýtur að vera að leiðrétta þessa rangtúlkun, ekki aðeins hjá sínu eigin starfsliði og fulltrúum í Verðlagsráði heldur og allri þjóðinni. Að birta niðurstöður kannana er nauðsynlegt, að öðru leyti er tilgang- inum ekki náð. En af hverju eru ekki allar niðurstöður úr úrtak- inu, sem verðlagsstjóri tók, birtar. Hvað með fylgiskjal 3? (Sjá mynd). íjónar það ekki áróðursbragði að láta sjást hversu álagning er lægri í heildsölu og smásölu í Reylqavík? Kann að vera að saklaus lesandinn dragi taum verzlunarinnar eftir lest- urinn? Stendur ekki þarna að álagning í prósentum er lægri hér en í Noregi? Og það þrátt fyrir óheft frelsi í álagningu. Purðulegt, og samt eru mennimir svona vondir. Enn eru menn að velta sér upp úr umboðslaunum. Eins og þau séu ólögleg. Hreint ekki. En hver græðir á því að hafa umboðslaun af eigin innkaupum í dag? Enginn. Tollur er nefnilega greiddur af reikningi hvort sem hann innifelur umboðslaun eða ekki. Umboðslaun voru í eina tíð aukaálagning innflytjenda þegar verðlagshöft voru við lýði. Hinn er- lendi seijandi varð því að hækka reikning sinn og krefjast hærra vöru- verðs. Hér á landi greiða allflestir innflytjendur vöruna í banka við móttöku og greiddu því erlenda aðil- anum umboðslaunin sín við móttöku vörunnar. Við uppgjör fyrirtækja erlendis, stundum eftir dúk og disk, voru þau reiðubúin að endurgreiða þessi sömu umboðslaun til íslenzka innflytjandans. Þama gat liðið vika og það gat líka liðið hálft ár frá því að innflytjandinn lagði út peningana og þar til hann fékk þá aftur. Þetta leiðrétti álagningu innflytjandans en ókostimir voru miklu meiri. Tollar voru hærri, söluskattur var hærri og varan sjálf miklu dýrari. Við frjálst verðlag eru umboðslaun orðin úrelt og því engin skýring á hærra inn- kaupsverði. Stærð markaðarins vegur þar þyngst. Þessu til staðfestingar era tölur Seðlabankans yflr umboðslaunaskil 1985 936 milljónir af 37,6 milljarða innflutningi eða 2,489%, en árið 1986 924 milljónir af 45,9 milljarða inn- flutningi eða 2,019%. Hér lækka umboðslaun um flmmtung. Er ekki verðlagslöggjöfín að skila sér með minni umboðslaunum? Önnur sjónar- mið verður að taka með pólitískum fyrirvara. Þeir sem reka innflutningsfyrir- tæki á íslandi gera það ekki af gustuk við starfsmenn sína eða við- skiptavini. Þeir reka sinn atvinnuveg til að hafa af því framfæri. Til að standa betur að vígi reyna menn að halda vöraverði i lágmarki og ná sem mestri sölu. Það þjónaði því ekki til- gangi að halda vöraverði uppi með óhagstæðum innkaupum. Hér á landi ríkir bullandi samkeppni í heildverzl- un og smásölu. Sú samkeppni hefur aukizt til muna síðustu tvö ár. Það skyldi ekki vera nýju verðlagslög- gjöflnni að þakka? Einn liðurinn í þessari samkeppni era einmitt verð- kannanir verðlagsstjóra. Þar hefur komið fram gagn sem íslenzkir inn- flyljendur geta notað í sína þágu til að knýja fram hagstæðara verð frá erlendum aðilum, þó svo enginn geti gert sér vonir um að sama verð fáist hingað þar sem búa 245.000 manns og til Noregs. Formaður Neytendasamtakanna, sá sem ætti að vera helzti talsmaður frjálsrar verðmyndunar, ritar grein í miðvikudagsblað DV. Þar segir hann: Neytendasamtökin féllust á fyrir sitt leyti að þessi tilraun var gerð. Sá stuðningur samtakanna vó ekki lítið í ákvörðunartöku stjóm- valda, þó þau hefðu ekki úrslitaáhrif. Seinna í sömu grein segjr formaður- inn líka: Gömlu verðlagsákvæðin veittu neytendum litla tryggingfu fyr- ir hagkvæmu vöraverði. — Eg tek undir þetta með formanni Neytenda- samtakanna, því það eina sem tiyggir lágt vöraverð er einmitt frjáls samkeppni. Og hvað hefur komið á I tilefni af samræmdu grunnskólaprófi í íslensku eftirlndriða Gíslason Á þessu vori hafa orðið talsverðar umræður um samræmt próf í íslensku en það er eins og kunnugt er lagt fyrir riemendur í 9. bekk grannskóla. Ástæðan til þessara umræðna er sú að prófíð þótti að þessu sinni of þungt. Má það vel vera rétt mat. Hér verður ekki fjöl- yrt um það atriði, aðeins bent á að erfítt er að semja nákvæmlega jafn- þung próf frá ári til árs. Aftur á móti skal drepið hér stuttlega á nokkur atriði sem snerta grann- skólapróflð í íslensku og reyndar samræmd próf almennt. Próf ið stýrir kennslu Til að byija með er vert að draga fram þá staðreynd að samræmda prófíð í íslensku stýrir mjög víða kennslu í 9. bekk og hefur reyndar dijúg áhrif á viðfangsefni á ungl- ingastiginu, allt niður í 7. bekk. Getur það varla talist óeðlilegt miðað við það að próflnu var til skamms tíma ætlað að skera úr um fram- haldsnám nemenda og margir líta svo á að enn hafl það þar úrslita- áhrif. Má því vel skilja þá afstöðu grannskólakennara að reyna að stuðla að velgengni nemenda sinna á prófinu. Af þessum sökum er vitan- lega mjög mikilvægt að velja rétt það eflii sem prófað er í. Hlutlægir og huglægir þættir Frá próffræðilegu sjónarmiði er öraggast að prófa I hlutlægum þátt- um sem auðvelt er að meta. Sem dæmi mætti nefna stafsetningu þar sem niðurstaða fæst með því að telja villur. Þetta á líka við um hverskon- ar málfræðilegar greiningar. Skiln- ing á textum, lesnum eða ólesnum, er einnig hægt að prófa á nokkuð hlutlægan hátt. Annað verður uppi á teningnum þegar kemur að því að prófa málbeit- ingu. Þar er reyndar varla um að ræða að prófa færni í töluðu máli og eigi að prófa beitingu máls í rit- uðu máli hlýtur mat að verða huglægara en þegar um er að ræða þekkingaratriði. Þó má það ljóst vera að málnotkunin er mikilvægari en einstök þekkingaratriði. Kennslan hlýtur að snúast um það að gera nemendur sem hæfasta málnotend- ur. Litíð um öxl Árið 1946 vora tekin upp sam- ræmd próf til að ráða inntöku í framhaldsskóla (menntaskóla). Nefndust þau Landspróf miðskóla og vora við lýði með tiltölulega litlum breytingum allt fram til 1976. í íslensku voru tvö próf (og tvær full- gildar einkunnir). í öðra var prófað í málfræði og lesnum bókmenntum: í hinu var stafsetning — og ritgerð. Má því því segja að málbeitingu hafl verið gert þar nokkuð hátt und- ir höfði eins og eðlilegt má telja. Nú hlýtur mat á ritgerð að verða huglægt en þetta létu menn sig þó hafa í þijá áratugi. Fyrsta samræmda grunnskóla- prófið var svo haldið 1977 og þá vora einnig gerðar margvíslegar breytingar á prófformi. Mestu um- skiptin hvað íslensku varðar vora þau að nú var eitt próf (og ein ein- kunn) og ritgerð var byggt út úr próflnu. Hvaða á að prófa? Að mínum dómi hefur hræðsla við huglæga þætti eða huglægt mat ráðið of miklu um gerð samræmds prófs í íslensku. Þar á að prófa málbeitingu eftir því sem við verður komið. Það verður ekki gert nema í prófínu verði ritgerð í einhveiju formi. Hluti af skýringu á útkomu prófsins nú og óánægju með hana er fólginn í því að nokkur krafa var gerð í þessu efni og er það nýmæli. Eins og áður var sagt þá stýrir próf- ið kennslunni að meira eða minna leyti. Það væri illa farið ef sú stýr- ing yrði til þess að hætt yrði við að leggja áherslu á þennan grandvallar- þátt en granur leikur á því að sú hafí einmitt orðið raunin: Áð kennsl- an hafi snúist um einstök þekkingar- atriði þar sem gömlu prófln hafa óspart verið notuð sem kennslutæki en síður hirt um að þjálfa málnotk- un, æfa nemendur í að orða hugsun sína. Kennarar hafa nú — og oft áður — kvartað yflr því að of mikið efni væri sett fyrir til samræmds prófs í íslensku. Þeir telja sig hreinlega ekki hafa tíma til að sinna öllum þeim þáttum. Erfítt er að meta slíkar röksemdir en varla dregur úr slíkum kvörtunum þegar ritgerð bætist við prófatriði. Þurfí að draga úr eflii til prófsins ætti að byija á því að skera niður málfræðilegar greiningar. Auðvitað verður að kenna málfræði í grannskóla en engin ástæða er til þess að veija til þess miklu (eða meginhluta) þess tíma sem ætlaður er til móðurmálskennslu. Nú er svo komið að mestur hluti hvers árgangs fer í einhverskonar framhaldsnám. Má því ætla framhaldsskólum hluta af þeirri málfræðikennslu sem feng- ist er við í grannskóla. í grannskóla á fyrst og fremst að efla vald nem- enda á málinu, þjálfa málbeitingu. Og sé samræmt próf það stýringar- tæki sem af er látið þarf þar að taka mið af þessu. En þá kemur aftur að matinu. Er nokkumtímann hægt að meta ritgerð á réttlátan hátt? Eins og áður hefur verið sagt verður að telja of mikið gert úr þeim vanda. Er ekki alveg eins hægt að meta rit- erð í íslensku eins og t.d. í ensku? samræmda enskuprófínu er sem Ólafur B. Schram „En hvað eiga þessar tvær borgir annað sam- eiginlegt í verzlun! Umboðsmaður eða inn- flytjandi ákveðinnar vöru er aðeins einn í Noregi og kaupir hann því inn fyrir 4.000.000 manna þjóð. Er verð- lagsstjóri að halda því fram að Coca Cola, Braun eða Philips séu með einn umboðsmann á hvetja 240.000 íbúa Noregs! Nei, það er úti- lokað. Eru þetta þá sambærilegar borgir! Alls ekki. Innkaupaaðili til Noregs hefur langt- um stærri markað á bak við sig og innkaup hans miklu viðameiri en okk- ar Islendinga. Af skilj- anlegum ástæðum kaupir hann því inn á hagstæðara verði (magnafsláttur). “ Indriði Gislason sagt ritgerð (líka í dönsku). Eða er meira um það vert að kenna mönnum að tjá sig á ensku en íslensku? — Auðvitað verður mat á ritgerð alltaf huglægt. Ekki ætti þó að vera nein frágangssök að koma upp nokkuð traustum matsreglum sem jafnframt gætu þá orðið kennuram til leið- beiningar við kennslu í ritgerðasmíð. Hlutverk prófsins í þeim ummælum sem birst hafa um prófið undanfarið hafa komið fram efasemdir um það að samræmt próf í 9. bekk eigi að vera inntöku- próf í framhaldsskóla. Hér verður tekið undir þetta sjónarmið. Tengsl grannskóla og framhaldsskóla eru orðin með allt öðram hætti en áður var. Stefnir nú hratt í þá átt að flest- ir verði við skólanám fram um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.