Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
25
Viðræður bandrískra og íslenskra stjórnvalda:
Bandaríkjamenn vilja ítar-
legri reglur um vísindaveiðar
„VIÐRÆÐUR þessar voru fyrst
og fremst tvíhliða könnunarvið-
ræður varðandi hugmyndir
Bandaríkjamanna, sem þeir
hyggjast leggja fyrir fund Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um hval-
veiðar í vísindaskyni. Við erum
ekki samþykkir þeirra hugmynd-
um og afhentum þeim gagn-
hugmyndir," sagði Kjartan
Júliusson deildarstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu um nýafstaðnar
viðræður sendinefndar Banda-
ríkjanna við islensk stjórnvöld
um hvalveiðimál.
„Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins
voru samþykktar reglur um hval-
veiðar í visindaskyni. Bandaríkja-
menn telja að setja þurfí enn frekari
reglur um hvalveiðar þessar og um
það snúast þessar viðræður. Eins
og málið snýr gagnvart okkur, telj-
um við að tillögur Bandaríkjamanna
samrýmist ekki alþjóðasáttmála um
Starfslaun til
listamanna í
tilefni 200
ára afmælis
Reykjavíkur-
borgar
BORGARSTJÓRN Reylgavíkur
samþykkti hinn 22. janúar sl. að
veita þrívegis sérstök starfslaun
til listamanna í tilefni 200 ára
afmælis Reykjavíkurborgar. Eru
starfslaunin veitt til 3ja ára.
Verða fyrstu starfslaunin veitt á
þessu ári, en síðan verða 3ja ára
starfslaun einnig veitt á árunum
1988 og 1989.
Þeir einir listamenn koma til
greina við veitingu starfslauna, sem
búsettir eru í Reykjavík og að öðru
jöfnu skulu þeir ganga fyrir, sem
ekki geta stundað listgrein sína sem
fullt starf. Skulu listamennimir í
umsókn skuldbinda sig til þess að
gegna ekki fastlaunuðu starfi með-
an þeir njóta starfslaunanna.
Starfslaunin verða kunngerð á
afmælisdegi Reykjavíkur, hinn 18.
ágúst ár hvert, og hefst greiðsla
þeirra 1. september eftir tilnefn-
ingu.
Umsóknum um starfslaunin skal
skila til menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar fyrir 30. júní nk.
^A^glýsinga-
síminn er 2 24 80
skipan hvalveiða, sem kveður skýrt
á um það að viðkomandi aðildarríki
Alþjóðahvalveiðiráðsins setji reglur
um rannsóknarveiðar og við teljum
að ekki sé unnt að skerða þann
rétt,“ sagði Kjartan.
Kjartan vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um efnisinnihald tillagna
Bandaríkjamanna eða íslenskra
yfirvalda, enda ættu bandarísk
stjómvöld eftir að skoða tillögur
íslendinga. Aðspurður um líkur á
samkomulagi og hvort eitthvað
hefði saman gengið með löndunum,
sagði Kjartan að of snemmt væri
um að segja. „Bandaríska sendi-
nefndin hafði ekki umboð til þess
að reyna að ná samkomulagi, held-
ur vom þetta tvíhliða könnunarvið-
ræður til að kanna hvort löndin
geti náð saman fyrir fundinn. Þeir
munu svo kynna okkar hugmyndir
þeim stjómvöldum sem hafa með
þessi mál að gera og eigum við von
á viðbrögðum í næstu viku.“ Kjart-
an kvaðst eiga von á því að
Bandaríkjamenn legðu fram sínar
hugmyndir á fundi hvalveiðiráðsins
og Islendingar þá væntanlega einn-
ig sínar.
Topptilboð
Verð kr.
Litur: Hvítt, grænt
Stærð: 35-42
Efni: Leður
Staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum
Við höfum mikið
úrval af léttum
og góðum
sumarskóm.
sxoem
VELTUSUNDI 1
21212
HEFUR ÞU
ekki komist í ódýrt
sumarfrf?
er tækifærið.
Beint leiguflug til Kö/nará aðeins kr.
Tilvalið að bregða sér til fallegustu héraða
Þýskalands á besta tíma sumarsins á
LÆGSTA VERÐIMU.
Brottför.......................... 19. júlí.
Heimkoma.........................9. ágúst.
Dvalartími........................3 vikur.
9.000.-
Flugfargjald
kr. 9.000,-..............................fullorðinn.
Kr. 6.000,-...........................börn 2-11 ára.
Kr. 1.000,-............................börn 0-1 árs.
Flug og bíll
kr. 9.993,-...........pr. mann miðað við 5 í bíl í 1 viku.
Kr. 11.986,-..........pr. mann miðað við 5 í bíl í 2 vikur.
Kr. 13.979,-..........pr. mann miðað við 5 í bíl í 3 vikur.
FERDASKRIFSTOFAN
Auk þess bjóðum við úrval sumarhúsa í ná-
grenni Kölnar, í Eifel héraði, við Mósel og í
Hochsauerland. Allt fyrsta flokks orlofssvæði.
Einstakt tilboð sem ekki verður
endurtekið.
TJARNARGOTU 10
SIMI 28633
ALLRAVAL
GISLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16. Sími 641222
r 1 T
ERICSSON
farsímar í fararbroddi