Morgunblaðið - 10.06.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
Reuter
Endurfundir íMoskvu
Síðastliðinn laugardag komu
tvö barnabörn Sakharov-hjón-
anna til Moskvu. Það voru þau
Anna og Matvei, sem sjást á
meðfylgjandi mynd ásamt afa
og ömmu, þeim Yelenu Bonner
og Andrei Sakharov. Börnin
voru þó ekki einu gestirnir sem
komu til Nóbelsverðlaunahaf-
ans og konu hans, því að börnin
komu í fylgd móður sinnar,
Tatjönu Yankelevich, og
langömmu, Rutar Bonner.
Bretland:
Glaumur o g gleði
á kosninganóttína
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttarit&ra Morgunblaðsins.
MIKIÐ verður um dýrðir á kosn-
inganóttina, aðfararnótt föstu-
dags, hér í Bretlandi. Almennt
virðist iandslýður nota tækifærið
til að skemmta sér, og stjórn-
málamenn geta ekki lengur sest
niður eftir kosningadag með
flokksfólki og drukkið eitt
sherry-glas.
Á Piccadilly-torgi í London verð-
ur kosningahátíð, þar sem risastórt
skilti — í beinu sambandi við BBC-
sjónvarpið — birtir úrslitin jafnóð-
um og þau berast. Ritz-hótelið í
London heldur skemmtun í fyrsta
sinn á kosninganótt, þar sem þjónar
með slaufur munu bera gestum
stjómmálakokteila. Gestir, sem
biðja um íhaldsdrykk, fá þurran
vermouth, blandaðan við bláan
curacao til að ná hægrisveiflunni.
Stuðningsmenn Verkamanna-
flokksins fá kirsuberjabrennivín
blandað í créme de cassis, svo að
þeir verði algerlega vamarlausir.
„Bijálaði flokkurinn" (The
Monster Raving Loony Party) held-
ur kosningaskemmtun í aðalstöðv-
um flokksins á ölstofu í Dartmoor,
en flokkurinn fékk mann kosinn í
bæjarstjóm í vor í fyrsta sinn í
sögu sinni, enda bauð hann einn
fram í þeim bæ.
Að venju verður mikið um að
vera í sjónvarpi. BBC byijar dag-
skrá sína klukkan 22 um kvöldið
og stendur hún til klukkan fjögur
um nóttina og heldur síðan áfram
daginn eftir. ITN byijar sína dag-
skrá kl. 22.30 með sérstakri
kosningaútgáfu á „Spéspegli"
(Spitting Image), sem sumir óttast
að verði fullerfið fyrir þandar taug-
ar stjómmálamannanna þessa nótt.
V opnasölumálið:
Einkaritari Norths eyði-
lagði og breyttí skjölum
Washington, Reuter.
FAWN Hall, einkaritari Olivers
North ofursta, hefur nú greint
rannsóknamefnd Bandarikja-
þings í vopnasölumálinu frá þvi
er hún aðstoðaði yfirmann sinn
við að eyðileggja og breyta skjöl-
um varðandi vopnasöluhneykslið
áður en hann var rekinn úr Hvita
húsinu. Einnig kvaðst hún hafa
smyglað út skjölum innan klæða.
„Ég tók við skjölum, sem hann
tók upp úr skúffum peningaskáps
síns, og eyðilagði milii tólf og átján
síður í einu,“ sagði Hall á mánudag
fyrir þingnefndinni.
Hún kvað trúnaðarskjöl hafa ver-
ið eyðilögð af slíku kappi 21.
nóvember á síðasta ári að kalla
þurfti á viðgerðarmenn til að gera
við sérstakan pappírstætara. Fjór-
um dögum síðar var North rekinn
úr starfí sínu hjá þjóðaröryggisráð-
inu vegna gruns um að hann hefði
átt'þátt í að greiðslur fyrir vopn
Fawn Hall.
Reuter
mnnu í vasa skæruliða í Nicaragua.
Þegar þessir atburðir áttu sér
stað hafði dómsmálaráðuneytið haf-
ið rannsókn á vopnasölumálinu, sem
var þá að koma fram í dagsljósið.
Gæti því reynst ólöglegt að eyði-
leggja, breyta eða fjarlægja slfk
skjöl til þess að hindra ffamgang
réttvísinnar.
Lawrence Walsh, rannsóknar-
dómari í vopnasölumálinu, hefur
ákveðið að Hall verði undanþegin
málshöfðun og verður vitnisburður
hennar því ekki notaður gegn henni
í rétti.
Hall greindi einnig frá því er hún
fór í skrifstofu Norths í þjóðarör-
yggisráðinu, sem er á sömu lóð og
Hvíta húsið, nokkrum klukkustund-
um eftir að hann hafði verið rekinn.
Komst hún að því sér til skelfingar
að þeim hafði sést yfir ýmis skjöl
21. nóvember. „Ég tók afrit af skjöl-
um, sem breytt hafði verið, braut
þau saman og setti í stígvél mín,“
sagði Hall. Hún kvaðst hafa falið
önnur skjöl innan klæða og gengið
með þau á brott nokkrum klukku-
stundum áður en skrifstofan var
innsigluð. Lét hún North hafa skjöl-
in í bifreið fyrir utan Hvíta húsið.
Castro
sleppir
föngum
Washington, Reuter.
KÚBÖNSK yfirvöld hafa faUizt
á að láta lausa úr haldi um 300
pólitíska fanga, fyrir milligöngu
kaþólskra biskupa, að því er
skýrt var frá á ráðstefnu kaþó-
likka í Washington um helgina.
Að svo stöddu hefur ekki verið
skýrt frá nánar, hvenær mennimir
verða látnir lausir, en haft eftir
öruggum heimildum, að það verði
fljótlega. Nicholas DiMarzio, biskup
sat nýverið ráðstefnu kaþólskra í
Havana og ræddi hann þá tvisvar
við Fidel Castro, hæstráðanda
landsins. Að þeim fundum loknum
lýsti Castro því yfir að hann ætlaði
að sleppa nefndum fongum og
myndu kaþólskir biskupar, sem ekki
voru nafngreindir hafa samvinnu
við Kúbani um málið.
Austur-Berlín:
„Það verður að rífa
múrinn“ -hrópuðu
þúsundir ungmenna
Austur-þýskir lögreglumenn berja
á mótmælendum þriðja daginn í röð
Svíþjóð:
Nancy forsetafrú í heimsókn
Stokkhólmi, Reuter
NANCY Reagan, forsetafrú
Bandaríkjanna kom á mánudag
í opinbera heimsókn til Svíþjóð-
ar, en þangað kom hún frá
Feneyjum eftir að hafa fylgt
bónda sínum á leiðtogafundinn
þar. í Svíþjóð hitti hún meðal
annars Lisbet Palme, ekkju Olofs
Palme, Ingvar Carlsson, forsæt-
isráðherra, heimsótti meðferðar-
heimili eiturlyfjasjúklinga og
snæddi hádegisverð með Silvíu
Svíadrottningu.
Nokkuð bar á mótmælum vegna
komu forsetafrúarinnar og voru alls
um 90 manns handteknir fyrir að
giýta Iögregluvörðinn við hótel
hennar. Þeim var flestum sleppt,
en verða kærðir fyrir árás á lög-
regluþjóna. Nancy virtist sjálf ekki
kippa sér upp við mótmælin og
sagði að Svíar væru friðsöm og íjöl-
menn þjóð — ofbeldisaðgerðir 90
manna lýstu aðeins innræti þeirra
sjálfra.
til Bandarílqanna í september. Það
verður í fyrsta skipti í 25 ár sem
sænskur valdamaður fer vestur um
haf til Bandaríkjanna, en samskipti
ríkjanna kólnuðu mjög í valdatíð
Olofs Palme. Þótti afstaða hans til
Bandaríkjanna vera fjandsamleg
mjög og voru stjómmálasambands-
slit jafnvel til umræðu.
Austur-Berlín, Moskvu, Reuter.
LÖGREGLUMENN í Austur-
Berlin börðust í gær við á að
giska fjögur þúsund ungmenni
sem höfðu safnast saman nálægt
sovésku og bandarisku sendiráð-
unum í borginni. Kallaði fólkið
vígorð gegn Berlínarmúmum,
sem aðskilur borgina frá Vest-
ur-Berlín, og sönglaði einnig
nafn Gorbachevs Sovétleiðtoga.
Mótmælin hófust á sunnudags-
kvöldið er fjöldi unglinga hafði
safnast saman á hinni frægu breið-
götu „Uhter den Linden" rétt hjá
múmum og sendiráðum risaveld-
anna í von um að heyra í bresku
rokkhljómsveitinni Genesis, sem nú
heldur hljómleika í Vestur-Berlín.
Lögreglumenn stugguðu þá við
fólkinu.
Fréttamenn töldu að 50 manns
hefðu verið handteknir í gær en
Sao Paulo:
Fimm rottur á hvern íbúa
Nancy Reagan.
Auk þess að snæða hádegisverð
með Sylvíu Svíadrottningu gekk
forsetafrúin á fund Ingvars Carls-
sonar, forsætisráðherra, en hann
er væntanlegur í opinbera heimsókn
Sao Paulo, Bramlíu, Reuter
BLAÐ í Sao Paulo, höfuðborg
Brasilíu, skýrði frá því í síðustu
viku að mikil rottuplága heijaði
á borgina og væri nú svo komið
að í borginni væru 40 milljónir
rottur.
Blaðið hafði þetta eftir heilbrigð-
isyfirvöldum í borginni og líta þau
málið alvarlegum augum. Er verið
að skipuleggja tuttugu daga herferð
til að reyna að útrýma þessari
plágu, eða að minnsta kosti reyna
að fækka rottum svo, að ekki verði
eftir' nema um það bil rotta á íbúa.
yfírvöld gáfu engar tölur upp.
Olætin hófust með því að nokkur
hundruð unglingar umkringdu hóp
óeinkennisklæddra leynilögreglu-
manna og heimtuðu að múrinn yrði
rifinn niður. Sömuleiðis söngluðu
þeir nafn Gorbachevs en margir
ungir Austur-Þjóðveijar vona að
fijáislynd stefna hans muni hafa
áhrif á harðlínumennina sem
stjóma Austur-Þýskalandi.
Er handtökumar hófust beitti
lögreglan kylfum og svaraði fólkið
m.a. með því að æpa:„Niður með
svínin" og syngja Intemationalinn,
Alþjóðasöng verkamanna.Einnig
var skotið flugeldum.
Okyrrð var á svæðinu í meira en
sex klukkustundir í gær en skömmu
eftir miðnætti tókst lögreglunni að
hrekja unglingana burt frá múm-
um.
Opinber talsmaður Sovétstjóm-
arinnar sagði í gær að Kremlveijar
gætu ekkert haft á móti því að
ungmenni hrópuðu nafn Gorba-
chevs þegar þau mótmæltu við
Berlínarmúrinn.
„Unglingar eru atorkumiklir.
Stundum get ég ekki annað en öf-
undað ungt fólk þegar ég sé dugnað
þess á íþróttavöllum. í leikfimisölum
og á götum úti", sagði talsmaður-
inn, Boris Pyadyshev, hjá upplýs-
ingadeild utanríkisráðuneytisins.
Hann sagðist jafnframt vilja taka
skýrt fram að forysta og almenn-
ingur í Austur-Þýskalandi styddu
umbótastefnu Sovétríkjanna.