Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
39
Kosið á milli tveggja
lista í sameinuðum
Reykhólahreppi
Miðhúsum, Reykhólasveit.
TVEIR listar hafa komið fram vegna fyrstu hreppsnefndar-
kosninganna í hinum nýja Reykhólahreppi, sem varð til eftir
sameiningu allra hreppa Austur—Barðastrandarsýslu. Eru það
U-listi uppstillinganefndar hreppsnefnda gömlu hreppanna
og R-listi Samtaka um eflingu byggðar í Reykhólahreppi.
Kosningarnar verða laugardaginn 20. júni næstkomandi.
U-listinn er listi uppstillinganefndar
hreppsnefnda Geiradals-, Reyk-
hóla-, Gufudals- og Flateyjar-
hrepps. Hann er þannig skipaður:
1. Guðmundur Olafsson, oddviti,
Grund, Reykhólahreppi. 2. Áshildur
Vilhjálmsdóttir, oddviti, Króksfjarð-
amesi, Geiradalshreppi. 3. Einar
Hafliðason, sýslunefndarmaður,
Gufudal, Gufudalshreppi. 4. Jó-
hannes Gíslason, hreppstjóri,
Skáleyjum, Flateyjarhreppi. 5.
Smári Baldvinsson, bóndi, Borg,
Reykhólahreppi. 6. Karl Kristjáns-
son, bóndi, Gautsdal, Geiradals-
hreppi. 7. Valdimar Jónsson,
verkstjóri, Reykhólum.
Guðmundur Ólafsson, efsti mað-
ur U-listans, vildi sem allra minnst
láta hafa eftir sér um framboðið.
Hann sagði að engin flokkspólitík
væri með í spilinu á U-listanum og
menn hefðu ekki verið valdir á list-
ann eftir stjómmálaskoðunum.
Hann hvatti alla til þess að vera
varkára í dómum, því að hinni vænt-
anlegu hreppsnefnd veitti ekki af
því að standa saman. Hann sagði
að stefnuskrá listans væri ekki
komin fram, enda nýlega búið að
ákveða framboðið.
R-listinn, listi Samtaka um efl-
ingu byggðar í Reykhólahreppi, er
þannig skipaður: 1. Stefán Magnús-
son, verkstjóri, Reykhólum. 2.
Siglufjörður:
Aætlunar-
fluginu flýtt
um helgina
Siglufirði.
ARNARFLUG flýtti áætlunar-
flugi sínu til Blönduóss og
Siglufjarðar um helgina. Varð
það til þess að Siglfirðingar
fengu sunnudagsblað Morgun-
blaðsins á laugardagskvöldið en
það hefur ekki gerst áður.
Flugvélin sem átti að koma á
sunnudagskvöldið, hvítasunnudag,
kom á laugardagskvöidið. Með
henni var aðallega póstur auk dag-
blaðanna. Morgunblaðið var borið
út þá strax um kvöldið, sólarhring
fyrr en vant er, og kunnu Siglfirð-
ingar vel að meta þessa þjónustu
Amarflugs.
Matthías
Hafnarfjörður:
Apótekin
safna göml-
um lyfjum
FRAM tíl 19.júní gefst Hafn-
f irðingum kostur á að losa sig
við ljff, sem ekki eru lengur
notuð á heimilinu. Apótekin í
Hafnarfirði; Hafnarfjarð-
arapótek og Apótek Norður-
bæjar taka við lyfjunum.
Markmiðið með þessari lyfja-
söfiiun er að losa heimiiin við
ónauðsynleg lyf og þau sem eru
fymd. Jafnframt er það hent-
ugra frá umhverfissjónarmiði að
almenningur skili inn lyfjum í
apótek fremur en að farga þeim
sjálfur.
(Frá Heilsugæslu Hafnar-
fjarðar og Apótekunum í
Hafnarfirði.)
Hafsteinn Guðmundsson, oddviti,
Flatey. 3. Daníel Jónsson, bóndi,
Ingunnarstöðum, Geiradalshreppi.
4. María Björk Rejmisdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, Reykhólum. 5.
Dagný Stefánsdóttir, bóndi, Selja-
nesi, Reykhólahreppi. 6. Halldór
Gunnarsson, bóndi, Gilsfjarðar-
múla, Geiradalshreppi. 7. Sólrún
Ósk Gestsdóttir, kennari, Reyk-
hólum.
„R-listinn er ekki flokkspólitfsk-
ur, en auðvitað er hann pólitískur,
því að orðið pólitík þýðir fram-
kvæmd stefnu," sagði Stefán
Magnússon, efsti maður R-listans.
Listinn er með markaða stefnuskrá
og Stefán segir hann skipaðan ungu
fólki, sem sækja vill fram í málefn-
um hreppsins. Helstu stefnumálin
eru: R-listinn vill afla fjármagns til
nýrra atvinnutækifæra og stuðla
að því að fullvirðisréttur bænda
nálgist meðalbústærð. Listinn vill
vinna að bættum samgöngum við
aðra hluta Vest§arða, að brú komi
yfir Gilsfjörð og að samgöngur verði
bættar á sjó og landi innan byggð-
ar. Hann vill gera fólki auðveldara
að setjast að í hreppnum og bæta
þjónustu. R-listinn vill styrkja hvem
þann nemanda sem búsettur er í
Reykhólahreppi, sem nær fram-
haldseinkunn, og hvetja til fram-
haldsnáms.
Sveinn
Morgunblaðið/Sigurgeir
Alda Björnsdóttir frá Vest-
mannaeyjum við eina mynda
sinna.
Vestmannaeyjar:
Sýnir í
Akóges
-húsinu
Vestmannaeyjum.
ALDA Björnsdóttir opnar mynd-
listarsýningu í Akóges-húsinu í
Vestmannaeyjum fimmtudaginn
11. júní kl. 20.00. Sýningin verð-
ur opin í fjóra daga frá kl.
14.00-22.00 fram á sunnudags-
kvöld.
Alda sýnir 30 olíumálverk sem
flest eru máluð á þessu og síðasta
ári. Einnig eru um 20 myndir á
sýningunni sem eru málaðar á fjau-
el. Þetta er þriðja einkasýning Öldu
Bjömsdóttur og hún hefur áður
tekið þátt í samsýningum. Hún var
síðast með sýningu í Reykjavík 5
nóvember 1986.
- hkj.
VATN
glörðu
svo vel
Hvort sem þú ætlar aö veita vatni um lengri eða skemmri veg
er varla til auðveldari og ódýrari leið
en gegnum rörin frá Reykjalundi.
Rörin frá Reykjalundi eru viðurkennd fyrir gæði
og auðvelda meðferð.
Flestar stærðir vatnsröra, kapalröra, frárennslisröra
og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og
með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör.
Sérstök áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu.
Rörin frá Reykjalundi
- rör sem duga.
REYKIALUNDUR
i Söludeild • Sími 666200