Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 57 Nikulás Marel Hall- dórsson — Minning Fæddur23.júní 1907 Dáinn 2. júní 1987 Nikulás Marel Halldórsson fædd- ist að Fellsenda í Þingvallasveit 23. júní 1907. Foreldrar hans voru Margrét Þorsteinsdóttir og Halldór Eiríksson bóndi þar. Þriggja ára gamall var hann tek- inn í fóstur af norskum hjónum, Helene Marie og Haldór Martin Haldórsen, kaupmanni í Reykjavík. Frá 12 ára aldri dvaldist Marel í Noregi, en árið 1926 kom hann aftur til heimalandsins og hóf jám- smíðanám í Vélsmiðjunni Hamri. Starfaði hann að verkefnum víða um land, samfleytt í 56 ár, þar til hann lét af störfum fyrir aldurssak- ir. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Félag jámiðnaðar- manna og einnig var hann gjaldkeri Verkstjórafélagsins Þórs um árabil. Þann 20. maí 1933 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Rose Evelyn, fæddri Rasmussen, ættaðri frá Kolding í Danmörku. Eignuðust þau þrjú böm, Frank, Betsy og Georg. Bamabömin em tvö. Alla tíð var Marel mikill áhuga- maður um ræktun. Bar gróðurhúsið hans góðan vott þar um og vom þær ófáar gúrkumar og tómatamir sem fóm í poka til tengdadóttur. Yndi hans var þó að fást við trjá- rækt og eftir að hann festi kaup á landsspildu í nágrenni Reykjavíkur árið 1972 undi hann sér hvergi betur en við ræktunarstörf þar. Leið varla sá dagur að ekki væri farið í Árskóga hvort sem var að sumri eða vetri. Hundmð tijáplantna vom gróð- ursettar á hverju vori og margar gönguferðimar fór hann til að hlúa að og fylgjast með vexti og fram- gangi gTÓðursins. Þrátt fyrir veikt hjarta hin síðari ár var Marel hress og starfsamur til síðustu stundar. Þakklæti er mér efst í huga. Blessuð sé minning hans. Tengdadóttir árin í fullu starfi sem verkstjóri. Hann valdist til trúnaðarstarfa í Félagi jámiðnaðarmanna og var gjaldkeri í Verkstjórafélaginu Þór um langt árabil. í Hjálpræðishem- um kynntist hann Rose Evelyn Rasmussen frá Kolding á Jótlandi, mikilhæfri og góðri konu. Gengu þau í hjónaband 20. maí árið 1933. Þau eignuðust þrjú böm: Frank sóknarprest í Nessókn, Betsy kenn- ara og Georg húsasmið sem kvæntur er Stefaníu Guðmunds- dóttur. Þeirra böm, Eva Aldís og Ragnar Marel, vom bæði auga- steinar afa síns. Marel var afar heimakær, léttur í lund, maður sem átti auðvelt með að koma auga á hinar broslegu hlið- ar mannlífsins. Öllum frístundum sem gáfust eyddi hann við lestur fræðandi bóka og útvegaði hann sér bækur um blóma-, matjurta- og trjárækt víðsvegar að úr heimin- um. En í reitinn sinn í Árskógum í Mosfellssveit gróðursetti hann hundmð trjáa ár hvert. Trjálundur- inn hans fagri ber gott vitni um þá miklu alúð sem hann lagði við ræktunina. Með hverju einstöku tré fylgdist hann, talaði við þau sem góðkunningja og í garðinum sínum heima á Reynimelnum var hann að hlúa að trjánum nýgenginn út úr gróðurhúsinu sínu, þegar kallið kom. Betri dauðdaga hefði hann ekki getað hugsað sér. Hann vildi gera það sem skyldu hvers manns að græða og klæða landið og talaði jafnan uppljómaður um að ekki yrði svo ýkja langt að bíða þess að ís- land yrði skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Já, hann var mikill athafna- maður, féll sjaldnast verk úr hendi, heilsuhraustur var hann og jafnvel þótt hann hefði fyrir tveimur ámm fengið áfall vegna kransæða- þrengsla dró hann_ hvergi af sér til hinstu stundar. Á heimili þeirra hjóna hefur alltaf verið gott að koma, þar sem Marel var hrókur alls fagnaðar, ræðinn og hafði frá mörgu að segja. Guð blessi ástvin- unum allar góðu minningamar um hann. Að leiðarlokum vil ég þakka mínum góða vini tryggð og trausta vináttu um áratuga skeið og fyrir uppbyggilegar og góðar samvem- stundir með honum og íjölskyldu hans. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Br.) Eggert H. Kristjánsson t JÓNAS SIGURÐUR JÓNSSON forstjóri, Blikahólum 12, Reykjavfk, verður jarösunginn fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30 í Fossvogs- kapellu. Eiginkona og böm. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN EGILSON, Hvassalelti 63, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 13.30. Þóra Óskarsdóttir, Helga Egilson, Jón Friðrik Kjartansson og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóöir, ÞÓREY S. PÉTURSDÓTTIR, Laugavegi 70b, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. júní kl. 15.00. Gréta Þórs, Kristján Normann, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Björn Stefánsson, Guðmundur Sigurjónsson, Auður Kjartansdóttir, Karel Sigurjónsson, Kristfn Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTBJARGAR TORFADÓTTUR, Baldur H. Aspar, Jón E. Aspar, Kristin H. Aspar, Anna H. Aspar, Guðrún H. Aspar, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Rauðarárstfg 7, Þóra Guðnadóttir, Margrát Oddsdóttir, Jón Magnússon, Bernódus Ólafsson, Jóhann Kristinsson, Auður Aspar. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall og útför ÓLAFS NIKULÁSSONAR, Kirkjuvegi 22, Selfossi, er lést 27. maí sl. Kristfn Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Marel vinur minn er allur. Tilbú- inn var hann til brottfararinnar, þótt hún kæmi óvænt. Hann hét fullu nafni Nikulás Marel Halldórs- son og fæddist að Fellsenda í Þingvallasveit þann 23. júní árið 1907 og stóð því á nær áttræðu. Foreldrar hans voru Margrét Þor- steinsdóttir ættuð úr Borgarfirði og Halldór Eiríksson úr Rangárþingi. Tvö systkini átti hann, Sigríði og Þorstein, sem nú eru bæði látin. Þegar hann var þriggja ára gamall datt hann af hestbaki og fótbrotn- aði illa og var því sendur suður til Reykjavíkur á Landakotsspítalann. Á sjúkrahúsið kom Helene Haldor- sen reglulega til að gleðja bömin. Tókust brátt miklir kærleikar með þeim og þegar Marel mátti fara heim af spítalanum buðust þau Helene og Haldor Martin Haldorsen eiginmaður hennar sem um árabil rak verslun við Bergstaðastræti 38 til að taka hann heim til sín, og gengu þau honum svo síðar í for- eldra stað. Þau voru bæði norskrar ættar en er þau misstu einkadóttur sína úr spönsku veikinni festu þau ekki lengur yndi hér á landi en flutt- ust árið 1920 aftur heim til Noregs og tóku Marel með sér, þar sem hann svo dvaldi öll sín unglingsár. Hjá fósturforeldrum sínum naut hann mikils ástríkis. Hjá þeim varð hann fyrir sterkum trúarlegum áhrifum og eignaðist þar lifandi trú á Jesúm Krist. Alla tíð hélt hann tryggð við vini sína frá Bremnes í Noregi og leit jafnan á Noreg sem sitt annað föðurland. Árið 1926 kom hann aftur til íslands og varð heimilisfastur á Freyjugötu 9 hjá Agnete systur fóstru sinnar og manni hennar Jóni Jónssyni tré- smið. Hann hóf jámsmíðanám í Vélsmiðjunni Hamri, þar sem hann starfaði samfleytt í 56 ár, síðustu t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA EINARSDÓTTIR, Eiríksgötu 17, lést i Borgarspítalanum 8. júní. Jaröarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 12. júní kl. 16.30. Knud Alfred Hansen, Esther Larsen, Bent Larsen, Óskar Hansen, Jakobfna Úlfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓSKAR ÍSAKSEN, Ásvallagötu 65, verður jarðsettur fró Fríkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn 11. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Margrót ísaksen. t Eiginmaður minn, faöir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR MÁR PÉTURSSON, Borgarholtsbraut 78, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameins- félag íslands. Stelngerður Slguröardóttlr, Gréta Sigurðardóttlr, Slgurður Hrelðarsson, Eggert Slgurðsson, Helga Sigurjónsdóttir, Þorvarður M. Sigurðsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Birna E. Slgurðardóttir, Elfar Gunnlaugsson, Pétur Slgurðsson, Elfn Guðmundsdóttir, Linda Sif Sigurðardóttlr Svana H. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu vegna frá- falls móður okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR BJARNADÓTTUR, Tjarnargötu 16, Keflavfk. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir frábæra hjúkrun. Kristfn Guðmundsdóttir, Sigurbergur Guðmundsson, Bára Guðmundsdóltir, Valgerður Elsý Emilsdóttir, Ásdfs Kristinsdóttir, barnabörn og Hjólmtýr Jónsson, Sveinbjörg Krlstinsdóttir, Magnús Haraldsson, Arnar Sigurðsson Sverrir Hákonarson, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, unnusta, föður og bróður, VIÐARS ÓLAFSSONAR KJERÚLF, er lést 2. maí síöastliðinn. Sérstakar þakkir færum viö skipsfélögum hans og forráðamönnum Tanga hf. Sigurbiörg Ármannsdóttir, Ásdfs Asgelrsdóttlr, Svandfs Hlfn Viðarsdóttir, Elmar Þór Vlðarsson, Hrelnn Ólafsson Kjerúlf og aðrir aöstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður míns, tengda- föður og afa, ÞÓRÐAR STURLAUGSSONAR fyrrv. stórkaupmanns. Ólafur Sturla, Margrét Gfsladóttir og börnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.