Morgunblaðið - 10.06.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 10.06.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 63 •• Okumenn þurfa að taka sér tak Það eru athyglisverðar upplýs- ingar að stór hluti slysa í umferðinni verði vegna þess að ökumenn hafi ekki hugann við aksturinn. Nú þeg- ar mikill umferðartími fer í hönd ættu ökumenn að hugleiða þetta. Til eru bæði slæmir og góðir öku- menn, en flestir álíta sig sjálfsagt góða ökumenn. Allir hljóta að viður- kenna að alltof mikið er um árekstra og slys í umferðinni hér á Iandi. Þess vegna ættu allir öku- menn að líta í eigin barm, íhuga ökulag sitt og athuga hvort ekki sé hægt að bæta eitthvað um. Það er oft talað um að nokkuð sé um að ökumenn sýni tillitsleysi í umferðinni og hef ég oft orðið var við það, sérstaklega úti á vegum. Það eru margir sem víkja illa, eru kannski vanir ökuleiðinni og gera sér ekki ljóst að ökumaðurinn sem kemur á móti þekkir ekki eins vel til. Allir ættu að gera sér að fastri venju að draga verulega úr hraðan- um þegar þeir mæta bfl og gefa honum gott svigrúm til að komast framhjá. Ef ökumenn gerðu þetta almennt yrði minna um slys og framrúðubrot. Olafur „Hvar eru félagsráðgjafarnir?“ Til Velvakanda. Lengi hef ég hugsað um að stinga niður penna í sambandi við málefni geðsjúkra, en sökum þess hvað málefnið er yfirgripsmikið hefur þetta dregist. En fyrir nokkru rakst ég á grein í Morgunblaðinu um félagsráðgjöf fyrir geðsjúka. í þess- ari grein er minnst á hvert málefnið á fætur öðru, sem félagsráðgjafar sjá um og leysa með prýði, að sögn greinarhöfundar. Það vill nú svo til að í minni fjölskyldu er geðsjúkling- ur sem fór að sýna áberandi einkenni fyrir um það bil 8 árum. Sú píslarganga og það hjálparleysi sem búið er að standa þessi ár gæti verið efni í heila bók. Fýrstu viðbrögð sem ég fékk hjá heimilis- lækni sjúklingsins, þegar beðið var um aðstoð, voru þau hvort það væri bara ekki ég sem væri geðsjúk. Það skal tekið fram að nú er sjúklingurinn langt leiddur af geð- klofa og er búinn að fara oft inn á Klepp. Eins og þeir vita sem reynslu hafa af þessu er sú dvöl fremur haldlftil og sjúklingurinn má ekki vera lengur inni en hálfan mánuð. Og í öll skiptin sem minn skjólstæð- ingur hefur farið inn hefur hann verið kominn út eftir nokkra daga, þó svo hann hafi farið aftur og verið í heild í tvær vikur. Eftir því sem læknar segja þurfa þessir sjúkl- ingar ævilanga lyfjameðferð, en málið er að sumir þeirra vilja enga meðferð því þeir telja sig alls ekki veika. í þessum innlögnum hefur verið um 1 til 3 sprautur að ræða og hafa þær aðeins slegið á sjúkdóm- inn, en eins og flestir vita þarf að fylgja þessu eftir og halda áfram lyfjagjöf ef eitthvað gagn á að vera að. En viti menn. Um leið og sjúkl- ingurinn er kominn út virðist hann ekki koma neinum við nema að- standendum, sem í þessu tilfelli er móðir viðkomandi og er hún hátt á áttræðis aldri. Hvar eru nú allir félagsráðgjafamir, hjúkrunar- og heilbrigðisstéttimar, sem manni finnst að ættu áð hjálpa? Engin leið virðist að fá hjálp. Það skal tekið fram að í þessu tilfelli hafa þeir læknar sem verið hafa f stöðu aðstoðarborgarlæknis verið þeir einu sem virkilega höfðu skilning og gerðu það sem þeir gátu fyrir sjúklinginn. En framhaldið vantaði, sem reyndar var ekki á þeirra veg- um. A. Baldvins tícimw burtu TM Refl. U.S. Pat. Off.—all rights rescrved ©1986 Los Angeles Times Syndicate Þú ættir að reyna að hvíla þig sem best. Hugsanlega væri fótbrot athugandi Víkveiji skrifar Víkveiji stóð í því um hvíta- sunnuhelgina að hefja túnslátt sinn að nýju. Gamla góða sláttuvél- in var dregin fram. Að sjálfsögðu hafði Víkveiji ekki farið að ráðum sérfræðinga sinna og tæmt vélina af bensíni síðastliðið haust, þannig að bensínæðamar höfðu þrengst og nauðsynlegt var að beita blessað tækið brögðum til að blása f það lífsneista að nýju. Að fenginni reynslu ákvað Víkveiji að ætla sér góðan tfma til að snúa vélinni í gang. Fór svo að það tókst ekki fyrr en í annarri lotu með góðu hléi á milli. Eftir að hún er farin að snúast verður auðvelt að kippa henni af stað það sem eftir er sum- ars, svo framarlega sem spottinn slitni ekki eða eitthvað annað bili. Eftir átökin er Víkveiji á hinn bóg- inn með harðsperrur í handleggjum og öxlum. Síðan hófst slátturinn. Áður en sumarverkum lauk sfðastliðið haust hafði hjól brotnað undan vélinni, en af alkunnri forsjálni hafði Víkveiji látið setja nýtt hjól undir, áður en hún var sett í vetrar- geymslu. Nú þurfti því ekki að hefja undirbúning undir slátt með því að fara á verkstæði. En ekki hafði verið farið með vélina nema f nokkra hringi, þegar nýja hjólið datt undan. Hátt og í hljóði var viðgerðarmönnunum bölvað. Vom nú góð ráð dýr; enginn skrúflykill á heimilinu dugði til að losa ró á öxlinum. Þrautaráðið var að leita á náðir nágranna, alkunns flugvirkja, sem kippti hlutunum í lag á svip- stundu. Bletturinn var því sleginn og sláttuvélin virðist vel búin undir átök sumarsins. XXX Nýlega birtist hér í Morgun- blaðinu athyglisverð grein eftir Camillu Th. Hall grímsson, þar sem hún lýsir ógn- vekjandi aðferð, sem beitt er til að fá böm og unglinga til að ánetjast eiturlyfjum og birtir þýðingu á miða sem dreift er til viðvömnar í Banda- rflriunum. I stuttu máli er þar varað við litl- um hvítum pappírsmiða, en á hann em festar bláar sfjöraur á stærð við blýantsstrokleður. Hver stjama er hlaðin eitrinu LSD (sým). Ungl- ingar líma þessar bláu stjömur á sig og eitrið síast inn í lfkamann. Einnig er unnt að stinga stjömun- um upp f sig. Það eitt að snerta stjömumar getur dugað til að eitrið síast inn í mann. Hinir ófyrirleitnu eiturlyflasalar búa einnig til blaðs- nepla með eitrinu og skreyta þá með myndum af Súperman eða fígúmm frá Walt Disney. Er þessu pakkað á þann veg, að vamingurinn gangi í augun á ungum bömum. í þessu efni eins og flestum öðr- um er heimurinn ein heild, þannig að viðvöran um þessa hroðalegu aðferð eiturlyfjasala til að ná til unglinga og jafnvel bama á ekki síður erindi hér á landi en annars staðar. Er vægt til orða tekið, þeg- ar skorað er á alla að skera upp herör gegn þessum ófögnuði. Camilla Th. Hallgrímsson minnir á baráttu Lions-hreyfingarinnar gegn eiturlyijum í grein sinni. Ættu önnur samtök almennings að taka það markverða starf sér til fyrir- myndar. HÖGISTI HREKKVÍSI „ Pottréttur í kvölp?" t4r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.