Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Hún Margrét Borgarsdóttir fekk ovænta launauppbót um mánaðamótin. Sextán þúsund krónur, skattfrjálsar. Það þekkja flestir söguna um hana Margréti Borgarsdóttur. Hún fór eft- ir ráðleggingum þeirra hjá Fjárfest- ingarfélaginu, sem aðstoðuðu hana við kaup á verðbréfum. Ráðgjafinn hennar áætlaði um síðustu áramót að hún fengi um 42.000 krónur á mánuði í verðtryggðar tekjur á næstu mánuðum. En hún Margrét fékk gott betur. Margrét fór eftir persónulegri ráð- gjöf þeirra hjá Fjárfestingarfélaginu. Hún á nú rúmlega fjórar milljónir bundnar í Tekjubréfum. Þau hafa skilað 17.7% ársvöxtum umfram verðtryggingu síðastliðna 3 mán- uði. Þess vegna fékk Margrét 58.000 krónur í mánaðarlaun fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er 16.000 króna launauppbót. Fjárfestingarfélagið sendi Margréti launin sín alla leið til Spánar. Hún ætlar að búa þar í sumar. Margrét s var hálfpartinn að vonast til þess að Haraldur, frændi hennar, kæmi í heimsókn í vikutíma eða svo. En Haraldur sem nú er farinn að klóra sér í skallanum, hefur ekki svarað bréfunum hennar. Hann sást síðast í biðröð fyrir framan ferðaskrifstofu um hánótt. TlL UMHUGSUNAR: 1. Hvernig getur venjulegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspek- inga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? 2. Hvers vegna eru Tekjubréfin heppileg fyrir þá sem eru að komast á eftirlaunaaldur? 3. Hvaða fyrirtœki býður þér per- sónulega ráðgjöf í sambandi við sérfrœðilegt val á traustum verð- bréfum? Sendið rétt svar til Fjárfestingarfé- lagsins, Hafnarstrœti 7, Reykjavík, merkt Haraldur frœndi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð fœr eintak af bók- inni góðu FJÁRMÁLIN ÞÍN i verð- laun. FJARFESTINCARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ^ (91) 28566 Góðan daginn! Morgunblaðið /V aldimar Kristinsson Öllum á óvart sigraði Freyja frá Efstadal í 250 metra skeiði en knapi á henni var Jóhann Valdimarsson. Hvítasunnukappreiðar Fáks: Oþekkt hryssa, Freyja frá Efsta- dal, sigraði Leist í skeiðinu Hvftasunnukappreiðar Fáks voru að venju haldnar nú um helgina og stóð mótið yfir í fjóra daga. Þátttaka í flestum greinum mótsins var heldur minni en verið hefur undanfarin ár og sérstaklega var þátttaka í brokki og stökkgreinum kappreiða slök. Aðeins tveir hest- ar voru skráðir í 250 metra unghrossahlaup en nokkrir voru skráðir á mótsdag þannig að hægt var að skrapa í riðil. Einn riðill var í hverri grein kappreiðanna nema skeiðinu en þar voru samtals skráð- ir 43 hestar og virðist ekkert lát Þátttaka í gæðingakeppninni var heldur í minna lagi en hestamir sem þar komu fram voru yfir höfuð mjög góðir. í A-flokki varð efstur Þokki frá Höskuldsstöðum sem Ing- imar Ingimarsson sat, annar varð Heljar frá Stóra-Hofí og í þriðja sæti Tinni frá Efri-Brú. Knapi á Heljari var Albert Jónsson en Sig- valdi Ægisson sat Tinna. í B-flokki sigraði Bijánn frá Hólum en knapi á honum var Sigurbjöm Báðarson, annar varð Kjami frá Egilsstöðum sem Sævar Haraldsson sat og í þriðja sæti varð ísak frá Runnum en hann sat Hafliði Halldórsson. í yngri flokki unglinga sigraði Edda Sólveig Gísladóttir á Janúar frá Keldnaholti en í eldri flokki sigr- aði Ragnhildur Matthíasdóttir á Bróður frá Kirkjubæ. . vinsældum þess. í skeiðinu gerðust þau undur og stórmerki að óþekkt hryssa með jafn óþekktan knapa sigraði í 250 metra skeiði öllum á óvart og skaut hún þar aftur fyrir sig ekki ómerk- ari hesti en Leisti frá Keldudal sem er methafí í bæði 150 og 250 metra skeiði. Hryssan sem hér um ræðir er Freyja 6581 frá Efstadal en knapinn heitir Jóhann Valdimars- son og er hann eigandi hryssunnar. Tímar í kappreiðunum voru þokka- legir ef mið er tekið af því að nýju eftii var ekið á hluta brautarinnar skömmu fyrir mót og var völlurinn mjög laus í sér á köflum. Aðsókn að mótinu var frekar dræm en ekki var selt inn á mótið að þessu sinni. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. Edda Sólveig Gisladóttir sigraði í yngri flokki unglinga á Janúar frá Keldnakoti sem reyndar var skráður sem Máni frá Hnausum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.