Morgunblaðið - 10.06.1987, Síða 66
Vlft
66
JVC
DYNAREC
MYNDBÖND
6 mismunandi lengdir
Dreifing
UMBOÐIÐ
LAUGAVEGI 89 n 91-27840
UTANHÚS
MÁLNING
SEM
DUGAR
VEL
KÓPAL-DÝRÓTEX
hleyptir raka auöveldlega í
gegnum sig.
Mjög gott verörunar- og lútarþol
og rakagegnstreymi.
KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel.
GEGN
STEYPU
SKEMMDUM
STEINVARI 2000_
hefur þá einstöku eiginleika aö
vera þétt gegn vatni í fljótandi
ástandi, en hleypa raka í
loftkenndu ástandi auðveldlega í
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
Viljir þú verja hús þitt skemmdum
skaltu mála meö
STEINVARA 2000.
Nm o *r k . *r r^/Tf /i /
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
M—hátíð á Isaf irði lauk á laugardaginn:
Þjóðmenningin er okkar fram-
lag til heimsmenningarinnar
-sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis
Litli leikklúbburinn flutti atriði úr Kristrúnu í Hamravík eftir
SVERRIR Hermannsson,
menntamálaráðherra, efndi til
menningarhátíðar á ísafirði,
dagana 3—6. júní, í samvinnu
við bæjarstjórn ísafjarðar. Var
hátíðin með mjög svipuðu sniði
og M—hátíðin á Akureyri sem
haldin var á síðastliðnu ári.
í ræðu sem menntamálaráð-
herra hélt við setningu hátíðarinn-
ar, sagði hann að M-ið stæði fyrir
„mál, menntun, menning,“ með
megináherslu á málið. Tilgangur-
inn með hátíðinni væri að snúa
vöm í sókn fyrir íslenska tungu.
Hugmyndina að hátíðinni kvaðst
hann hafa fengið fljótlega eftir
að hann tók við embætti mennta-
málaráðhera, þegar hann hélt
ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu með
ungu fólki, hvaðanæva af landinu.
Niðurstaðan af þeim fundi hefði
verið sú að megináhersla skyldi
lögð á það, á öllum stöðum á
landinu, að láta hendur standa
fram úr ermum til að varðveita
tungumál okkar og þá þjóðmenn-
ingu sem á hér þrífst.
Sem fyrr segir hélt mer.nta-
málaráðherra hátíðina nú öðru
sinni og sagði hann að hún myndi
haldin árlega og þá í „gömlu"
fjórðungunum fyrst til að byija
með.
Eftir ávarp Sverris Hermanns-
sonar, frumsýndi hópur frá
Þjóðleikhúsinu nýtt íslenskt verk,
„Hvar er hamarinn," eftir Njörð
P. Njarðvík, við tónlist eftir
Hjálmar H. Ragnarsson og var
Brynja Benediktsdóttir leikstjóri
sýningarinnar. Fyrr, þennan sama
dag, var opnun sýningar á mál-
verkum úr Listasafni íslands í
Frímúrarasalnum á ísafirði. Við
það tækifæri flutti Haraldur
Líndal, bæjarstjóri ávarp. Þakkaði
hann menntamálaráðherra fyrir
að gera Vestfírðingum kleift að
sjá listaverk þjóðarinnar í sinni
heimbabyggð, í stað þess að þurfa
að gera sér ferð til Reykjavíkur
til þess ama. Að loknu ávarpi
bæjarstjóra söng Guðrún Jóns-
dóttir einsöng við undirleik Beötu
Joó.
Á fimmtudagskvöldið var sam-
felld dagskrá úr verkum eftir
Guðmund Gíslason Hagalín.
vestfírska höfunda. Jónas Tómas-
son, yngri, flautuleikari, flutti
frumsamið verk, auk verka eftir
Jónas Tómasson, eldri, Jón Lax-
dal, Ragnar H Ragnar og Hjálmar
H Ragnarsson. Félagar úr Litla
leikklúbbnum á ísafirði fluttu at-
riði úr Manni og konu eftir Jón
Thoroddsen og kafla úr Kristrúnu
í Hamravík eftir Guðmund G
Hagalín. Páll Ásgeirsson las upp
úr „Söguköflum af sjálfum mér“
eftir Matthías Jochumsson, Jakob
F Garðarsson las nokkur ljóð úr
„Þorpinu" eftir Jón úr Vör og
Pétur Bjamason las smásöguna
„Stiginn," eftir Fríðu Á Sigurð-
ardóttur.
Hátíðinni lauk með hátíðardag-
skrá í Félagsheimilinu í Hnífsdal
á laugardainn. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, forseti sameinaðs
Alþingis, stjómaði dagskránni og
sagði meðal annars, „M—hátíð
hefur tilgang og þessi tilgangur
varðar það sem er mikilvægast í
lífí íslenskrar þjóðar. Varðar
tungu og þjóðmenningu og þjóð-
menningin er framlag okkar til
heimsmenningarinnar." Þvínæst
ávarpaði Kristinn Jón Jónsson,
forseti bæjarstjómar ísaflarðar,
hátíðargesti og Sverrir Her-
mannsson, menntamálaráðherra
flutti erindi um Jón Sigurðsson
og Vestfírðinga.
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
skáld las frumsamin ljóð, Hrafns-
eyri, Músarindill, Búmannskvæði
1980 og Fannfergi, auk smærri
ljóða sem enn hafa ekki verið
gefín út. Bjöm Teitsson, skóla-
meistari á ísafírði flutti erindi um
framtíð islenskrar tungu, Helgi
Þorláksson cand.mag. um Jón
Indíafara og Sigfús Daðason,
skáld flutti erindi um Stein Stein-
arr. Sunnukórinn söng á milli
erinda, með aðstoð félaga úr
Karlakór ísafjarðar, undir stjóm
Beata Joó. Undirleikari var
Sigríður Ragnarsdóttir. Auk þess
lék Anna Áslaug Ragnarsdóttir
einleik á píanó. Að lokinni þessari
hátíðardagskrá var hátíðinni slit-
ið.
Hátíðin á ísaf irði vel sótt:
M-hátíð verður næst haldin á Vesturlandi
M-HÁTÍÐIN á ísafirði, sem
stóð yfir dagana 3.-6. þessa
mánaðar, þótti takast sérstak-
lega vel og að sögn Haraldar
Haraldssonar, bæjarstjóra þar,
var hún vel sótt í alla staði og
sagði hann bæjarbúa þakkláta
menntamálaráðherra fyrir
þetta framlag.
„Það er mikill munur að fá
menninguna flutta hingað vestur;
að þurfa ekki að fara alla leið til
Reykjavíkur til að geta séð leikrit
í uppfærslu Þjóðleikhússins eða
verk í eigu Listasafns íslands,"
sagði Haraldur. „Landsbyggðin
öll á örugglega eftir að fínna
hversu mikilsvert þetta framlag
er eftir að menningar hátíðir af
þessu tagi hafa farið víðar en til
Akureyrar og ísafjarðar," sagði
Haraldur.
„Það er ætlunin að halda áfram
með þessar M-hátíðir,“ sagði
Sverrir Hermansson, mennta-
málaráðherra í samtali við
Morgunblaðið.
Aðspurður um hvar halda ætti
hátíð af þessu tagi næst sagði
hann að Vesturland yrði næst
fyrir valinu. „Stykkishólmur verð-
Morgunblaðið/Bjami
Guðrún Jónsdóttir, söngkona, söng fyrir viðstadda við opnun myndlistarsýningar í Frímúrarasaln-
um á ísafirði, en þar var haldin sýning á verkum í eigu Listasafns tsiands.
ur lfklega næsti viðkomustaður í tengslum við Gunnar Gunnars- ég þegar skipað nefnd til að und-
og árið 1989 verður síðan haldin son, rithöfund, en þá verða 100 irbúa hana,“ sagði menntamála-
hátið austur á Egilsstöðum og þá ár liðin frá fæðingu hans, og hef ráðherra að lokum.
(