Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Skýrsla OECD undir- strikar mikinn árangur segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagstofnunar „SKÝRSLA OECD er ekki áfell- isdómur yfir fjármálastjórninni, nema síður sé; við börðumst fyr- ir grundvallarbreytingnm á stjórn peningamála og skýrslan staðfestir að þær hafa náðst í gegn, og því starfi viljum við halda áfram. Hallarekstur ríkis- sjóðs var að yfirlögðu ráði, þannig að ég get því ekki sagt INNLENT að ég sé óánægður með niður- stöður skýrslunnar,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, er hann var inntur eftir þvi hvort skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar væri á einhvern hátt áfellisdómur yfir fjármálastjórn hans. Þórður Friðjónsson, forstöðu- maður Þjóðhagstofnunar, sagði er niðurstöður skýrslunnar voru bom- ar undir hann að það væri sérstak- lega tvennt sem væri athyglisvert í þeim. „Skýrslan undirstrikar þann mikla árangur sem náðst hefur og það er engum vafa undirorpið að mikill árangur hefur náðst. Einnig segir hún okkur berum orðum að hætta sé á veginum, verði ekki stefnt stigu við þenslu í efna- hagslífi," sagði Þórður. Hann benti á að afleiðingar þenslunnar gætu verið afdrifáríkar; þær gætu aukið viðskiptahallann og aukið verðbólgu, og sagði einnig að kosningamar og óvissan í kring- um þær, hefðu kannski skapað tímabundið los á stjóm efnahags- mála. „Það hefur verið bent á, meðal annars af Þjóðhagsstofnun, að til að tefla ekki í tvísýnu þeim árangri sem náðst hefur er nauðsynlegt að grípa til aðhaldsaðgerða. Stjóm- málaflokkamir standa nú frammi fyrir þeim vanda að ákveða með hvers konar ráðum komið verði í veg fyrir aukna þenslu, og brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjómar verður að fínna leiðir til að draga úr verð- bólgu og koma í veg fyrir vaxandi viðskiptahalla," sagði Þorður Frið- jónsson að lokum. VEÐUR Heímild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gaer) / DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 20.06.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt norðaustur af landinu er 1010 millibara hæð. Um 500 km austsuðaustur af Hvarfi er 995 milli- bara djúp lægð sem þokast austnorðaustur. SPÁ: Hæg suðaustanátt, skýjað og jafnvel lítilsháttar súld um suð- vestanvert landið en hægari og skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 10 til 12 stig sunnan lands og vestan en 10 til 16 stig nyrðra, einkum hlýtt inn til landsins. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Hæg breytileg átt. Viðast bjart veður inn til landsins en sums staðar skýjaö við ströndina jafnvel súldarvottur eða þokubakkar. Hiti á bilinu 13 til 18 stig inn til lands- ins en heldur svalara við ströndina. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V Él Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur -4- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hltl 10 veóur skýjaö Reykjavík 11 alskýjað Bergen 13 skýjað Helsinki 12 skúr Jan Mayen 3 skýjað Kaupmannah. 12 skýjað Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 6 skýjað Osló 13 skýjað Stokkhólmur 11 rlgning Þórshöfn 7 aiskýjað Algarve 23 skýjað Amsterdam 14 rlgning Aþena 26 lóttskýjað Barcelona 20 alskýjað Berlín 17 skýjað Chicago 24 láttskýjað Feneyjar 21 lóttskýjað Frankfurt 16 rignlng Hamborg Las Palmas London 16 vantar vantar rlgnlng LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 12 rigning Madríd 28 skýjað Malaga 33 skýjað Mallorca 23 skýjað Miami 29 léttskýjað Montreal 19 skýjað New York 21 skýjað Parí8 16 súld Róm 21 skýjað Vín 17 skúr Washington 21 skýjað Winnlpeg 18 okýjað Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eyjafjalla-broddur á Lækjartorgi Þær voru glaðbeittar þessar konur frá Kvenfélaginu Eygló undir Eyjafjöllum sem voru að selja broddmjólk á Lækjartorgi í gær. Bifreiðaeftirlit: Óvíst með starf- semi eftir helgi ÓVÍST er hvort starfsemi Bif- reiðaeftirlits ríkisins verður með eðlilegum hætti eftir helgi. Starfsmenn ætla að halda fund og ræða stöðu mála á mánudags- morgun. í gærmorgun gengu starfsmenn á fund dómsmálaráðherra og mót- mæltu þeim breytingum sem gerðar verða í spamaðarskyni á rekstri stofnunarinnar. Síðar var fundur í starfsmannaráði, með fulltrúum frá dómsmálaráðuneyti, Starfsmanna- félagi ríkisstofnana og stjómendum Bifreiðaeftirlitsins. Dómsmálaráð- herra lofaði 250 þúsund króna framlagi til að reka bakvakt við eftirlitið í þijá mánuði til reynslu, svo unnt sé að sinna slysaútköllum. Starfsmenn fóru fram á að rekstr- aráætlun fyrir árið 1987 yrði dregin til baka og starfsmenn fengju að fjalla um breytingar á rekstri stofn- unarinnar í samráði við yfírmenn. Að sögn Gunnars Jónassonar, form- anna Félags bifreiðaeftirlitsmanna, var öllu tillögum starfsmanna hafn- að. „Við stöndum í nákvæmlega sömu sporum og í upphafi," sagði Gunnar. Haukur Ingibergsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaeftirlitsins, kvaðst ekki hafa átæðu til að ætla annað en að starfsemi stofnunar- innar yrði með eðlilegum hætti eftir helgi. Hækkun hjá Arnarflugi ARNARFLUG fékk sömu hækk- un á fargjöldum í millilandaflugi og Flugleiðir í byrjun mánaðar- ins. Hækkunin nemur 7,5%. APEX-miði báðar leiðir milli Keflavíkur og Amsterdam kostar nú 17.460 krónur, en verð hans var 16.240 krónur fyrir hækkunina. Til samanburðar má nefna að fullt far- gjald, fyrir ferðir sem taka 1-5 daga kostar nú 25.720 krónur, en kostaði 23.920 krónur. Brian Holt sæmd- ur riddarakrossi HINN 17. júní sæmdi forseti ís- lands, frú Vigdís Finnnbogadótt- ir Brian D. Holt riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Af- hendingin fór fram í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Brian er fæddur í Norður-ír- landi, 17. apríl 1921. Hann var vararæðismaður Breta á íslandi 1953 - 1966 , ræðismaður frá 1966 og settur sendiherra Breta hérlend- is um tíma 1956. Brian er heiðurs- félagi í Anglia, félagi enskumæl- andi manna á íslandi, og sat í stjóm þess félags 1959 - 1976, þar af tvisvar sem formaður. Hann fékk heimsveldisorðu bréska ríkisins 1958. Brian Holt kom fyrst til íslands árið 1944, á vegum breska flug- hersins. Honum var falið að annast söguleg fánaskipti á Reyjavíkur- flugvelli 1946 er hann tók niður fána breska flughersins^ dró fána íslands að húni og Islendingar fengu völlinn til afnota. Brian D. Holt Brian kvæntist 1946 Guðrúnu Friðriksdóttur. Hann hefur búið hérlendis nær óslitið síðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.