Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Ingvar Carlson: Bofors upplýsi Indveija Stokkhólmi. Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hvatti vopna- sölufyrirtækið Bofors í gær til að gefa indverskum stjórnvöld- um umbeðnar upplýsingar vegna hinnar umdeildu vopnasölu og meintra mútugreiðslna, sem orð- in er að miklu hneykslismáli á Indlandi. „Það er alveg ljóst, að Borfors ber að fá indverskum stjórnvöldum nöfn og upplýsingar, sem þau hafa beðið um,“ sagði Carlsson í yfirlýs- ingu. „Við höfum farið fram á það við stjórn fyrirtækisins, að hún veiti indversku stjóminni aðstoð í mál- inu.“ Talsmaður indverskra stiórn- Shevardnadze í glöðum hóp ungverskra ungmenna. Shevardnadze: Reuter Pershing-flaugar Þjóðveija kunna að hindra samninga Vill semja fljótt í anda þess samkomulags sem náðist á leiðtogafundinum í Reykjavík Búdapest, Reuter. EDVARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í ræðu í Búdapest í fyrra- dag að sú afstaða ríkja Atlants- hafsbandalagsins að Pershing- lA-flaugarnar Vestur-Þýska- lands skuli ekki meðtaldar í afvopnunarsamkomulagi, geti reynst Þrándur í Götu slíkra samninga. Shevardnadze sagði ennfremur að stefna NATO kynni að bijóta í bága við bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Þetta kann að vera aðalhindrun- in fyrir samningi um skamm- drægar flaugar og vígvallar- vopn,“ sagði ráðherrann. „En ef af slíkum samningi yrði myndu líkur á leiðtogafundi [Banda- rikjanna og SovétríkjannaJ aukast mjög.“ Hann sagði enn- fremur að af ýmsum ástæðum, svo sem forsetakosningum í Bandaríkjunum á næsta ári, lægi mönnum á afvopnunarsamningi i anda þess samkomulags sem náðist á leiðtogafundinum í Reykjavík. Vestur-Þjóðveijar óttast að sam- komulag risaveldanna um uppræt- ingu kjamorkuvopna í Evrópu geri landið berskjaldað gegn hefðbund- inni árás Sovétríkjanna og krefst þess að halda 72 Pershing-IA- flaugum. Flaugarnar sem eru 25 ára gamlar eru undir stjóm vestur- þýska flughersins, Liiftwaffe, en kjamaoddar þeirra eru í vörslu bandaríska flughersins skammt frá og er hægt að koma þeim fyrir með skömmum fyrirvara. Shevardnadze sagði að ef Banda- ríkjamenn afsöluðu sér kjamaodd- unum væri um brot á samningi um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna að ræða. Samningnum er ætlað að hefta útbreiðslu kjamorkuvopna til annarra ríkja en þeirra, sem þegar hafa þau undir höndum. „Þeir eru að reyna að telja heiminum trú um að til geti verið kjamorkuvopn, sem enginn á, enginn getur haft eftirlit með og enginn ber ábyrgð á, séu þau notuð." Sagði hann að munnlegt sam- komulag risaveldanna um stefnu í afvopnunarmálum, þar með talið það sem náðist á leiðtogafundinum í Reykjavík í fyrra, kvæði afdráttar- laust á um upprætingu allra kjam- orkuvopna þeirra í Evrópu. Þá sagði hann að af Reykja- víkurfundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna hefði mátt skilja að „aðeins væri eftir að undirrita samninginn." Shevardnadze sagði þó að fleiri ljón væru í vegi tímamótasamnings um kjarnorkuvopn i Evrópu. Þar bæri hæst hvemig staðið skyldi að upprætingu flauganna og eftirliti með að samningar væru haldnir og bætti við: „Enn er langt í land.“ Tal Shevardnadzes einkenndist þó ekki allt af svartsýni og þegar hann var spurður um þá tillögu Bandaríkjamanna að allar meðal- drægar flaugar verði gerðar óvirkar frekar en að skilja 100 eftir hvoru megin jámtjalds og utan Evrópu, sagði hann að Sovétstjórnin hefði fyrir löngu gert hreint fyrir sínum dyrum að þessu leyti: hún óskaði þess að áður en yfir lyki yrði heim- urinn kjarnorkuvopnalaus. Hins vegar sagði hann að samn- ingsaðilum lægi á áður en kosninga- baráttan fyrir forsetakjör Bandaríkjamanna á næsta ári hæf- ist af fullum krafti. Því bæri að hraða samningum, sem yrðu í anda þess samkomulags, sem náðist á leiðtogafundinum í Reykjavík. Eftir heimsóknina til Ungveija- lands hélt Shevardnadze til Júgó- slavíu til þess að undirbúa jarðveginn fyrir heimsókn Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkj- anna, þangað síðar á árinu. Enn er ekki fastákveðið hvenær hún verður. valda sagði, að beðið hefði verið um nöfn umboðsmanna, sem talið væri, að hefðu þegið allt að 40 milljóna dollara mútur vegna vopnasölusamnings Borfors og ind- verska hersins, en hann hljóðaði upp á 1,3 milljarða dollara. Það var sænska ríkisútvarpið sem fyrst skýrði frá mútunum. Gengi gjaldmiðla Lundúnum, Reuter. BANDARÍKJADALUR stendur nú nokkru styrkari fótum í Evr- ópu, en sú smávægilega breyting nægði til þess að þýski verð- bréfamarkaðurinn varð með afbrigðum fjörugur. Viðskipti í Wall Street ukust einnig nokkuð, en í Lundúnum og Tókíó varð hins vegar um samdrátt að ræða, þrátt fyrir að efnahagsútlit hefði batnað. Gullverð lækkaði lítil- lega. Helstu fjármálaspekúlantar telja nú að Bandaríkjadalur lækki ekki meira, sérstaklega eftir leiðtoga- fundinn í Feneyjum á dögunum. Hins vegar er markaðurinn enn hik- andi og er talið að einhver seðla- banka iðnríkjanna þurfi að ganga fram fyrir skjöldu svo að dalurinn hækki að ráði á ný. Á hádegi í gær kostaði gullúnsan 452,30 dali, en sterlingspundið 1,6285 dal. Af öðrum helstu gjaldf- miðlum er það að segja að fyrir Bandaríkjadal fengust: 1,3388 Kanadadalur; 1,8235 þýskt mark; 2,0530 hollensk gyllini; 1,5140 svissneskur franki; 37,78 belgískir frankar; 6,0880 franskir frankar; 1318 ítalskar lírur; 144,55 japönsk jen; 6,3460 sænskar krónur; 6,7000 norskar krónur; 6,8520 danskar krónur. OECD-skýrslan: Ráðast þarf strax gegii fjár- lagahalla Bandaríkjanna Reuter Verkfall íBelgíu Opinberir starfsmenn efndu í gær til sólarhrings verkfalls til að mótmæla spamaðaraðgerð- um ríkisstjórnarinnar og til að láta í ljós fyrirlitningu sína á síðasta launatilboði stjómar- innar. Veraleg röskun varð á samgöngum innanlands og til og frá landinu. París, Reuter. BANDARÍKIN þurfa að grípa strax til aðgerða gegn fjárlaga- halla rikisins. Til að ná því markmiði má fara ýmsar leiðir t.d. hækka skatta, minnka fram- lög til annarra mála en herbún- aðar og hækka ekki framlög til hermála meira en gert hefur verið. Þetta má lesa í skýrslu OECD (Efnahags-og framfara- stofnunarinnar) sem stofnunin kynnti nýlega. í skýrslunni segir að takist Reag- an forseta og bandaríska þinginu ekki fljótlega að ná samkomulagi um leiðir til að minnka hallann geti það „valdið alvarlegum trúnað- arbresti í Bandaríkjunum og annars staðar“. Spáð er að fjárlagahallinn á þessu fjárhagsári, sem endar 30. september, muni fara fram úr bandarískum spám sem gera ráð fyrir að hallinn verði 175 milljarðar dala. „Spá OECD, en forsendur hennar eru hægur vöxtur, háir vextir og upplýsingar um þróunina á fyrra helmingi fjárhagsársins, gerir ráð fyrir 190 milljarða dala halla“, seg- ir einnig í skýrslunni. Þetta myndi að vísu merkja lækkun um 30 milljarða frá fyrra ári en hægt er að skýra þann bata að miklu leyti með hærri skattlagn- ingu fyrirtækja sem tók gildi áður en tekjuskattslækkanir komu til framkvæmda. Hagvöxtur er áætlaður 2.75 % í Bandaríkjunum á næsta ári borið saman við 2.5 % vöxt á þessu ári og 2.5 % á síðasta ári en ekki er reiknað með að innaplandsneysla aukist sérlega hratt. Áætlað er að atvinnuleysi minnki dálítið og verði að meðaltali 6.5 % á árinu 1988 en hins vegar aukist verðbólga og verði um 4 % á þessu ári og 4.5 % 1988. Á síðasta ári var verðbólga aðeins 2.1 % í Bandaríkjunum. Viðskiptahalli ríkisins við útlönd er áætlaður 125 milljarðar á næsta ári en nær hins vegar methæð á yfirstandandi ári eða 147.25 mill- jörðum dala. „Til að komast hjá kreppu virð- ist það lykilatriði að gripið sé til aðgerða í peningamálum og dregið úr ríkisútgjöldum", segja höfundar skýrslunnar. Um horfur í efnahagsmálum heimsins almennt segir að þær séu mjög slæmar og brýna nauðsyn beri til að ríki heims hafi samráð um að auka hagvöxt til að minnka atvinnuleysi og bæta lífskjörin. Efnahagsástandið hafí versnað undanfama mánuði og hægur vöxt- ur, mikið atvinnuleysi og miklar erlendar skuldir séu vandamál sem ekki virðist vera á undanhaldi. Stofnunin hvetur ríkisstjómir til að samræma aðgerðir sínar í þá vem að auka traust manna á við- skiptalífinu, styrkja gengi gjald- miðla og stuðla að fjárfestingum. Höfundamir segja að margar af forsendum efnahagsbata séu enn fyrir hendi og nefna litla verðbólgu, góða stöðu fyrirtækja og lága vexti víðast hvar. Veikleiki Bandaríkja- dals auki hins vegar hættuna á verðbólgu og hækkuðum vöxtum í Bandaríkjunum. Aðrir skaðvaldar séu skuldabaggi þróunarríkja og viðskiptahalli ákveðinna iðnríkja andspænis hagstæðum viðskipta- jöfnuði annarra. Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Japan og Vestur-Þýska- landi er, sem kunnugt er, gífurleg- ur. Aætlaður greiðsluhagnaður Japana er 95 milljarðar dala á þessu ári, hækkar úr 86 milljörðum á síðasta ári. Hagnaður Vestur-Þjóð- veija er áætlaður svipaður og á síðasta ári, 37 milljarðar dala. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði nýlega á fundi í Singapore með þjóðarleiðtogum í Asíu að útilokað væri að öll ríki heims gætu sýnt hagnað á utanríki- sviðskiptum samtímis. Viðskipta-og fjárlagahalli Bandaríkjanna hefði á vissan hátt verið grundvöllur fyrir þeirri stefnu annarra ríkja að leggja aðaláhersluna á útflutning. I febrúar síðastliðnum gerðu nokkur ríki með sér svonefnt „Lo- uvre-samkomulag“ þar sem Bandaríkjamenn skuldbundu sig til að minnka fjárlagahallann og stöðva fall dalsins gegn því að Jap- anir og Vestur-Þjóðveijar lofuðu að auka kaupgetu í löndum sínum. OECD gagnrýnir að ríkin skuli ekki hafa komið sér saman um sömu túlkun á samkomulaginu. Þetta hafi orðið til að rýra traust fólks í viðskiptalífinu á aðgerðum stjórn- valda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.