Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20.j JÚNÍ 1987 45 Minning: * Guðvin O. Jónsson, Sauðárkróki Fæddur 17. janúar 1907 Dáinn 5. júní 1987 Laugardaginn 20. júní verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Guðvin Óskar Jónsson, verkamað- ur, Hólavegi 22 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Guðný Jóns- dóttir og Jón Sigfússon. Þau hjónin áttu þijá syni auk Guðvins. Seinni maður Guðnýjar var Sæ- mundur Jóhannsson og eignuðust þau fimm böm, þar af lést eitt í bemsku. Náið samband hafði Guð- vin alla tíð við systkini sín. Á unga aldri missti Guðvin föður sinn og ólst hann upp hjá móður sinni. Lengst af bjuggu þau á Sauð- árkróki en dvöldust þó við ýmis störf til sveita þegar það hentaði. Guðvin þurfti snemma að vinna fyrir lifibrauði eins og háttaði til á þeim tímum. Lengst af vann hann hjá vegagerðinni og á summm og í tíu vetur vann hann við Bænda- skólann á Hvanneyri. Til skamms tíma var hann verkamaður hjá byggingafélaginu Hlyn hf. á Sauð- árkróki. Guðvin ferðaðist ekki víða en frá ámnum á Hvanneyri átti hann ætíð hinar ljúfustu minningar. Á ámnum 1934 til 1941 var Guðvin kvæntur Lovísu Bjömsdótt- ur frá Stóm-Seylu í Skagafírði og áttu þau saman þrjú böm, Margr- éti Bjömey og tvíburana, Ingibjörgu Aðalheiði og Eið Birki. Þegar leiðir skildu með þeim hafði Guðvin áfram heimili sitt á Seylu hjá móður Lovísu Margréti Björnsdóttur. 1954 flutti hann síðan til Sauðárkróks og dvaldist hjá dóttur sinni og und- irrituðum til æviloka. Árið 1965 kenndi Guðvin sjúk- dóms sem varð til þess að hann hætti vinnu og varð æ síðan að taka mikið út í veikindum sem fylgdu í kjölfarið. En aldrei heyrðist hann kvarta. Guðvin var hógvær og lítillátur og gerði sér allt að góðu. Hann var mikill bókamaður og vísnavinur og naut þess að lesa góðar bækur. Blöðin las hann mikið og fýlgdist þannig vel með lands- og heimsmálum og hafði þar fasta skoðun í flestu. í stjómmálaumræð- unni tók Guðvin virkan þátt og fylgdi ætíð Sjálfstæðisflokknum að málum. Guðvin naut þess að umgangast afabömin og fylgdist vel með þeim og aðstoðaði þegar þess þurfti. Hann gaf þeim gott veganesti sem þau munu njóta um aldur og ævi. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir að hafa orðið aðnjótandi þeirra gæfu að eignast Guðvin fyrir tengdaföður og vin. Þar sem vegir okkar skilja að sinni vil ég færa honum hjartans þakkir fyrir allt það sem hann hef- ur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Einnig vil ég þakka vinum hans og vandamönnum sem styttu honum stundir og veittu honum aðstoð í erfíðleikum hans. Hugarfari Guð- vins er best lýst með þeim orðum sem eru í sálminum sem hann valdi sér við fermingu, þá 13 ára. Vors Herra Jesú vemdin blíð veri með oss á hverri tíð Guð huggi þá, sem hryggðin slær, hvort þeir eru fjær eða nær. Kristnina efli og auki við, yfirvöldum sendi lið, hann gefi oss öllum himna frið. (Sthen. Sb. 1589 - Ó. Jónsson). Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Guð blessi hann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Bjöm Guðnason Hann afi er dáinn. Það eru e.t.v. ekki mjög óvænt tíðindi miðað við áttræðan mann sem hafði barist við erfíðan sjúkdóm í rúm tuttugu ár. En samt, hann hafði verið svo hress í vor og tekið þátt í öllu með okkur af sama áhuganum. Nú eru viss tímamót í lífí okkar systkinanna því hann afí hafði svo mikla sérstöðu í huga og lífi okkar, enda var hann okkur miklu meira en venjulegur afí. Hann hefur búið á heimili foreldra okkar allan þeirra búskap og því verið virkur aðili í uppeldinu. Mjög snemma kenndi hann okkur strákunum að tefla og var reyndar lengst af sjálfur snjall skák- og spilamaður. Hann fylgdist alla tíð mjög vel með og má segja að hann hafí lifað og hrærst í við- fangsefnum og áhugamálum okkar. Knattspyma átti t.d. hug hans allan og bestu stundimar vom þegar hann komst á völlinn til að sjá kapp- leiki. Afí var ómetanlegur þegar eitt- hvað bjátaði á, því hann var ætíð ráðagóður. Hann hafði alveg ein- staklega gott lag á því að fá okkur til að vera saman án samskipta- vandamála. Afí var sú manngerð sem aldrei barst mikið á né var hávær. Seigla hans og æðruleysi í baráttunni við erfiðan sjúkdóm lýsir honum betur en allt annað. Hann kvartaði aldrei og sá alltaf jákvæðu hliðamar á öllum málum. Afí mun lifa í hugum okkar. Minningin um góðan mann og traustan, sem kenndi okkur svo mikið að meta lífíð, mun lifa — þótt hann sé farinn. Guð blessi minninguna um afa. Óskar, Guðni, Lovísa og Bjöm Jóhann t Faðir okkar, TRYGGVI ÓFEIGSSON útgeröarmaður, Hávallagötu 9, andaðist í Borgarspítalanum 18. júní. Páll Ásgelr T ryggvason, Jóhanna Tryggvadóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Herdís Tryggvadóttir, Anna Tryggvadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÁGÚST HINRIKSSON, Gunnarsbraut 30, andaðist í Landspítalanum þann 19. júní. Eirfka Jónsdóttir, börn og barnabörn. t Sonur minn, faðir minn og sambýlismaður, ALFREÐ FLÓKI, lést á Landspítalanum 18. þessa mánaðar. Guörún Nielsen, Axel Flókason, Ingibjörg Alfreösdóttir. t MABEL SIGURJÓNSSON, Hátúni 10b, andaðist að morgni dags 18. júní. Vandamenn. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðursonur, bróðir og tengdasonur, ÁRSÆLL GUNNARSSON, Holtsgötu 19, Reykjavík, andaðist i gjörgæsludeild Borgarspítalans aö kvöldi 15. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Inga Skarphóöinsdóttir, Sara Ósk Ársælsdóttir, Skarphóðinn Örn Ársælsson, Erla Ársælsdóttir, Örn Jóhannesson, Dagmar Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Skarphóðinn Guömundsson, Guöbjörg Axelsdóttlr. t Eiginkona mín, rnóðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR PETRÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, Rauöalæk 18, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag [slands. Snorri Júlíusson, Guðrún Snorradóttir, Hilmar Snorrason, Jón K. Ingibergsson, Guörún H. Guömundsdóttir og barnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA RANNVEIG BJARNADÓTTIR, Skúlagötu 76, er lést 12. þessa mánaöar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 13.30. JónTraustason, Hörður Hólm Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttir, Þóra Haraldsdóttir Larsen, Kaj A. Larsen, Bjarni Jónsson og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR, Stóru-Tungu, Dalasýslu. Sérstakar þakkir skulu færðar öllu starfsfólki á Sjúkrahúsi Akra- ness fyrir langa og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Pétur Ólafsson, Þorsteinn B. Pótursson, Jóhann G. Pótursson, Ólafur G. Pétursson, Pótur Már Ólafsson, Agnes E. Pótursdóttir, EinarG. Pétursson, Ólafur Jóhannes Einarsson, Erla Ásgeirsdóttir, Eva Marfa Ólafsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir, Guöbjartur Jón Einarsson. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og jarðarför GÍSLA SIGHVATSSONAR, Birkihvammi 13, Kópavogi. Ólöf Helga Þór, Gunnar Sveinn, Elín Ágústsdóttir, Sighvatur Bjarnason, Kristfn Sighvatsdóttir Lynch, Charles Lynch, Bjarni Sighvatsson, Aurora Friðriksdóttir, Viktor Sighvatsson, Ásgeir Sighvatsson, Elín Sighvatsdóttir, Kristfn Þór, Arnaldur Þór. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALGEIRS RUNÓLFSSONAR rafvirkjameistara, Presthúsabraut 32, Akranesi. Vilborg Andrósdóttir, Guðjón Valgeirsson, Ólína Lúövfksdóttir, Valgeir Valgeirsson, Lilja Þóröardóttlr, Sigurlfna Valgeirsdóttir, Pótur Hansson og barnabörn. t Alúðar þakkir fyrir vinsemd við andlát og útför mannsins míns, ÓSKARS ÍSAKSEN. Fyrir hönd ættingja, Margrót fsaksen. t Þökkum innilega vinsemd og samúð við andlát og útför SIGNE SIRNES GREIPSSON. Fjölskylda hlnnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.