Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 12

Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 „Storkostlegt hvað Stefán gat gert í bókmenntum“ Rætt við Ivar Orgland um þýðingu hans á „Heilagri kirkju“ og höfundinn, Stefán frá Hvítadal Heilög kirkja, lofsöngur Stefáns frá Hvítadal um miðaldakirkjuna, er nú komin út í Noregi á vegum Solum bókaforlagsins. Dr. Ivar Orgland þýddi verkið á norsku og myndskreytingar í bókinni eru eftir Anne-Lise Knoff. Bókin hefur fengið góðar viðtökur í Noregi og hlotið einróma lof gagnrýnenda enda þykir vel að útgáfunni staðið. Þýðandinn, Ivar Orgland, er okkur íslendingum að góðu kunnur. Á unga aldri tók hann miklu ástfóstri við íslenska tungu og bókmenntir. Hann stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands á árunum eftir seinni heimsstyij öldina. Að námi loknu kenndi hann norsku við Háskóla Islands og var um árabil búsettur hér á landi. Á árunum 1973 til 1980 var hann lektor í íslensku við háskólann í Osló. Ivar Orgland hefur mjög látið íslenska ljóðagerð til sín taka og hefur þýtt á norsku 17 bækur eftir íslensk ljóðskáld. Sjálfur er hann ljóðskáld og hafa komið út 12 frumortar ljóðabækur eftir hann í Noregi. Árið 1985 samdi hann ásamt öðrum nýja íslensk-norska orðabók og um þessar mundir vinnur hann við að semja nýja norsk-íslenska orðabók. Hann hefur að undanförnu dvalið hér á landi og í eftirfarandi viðtali við Morgunblaðið fjallar hann um þýðingu sína á „Heilagri kirkju“ og höfund verksins, Stefán frá Hvítadal. „Það má segja, að ég hafí helgað Stefáni frá Hvítadal allt mitt líf. Raunar hef ég allan minn starfsald- ur verið að vinna við verk hans, rannsóknir á þeim og ævi hans og starfí, þótt inn á milli hafí ég einn- ig fengist við þýðingar á ljóðum ýmissa annarra þjóðskálda á Is- landi,“ sagði Ivar Orgland. „En það var Steingrímur J. Þorsteinsson, sem þá var dósent við Háskóla ís- lands, sem benti mér á að taka Stefán frá Hvítadal sem viðfangs- efni fyrir prófritgerð og þar með hófust kynni mín af verkum Stef- áns. Eg orti ljóð sjálfur og fannst þar af leiðandi áhugavert að fást við ljóðskáld auk þess sem Stefán hafði dvalið í Noregi um skeið, sem gerði hann enn áhugaverðari í mínum huga. Ég hóf því rannsókn- ir á Stefáni og verkum hans og síðar varð hann viðfangsefnið í doktors- ritgerð minni. Hún kom út á norsku árið 1969 og ber heitið „Stefán frá Hvítadal og Noregur". Árið 1962 kom út 'bók eftir mig á íslandi, á vegum Menningarsjóðs, og hún fjallaði um Stefán á yngri árum, áður en hann fór til Noregs. Menningarsjóður ætlar einnig að gefa út aðra bók um Stefán eftir mig, sem fjallar um framhaldið á ferli Stefáns. Ætlun var að sú bók kæmi út á þessu ári í tilefni af því að 100 ár eru nú'liðin frá fæðingu Stefáns, en útgáfunni hefur eitt- hvað verið frestað. Þess verður þó vonandi ekki langt að bíða að hún komi út því mér finnst vel við hæfí að Stefáns verði minnst á viðeig- andi hátt af þessu tilefni. í þessu sambandi vil ég gjaman koma þeirri hugmynd á framfæri að Islendingar efni til hátíðardagskrár til að minnast Stefáns og verka hans. Stefán var fæddur 16. október 1887. Að vísu hefur verið deilt um fæðingardaginn því að í kirkjubók Tröllatungu- og Fellssóknar standi 11. október, en hann taldi sjálfur að fæðingardagurinn væri hinn 16. og hafði það eftir fóstru sinni. Ég hef látið mér detta í hug að tölustaf- urinn 6 hafi verið svo illa skrifaður í kirkjubókinni eða máðst út að ein- hverju leyti og þannig hafi þessi misskilningur komið upp. Raunar skiptir þetta ekki höfuðmáli. Aðal- atriðið er að mínum dómi, að haldið verði upp á afmælið hér á landi með einhveijum hætti í október næstkomandi. Sjálfur ætla ég að reyna að gera eitthvað til að minnast Stefáns af þessu tilefni heima í Noregi." Heilög kirkja Við víkjum nú talinu að síðasta verki Ivars Orgland, þýðingunni á „Heilagri kirkju“ á norsku og út- komu þeirrar bókar: „Ég hef áður þýtt ljóð eftir Stef- án sem komið hafa út á norsku. Það var árið 1958, en þá kom út bók með úrvali af ljóðum Stefáns með formála. Síðan kom doktorsrit- gerðin mín út í Noregi árið 1969. „Heilög kirkja" er hins vegar kapít- uli út af fyrir sig. Ég man, þegar ég var að fást fyrst við Stefán, hvað mér fannst þetta óskaplega erfitt kvæði. Þetta er ort í hryn- hendu, en í norrænunáminu hafði ég auðvitað lesið „Lilju“ sem er þekktasta kvæðið sem ort hefur verið i þessum hætti, - „allir vildu Lilju kveðið hafa“, var sagt. En á þessum árum treysti ég mér ekki til að þýða „Heilaga kirkju". Það var ekki fyrr en árið 1977, þegar ég gaf út bókina „íslensk ljóð frá Sólarljóðum til upplýsinga- tímans" að ég fór fyrir ajvöru að þýða gömul íslensk Ijóð. Ég þýddi meðal annars Sólarljóð, sem komu út í skrautútgáfu. „Lilju" þýddi ég líka og það var býsna erfitt verk enda 100 erindi. „Heilög kirkja" er hins vegar 60 erindi og þó var hún ekki auðveldari í þýðingu en „Lilja". „Heilög kirkja" vakti mikla at- hygli á íslandi þegar hún kom fyrst út, árið 1924. Hún var ort í anda miðaldakvæða svo sem „Lilja“ og „Rósa“, sem stakk mjög í stúf við hefðbunda ljóðagerð á þessum tíma. Það þótti mjög óvenjulegt að út skyldi koma kaþólskt helgiljóð í hrynhendu á okkar öld því að um 1920 kom ný stefna í íslenskri ljóða- gerð, persónulegri ljóð sem Davíð Stefánsson og Stefán frá Hvítadal voru helstu fulltrúar fyrir. Menn áttu því síst von á kaþólsku helgi- kvæði frá Stefáni á þessum tíma.“ I andstöðu við umhverfið „Stefán hafði gefið út ljóðabók- ina „Söngvaför mannsins“ árið 1918, þá nýkominn heim frá Nor- egi. Hann hafði veikst af berklum og liðið miklar þjáningar. En þá kynntist hann norskri hjúkrunar- konu, varð ástfanginn af henni og þakkaði henni líf sitt. Síðar orti hann til hennar ástarljóð, sem er meðal fallegustu ástarljóða á íslenskri tungu, kvæðin Hún kyssti mig, Fölskvaðir eldar og Frá liðnum dögum. Ljóð Stefáns lýsa reynslu hans, §alla um ástir, sorg og gleði, eða með öðrum orðum um persónulegt líf mannsins. Síðan kemur hann heim til íslands og festir ráð sitt og þremur árum seinna gefur hann út „Óð einyrkjans“, þar sem einnig koma fram minningar um Noregs- dvölina. Þar er hann hins vegar kominn í umhverfið fyrir vestan, í Saurbænum, þar sem andrúmsloftið er þrengra, eins og oft er í sveitum og sum kvæðin fjalla um ákveðnar persónur í sveitinni. Þama var mik- ill rígur, Stefán var skáld og hefur stundum fundist of þröngt um sig þama. Hann var mikill draumóra- maður, elskaði lífið kunni vel við sig á hestbaki, en var afskaplega góður við fjölskyldu sína. í þessu umhverfi verður svo „Hei- lög kirkja“ til og Stefán hefur ort það í andstöðu við umhverfið og prestinn á staðnum. Því hefur verið haldið fram að hann hafi ort það eftir að hann varð kaþólskur, en það er ekki rétt. Stefán var ekki orðinn kaþólskur maður þegar þetta kvæði var ort. Hins vegar elskaði hann fegurðina og hann mundi alla ævi, þegar hann fór fyrst í kirkju með fósturforeldrum sínum. Það var ferðin til Fellskirkju, sem talið var að faðir hans, Sigurður snikk- ari, hafi byggt. Hann sá þessa fyrstu krikjuferð sína í miklum dýrðarljóma og lýsti því síðar hversu fegurð ljósanna hefði fengið mikið á sig. Nú sat hann í þessu umhverfi fyrir vestan og hefur sjálf- sagt fundist lítið til alls koma og kirkjulífíð ömurlegt þarna í sveit- inni. Hann dreymdi um fegurð og glæsileik kirkjunnar og þá yrkir hann „Heilaga kirkju". Ljóðið sýnir jafnframt aðdáun Stefáns á miðaldakirkjunni. Hann var alla tíð mikill höfðingi í lund og þótt efnin væru ekki mikil reyndi hann alltaf að hafa fallegt í kring- um sig og var höfðingi heim að sækja. Þessi höfðingslund kemur líka í ljós í „Heilagri kirkju". Um þetta leyti orti hann líka tvö önnur kvæði, „Þér skáld" og „Þér konur", sem einnig eru í svipuðum anda og bera með sér svip reisnar og höfð- ingsskapar. Mér fínnst sannarlega stórkost- legt að Stefán skuli hafa getað ort kvæði eins og „Heilaga kirkju" undir þessum kringumstæðum. Hann hafði verið dauðvona af berkl- um þegar hann var í Noregi, hresstist að vísu nokkuð á berkla- hæli þar, en varð aldrei frískur maður. Hann kvæntist og þau eign- uðust mörg böm. Lífíð fyrir vestan var enginn dans á rósum og mér fínnst því ævintýralegt hvað Stefán gat gert í bókmenntum eins og lífskjör hans vom. En eins og ég nefndi áðan er það misskilningur að Stefán hafi ort „Heilaga kirkju" eftir að hann varð kaþólskur. Það var Halldór Lax- ness, sem í þá daga var kaþólskur maður, sem heyrði þetta kvæði Stefáns og kynnti hann fyrir prest- unum í Landakoti. Þá fyrst varð Stefán fyrir kaþólskum áhrifum og gerðist kaþólskur sjálfur þetta haust. Hann hafði hins vegar alla tíð verið fegurðamnnandi og hann fann meira af fegurð í kaþólsku kirkjunni en í þeim sveitakirkjum sem vom í kringum hann. Hann var góður vinur Marteins Meulen- berg, sem síðar varð kaþólskur biskup hér, og varð með tímanum eins konar hirðskáld kaþólskra hér á landi. Stefán hélt kaþólskri trú sinni til æviloka og honum fannst sárt þegar Laxness lét af trúnni." Breytt ljóðagerð „Ljóðagerð Stefáns breyttist nokkuð um það leyti sem hann orti „Heilaga kirkju", eins og „Þér kon- ur“ og „Þér skáld“ bera með sér. I þeim ber meira á glæsileika og almennum viðhorfum til lífsins og tilvemnnar en í hinum persónulegu kvæðum hans áður. Þar örlar líka Stefán frá Hvítadal. á mælsku, bragarhátturinn er ann- ar og erindin verða stærri og breiðari og aðdáun Stefáns á konum og skáldum leynir sér ekki. Auðvit- að er þetta persónulegt líka, en frásagnarhátturinn er öðmvísi en í fyrri kvæðum hans. Síðan breytist þetta aftur þegar frá leið og Stefán fór að yrkja á einfaldari hátt, sjálfsagt undir áhrifum frá umhverfí sínu. Hann fær þá mikinn áhuga á ferskeytlum og rímnakveðskap og bæði norsku áhrifín og þau kaþólsku verða minna áberandi í kveðskap hans. Þarna kemur sjálfsagt til andrúms- loftið í sveitinni og hann verður eins og ágætur hagyrðingur. Hins vegar var hann smellinn á margan hátt við að yrkja svona vísur og gerði mikið af því á seinni ámm. Þessi kvæði em að mínum dómi ekki eins merkileg og fyrri ljóð Stef- áns, enda var formið algengt og mikið til af kvæðum með þessu sniði. Það var því lítið hægt að gera nýtt með þessu formi þótt Stefán hafi á margan hátt verið meistari í þessum kveðskap. Sem dæmi get ég nefnt kvæði sem hann hefur ort bæði hástuðlað og lág- stuðlað. Hástuðlað er það svona: Felld er siglan, fallinn byr, feigðarveldin soga. Eldar glaðir eins og fyrr undir kveldið loga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.