Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 48
V8ei ÍMÚÍ. .OS flUOAOHAOUAJ .CiIGAJai4UOflOM 48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Minning: Séra Gísli Brynjólfsson Endurminningin merlar æ í mánasilfri, hvað sem var. Yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar. Gleðina jafnar sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinni hljóðri borg. (Grímur Thomsen) Þessar ljóðlínur koma mér í hug, er ég minnist sr. Gísla Brynjólfsson- ar, er lengi var prestur og prófastur á Kirkjubæjarklaustri. Hann lést 4. maí sl. og fór útför hans fram miðvikudaginn 13. sama mánaðar. Gísli Brynjólfsson fæddist 23. júní 1909 í Skildinganesi við Skeija- Qörð. Foreldrar hans, Guðný Jónsdóttir og Brynjólfur Gíslason, voru bæði afkomendur Eiríks Sverr- issonar sýslumanns. Sverrir faðir Eiríks er ættfaðir mjög margra Skaftfellinga. Hafa margir þeirra reynst hinir nýtustu menn. Þó mun Jóhannes Kjarval þeirra þekktastur, en Sverrir var langafí hans. Faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson á Hnausum og sr. Gísli Brynjólfsson urðu vinir. Fyrstu kynni þeirra verða við Grafarkirkju á héraðs- fundi, en Eyjólfur Eyjólfsson var safnaðarfulltrúi í meira en 50 ár. Var sr. Gísli þá nýkominn hingað, kom 1937. Þá var hesturinn ennþá nær allsráðandi í samgöngum hér. Sagði faðir minn er hann kom heim, að honum fyndist nýi presturinn á Klaustri hinn rösklegasti. Fljótur að koma hestunum á haga, hefta þá og koma sér í kirkju. Sr. Gísli Biynjólfsson kvæntist 1938 Astu Þ. Valdimarsdóttur og hófu þau um það leyti búskap, á hluta úr Kirkjubæjarklaustri. Hjá þeim var mikil gestrisni sem við megum mörg minnast. Þau eignuðust þijá syni: Biynj- ólf, Valdimar og Sverri, sem allir eru kvæntir. Sr. Gísli Biynjólfsson kenndi unglingum á vetrum, svo sem marg- ir sveitaprestar, en þó áreiðanlega í stærri stfi en þeir flestir. Var hann ágætur kennari. Búskapur lét honum vel og kom það sér vel. Voru laun sveitapresta þá það lág að ekki var hægt að lifa af þeim einum. Eg býst við að samfélagið hér á „milli sanda" hafí þá verið frekar frumstætt. Eitt var það, að varla þótti sæmandi, að húsbændur önn- uðust ijósverk. Gæti hafa verið afleiðing þess, að áður fóru bændur oft í útver á vetrum, en kvenfólkið annaðist gripahirðinguna. En þegar presturinn, nýkominn úr háskóla á Englandi, lét sig hafa þetta, þá sáu bændur, að líklega mundu þeir lifa af að fara í fjosið. STÖRF ERLENDIS Höfum fyrirliggjandi bók með upplýsingum fyrir alla þá sem hyggja á störf erlendis til lengri eða skemmri tíma. í henni er að finna upplýsingar um störf á hótelum og veit- ingahúsum, ferðaskrifstofum, verkamannastörf, fyrirsætu- störf og störf á sviði málm- og olíuiðnaðar. Einnig er skýrt frá störfum sem tengjast ávaxtarækt í Frakklandi og Bandaríkjunum, landbúnaðar- störfum, störfum á sam- yrkjubúum í ísrael o.s.frv. Bókinni fylgja upplýsingar um hvernig sækja beri um þessi störf. Hún er nauðsynleg öll- um beim sem óska eftir að starfa erlendis. Hún veitir upplýsingar um veðurfar, húsnæði, lengd vinnudagsins o.fl. í henni er einnig að finna heimilisföng rúmlega 1.000 ráðningafyrirtækja. Bókin kostar aðeins 98 s.kr. með flutningskostnaði. Óánægðir viðskiptavinir geta skilað henni innan tíu daga og feng- ið endurgreiðslu. Pantið strax í dag. Skrifið til: CENTRALHUS Box 48, 142 00 Stockholm. Pantanasími: 08-744 10 50. ATHUGIÐ: Við önnumst ekki ráðninaar. ______ VESTURBÆR ÚTHVERFI Tómasarhagi 32-57 Langagerði Birkimelur Mosgerði Melhagi Fellsmúli Logaland KOPAVOGUR Álftamýri Birkigrund Safamýri Furugrund Flraunbær Fláaleitisbraut 14-36 Hesta átti sr. Gísli Brynjólfsson ágæta. Sérstaklega man ég eftir litlum brúnum hesti sem hann átti með því fyrsta, miklum gæðingi. Prestseturshúsið, sem enn er notað á Klaustri byggði sr. Gísli Brynjólfsson, nema þann hluta er síðar var byggður við það. Varð hann fyst að byggja fyrir eigin reikning. Seinna kom ríkið inn í þá mynd. Við húsið kom hann upp skrúðgarði. Sérstaklega er fallegt reynitréð, sem hann gróðursetti vestan við íbúðarhúsið. Það er margstofna mjög hátt og óvenju formfagurt. Við vorum nokkur í fyrrasumar að ræða það, hvort þetta mundi ekki vera fallegasta reynitréð á íslandi. Prestverk fórust sr. Gísla Brynj- ólfssyni vel úr hendi. Eftir að hann flutti héðan 1963 skrifaði hann minningargreinar um marga Skaft- feliinga. Og hann var duglegur að heimsækja þá á sjúkrahús höfuð- borgarinnar. Hann lagði sig eftir gömlum fróðleik, skrifaði greinar í blöð og tímarit og flutti mörg út- varpserindi tengd þjóðlegum fróð- leik. Var og ágætlega ritfær. Skaði var, að honum entist ekki lengur heilsa, eftir að betri tími var til, að sinna þessum hugðarefnum. En ekki verður á allt kosið. En sérstaklega eru mér í minni margar og góðar stundir á heimili þeirra hjóna og hversu húsbóndinn var skemmtilegur og laginn að sjá hið sniðuga við mannlífíð. Og mun ekki af veita, meðan hægt er. „Allt hold er sem gras,“ segir í hinni helgu bók. Og þar er hvatt til að gleðjast á góðum dögum, meðan þeir ennþá eru. Og ekki er það að þjóna Kristi, að snúa gleðiboðskap hans upp í sorg og sút. En nú er að kveðja og þakka. Ég votta Ástu og fjölskyldunni sam- úð. Blessuð sé minning sr. Gísla Brynjólfssonar. Vilhjálmur EyjóLfsson. GASIÐÍ BOTN! Það er dagsatt aö á bensín- stöðvum Esso er sumarlegt andrúmsloft. Þar fæst sænskt gas á hylkjum frá.„Primus“ auk vandaðra gaslukta og gashellna. Einnig bjóðast þar ýmsar aðrar ferðavörur svo sem létt borð og stólar, vatnspokar, veiðisett, grillvörur og margt fleirá. Gasluktir frá 621 kr. Gashellur -1428kr. Gashylki (einnota) - 89 kr. Gashylki (áfyllanleg) - 800kr. Veiðisett -1190 kr. Olíufélagið hf Kristín Þ. Lofts- dóttir — Minning Fædd 3. júlí 1905 Dáin 12. júni 1987 Þegar hringt var til mín og mér sagt að hún Kristín Þórdís Lofts- dóttir, Stína mín, væri horfín héðan frá okkur Ieið mér illa, já, mjög illa. Þó vissi ég að hún hafði átt við iangvinn veikindi að stríða og hvfldin henni því víst kærkomin. Samt átti ég bágt með að sætta mig við það og fannst að ég hefði átt að gera miklu meira fyrir hana í hennar löngu veikindum. En ég ætla að fara aftur í tímann og minnast alls þess góða og skemmtilega sem við áttum saman á bemskuárunum. Við vomm aldar upp á homi Stýrimannastígs og Ránargötu þar sem æskuheimili okkar stóðu. Já, við elsku frænka mín áttum vissulega margar gleði- legar stundir saman í þessu litla hverfí sem þá var og mér er í dag ljóst að var þá hreinasta paradís. Stýrimannastígurinn er í dag eins og hann var en Ránargatan náði í þá daga aðeins vestur að Bræðra- borgarstíg og austur að þar sem nú er Ránargata 21. Annað vom græn tún. Ólsenstún að austan og Thorsteinssonstún að vestan. Mikið var oft leikið sér á þessum friðsælu stöðum og á vetuma var hægt að vera þama á skautum og sleðum. Á síðari ámm þegar við Stína hittumst riíjuðum við oft upp stund- imar á æskuslóðunum og ýmis saklaus prakkarastrik frá þeim tíma. Við vomm eins og góðar systur og urðum alltaf að vera eins klædd- ar. Annars var allt ómögulegt. Þegar bamaskólanum lauk fómm við í Kvennaskólann. Það vom ynd- isleg ár þegar okkur fannst allt spennandi og skemmtilegt. Á þess- um ámm fínnst manni ekki að neitt leiðinlegt geti komið fyrir en elsku frænka mín varð fyrir stórri sorg þegar móðir hennar veiktist af ólæknandi sjúkdómi. Það var mikið áfall fyrir Stínu því samrýndari mæðgur hef ég ekki þekkt. Stína átti einn bróður, Jóhannes, sem dáinn er fyrir allmörgum ámm. Foreldrar Kristínar og Jóhannes- ar vora þau Guðrún Jóhannesdóttir og Loftur Loftsson, skipstjóri, sem fórst í hafí í ofviðri sama ár og Kristín fæddist. Kristín vann í Braunsverslun í mörg ár eða þar til hún giftist árið 1934 Áma Bimi Ámasyni, lækni. Þau fóm síðan til Kaupmannahafn- ar þar sem hann hóf framhaldsnám. Þegar eftir heimkonuna gerðist hann héraðslæknir í Grenivík. Dvöl- in þar átti víst ekki að verða löng en árin urðu 40. Þeim varð fjögurra bama auðið en eitt dó í æsku. Hin era Ámi Bjöm, vélvirki, kvæntur Þóreyju Aðalsteinsdóttur, leikkonu; Helga, hjúkmnarkona, gift Valdimar Ólafssyni, yfírflug- umferðarstjóra; og Loftur, verk- fræðingur, kvæntur Þóm Ásgeirsdóttur, verkfræðingi. Böm og tengdaböm aðstoðuðu Kristfnu af miklum kærleik til hinstu stundar. Kristín Þórdís var stórbrotin kona og dugleg með afbrigðum. Það kom sér vel því oft var erfítt að vera læknisfrú þar sem sjúkra- móttaka og lyfjaafgreiðsla var á sjálfu heimilinu. En þar hjálpaði einnig glaðlyndi og félagslund hennar og margrómaður höfðings- skapur þeirra hjóna. Ámi Bjöm, læknir, lést árið 1979, og fluttist þá Kristín aftur tjj Reykjavíkur. Hún verður jarðsett í dag við hlið manns síns og dóttur í Grenivík. Friður Guðs fylgi henni. Anna Asgeirsdóttir Hálfdán Bjarnason fv. aðalræðismaður Fæddur 1. febrúar 1898 Dáinn 8. júní 1987 Tími stórútgerðar og uppgripa sjávarafla á íslandi var genginn í garð, þegar íslendinga vom enn að koma útflutningsverslun sinni í sem hagkvæmast horf og á sem farsæl- astan hátt í innlendar hendur. Þá var það, að ungur maður, Hálfdán Bjamason, valdist til þess fyrstur íslendinga að setjast að í Suður- löndum og taka að sér að vinna þar í þjónustu íslenskrar útflutnings- verslunar og í umboði stærsta útgerðarfyrirtækis á íslandi og í einu af mikilvægustu markaðslönd- um íslenskra fískafurða. Upp úr því hófst langur og gifturíkur starfs- ferill hans, fyrst á vegum Kveldúlfs og síðan sem umboðsmaður Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda. Ég tel mig geta fullyrt að hann var af öllum, sem best þekktu til, metinn og virtur fyrir dugnað sinn óvenjulegan, hyggindi og margs konar mannkosti. Ep auk síns aðalstarfs átti Hálf- dán Bjamason öðm mikilvægu hlutverki að gegna í þágu ættjarðar sinnar sem ólaunaður ræðismaður íslands á Ítalíu um langt skeið. Ég hygg ekki ofmælt, þótt fullyrt sé, að í slíkri stöðu hafí enginn reynst Hálfdáni Bjamasyni fremri um hvers konar greiðasemi og hjálpfysi né um höfðinglega gestrisni við landa sína. Margir munu því minnast Hálfdáns Bjamasonar með þakklátum hug fyrir lífsverk hans og allan drengskap. Einn af þeim er sá, sem með þessum línum varpar hinstu kveðju á gröf látins vinar. Við kynntumst fyrir meira en hálfri öld og með okkur tókst strax vinátta sem varð ævilöng. Leiðir ókkar lágu tíðum saman bæði heima og erlendis og ég var stundum dögum eða vikum saman gestur hans á hinu fallega heimili hans í Genúa, prýddu fom- um og nýjum ítölskum listaverkum. Við ræddum saman á löngum gönguferðum á bökkum Miðjarðar- hafs og ég varð margs vísari um sitthvað af hinu margvíslega sem drifíð hafði á daga vinar míns og um það dásamlega land sem orðið hafði heimkynni hans og við elskuð- um báðir. Nú er hann fallinn frá og varð þó ekki eldri en svo, að hann var ári yngri en ég. En eitt sinn skal hver deyja. Blessuð veri hans minning. Kristján Albertsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.