Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 61

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 61 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Golf í Grafarholti Heimsókn á unglingagólfnámskeið GR Þegar minnst er á golf dettur mörgum í hug fullorðnir karl- menn bröltandi um mela og móa með þungan poka fullan af járnkylfum reynandi að hitta ótrúlega litla hvíta kúlu. Aðaltak- markið er síðan að slá þessa hvítu kúlu sem lengst þannig að þeir þurfa að labba enn lengra til að finna hana aftur og koma síðan kúlunni ofan í einhverja holu í jörðunni. En sannleikurinn er nú dálítið öðruvísi. Golf er stundað af fjölda fólks á öllum aldri og er ein skemmtilegasta íþrótt sem hægt er að stunda. Það eru ekki einungis fullorðið fólk sem stundar golf. íþróttin á vaxandi vinsældum að fagna með- al barna og unglinga og í fyrra reið GR á vaðið og bauð upp á golfnámskeið fyrir börn og ungl- inga. Námskeiðið hlaut það góðar viðtökur að ákveðið var að endur- taka þetta í ár. Golfklúbbur Reykjavíkur sér um námskeiðið í samvinnu við Æskulýðsráð borgar- innar og í allt eru haldin þrjú narhskeið yfir sumarið. Námskeið- in eru opin fyrir pilta og stúlkur fædd 1973, ’74 og '75. Unglinga- síðan leit inn á fyrsta námskeiðið og ræddi við nokkra af þátttakend- unum. • Ungir golfarar: Kristinn Jóhannsson, Sigfús Sigurðsson, Haukur Þór Hannesson og Heimir Björgúlfs- son. • Kennararnir Karl Ómar Karlsson og Jón Hafsteinn Karlsson. Þarf að ráða myndar- legri golfkennara? Rætt við bræðurna Karl og Jón Hafstein Aðalkennarar á námskeiðinu eru tveir bræður. Þeir heita Karl Ómarog Jón Hafsteinn Karlssynir. Þeirtjáðu okkur að GR heðfi haldið eitt tilraunanámskeið í fyrra og það hefði heppnast það vel að ákveðið hefði verið að bjóða upp á fleiri námskeið í ár. Ekki hefði verið hægt að halda fleiri í fyrra því það hefði vantað kennara en íár hefðu þeir verið ráðnir í þetta sem fullt starf. Viðtökurnar hefðu verið mjög góðar í ár og síminn hefði varla stoppað hjá þeim eftir að þetta var auglýst í bæklingi Æskulýðsráðs. Nú væri orðið fulit í öli byrjendanámskeiðin því þeir tækju ein- ungis 15—18 nemendur á hvert þeirra til að geta fylgst með hverjum og einum nemenda. Enn væru hinsvegar nokkur pláss laus í framhaldsnámskeiðin í ágústmánuði. Fæstir frá golffjölskyldum Sögðu þeir að fæstir þátttakendur kæmu frá svokölluðum golffjölskyld- um og tóku sem dæmi þá átján sem væru á þessu námskeiði að einungis fimm þeirra ættu feður eða mæður sem spiluðu golf. Ekki höfðu þeir svör á reiðum höndum hvers vegna fleiri stelpur væru ekki á námskeiðunum: „Viö þurfum kannski að ráða myndarlegri kennara á næsta ári“ gall þá við í Björgólfi framkvæmdastjóra GR sem fylgdist með en strákarnir voru fljótir að svara honum og sögðu að hann væri bara öfundsjúkur út i þá. Allt var þetta nú sagt í lóttum dúr og greini- legt að góður andi var ríkjandi. Nemendurnir voru nú orðnir órólegir að komast á „grínið" eins og þeir segja víst á golfmáli og þökkuðum við þeim Karli og Jóni fyrir spjallið Golf er bæði fyrir stráka og stelpur • Góð sveifla á Korpúlfsstöðum. Rætt við fjóra hressa golfara Fyrstu tvö námskeiðin eru byrj- endanámskeið þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi golf- íþróttina. Byrjað er að kenna í Graf- arholtinu en síöan er farið á golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Áður en haldið var upp að Korpúlfsstöð- um tókum við þá tali félaganna Kristinn Jóhannsson, Sigfús Sig- urðsson, Hauk Þór Hannesson og Heimi Björgúlfsson: Þeir hafa spilað golf í mismun- andi langan tíma. Kristinn hefur spilað í þrjú ár en hinir þetta á milli 1 og 2 ár hver. Þeir sögðust taka þátt í námskeiðinu til að ná betri tækni og hafa allir fullan hug á því að taka þátt í framhaldsnám- skeiðinu sem GR bi'ður upp á f ágústmánuði. En hvað er svona gaman við golfið: „Útiveran og finna hve fljótt maður tekur fram- förum" sagði Sigfús og hinir tóku undir þessa skoðun. Ekki kváðust þeir geta svaraö því af hverju eng- in stelpa væri á námskeiðinu því golfið væri alveg eins gert fyrir stelpur eins og stráka: „Það hefur einhvern veginn skapast þessi ímynd að þetta sé karlaíþrótt og henni er erfitt að breyta" sagði Heimir „en það eru víst stelpur á hinu narhskeiðinu" bætti Haukur við. Þeir voru sammála um að það hefði nú getað verið gaman af ein- hverjar stelpur hefðu tekið þátt í þessu með þeim. Gera ekki upp á milli íþróttagreina Allir æfa strákarnir aðrar íþróttir og þá sérstaklega knattspyrnu. Kristinn með ÍR, Sigfús með Val, Haukur með Víking og Heimir með Val. Ekki vildu þeir nú samt gera upp á milli íþróttagreina og sögðu að flestar íþróttagreinar væru skemmtilegar. Golfið væri dálítið dýr íþróttagrein í byrjun því það þyrfti að eiga sínar eigin kylfur til að ná árangri. Annars nægir byrj- endum að eiga kylfur nr. 9, 7, 5 og svo auðvitað „drive" og „pútt". Piltarnir þurftu nú að fara út á Korpúlfsstaði til að taka þátt í loka- mótinu þannig að við kvöddumst með virktum. • Þátttakendur í golfnámskeiði GR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.