Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
RÁÐSTEFNA HEIMILISLÆKNA Á NORÐURLÖNDUNUM
Sú fjölmennasta tíl þessa
HEIMILISLÆKNAR á Norðurlðndunum héldu í þessari viku ráð-
stefnu i Reykjavík. Þetta var fimmta ráðstefna þeirra og-jafnframt
sú fjölmennasta til þessa. Morgunblaðið ræddi við Svein Magnús-
son heimilislækni og ritara ráðstefnunnar um þingið og undirbúning
þess.
Sveinn var fyrst spurður um
undirbúning ráðstefnunnar. „Fyrir
réttum tveimur árum var haldin
fjórða ráðstefna norrænna heimil-
islækna í Lundi. Við_ buðum þá til
fimmta þingsins á íslandi. Strax
hófst mikil undirbúningsvinna sem
náði hámarki sínu í vetur. Það kom
okkur skemmtilega á óvart hversu
góð þátttakan var. í upphafi von-
uðumst við til að jafnmargir kæmu
hingað og voru í Lundi, en þegar
til kom fór þetta fram úr okkar
björtustu vonum. Við höfðum gert
ráð fyrir að nota Þjóðleikhúsið sem
ráðstefnusal, en urðum að taka
Háskólabíó í staðinn, því fjöldinn
var svo mikill.“
— Hvers vegna varð þátttak-
an svo góð?
„Mér þykir líklegt að efni ráðstefn-
unnar hafi þótt áhugavert, fyrir-
byggjandi starf heimilislækna með
tilliti til einstaklinga, fjölskyldu og
þjóðfélags. Einnig hefur landið
verið mikið í fréttum og sjálfsagt
hefur mörgum þótt forvitnilegt að
koma hingað og skoða sig um,“
sagði Sveinn.
— Voru margir fyrirlestrar
fluttir á ráðstefnunni?
„Já, í allt voru fluttir 100 fyrirlestr-
ar, oft fleiri en einn á sama tíma
á mismunandi stöðum. Efni þess-
ara fyrirlestra var mjög fjölþætt,
bæði fræðilegs og almenns eðlis.
Sem dæmi má nefna að hér var
sérstakur þinghluti þar sem fjallað
var um læknafjölskylduna, sem er
nýjung. Hér voru einnig kynntar
um 70 rannsóknir á veggspjöldum
en það fer mjög vaxandi á ráð-
stefnum sem þessum.
— Hvað var gert til dægra-
dvalar meðan á ráðstefnunni
stóð?
„Ráðstefnan hófst með allóvenju-
legum hætti, við hittumst sem sé
í Laugardalslaug daginn fyrir setn-
ingu hennar. Menn fengu sér
sundsprett og gæddu sér á límon-
aði og flatkökum með hangikjöti.
Þessi óvenjulega byrjun setti
skemmtilegan svip á þingið og
menn kunnu vel að meta þessa
nýbreytni. Boðið var upp á skoðun-
arferðir til Þingvalla og að Gull-
fossi og Geysi. Þangað fóru um
650 manns. Við vorum heppin með
veður og ferðimar tókust vel. Einn-
ig setti fslenska óperan saman
sérstaka dagskrá fyrir okkur og
þótti hin besta skemmtun. Þá buðu
Reykjavíkurborg og heilbrigðis-
ráðuneytið til móttöku á Kjarvals-
stöðum. Einnig voru skipulagðar
skoðunarferðir fyrir maka og böm
meðan á * ráðstefnunni stóð.
— Hvar verður næsta þing
haldið?
„Danir hafa boðist til að halda
næsta þing og verður það haldið
í Árósum í ágúst 1989," sagði
Sveinn. Hann sagði að það hefði
verið sér og öðrum í nefndinni
Sveinn Magnússon
mikil ánægja að starfa að undir-
búningi ráðstefnunnar og sagðist
vona að hún yrði í framtíðinni til
að efla heimilislækningar á Norð-
urlöndum.
Viðhorfin til
fyrirbyggj-
andi starfsemi
að breytast
Á RÁÐSTEFNUNNI voru staddir meðal annarra fjórir norrænir
prófessorar í heimilislækningum, þeir Paul Backer frá Dan-
mörku, Oleg Gorbatow frá Finnlandi, Christian Borchgrevink frá
Noregi og Bengt Scherstén frá Svíþjóð. Morgunblaðið hitti þá
að máli og ræddi við þá um það sem var efst á baugi á ráðstefnunni.
— Kjörorð ráðstefnunnar
eru: „Fyrirbyggjandi starf —
einstaklingurinn, fjölskyldan og
samfélagið." Er nú lögð meiri
áhersla á fyrirbyggjandi starf
en áðiir?
Paul Backer: „Já, þessi kjör-
orð eiga vel við nú fyrir heimilis-
lækna. Ég hef orðið þess var hér
á þinginu að það er mikið að ger-
ast á þessu sviði og viðhorfin að
breytast. Þetta ber ekki að skilja
svo að við munum hætta að eltast
við sjúkdóma og reyna að greina
þá á byijunarstigi því að það er
hlutverk okkar og samfélagið
krefst þess af okkur. En við höfum
orðið þess áskynja að þetta er ekki
nóg, við verðum einnig að vinna
fyrirbýggjandi starf með fræðslu
til almennings og heilbrigðiseftir-
liti. Ég held að það verði lögð aukin
áhersla á þetta í framtíðinni og
þetta muni jafnframt einkenna
rannsóknir, menntun og viðhorf
lækna."
— Er þróunin svipuð á öllum
Norðurlöndunum?
Paul Backer: „Já, það tel ég,
þannig er alla vega hljóðið í þeim
sem eru hér á þinginu. Reyndar á
þetta ekki bara við í Danmörku
eða á Norðurlöndunum heldur alls
staðar í heiminum.
Það er ekki hægt að segja að
þetta hafi hafist á einhverjum
ákveðnum tíma. Við læknar höfum
lengi bent á að betra er heilt en
vel gróið, en nú er ætlunin að láta
slagorðin ekki ein nægja.
Norðurlandaþjóðimar eiga
margt sameiginlegt í þessum mál-
um, skipulagið er að mörgu leyti
svipað og viðhorf til heilsugæsl-
unnar lík.
Munurinn var meiri, einkum á
milli Svíþjóðar og Danmerkur; í
Svíþjóð var meira byggt á stórum
stofnunum og sérfræðingum en
nú á síðustu fímm til tíu árum
hefur frumheilsugæslan verið í
örri þróun og sjúklingamir eru
frekar meðhöndlaðir af heimilis-
læknum heldur en af sérfræðing-
um. Þetta er ég mjög ánægður
með.
Sérfræðingar í öðram fögum
hafa mjög sérhæfða og góða þekk-
ingu á sínu sviði, en ef hugað er
að lífsgæðum og lífsstíl verður að
líta sjúklinginn allt öðram augum,
í heild sinni. Sérfræðingar hafa
engin tök á þessu þótt þeir séu
mjög hæfir á sínu sviði. Á hinn
bóginn hefur heimilislæknir tök á
þessu.
Þess vegna eiga heimilislæknar
æ meira sameiginlegt hver með
öðrum og ráðstefnur sem þessi
hafa því mikla þýðingu."
Heimilislækningar
njóta meiri virð-
ingar en áður
— Eru ekki gerðar meiri
kröfur til menntunar heimilis-
lækna nú en fyrr?
Oleg Gorbatow: „Jú, í Finn-
landi era ' heimilislækningar nú
viðurkenndar sem sérgrein. Áður
fyrr gátu læknar byijað að vinna
úti í héraði strax að loknu almennu
læknaprófí og starfsþjálfun. Nú
fara menn í framhaldsnám í heimil-
islækningum áður en þeir he§a
störf við heimilislækningar. Því era
gerðar meiri kröfur til menntunar
en áður.
Heimilislækningar njóta einnig
meiri virðingar sem vísindagrein.
Á síðustu fimm áram hefur til
dæmis dósentum í heimilislækn-
ingum við háskólann í Hammerfors
verið Qölgað um fímm."
— Teljið þið að heimilislækn-
ar muni í framtíðinni gegna
veigameira hlutverki innan heil-
brigðiskerfisins en nú er?
Oleg Gorbatow: „Já, í Finn-
landi hefur stöðugildum fyrir
heimilislækna fjölgað veralega í
seinni tíð. Nú era 2.900 starfandi
heimilislæknar í Finniandi. Aðeins
lítill hluti þeirra hefur lokið sér-
Bengt Scherstén
Oleg Gorbatow
fræðiprófí í heimilislækningum,
eða um 800.
Það er ekki ýkja langt síðan
heimilislækningar vora gerðar að
sérgrein. Nú era mjög margir að
mennta sig í þessari grein. Heimil-
islæknar era flölmennastir sér-
fræðinga í læknisfræði í Finnlandi.
Næstfjölmennastir era lyflæknar
en aðeins munar nokkram tugum."
— Kjörorð Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, WHO, er
„Heilbrigði fyrir alla árið 2000“.
Er sú áhersla sem nú er lögð á
fyrirbyggjandi starf mikilvæg
fyrir þetta?
Oleg Gorbatow: „Það geta
eflaust aðrir svarað þessu betur,
en þetta er auðvitað spor í rétta
átt. Það er einmitt með fyrirbyggj-
andi starfi sem hægt er að nálgast
þetta markmið, sem ég tel reyndar
ólíklegt að muni nást að fullu árið
2000.“
Mikilvægt að
fylgjast vel með
— Eru þing af þessu tagi mik-
ilvæg fyrir lækna?
Christian Borchgrevink: „
Já, ég tel þetta mjög þýðingarmikil
þing af mörgum ástæðum. Ein er
sú að þá hittir maður starfsbræður
sem fást við svipuð vandamál. Það
Christian Borchgrevink
Paul Backer
er hægt að læra mikið af reynslu
annarra.
Þessi þing era því miklu lær-
dómsríkari en alþjóðaþing heimilis-
lækna, við getum ekki lært svo
mikið af heimilislæknum sem
kljást við sjúkdóma í miðri Afríku
eða Indlandi sem era sjaldgæfír í
okkar heimshluta.
Að auki koma alltaf fram nýj-
ungar á þingum sem þessum. Það
er mjög mikilvægt í læknisfræði
að fylgjast vel með. Ekki er síður
mikilvægt að við kynnumst hver
öðram. Alþjóðaþing heimilislækna
eru auðvitað flölmennari, en það
koma fleiri læknar frá Norðurlönd-
unum á þessar ráðsteftiur. Þetta
þing er reyndar svo flölmennt nú
að það getur reynst erfitt að hitta
ýmsa starfsbræður. íslenskir heim-
ilislæknir geta verið stoltir af því
hversu vel hefur til tekist. Þetta
er öragglega langstærsta þing
norrænna heimilislækna sem hald-
ið hefur verið, hér era tæplega 900
ráðstefnugestir, í Lundi fyrir
tveimur áram vora þeir 750.
Kjörorð þingsins vora „Fyrir-
byggjandi starf — einstaklingur-
inn, fjölskyldan og samfélagið“.
Ég tel að þrennt sé mikilvægast í
þessu sambandi. Að nota viðtöl við
sjúklinga er fyrsta atriðið. Þegar
sjúklingar koma á stofur til heimil-
islækna vilja þeir gjaman ræða um
vandamál sín og hvemig þeir eigi
að bregðast við þeim.
I öðra lagi era kerfisbundnar
hópskoðanir af ýmsu tagi eða heil-
brigðiseftirlit hjá ýmsum áhættu-
hópum.
I þriðja lagi er almenn heilbrigð-
isfræðsla með aðstoð fjölmiðla eins
og rætt var um í einum fyrirlestr-
anna hér á þinginu. Á þann hátt
er hægt að ná til fjölda fólks."
Sjúklingurinn hugsi
um heilsu sina
— Að hvaða leyti taka heimil-
islæknar öðru visi á sjúkdómum
en aðrir læknar?
Bengt Scherstén: „Heimilis-
læknaþing sem þessi eiga einmitt
að fjalla um sérstöðu þessarar sér-
greinar að því er varðar viðhorf
til sjúkdóma. Sjúkdómshugtakið
er venjulega bundið við skilgrein-
ingu þar sem náttúravísindi era
lögð til grandvallar en í heimilis-
lækningum koma aðrir þættir
einnig til sögunnar, bæði sálfræði
og félagsfræði. Við þurfum að
vinna úr öðram upplýsingum en
tíðkast í hefðbundinni læknisfræði.
í öðram sérgreinum er meira unn-
ið með sjúkdómshugtakið sem slíkt
og hið veika líffæri, en heimilis-
læknirinn vinnur frekar með hinn
veika einstakling.
Það skiptir miklu máli fyrir
heimilislækninn að þekkja sjúk-
dómana í samfélaginu sjálfu,
menningarsjúkdóma og sjúkdóma
sem lífsstíll sjúklingsins orsakar.
Vandamál vegna ofneyslu áfengis
eða tóbaks, hjarta- og æðasjúk-
dómar, sjálfsmorð og svo framleið-
is; allt era þetta viðfangsefni
heimilislækna. Það nægir til dæm-
is ekki að lækka blóðþrýstinginn
hjá sjúklingi sem er með of háan
blóðþrýsting, það verður að breyta
lífemi einstaklingsins til að ráðast
að rótum vandans. Við verðum að
fá sjúklinginn sjálfan til að huga
að heilsu sinni.“
— Sérðu fram á breytingar á
hlutdeild ríkisins í heilbrigðis-
þjónustu?
Bengt Scherstén: „í Svíþjóð
starfa nær allir heimilisiæknar hjá
hinu opinbera. Umönnun sjúklings
er flókið ferli og mun fleiri en
heimilislæknirinn koma þar við
sögu. Það er ljóst að einstaklingar
geta aldrei innt af hendi alla þessa
þjónustu.
Innan heilbrigðiskerfisins er þó
rými fyrir einkarekstur og fram-
kvæði einstaklinganna. Hins vegar
er mér mjög illa við að sjá lækna
sem ráðnir era af ríki og bæ sinna
sjálfstæðum rekstri utan reglulegs
vinnutíma. Þetta getur illa farið
saman.
Ég hef ekkert á móti læknastof-
um sem reknar eru af einstakling-
um; en við verðum þó alltaf einnig
að hafa stofnanir sem era reknar
af hinu opinbera."