Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 13
f Ég fann hins vegar í handriti hjá Stefáni að hann hafði líka ort þessa vísu lágstuðlað: Siglan felld og fallinn byr, feigðarveldin soga. En glaðir eldar eins og fyrr, undir kveldið loga. Þetta hljómar eins og grafskrift og sumir hafa sagt að þetta hafi verið síðasta kvæðið sem Stefán orti. Ég tel það hins vegar fjar- stæðu því það er ort 1927, sex árum áður en Stefán deyr. Stefán orti margt fleira á þeim árum sem hann átti eftir ólifað, það er alveg víst. Þetta kvæði sýnir hins vegar hversu Ijóðrænt og persónulega Stefán gat ort í þessum einfalda stíl.“ Mikið strit og mikil gleði Við víkjum nú talinu að þýðing- um Ivars Orgland á íslenskum ljóðskáldum almennt og því mikla starfi sem hann hefur innt af hendi í þeim efnum: „Þetta hefur verið mikið strit, en mikil gleði líka,“ segir hann og brosir. „Eg hef haft mikla ánægju af þessu starfi en um leið hefur það verið afskaplega erfitt því ábyrgðin er svo mikil við að þýða ljóð. Ljóð getur gereyðilagst í þýðingu, bara eitt einasta illa þýtt orð er nóg til að eyðileggja heilt kvæði. Þetta er mikil ábyrgð. Til að þýða ljóð þarf maður að kunna málið og vera skáld sjálfur. Annars gengur það ekki. Éinnig er gott að hafa samband við þann sem verið er að þýða og ég hef þekkt persónulega_ mörg þess- ara íslensku skálda. í þeim hópi má nefna Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Hannes Pétursson, Jóhannes úr Kötlum, Snorra Hjartarson, Jón úr Vör, Hannes Sigfússon og Matthías Jóhannessen svo nokkrir séu nefnd- ir, að ógleymdum íslenskum skáld- konum, sem áttu ljóð í bókinni „Ljóð íslenskra kvenna" sem ég gaf út 1985. Persónuleg kynni mín af þessum skáldum, og reyndar mörg- um fleirum, hafa komið sér vel. Stefán frá Hvítadal þekkti ég hins vegar ekki persónulega enda var hann látinn þegar ég fór að fást við rannsóknir á verkum hans. Þó finnst mér eins og að ég hafi þekkt hann náið, og ef til vill betur en nokkum hinna, sem ég hitti persónulega. Sú vinna, sem ég hef lagt í rannsóknir og þýðingar á verkum hans hafa fært mér mikla gleði. Hann var mikið og merkilegt skáld og ég var sammála Þórbergi, þegar hann sagði að Stefán hefði verið eitt besta ljóðskáld á íslandi. Ég er því afar ánægður hvemig til hefur tekist með útgáfuna á „Heil- agri kirkju" í Noregi og þær við- tökur sem bókin hefur hlotið. Ég minnist þess alltaf hversu hrifinn meistari Kjarval var af „Heilagri kirkju" og hafði meðal annars á orði að línan: „huggun þjóða og sól á gluggum" í 17. er- indi kvæðisins væri eitt hið stór- kostlegasta, sem skrifað hefði verið á íslensku, eins og Kjarval orðaði það á sinn einstaka hátt.“ Það er því vel við hæfi að ljúka þessu spjalli með því að birta 17. erindi úr „Heilagri kirkju" eftir Stefán frá Hvítadal: Hafinn er Kristur öllum ofar, auðugur rís frá gröf og dauða sendiboði himinhæða, huggun þjóða og sól á gluggum, fylling náðar og læknir lýða, ljómi sálna að efsta dómi. Verður hann árblik allrar dýrðar, aldaris frá myrkravaldi. Hér er erindið í norskri þýðingu Ivars Orgland: Hevja vert Kristus over alle; aud er hans grav, han reis or dauden, sendebodet frá himmel-hogdi, hugge for folk og sol pá glugge, nádens oppfylling og lækjar for lyden, livsens rom ved ytste domen; vert hans ljos eit evig árblik, aldrar ris frá morkheims-valdet. T8Q[ tmn 0£' HUOACfflADíJA f GÍGA IfflAlllftöfA MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 P| 13 Kirkjudagur og stólasöfn- un í Breið- holtssókn KIRKJUDAGUR Breiðholtssókn- ar verður haldinn i Breiðholts- kirkju í Mjóddinni á morgun, sunnudag. Verður kirkjan opin og til sýnis frá kl. 13.30 til 16.00. Kl. 14.00 verður helgistund í umsjá sóknarprestsins og kirkju- kórs Breiðholtskirkju. Að helgi- stundinni lokinni býður Kvenfélag Breiðholts öllum kirkjugestum að þiggja kaffíveitingar og Sveinbjöm Bjamason mun kynna viðstöddum kirkjubygginguna og svara fyrir- spumum varðandi hana. Kirkjan verður svo eins og áður sagði opin til skoðunar til kl. 15.00. Gera menn sér nokkrar vonir um að hægt verði að taka kirkjuna í notkun í lok þessa árs, en það er þó algjörlega háð því að vel takist til um alla fjáröflun. í því skyni er nú m.a. verið að hrinda af stað fjár- söfnun meðal sóknarbúa og þeirra fyrirtækja sem í sókninni starfa. Ér ætlunin að safna fyrir öllum stólum í kirkjuna sem verða liðlega 300, en hver stóll kostar um 4000 kr. Er það von okkar að þessari málaleitan verði vel tekið, þannig að draumurinn um vígslu Breið- holtskirkju á þessu ári megi rætast. Og vonandi sjáumst við sem flest í kirkjunni á morgun. Sr. Gisli Jónasson • • Okukennar styðja bif- reiðaeftir- litsmenn Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Sljórn Ökukennarafélags íslands lýsir fullum stuðningi við starfsmenn BifreiðaeftirUts ríkisins vegna þeirrar aðfarar sem nú er gerð að launakjörum þeirra. Jafnframt viljum við benda á að við óttumst að þær spamaðarað- gerðir sem fyrirhugaðar eru munu rýra verulega þjónustu við öku- kennara og próftaka, sem þó er greitt fyrir í formi prófgjalda hvetju sinni. Einnig viljum við benda á að við teljum það varhugaverða þróun að með stórauknum fjölda ökutækja (bifreiða) skuli vera dregið úr eftir- liti með ökutækjum og annarri þjónustu varðandi þau. Og öryggis- sjónarmið þar með látin víkja fyrir tímabundnum sparnaði." Fyrir hönd Ökukennara- félags Islands Guðbrandur Bogason Sveinn bakari: Opnar bakarí og konditorí í Breiðholti SVEINN bakari opnar bakarí og konditorí i nýju húsnæði við Álfa- bakka 12 í Breiðholti á morgun, sunnudag. í nýja bakaríinu verða á boðstól- um brauð og kökur og verður lögð sérstök áhersla á smástykki af ýmsum gerðum. í tilefni opnunar- innar kemur svissneskur konditor- meistari til landsins og mun hann starfa við konditoríið næsta mánuð. í tilefni opnunarinnar verður við- skiptavinum boðið upp á kaffi og ijómatertur. LENGRA MEÐ — Stórvinnmgur í Lottóinu er ekki lausn á öllum þínum vanda, en hann getur breytt heilmiklu. Kynmngarþjónustan/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.