Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Ostafondue með grænmetl o.fl. Ostafondue er „toppurinn" á ostaréttum og er orðið mjög vinsælt um allan hinn vestræna heim. Þessi aðferð við að borða ost hefur þekkst allt frá 17. öld, en varð fyrst vinsæl þegar bókin The Philosophy og Taste (heimspeki bragðlauk- anna) kom út árið 1824 í Frakklandi, þar sem hinn frægi franski sælkeri Brillat- Savarin kom með uppskrift af fondue eftir svissneskan vin sinn. En í Sviss er fondue upprunnið — þaðan sem heimsins bestu ostar koma. En hægt er að búa til fleiri tegundir af fondue en ostafondue og hafa ýmislegt annað en brauð til að dýfa í. I fýrstu matreiðslubók minni, „220 gómsætir sjávarréttir", er uppskrift af fiskifondue þar sem fiskinum er dýft í feiti. í næstu bók minni, „220 ljúffengir lambakjötsréttir", er kjötfondue, þar sem kjötinu er bæði dýft í feiti og kjötsoð, og í þriðju bók minni, „220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir", er uppskrift af súkkulaðifondue, þar sem ávöxtum er dýft í heitt súkkulaði, en sú aðferð gæti einmitt verið komin frá Sviss eins og ostafondue, þar sem Svisslendingar eru heimsfrægir fyrir súkkulaði ekki síður en osta. J En nú eru hér tvær uppskriftir af ostafondue, sem hægt er að dýfa fersku grænmeti í, bæði því sem við kaupum í búðum, ræktum eða tínum villt úti í náttúrunni. Núna um hásumarið er svo mikið grænmeti allt í kringum okkur. Þegar meira er haft við, er gaman að skera grænmetið allavega til og láta það vefja sig í ísvatni, en raunar er slíkt óþarfi. Grænmeti er alltaf fallegt eins og það kemur fyrir. Mjög gaman er að borða ostafondue með grænmeti og fleiru úti, t.d. á Jónsmessunótt. Þá er best að nota gastæki og bræða ostinn á því eða bræða hann inni ef hægt er og flytja síðan út á sprittlogann, allt eftir því sem verkast vill. Sá ostur sem hentar best í fondue hér hjá okkur er sérstakur fondueostur, sem fæst í V2 kg pakkningum. Erlendis eru það Emmentaler- og Giyére-ostar sem notaðir eru, en þeir eru ekki framleiddir hér. Síðan setjum við þurrt hvítvín út í, og loks örlítið kirsch, kirsubeijabrennivín, sem er hið eiginlega þjóðarvín Svisslendinga. Það fæst með eimingu geijaðra kirsubeija. Best er að búa fondue-ið til í öðrum potti en fonduepott- inum og hella því í hann þegar það er tilbúið. Ostafondue handa börnum 1 pk fondueostur (500 g), 1 hvítlauksgeiri, V2 tsk. sinnep V4 tsk. papríkuduft, 1 msk. maizenamjöl, 4 dl eplasafí. 1. Rífíð ostinn. 2. Takið 1 dl af eplasafanum frá. 3. Setjið 3 dl af eplasafa í pott, setjið síðan ostinn út í og hrærið í þar til þetta sýður. 4. Hrærið 1 dl af eplasafa út með maizenamjölinu, setjið sinnep og papríkuduft út í. Hrærið þetta varlega út í pottinn og hrærið vel í á meðan. Hrærið í þar til þykkn- ar. 5. Afhýðið hvítlauksgeirann, ske- rið hann síðan í sundur og nuddið fonduepottinn að innan með hon- um. 6. Hellið ostamassanum í fondue- pottinn, kveikið undir honum og berið fram. Tilskornar radísur Skerið lauf og rótina af radís- unum. 2. Skerið grunna skurði í radís- urnar eins og sýnt er á meðfylgj- andi mynd. Rennið síðan hníftium undir flipann og losið örlítið frá. 3. Setjið radísurnar í ísvatn í 3—5 klst. Geymið skálina í kæliskáp. Tilskornir sellerí- stönglar 1. Þvoið sellerístönglana og skerið skemmdir af, ef einhveijar eru. Skerið síðan í 8—10 sm langa bita. Skerið síðan rifur í báða enda, nokkuð djúpt en þó ekki alveg í gegn. Gætið þess að skera ekki alveg í gegn. 2. Setjið í ísvatn í 3—5 klst. Geym- ið skálina í kæliskáp. Athugið að ekkert annað grænmeti má vera með selleríi. Það smitar bragðinu sé það gert. Ostafondue handa fullorðnum 1 pk. fondueostur (500 g), 200 g óðalsostur, 1 hvítlauksgeiri, V8 tsk. múskat, nýmalaður hvítur pipar, 2 msk. maizenamjöl, 1 flaska þurrt hvítvín, 2 msk. kirsch (kirsubeija- brennivín). 1. Rífið ostinn, setjið í pott ásamt pela af hvítvíni. 2. Setjið múskat og pipar út í og hrærið þar til þetta er orðið jafnt. Hafið ekki mjög háan hita. Hitið að suðu. 3. Hrærið maizenamjölið út með 1 dl af hvítvíni, setjið út í og hræ- rið mjög vel í þar til þetta er jafnt. 4. Hellið því sem eftir er af hvít- víninu út í og hitið vel, en sjóðið ekki. 6. Nuddið fonduepottinn að innan með sundurskomum hvítlauks- geiranum. Hellið síðan því sem er í pottinum í fonduepottinn. 6. Setjið kirsch út í. 7. Kveikið undir pottinum og be- rið fram. Gulrótarrúllur 1. Afhýðið gulrætumar, notið frekar stórar gulrætur. 2. Skerið langar, örþunnar sneiðar með kartöfluhníf. 3. VeQið sneiðahiar upp, stingið tannstöngli í þær. 4. Setjið rúllumar í ísvatn í 3—5 klst. 5. Takið rúllumar úr vatninu, fjar- lægið tannstönglana, en rúllumar haldast saman. Þær hafa stífnað í vatninu. Kínahreðkur 1. Afhýðið kínahreðkumar. 2. Skerið ræmu í kring um hreðk- una. Reynið að hafa hana mjög langa. Leggið í ísvatn í 3—5 klst. 3. Takið hreðkuna í bita, u.þ.b. 10—15 sm langa. 4. Skerið utan af öðrum enda bit- anna þannig að þeir verði mjórri í annan endann. 5. Skerið upp í mjóa endann með beittum hníf. 6. Setjið hreðkumar í ísvatn í 3—5 klst. og látið stífna. Sveppir Veljið frekar smáa sveppi. 1. Þerrið sveppina vel með eldhús- pappír. (Þvoið ekki.) 2. Skerið neðan af þeim ef það er nauðsynlegt. 3. Ef sveppimir em stórir, er betra að skera þá í tvennt. Gúrkur Notið rifflað jám, sem ætlað er til að skera grænmeti. 1. Skerið gúrkuna í 10 sm bita. 2. Skerið langsum nokkra stafi úr bitunum. Athugið: ef þið eigið ekki svona jám, er hægt að skera gúrkuna í beina stafí. Þetta jám fæst í flestum búsáhaldaverslunum og er mjög ódýrt. Tómatar Veljið fasta, meðalstóra tóm- ata. Skerið tómatana í báta. Fenníka Flettið fenníkunni í sundur í rif eða báta, eins og liggur í henni. Ef rifin eru stór, er betra að skera þau í sundur langsum. Rófur 1. Þvoið rófumar, notið ekki mjög stórar rófur. 2. Afhýðið rófumar, skerið síðan í mjög þunnar sneiðar. 3. Setjið í ísvatn og látið stífna í 3—5 klst. Hægt er að stinga tannstöngli í rófusneiðamar á tveimur stöð- um, þannig að þær myndi eins konar báta og láta þær stífna í ísvatni. Taka síðan tannstönglana úr. Beikon Kaupið beikonbita. 1. Skerið beikonið í teninga á stærð við sykurmola. 2. Setjið feiti í pott og hitið. 3. Djúpsteikið beikonbitana í feit- inni. Skinka Kaupið skinkubita. Skerið skinkuna í teninga á stærð við sykurmola. Franskbrauð Kaupið þétt formbrauð eða samlokubrauð. Skerið brauðið í teninga, 5 sm á kant. Hvönn Notið unga, mjóa leggi. 2. Afhýðið leggina. 3. Skerið leggina í 6 sm búta. Súrur Notið eingöngu blöð af Ólafss- úm eða túnsúm. Þvoið blöðin vel. Leggið þau bleyti í skál. Þræðið nokkur blöð saman upp á pinna og dýfið í fondue-ið. Fíflablöð Notið eingöngu ung blöð helst af fífli, sem ekki er farinn að blómstra. Þræðið nokkur blöð saman upp á pinna og dýfið í ostafondue-ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.