Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 5

Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNl.1987 5 Fiskmarkaðurinn: Fjórir togar- ar með afla í næstu viku FISKMARKAÐURINN í Hafnar- firði verður með fisk á uppboði alla næstu viku, og að sögn Helga Þórissonar, skrifstofustjóra, má búast við að fjórir togarar landi þar afla sínum. Búist er við að uppboð úr togar- anum Keili RE verði á mánudaginn kemur, ásamt 20-30 tonnum af bátafíski. Á Þriðjudag má búast við að togarinn Víðir HF landi sínum afla og á miðvikudag er búist við Reykjavíkurtogaranum Karlsefni inn til löndunar. Á föstudag er gert ráð fyrir að togarinn Otur hf bjóði afla sinn upp á markaðnum öðru sinni, en það var afli úr honum sem boðinn var upp þegar Fiskmarkað- urinn opnaði. Jafnframt má búast við að báta- fiskur verði á boðstólnum. Markaðurinn hefst dag hvem klukkan 15.00. Alafoss dreginn til Hamborgar ÞÝSKUR dráttarbátur er á leið- inni til Vestmannaeyja og mun hann draga Álafoss, skip Eim- skipafélags íslands til Hamborg- ar, þar sem gert verður við bilun í vél skipsins. Gert er ráð fyrir því að Álafoss missi tvær ferðir úr áætlun sinni og er verið að ganga frá samningum um leiguskip. M.s. Dorado lestaði í gær ferskan fisk úr Álafossi og er á leiðinni til Englands eð farm- inn. Aukin sala á kinda- og nautakjöti innanlands ÍSLENDINGAR hafa neytt meira af kindakjöti og nautakjöti það sem af er þessu ári en á sama tima í fyrra. Mest jókst sala kindakjöts í febrúarmánuði, en þá seldust 744.138 tonn af kinda- kjöti innanlands en i febrúar í fyrra seldust 433.033 tonn. Aukningin nemur 71,8%. Sala á nautakjöti innanlands hef- ur einnig aukist nokkuð. Ef miðað er við árið í fyrra jókst salan mest í mars, en þá seldust 270.755 tonn á móti 182.020 tonnum í fyrra. Þetta kemur fram í frétt frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Þar segir að þessar tölur séu byggð- ar á sölu til neytenda innanlands enda sé sala á kinda- og nautakjöti í loðdýrafóður aðeins að örlitlu leyti komið inn í myndina. í fréttinni segir ennfremur að samkvæmt viðamikilli skoðana- könnum sem Hagvangur hf. gerði fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins í vor, hefði náðst til ungs fólks með auglýsingum og kynningu á grills- teikingu og sölu á fjallalambi í sérstökum umbúðum. Hugsanlega mætti því túlka aukningu á sölu kinda- og nautakjöts sem afleiðingu af þessari kynningarherferð. -sérgreín okkar i 10 ár- Ráðgjöf - reynsla - vöruval Þetta hafa verið einkunnarorð verslunarinnar frá stofnun hennarfyrirlOárum. Öll þessi ár höfum við líka lagt ríka áherslu á persónu- lega þjónustu við viðskiptamenn okkar, - enda margir hverjir verslað hér og leitað ráða allt frá upphafi. Áfram munum við halda á þessari braut, kappkosta að eiga mikið úrval allskonar vöru til viðhalds og nýbygginga. Málning og málningarvörur, utanhúss sem innan. Gólfefni, flísar, mottur, teppi, kork og öll efni sem til þarf. Auk þess fjöldi annarra vöruflokka. Ráðgjöf - reynsla - vöruval Liturínn, Síðumúla 15, sími 84533

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.