Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 51 aðstoðaði hana að halda uppi búinu allt til loka þess. Bubba tók hana að sér upp að Laugarvatni og hjúkr- aði henni þar í erfiðum veikindum meðan stætt var að standa í heima- hjúkrun. Þeim ber mikið þakklæti fyrir þá umönnun sem þeim sjálfum fínnst víst ekki nema það eðlileg- asta sem staðið er í. En einmitt þetta þakklæti fann ég best hjá Veigu sjálfri er fundum okkar bar síðast saman á Laugarvatni nú í vetur. Ferðinni úr Dýrafírðinum er nú lokið. Það var gæfa okkar á Sandvíkurbæjunum og fyrir sveit- ina alla að henni varð ekki heitið lengra en hingað. Fyrir hönd íbúa Sandvíkurhepps vil ég votta ástvin- um dýpstu samúðarkveðjur með þeirri einu sönnu kveðju sem Rann- veigu sjálfri var tömust og ég hefi áður lýst. Páll Lýðsson Rannveig fæddist í Litlagarði í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru ung hjón, Bjami Sigurðsson frá Botni í Dýrafírði og Rannveig Margrét Sveinsdóttir frá Engidal í Skutulsfirði. Rannveig hlaut nafn móður sinn- ar sem dó litlu eftir að bamið fæddist. Grannkona, Sigríður Þórðardótt- ir í Meiragarði, sem hjúkraði ungu konunni, tók bamið heim til sín eftir beiðni móður hennar. Maður Sigríðar í Meiragarði var Kristján, albróðir Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Hjónin í Meiragarði áttu þrjú böm fyrir, en fósturbömin urðu eig- inlega fímm. Sólveig, systir Sigríð- ar, missti mann sinn þegar togari fórst, sem hann var á. Hjónin í Meiragarði tóku á móti ekkjunni með öll börn hennar þtjú og bjó hún með þeim hjónum á meðan börnin voru að komast upp. Eitt af þeim bömum var Ingimar Jónsson, síðar velþekktur skóla- stjóri hér syðra. Og enn tóku þau Meiragarðshjón einn fósturson óskyldan, sem Finnborgi hét, Sig- urðsson. Hann var lengi sýsluskrif- ari, fýrst á ísafirði hjá Magnúsi Torfasyni, síðar í Árnessýsíu. Guð- mundur Kristjánsson frá Meira- garði bjó á ísafirði og var orðlagt snyrtimenni. Rannveig Bjarnadóttir þótti fal- leg stúlka þegar hún kom frá Meiragarði í Dýrafirði til ísafjarðar. Rannveig var nokkuð há, miðað við hennar kynslóð, og vel á sig komin. Hún var svipmikil títt er um Vest- fírðinga, en þó svipmild. Hún var andlitsfríð og björt yfírlitum með dökkjarpt hár, mikið og þykkt, sjálf- liðað og fór vel. Hún var fagureyg. Augun vom dimmblá, djúp og geisl- andi, þegar hún brosti, og vom í dökkri umgjörð. Hún hafði djupa spékoppa þegar hún hló. Hún var léttlynd og glaðvær en samt sem áður mikill alvöramaður. Hún var mikið gefin fyrir útsaum og fagra handavinnu. Það var næst- um ótrúlegt hve miklu hún kom í verk af slíku á seinni ámm. Ég veitti því oft athygli hvað hún hafði smáar og fagrar hendur seint á æfí; eins og hún hafði unnið mikið. Ég heyrði oft um hana Rann- veigu talað á ísafirði, löngu áður en ég sá hana, því að maðurinn minn og fólk hans var vinafólk hennar. Ég varð ekki fýrir von- brigðum, þegar ég hitti hana löngu seinna, heldur skyldi þá fyrst alla þá aðdáun, sem ég hafði heyrt í umtali um hana. Frú Rannveig var alin upp á miklu myndarheimili og hefur það- an kunnað vel til allra kvenlegra verka, sem lutu að íslenskri heimil- is verkmennt á þeim tíma. En komung stúlka fór hún í vist hjá dönskum apótekara, hjónum á ísafírði. Danska var alltaf töluð á heimilinu og lærði Rannveig hana og talaði dönsku vel. Heimili apó- tekarans var talið eitt hið ríkmann- legasta í ísaijarðarkaupstað. Mjög var það heimili hreint og fágað og margir fægðir hlutir þar bæði úr silfri og eir, en auðvitað sjálft verk- ið framkvæmd tveggja ungra stúlkna, sem allt áttu að vinna og lærðu þar líka margt. En niðurröð- un hlutanna og verkskipulag sá húsmóðirin sjálf um. Mikið varð á þeim dögum að vinna fyrir lágu kaupi. En ungar stúlkur, sem fóm í slíka heimilis- skóla, þóttu margar bera með sér sérstæða fágun. Heimili Rannveigar var síðar mjög rómað fyrir myndarskap. For- lögin leiddu Rannveigu að Litlu- Sandvík í kaupavinnu í Flóa. Þar mætti hún í næsta nágrenni ungum, efnilegum atgervismanni. Hann var einn af mörgum sonum í Stóm- Sandvík. Þessir bræður vom miklir athafnamenn, eins og jörð þeirra bar fljótlega vitni um. Ari Páll hét hann, bróðirinn, sem fékk þessa ungu kaupstaðarstúlku frá ísafirði. Það minnir mig að Ari Páll væri einn af þeim ungu mönn- um, sem verið hefði á togara. Þeir báru með sér nokkuð annan svip heldur en hinir piltamir, sem aldrei höfðu farið að heiman. Togara- mennimir ungu höfðu séð önnur lönd og tekist á við brim og boða. Það er ekki ólíklegt, að ungu, vest- fírsku stúlkunni hafi þótt nokkuð til þess koma, að bóndasonurinn var kunnugur hafinu. Ég held að „hetj- ur hafsins" hafí alltaf átt vissa aðdáun í öllum sjóþorpum og kaup- stöðum landsins. Það er áreiðanlegt að unga kaup- staðarstúlkan, sem fór í kaupavinnu til að skoða landið, hefur vakið at- hygli á mannamótum í ókunnri byggð. Hún klæddist mjög fallega íslenskum búningi, „mjúk á fæti og fögur öll“ (J.T.H.) eins og skáld hefur lýst stúlku í kvæði. Ég ræddi það aldrei við Rannveigu, hvernig hún frá fjöllunum háu kunni því að vera komin á Suðurlandssléttuna miklu, þar sem öll fjöll sjást í fjar- lægri móðu. Eg veit að hún tók það ofurlítið nærri sér fyrst, að fara að mjólka kýr á hveijum morgni og hveiju kveldi með öllu öðm, sem gjöra þurfti, en hún lét sinn hlut aldrei eftir liggja. Hún hafði verið I sex ár á sama heimili í kaupstað og auðvitað varð hennar heimili að vera í öllu jafn nosturfágað. Kom sér máske vel, að hún hafði ekki alltaf haft langan tíma áður fyrir hvert verk er vinna slfyldi. Rannveigu Bjarnadóttur fór það vel að standa fyrir stóm heim- ili og bláu augun, þau geisluðu af djúpri og innilegri trú. Ári Páll og Rannveig giftu sig 1. desember 1928. Jörðinni var skipt í tvíbýli. Ungu hjónin bjuggu á öðmm parti jarðarinnar, en hús- móðirin eldri, sem var nýorðin ekkja, bjó áfram með þremur ókvæntum sonum og tveimur ógift- um_ dætmm. Ári Páll stóð fyrir margvíslegum framkvæmdum. Þeir bræður vom miklir verkmenn og unnu allt í sam- einingu. En heimilin höfðu hús- haldið hvort fyrir sig og tvær vélar í eldhúsinu. Það má nærri geta, að það hefur ekki verið vandalaust að setjast að í svo nánu sambýli. Bræð- umir reistu síðan sitt veglegasta og stærsta hús í sveit. Þar vom fjórar íbúðir, svo að hver fjölskylda hafði heimili sitt út af fyrir sig. Þá vom yngri bræðumir kvæntir. Einn salur var í risi nýja húss- ins, sem allt fólkið hafði fyrir samkomusal á jólum og hátíðlegum stundum. Þetta sagði mér Rannveig Pálsdóttir, skólameistarafrú á Laugarvatni, og minntist þaðan glaðra stunda. Og kemur mér þá í hug, að skýr og minnug kona sem þekkti Ara Pál vel sagði mér eitt sinn, að hann hefði verið hrókur alls fagnaðar og haft mikið yndi af gestum og hefði hann verið stoltur af sinni glæsilegu og myndarlegu konu. Hún sagði mér líka, að Ari Páll hefði haldið bændanámskeið heima hjá sér tíma og tíma. Þeir bræður settu upp og ráku tígulsteinaverksmiðju á einni tíð, formaður þess fyrirtækis var Ari Páll og gekk það vel. Þau hjónin, Ari Páll og Rannveig, höfðu eitt mesta gestaheimili á Suðurlandi í §ölda ára. Risna var öll ókeypis. Þrátt fyrir framkvæmdir og umsvif var áberandi hreinlegt, bæði úti og inni þar á bæ. Frú Rannveig í Stóm-Sandvík var yndisleg hús- móðir og ástrík móðir. Þau hjónin eignuðust þijár dætur. Þeirra nöfn: Sigríður Kristín og Rannveig Margrét, vom tvíburar og yngst Rannveig. Sá harmur var að þeim hjónum kveðinn, að Rannveig Margrét fékk lömunarveiki tveggja ára gömul. Svo var vel að henni hlúð að hún var samt eins og sólar- geisli á heimilinu. Hún dó fjögurra ára gömul. Allir syrgðu hana. En dætur þeirra tvær sem lifðu urðu þeim mikið yndi. Og þau miklu starfsár, þegar þær vom að alast upp, hafa verið skemmtileg og við- burðarík í lífi þeirra hjóna. Frú Sigríður, sem enn er húsmóð- ir í Stóm-Sandvík, giftist ung Tómasi Magnússyni húsasmíða- meistara úr Rangárþingi. Þau stofnuðu heimili sitt í Stóm- Sandvík. Nú á dögum mun það þykja nokkuð sérstakt að börn Sigríðar og böm föðurbræðra hennar vom á svo líkum aldri, að þau léku sér þar saman. Enda vom börn Hannes- ar í Stóm-Sandvík mörg. Ari Páll var þeirra elstur og yngstu bræð- urnir bjuggu með honum. Þeir kvæntust nokkuð seint, en Sigríður Pálsdóttir giftist snemma. Rannveig yngri Pálsdóttir giftist einnig ung, hennar maður er Krist- inn Kristmundsson, skólameistari á Laugarvatni. Skyndilega brá skugga yfir í Stóm-Sandvík, þegar Ari Páll dó og var enn í fullu starfi. Það kall var mjög skyndilegt og óvænt. En kona hans hafði ætíð lifað í andleg- um heimi eigi síður en þeim verald- lega. Hún lifði alla tíð í því, sem felst í þessum orðum „í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera“. Hún hélt áfram að búa sínu búi og Sigríður, dóttir hennar, með henni. Þær hættu búskap fyrir nokkm síðan og tveir ungir menn úr frænd- garðinum tóku við jörðinni. Alla tíð hélt Rannveig tryggð við sitt gamla æskuheimili. Þannig kom Kristján, sonur Guðmundar, elsta fósturbróður hennar, á heimili þeirra Páls ungur maður. Hann býr Minningarorð: Fæddur 10. ágúst 1902 Dáinn 14. júni 1987 Skömmu áður en fyrstu fánamir vom dregnir að húni til þess að fagna sjómannadeginum var Brynj- ólfur Álbertsson kallaður í sína hinstu för. Heilsan var farin. Kraftamir þrotnir. Síðan um páska hafði hann legið rúmfastur, lengst af rænulítill. Þegar svo er komið er kallið kært og ljúft að hlýða því. Þó að við gerðum okkur ljóst að hveiju stefndi og að um bata yrði ekki að ræða er samt erfitt að kveðja kær- an vin í hinsta sinn. En sorgin og gleðin em systur og víst ber að gleðjast yfir því að hann er laus frá þrautum og því sem honum var svo andstætt, að vera upp á aðra kom- inn. Brynjólfur Ágúst Albertsson fæddist á ísafirði 10. ágúst 1902. Sonur hjónanna Sæmundínu Messí- önu Sæmundsdóttur og Alberts Brynjólfssonar skipstjóra. Móður- ættin úr ísafjarðardjúpi, en faðirinn ættaður úr Súgandafírði. Brynjólfur var 8. í röð 11 systkina, en aðeins 6 náðu fullorðinsaldri. Þau vom auk hans: Alberta, Svanfríður, Tómas, Jóna og Sæmundur. Þau em nú öll látin. Þegar Brynjólfur var tæpra 5 ára andaðist faðir hans eftir löng og erfíð veikindi. Var Brynjólfur þá tekinn í fóstur af Sigríði Markús- dóttur og Guðmundi Guðmunds- syni, bónda í Hörgshlíð í Mjóafírði við Isafjarðardjúp. Þeim hafði ekki orðið bama auðið og ólu þau Brynj- ólf upp sem sinn eigin son. Hjá þeim átti hann heimili til 22ja ára aldurs að hann hóf húsasmíðanám á ísafirði. En skyldan kallaði hann frá náminu og heim í Mjóafjörð að nýju. Fósturforeldramir vom orðnir fullorðnir og þörfnuðust hjálpar hans við búskapinn. nú á Selfossi. Ég get ekki stillt mig um að minnast á, hvað sum lífsatvik hafa einkennilegt samræmi í sér fólgið, án þess að nokkur maður stýri þeim þannig. Það sem ég meina blasir hér við. Rannveig Bjamadóttir fæddist í Litlagarði og var nærri því samstundis flutt að Meiragarði og ólst þar upp. Hún réð sig á ein- hvem ókunnan bæ á Suðurlandi. Það var Litla-Sandvík. Nokkm síðar giftist hún að næsta bæ, Stóm-Sandvík, og eyddi þar sinni starfsæfi, átti þar heima alla tíð síðan. Hún hafði miklu starfi að sinna heima, var ekki mikið í félags- málum, sem skiljanlegt er. Það var með hana, eins og fagra staði þessa lands, menn verða að komas til þeirra og kynnast þeim þar. Ég hugsa, að það væri helst á tölvu færi að telja allan þann fjölda bama og unglinga, sem hafa kynnst henni í Stóm-Sandvlk, bæði skyld böm og óskyld. Þau hljóta að hafa varðveitt eitthvað af dýmm orðum hennar, andans fræjum, sem enn kunna að „fljóta á gleymskunnar sökkvi sæ“, „til huggunar hrelldum manni“. Af eigin kynnum segi ég þetta: „Ástúðleg fræðsla var á vömm hennar." Hún sagði um bænina: Maður verður að umvefja ástvini sína í bæn. í trausti til Guðs og láta bænina fylgja þeim út i heim- inn, hvar sem þeir em staddir." Hún hefur óefað með orði og athöfn oft glatt einhvem gest, sem innst inni var hryggur þótt hún vissi það ekki. Dætur hennar og tengdasynir ásamt barnabömum umvöfðu hana í löngu veikindastríði hin síðari ár, fyrst á heimili hennar í Sandvík, en síðustu árin á heimili skólameist- arahjónanna á Laugarvatni. Þar kynntist ég mæðgunum báð- um og tel ég öll þau kynni til lífsins auðlegðar og börn skólameistara vom bæði gáfað námsfólk, Þann 24. maí 1930 gekk Brynj- ólfur að eiga Guðnýju Kristínu Halldórsdóttur frá Bolungarvík. Þau hófu búskap í Hörgshlíð og bjuggu þar í 7 ár. Brynjólfur var ekki heilsuhraustur á þessum ámm og þoldi ekki sveitabúskapinn. Bmgðu þau því búi og fluttu til ísafjarðar. Þar stundaði hann aðal- lega sjómennsku._ Þegar þrengjast fór um atvinnu á ísafírði fór Brynj- ólfur að fara á vetrarvertíð til Keflavíkur og árið 1952 flutti hann þangað með fjölskyldu sína. Vann hann lengi sem verkstjóri við físk- verkun Lofts Loftssonar, en síðari árin í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, eða þartil hann varð 75 ára að aldri. Brynjólfur og Kristín reistu sér hús á Sólvallagötu 24, þar bjuggu þau í 28 ár, að þau fluttu að Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þeim hjónum varð 5 bama auðið. Þau em: Sigríð- ur Guðmunda, húsmóðir á ísafírði; Halldór Albert, skipstjóri í Keflavík; Sesselja Guðrún, húsmóðir á ísafirði, hún lést 1954; Sigurður Hlíðar, skipstjóri á Bíldudal; og Sævar, skipstjóri í Vestmannaeyj- um. Brynjólf Garðarsson, stýri- mann, son Sesselju, ólu þau einnig upp, en hann missti móður sína rétt ársgamall. Afkomendur Brynjólfs og Krist- ínar em orðnir 45, þar af 43 á lífí. Var Brynjólfur mjög stoltur af þess- um stóra hóp og fylgdist vel með hveijum og einum. Brynjólfur var mjög vel gerður maður og kom sér alls staðar vel. Hann vann öll sín verk af trú- mennsku. Aldrei sá ég hann reiðan. Ekki minnist ég þess heldur að hafa heyrt hann hallmæla nokkmm manni, né varð ég vör við að hann erfði mótgerðir við nokkum. Hann hafði einstakan hæfíleika til þess að laða fram það besta í fólki og átti stóran kunningjahóp. skemmtilegt og gott skólafólk. Það var ömmu þeirra mikið yndi, þar sem hún fékk sjálf ekki að stunda skólanám að ráði. En eitt er þó víst, að ekki þurfti að þýða neina biblíu- texta fyrir hana á myndlausa annars flokks íslensku til þess að hún skildi þá. Þeirrar gæfu naut hún, að andlega atómsprengjan (sjónvarpið) keppti ekki við hana um bömin á kvöldbæna tíma. Eitt dæmi um staðfestu Rann- veigar var það, að þótt hún sæi sífellt farið með vín og fögur glös í danska húsinu á ísafirði í hófí, eins og það heitir, þá bragðaði hún aldrei vín. Eftirmæli era tilraun til þess að draga vin sinn frá dimmu fortjaldi dauðans, skíra mynd hans á marga vegu fyrir sér og geyma hana lif- andi í hug sér í sínum eigin óvissa tíma. Einnig ef hægt væri, að gefa öðmm ofurlítið með sér af þeirri mynd. Ég hef oft dáð hið guðlega undra- verða svar Meistara vors, þegar lærisveinarnir spurðu hann, hvar Guðsríkið væri. Lærisveinana virð- ist þyrsta eftir nánari staðsetningu og lýsingu á Guðsríki. Og Drottinn svaraði: „Guðsríki er hið innra með yður.“ Ég hygg að kynni mín af Rann- veigu hafi opnað mér nokkra innsýn í þessi orð, sem ég man, að mér þóttu svo dularfull, þegar ég lærði þau á barnsaldri. Gjafír og þjónusta einkenndu allt líf Rannveigar Bjamadóttur. Hún stóð einnig við tilmælin „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönn- um“. Þess vegna var vitnisburður hennar svo mikils verður. Dauðastríð Rannveigar var langt miðað við, hvað það var sorglega strangt. En hún trúði orðum Jesú: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Hún lifði og dó í trausti á öll fyrirheit Drottins. Blessuð sé hún í vorri minningu. Rósa B. Blöndals Hjónaband Brynjólfs og Kristínar var einstaklega farsælt. Þegar ég kom inn á heimili þeirra fyrir 27 ámm fann ég fljótt hve mikla virð- ingu og umhyggju þau bám hvort fyrir öðm og fyrir fjölskyldu sinni. Á því heimili vom ekki notuð stóryrði né heldur var mammon í hávegum hafður, þar var ekkert stress né kapphlaup við náungann. Þar bjó fólk sem skildi að hamingj- an felst ekki í dauðum hlutum, heldur í okkur sjálfum. Þangað var gott að koma. í rúm 8 ár gekk Brynjólfur með ólæknandi sjúkdóm, baráttan við þennan vágest var oft hörð og oft lá hann rúmfastur. En hann sýndi í þessari baráttu sama sálarþrekið og æðmleysið og fyrr. Kristín ann- aðist hann af einstakri umhyggju, þrátt fyrir eigið heilsuleysi og vék aldrei frá honum. Eftir að hann var kominn á sjúkradeildina sat hún lengst af við rúmið hans uns yfír lauk. Ég get aldrei þakkað allt það sem Brynjólfur var mér og mínum. Ég tel það einstaka gæfu að hafa átt hann að samferðamanni. Blessuð sé minning hans. „Vér oft munum hugsa um það allt er þú varst. Hve andi þinn hreinn var og fagur og einlægnin sönn er í sálu þú barst og svipurinn bjartur og fagur." (Einar Kvaran) Ingibjörg Hafliðadóttir Brynjólfur Ágúst Albertsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.