Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20, JÚNÍ 1987 Skógar- stripl Hjördís Finnbogadóttir kvaddi ígær hlustendur morgunþáttar rásar eitt með þeim tregafullu orðum að . . . hér með lýkur útvarpssend- ingum frá Skúlagötu 4! Kveðjustund- ir eru gjaman tregafullar og af ljósvakasænum hófust raddir nafn- togaðra Skúlagötuhetja, þeirra Jóhannesar Arasonar, Péturs og Jóns Múla er hafa ígegnum árin varpað nánast helgiljóma á Skúlagötufjör- una og vonar maður að innspírasjón- in slokkni ekki á Markúsartorginu. Orðagjálfur á annars ekki við á kveð- justund og því vík ég að fimmtudags- leikritinu. Gamanleikrit? Víkjum fyrst að dagskrártilkynn- ingu hins senn gengna Skúlagötu- leikhúss — ég lýsi að sjálf sögðu eftir nafni á nýja leikhúsið á Foss- vogshæðum — en ítilkynningunni segir svo um fimmtudagsleikrit Am- old Hinchcliffe: Hefðarmærin og kontrabassakassinn sem er nánast leikgerð á smásögu Anton Chekov; Smitsjkof bassaleikari er á leið með hljóðfæri sitt til furstahallarinnar til að spila þar á tónleikum. Á leiðinni verður hann fyrir því óhappi að bóndi nokkur rænir fötum hans á meðan hann fær sér sundsprett ívatni nokkm. Skömmu seinna lendir sjálf furstadóttirin í sömu vandræðum. Smitsjkof kemur gott ráð íhug til að leysa vandann en ófyrirsjáanleg atvik gera strik í reikninginn." Ekki höfðu ritarar Skúlagötuleikhússtjór- ans fleiri orð um efni þessa gaman- leikrits og ég sé ekki ástæðu til að teygja frekar lopann, væntanlegum áheyrendum til skapraunar. Sjálfum fannst mér söguþráðurinn ögn mgl- ingslegur enda gerist verkið útiskógi austurfrá og ekki auðvelt að greina hvort skógardísir eða venjulegar fraukur skokkuðu klæðlausar í dögg- inni, en ekki vantaði áhrifahljóðin að þessu sinni og greinilegt að rúss- neskar flugur og smádýr em óskap- lega hávær að mati Guðmundar Ólafssonar leikstjóra. En sennilega er óvíða vandrataðri meðalvegurinn en þá beitt er áhrifahljóðum íútvarps- leikriti og stundum hef ég nú fundið að því er áhrifahljóðin týndust. Hvað sem þvílíður þá fannst mér verkið vart standa undir nafni sem gamanleikrit, fremur sem goðsögu- legt verk er rifjar upp horfinn tíma þegar dularöfl hjátrúarinnar léku lausum hala um sveitir og máski hafa dularöfl þessa leikritskoms haft þau áhrif á undirritaðan að glæta frá fyrri tilvemstigum lýsti augnablik upp sálarkimuna, mér fannst nefnin- lega sem ég hefði áður heyrt verkið. Æ, það er víst bara kisa sem hefir níu líf. Leikurinn Mikill fjöldi leikara kom fram í fimmtudagsleikritinu og nutu þeir styrkrar stjómar Guðmundar Ólafs- sonar. Hefði Guðmundur samt mátt draga ögn úr leshraðanum þannig að hin goðfræðilega náttúmstemmn- ing nyti sín, en sennilega hefír leikstjóranum verið meira í mun að draga fram hjákátleik hindurvitn- anna. Hinn mikli fyöldi leikara — níu raddir hljómuðu — og hið takmark- aða svigrúm — verkið var hespað af á 50 mínútum — urðu þess vald- andi, að raddimar mnnu einhvem- veginn saman íhlustunum en þó varð ég hvergi var við hjáróma rödd íkóm- um. Sé ég ástæðu til að telja upp leikarana ístafrófsröð: Bryndís Pét- ursdóttir, Gunnar Rafn Guðmunds- son, Harald G. Haralds, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Bjargmunds- son, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Róbert Amfinnsson og Viðar Eggertsson. Ástæða þess að ég skipa leikumnum að þessu sinni í stafrófsröð er sú að ég tel þá hafa sýnt fremur jafnan leik einsog sagt er á fótboltamáli. Þýðing Ingi- bjargar Þ. Stephensen var hnökra- laus og þjál. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Bylgjan; Brávallagötuhyskið ■■ Á hveijum virk- 30 um degi gefst hlustendum Bylgjunnar færi á að kynn- ast heimilislífínu hjá hyskinu á Brávallagötu 92. Þar búa í ástríkri sambúð húsmóðirin Bibba, eigin- maðurinn Dori og iðjuleys- inginn Deddi, bróðir húsfreyjunnar. En heimil- islífið gengur ekki óskapa- laust fyrir sig. Þetta er tilraun til að búa til nokk- urs konar sápuópem í útvarpi og em stuttir þætt- ir frá Brávallagötu 92 á dagskrá Bylgjunnar á hveijum virkum degi kl. 10.30. Stöð 2: Eyjan ■ Eyjan, 45 bandarísk kvik- mynd frá árinu 1980 með Michael Caine og David Wamer í aðal- hlutverkum, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Afkom- endur sjóræningja á Karabískahafinu ræna rannsóknarblaðamanni og syni hans og ætla að nota þá til kynbóta. Myndin er byggð á sögu Peter Benc- hley sem einnig samdi Jaws og The Deep. Leik- stjóri er Michael Ritchie og tónlist er eftir Ennio Morricone. ÚTVARP © LAUGARDAGUR 20. júní 8.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna en síöan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.15 ( garöinum með Haf- steini Hafliðasyni. (Endur- tekinn þáttur frá miðviku- degi.) 9.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Tíðindi af Torginu. Brot úr þjóömálaumræöu vik- unnar í útvarpsþættinum Torginu og einnig úr þættin- um Frá útlöndum. Einar Kristjánsson tekur saman. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Ragnheiöur Gyða Jónsdótt- ir. 15.00 Samhljómur. Umsjón: Magnús Einarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudags- kvöld að loknum fréttum á miðnætti.) 17.50 Sagan: „Dýrbítur" eftir Jim Kjeldgaard. Ragnar Þor- steinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir les (4). 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Tapiola-kórinn finnski syngur á tónleikum í Lang- holtskirkju 19. janúar sl. Síðari hluti. Kynnir: Egill Friðleifsson. SJÓNVARP LAUGARDAGUR 20. júní 16.30 [þróttir. 18.00 Garðrækt. Áttundi þáttur. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýöandi: Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpiö.) 18.30 Leyndardómar gull- borganna. (Mysterious Cities of Gold). Fimmti þáttur. Teikni- myndaflokkur um ævintýri í Suöur-Ameríku fyrr á tfmum. Þýðandi: Sigurgeir Steingrímsson. 19.00 Litli prinsinn. Þriðji þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Sögu- maður: Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Þýðandi: Rannveig Tryggvadóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Allt í hers höndum. (Allo Allol) Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur í sjö þáttum. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.15 Að duga eða drepast. (Run for Cover.) Bandarískur vestri frá 1955. Leikstjóni Nicholas Ray. Aðalhlutverk: James Cagney, John Derek og Viveca Lindfors. Tveir samferðamenn eru sakaðir um lestarrán en tekst með naumindum að sanna sakleysi sitt. Þeir taka síðan að sér löggæslustörf f landnemabæ. Annar þeirra er Istöðulítill unglingsmaður og leiðist á villigötur þótt félagi hans reyni allt hvað hann má til að gera hann að manni. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. 22.46 Brúðurá báðum áttum. (Bride to Be). Bresk sjón- varpsmynd frá 1982 gerð eftir skáldsögu eftir spænska rithöfundinn Juan Valera. Leikstjóri: Moreno Alba. Aðalhlutverk: Sarah Miles, Stanley Baker og Peter Day. Myndin gerist í Andalúsíu- héraði á Spáni. Landgreifi einn biölar til ungrar ekkju og vantar ekki nema herslu- muninn til að innsigla ráðahaginn. Þá kemur son- urinn heim í leyfi en hann nemur til prests. Fyrr en varir eru feögarnir orðnir keppinautar um ástir kon- unnar og sonurinn verður að velja milli hennar og köll- unar sinnar. Þýðandi: Sonja Diego. 00.25 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 20. júní § 09.00 Kum, Kum. Teikni- mynd. § 09.20 Jógi björn. Teikni- mynd. §09.40 Ógnvaldurinn Lúsí (Lucie). Leikin barnamynd. § 10.05 Alli og íkornarnir. Teiknimynd. § 10.26 Herra T. Teiknimynd. §11.00 Garparnir. Teikni- mynd. § 11.30 Fimmtán ára (Fifteen). í þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk. 12.00 Hlé. § 15.30 Ættarveldiö (Dyn- asty). í þessum þætti á sér stað heilmikið uppgjör milli Blake, Krystle, Nick og Fall- on. §16.15 (slendingar erlendis. Hans Kristján Árnason 'heimsækir Ingimund S. Kjarval, leirkerasmið og Temmu Bell, listmálara í Warwick, New Vork. Þau hafa meðal annars getið sér gott orð fyrir listastarf sitt svo og nýstárlegar hug- myndir í landbúnaði, sem þau stunda samhliða list- inni. § 17.00 Bíladella (Automania). Tilkoma bifreiðarinnar var mikil lyftistöng fyrir fram- leiðslu og iönað. Henry Ford innleiddi færibandavinnu í bílaiönaðinum og þúsundir manna fóru að byggja af- komu sína á framleiðslunni. [ þessum þætti er bílaiönaö- urinn frá upphafi kannaður. § 17.30 NBA-körfuboltinn. Umsjón: Heimir Karlsson. § 19.00 Lúsi Ball (Lucy Ball). Bandarískur skemmtiþáttur með hinni eldhressu og ekki síður skemmtilegu Lucille Ball. 19.30 Fréttir. 19.65 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip Michael Thomas í aðalhlut- verkum. Vinkona Crocketts tekur of stóran skammt af eiturlyfj- um og deyr. Hann leggur allt í sölurnar til að hafa uppi á eiturlyfjasölunum. § 20.45 Spéspegill (Spitting Image). §21.15 Bráðum kemur betri tíð (We'll Meet Again). Breskur framhaldsþáttur um lífið í smábæ á Englandi í seinni heimsstyrjöld. 10. þáttur. Aðalhlutverk: Suannah York og Michael J. Shannon. §22.15 I laganna nafni (Hot Stuff). Bandarísk kvikmynd frá 1979 með Dom DeLuise, Jerry Reed og Susan Ples- hette. Leikstjóri er Dom Deluise. Ernie Forunato, Doug Van Hornne og Eduardo Ramon DeJesus Saverdera eru leynilöggur sem hafa ekki haft árangur sem erfiöi í baráttu sinni við innbrots- þjófa. Til stendur að skera niöur fjárveitingar til deildar þeirra vegna frammistöð- unnar, en þá grípa þeir til sinna ráða. § 23.45 Eyjan (The Island). Bandarísk kvikmynd frá 1980 með Michael Caine og David Warner í aðalhlut- verkum. leikstjóri er Michael Ritchie og tónlistin er eftir Ennio Morricone. Afkomendur sjóræningja á Karabíska hafinu ræna rannnsóknarblaöamanni nokkrum og syni hans til að nota til kynbóta. Myndin er byggð á skáldsögu Peter Benchley sem einnig samdi Jaws og The Deep. Myndin er stranglega bönnuð börnum. §01.35 Úr öskunni í eldinn (Desperate Voyage). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Christopher Plummer, Cliff Potts og Christine Belford í aöalhlut- verkum. Leikstjóri er Michael O’Herlihy. Skemmtiferð tveggja hjóna snýst upp í martröð þegar þau lenda I klóm nútlmasjó- ræningja. 03.05 Dagskrárlok. 20.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Fjórði þáttur: Skemmtilegt er myrkrið, draugasögur. Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magn- ússon og Siguröur Einars- son völdu tónlistina. (Áður útvarpaö í nóvember 1985.) 21.00 íslenskir einsöngvarar. Eiður Á Gunnarsson syngur lög eftir Inga T. Lárusson,- Árna Björnsson, Karl O. Runólfsson, Pál (sólfsson og Knút R. Magnússon. Ól- afur Vignir Albertsson leikur á píanó. 21.20 Tónbrot. Umsjón: Krist- ján R. Kristjánsson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Stund með Edgar Allan Poe. Viðar Eggertsson les söguna „Dularfull fyrir- brigði". 23.00 Sólarlag. Tónlistarþátt- ur í umsjá Ingu Eydal. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Öm Marinósson. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. leikur tónlist úr ýmsum átt- um, lítur á það sem fram- undan er um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sínumstað. Fréttirkl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Hörður Arnarr son kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Laugardags- popp á Bylgjunni. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Rósa Guö- bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir k. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson nátthrafn Bylgj- unnar heldur uppi helgar- stuðinu. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Ólafur Már Björnsson með tónlist fyrir þá sem fara séint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. KAi LAUGARDAGUR 20. júní 01.00 Næturvakt útvarpsins Óskar Páll Sveinsson stend- ur vaktina. 6.00 [ bítiö. — Snorri Már Skúlason. 9.03 Með morgunkaffinu. Umsjón: Guömundur Ingi Kristjánsson. 11.00 Fram að fréttum. Þáttur í umsjá fréttamanna út- varpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Laugardagsrásin. Um- sjón: Kristín Björg Þor- steinsdóttir, Sigurður Sverrisson og Stefán Sturla Sigurjónsson. 18.00 Við grilliö. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldrokk. Umsjón: Ævar örn Jósepsson. 22.05 Út á Iffið. Ólafur Már Björnsson kynnir dans- og dægurlög frá ýmsum tímum. 00.05 Næturvakt útvarpsins. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar á Norðurlandi. LAUGARDAGUR 20. júní 08.00—12.00 Jón Gústafsson á laugardagsmorgni. Jón LAUGARDAGUR 20. júní 8.00—10.00 Rebekka Rán Samper. Það er laugardag- ur og nú tökum við daginn snemma með laufléttum tónum sem Rebekka raðar saman eftir kúnstarinnar reglum. 10.00-12.00 Jón Þór Hann- esson. Með á nótunum, svo sannarlega á nótum æsk- unnar fyrir 25 til 30 árum. (Hann eldist ekkert strákur- inn.) Stjörnufréttir kl. 11.55. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafiö. Pia athugar hvað er að ger- ast á hlustunarsvæði Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. Góðar upplýsingar í hádeg- inu. 13.00—16.00 Örn Petersen. Helgin er hafin. Hér er örn í spariskapinu og tekur létt á málunum, gantast við hlustendur með hinum ýmsu uppátækjum, sann- kallaður laugardagsþáttur með ryksugu-rokki. 16.00—18.00 Jón Axel Ólafs- son. Hér er friskur sveinn á ferð í laugardagsskapi. Hver veit nema þú heyrir óskalag- ið þitt hér? Stjörnufréttir kl. 17.30. 18.00—22.00 Árni Magnús- son. Kominn af stað og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, Ámi kemur kvöldinu af stað. 22.00— 3.00 Stjörnuvakt hæ- hóhúllumhæoghoppog- híogtrallalla. Helgi Rúnar Óskarsson. Stjörnufréttir kl. 23.00. 3.00— 8.00 Bjarni Haukur Þórsson. Þessi hressi tón- haukur vaktar stjörnurnar og gerir ykkur lífið létt með tónlist og fróðleiksmolum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.