Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 -4, Stórveldin tryggja siglingar á Persaflóa: Stjórnkænska Kuwait búa kann að hafa víðtækar afleiðingar eftirHenry Brandon SAMKOMULAG hefur náðst inn- an Bandaríkjastjórnar um nauð- syn þess að tryggja öryggi olíuskipa frá Kuwait á siglinga- leiðum á Persaflóa. Fram að þessu höfðu ummæli embættis- manna i mörgum tilvikum verið ósamhljóða. Enn er hins vegar deilt um hvernig bregðast skuli við hugsanlegri árás Irana. Mér er sagt að yfirmenn herráðsins hallist frekar að því að gerð verði skyndiárás á helstu flotastöð ír- ana í Bandarabas heldur en ráðist verði beint að óvininum hvort heldur um er að ræða íranskan eldflaugabát, eldflaug af landi eða flugvél. Vitaskuld er það von manna að ekki reynist nauðsyn- legt að grípa til hernaðaraðgerða og að vera flotans á þessum slóð- um verði til þess að fyrirbyggja átök. í þeim umræðum sem fram fóru um hvort Bandaríkjastjóm ætti að tryggja öryggi olíuskipa frá Kuwait veittu menn stjómkænsku ráða- manna í Kuwait ekki verðskuldaða athygli. Beiðni þeirra um vemd, sem komið var samtímis á fram- færi við bæði stórveldin, leiddi til þess að ráðmenn eystra og vestra gerðu sér grein fyrir þeirri ógn sem steðjar að skipum á alþjóðlegum siglingaleiðum á Persaflóa. Raunar er þetta óvenjuskýrt dæmi um hvemig lítið land, sem venjulega hefur engin áhrif á gang heims- mála, getur beitt takmörkuðum áhrifum sínum með skínandi ár- angn. I fyrsta lagi fengu Kuwaitbúar tryggingu fyrir því að olíuskip þeirra yrðu vemduð, sem hefur í för með sér að þeir munu eiga hægara um vik en íranir að selja olíuframleiðslu sína. Með því að óska eftir vemd stórveldanna samtímis voru Bandaríkjamenn neyddir til að fallast á flotavemd á Persaflóa þar sem Sovétmenn féll- ust á að leigja Kuwaitbúum þijú olíuskip. I þriðja lagi sýna Banda- ríkin, og líkast til Sovétríkin,_ með þessu ákveðinn stuðning við Iraka þar sem vemd þeirra miðar að því að fæla írana frá árás á olíuskip á Persaflóa. Þetta er mikilvægt fyrir Kuwaitbúa bæði í hemaðarlegu og sálfræðilegu tilliti þar sem landið Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti fær upplýsingar frá Caspar Weinberger varnarmálaráð- herra (til vinstri) um árásina á „Stark“. Árás íraka á bandarísku freigátuna „Stark“ í síðasta mánuði hefur gert bandarískum ráðamönnum Ijóst hvaða afleiðingar flotavernd á Persaflóa getur haft í för með sér. er nærri vígstöðvum Persaflóa- stríðsins. í fjórða lagi má búast við að stórveldin leggi nú meiri áherslu en áður á að bundinn verði endir á stríð írana og íraka þar sem sú hætta er nú fyrir hendi að þau hafi bein afskipti af átökum þeirra á þessum slóðum. Þar sem stórveld- in munu vemda öll olíuskip á Persaflóa önnur en þau sem flytja olíu frá íran munu íranir ekki leng- ur geta haft í frammi ógnanir við Arabaríki í þessum heimshluta. ír- anir standa því ekki einungis andspænis hersveitum íraka heldur einnig sveitum risaveldanna ráðist þeir á bandarísk eða sovésk skip eða skip sem sigla undir fána þess- ara ríkja. Eftir árás fraka á bandarísku freigátuna „Stark“ í síðasta mánuði verða þeir að sýna varfæmi og velja sér skotmörk af meiri kostgæfni en árasin á banda- rísku freigátuna ber vitni um. Óljósar afleiðinagar Sú varfæmi sem einkennt hefur afstöðu Bandaríkjastjómar og vest- rænna ríkja til flotavemdar á Persaflóa er tilkomin sökum þess að erfitt er að sjá fyrir hvað hún muni hafa í för með sér. Bandaríkja- menn sýndu þessu í upphafí lítinn áhuga sem endurspeglar afstöðu bandarískra embættismanna nú um stundir til aukinna skuldbindinga í fjarlægum heimshlutum. Það var ekki fyrr en jákvætt svar við beiðni Kuwaitbúa hafði borist frá Sov- étríkjunum sem bandarískir embætt- ismenn tóku að huga að ástandinu á Persaflóa. Vitaskuld hefur Banda- ríkjastjóm ekki í hyggju að láta Sovétmönnum eftir Persaflóa. Þegar Larry Presler öldungadeildarþing- maður spurði Murphy, aðstoðarut- anríkisráðherra um málefni Miðausturlanda, hvernig hann gæti réttlætt auknar skuldbindingar Bandaríkjamanna fyrir kjósendum sínum í Suður-Dakóta, sagði Murphy honum að útskýra fyrir þeim að Bandaríkjamenn gætu ekki leyft Sovétmönnum að gerast vemdarar Persaflóans. Arásin á bandarísku freigátuna gerði það að verkum að bandarískir ráðamenn áttu erfitt með að gera upp hug sinn. Árásin sýndi Ijóslega þær hættur sem eru samfara flotavemd á þessum slóð- um. Þetta varð þess valdandi að emb- ættismenn tóku að ræða við hvaða aðstæður væri réttlætanlegt að beita hervaldi. Stjómin vísaði á bug öllum skírskotunum til sérstakrar löggjaf- ar sem takmarkar völd Bandaríkja- forseta á ófriðartímum og tryggir þinginu rétt til að binda endi á átök eftir 90 daga. Svo fór að lokum að svar Sovétmanna við beiðni Kuwait- búa réði úrslitum. Bretar og Frakk- ar, sem hafa nokkur smærri herskip á Persaflóa, segja að ástandið á Persaflóa hafí lítið breyst á undanf- ömum mánuðum og að kaupskip sem þar sigla um séu í svipaðri hættu og áður. Þessi ríki eru því treg til að verða við ákalli Banda- ríkjastjómar um sameiginlegan viðbúnað einkum þar sem ekki er ljóst hvemig Bandaríkjamenn hyggj- ast svara hugsanlegri árás. Hagsmunir Japana Öðru máli gegnir um Japani. Sam- kvæmt stjórnarskrá þeirra er stjóm- inni bannað að senda herlið úr landi. En þar sem helmingur þeirrar olíu sem Japanir kaupa kemur frá ríkjum við Persaflóa og þeir hagnast því mest allra á flotavemd Bandaríkja- manna þar þykir mörgum Japönum að þeim beri að leggja sitt af mörk- um. Er einkum rætt um rausnarleg- ar §árveitingar í formi þróunarað- stoðar við ríki þriðja heimsins. Þessar ráðagerðir hafa enn ekki verið gerðar opinberar en banda- rískir og japanskir embættismenn hafa rætt þær á fundum sínum. Richard Lugar, öldúngadeilar- þingmaður sem situr í utanríkis- málanefnd Bandaríkjaþings, sagði nýlega að áhafnir bandarískra skipa kæmu til með að vera í svipaðri hættu og bandarísku landgöngulið- amir í Beirút, sem féllu í sjálfs- morðsárás öfgamanna um árið. Þetta eru vitaskuld ýkjukennd um- mæli en þau sýna skort á trausti sem þjakað hefur stjóm Reagans forseta eftir að uppvíst varð um leynilega vopnasölu hennar til íran og stuðn- ing við kontra-skæruliða í Nic- aragua. Hneykslismál þetta hefur orðið til þess að veikja traust þing- manna á rökstuðningi stjómarliða. Efasemdir eru uppi um dómgreind forsetans og vopnasalan hefur orðið þess valdandi að stjómin á í erfiðleik- um með að afla stuðnings beggja flokka við aukin umsvif á Persaflóa. Að auki eru bandamenn stjómarinn- ar á varðbergi gagnvart tillögum hennar eftir að uppvíst varð um til- raunir til að kaupa bandaríska gísla lausa með vopnum. Óhöpp og efasemdir Embættismönnum innan banda- ríska vamarmálaráðuneytisins er einnig fullkunnugt um vaxandi efa- semdir þingmanna um hæfni ráðamanna innah Bandaríkjahers og áhyggjur þeirra af áreiðanleika há- þróaðra vopna. Allt er þetta tilkomið vegna áfalla undangenginr.a miss- era. Geimskutlan „Challenger" fórst skömmu eftir flugtak og mistekist hefur að koma nokkrum eldflaugum á loft með þeim afleiðingum að rán- dýrir gervihnettir hafa fuðrað upp í eldi. Ennfremur hefur verið fullyrt að varnarbúnaður freigátunnar „Stark" hafi ekki virkað sem skyldi er írakar réðust gegn henni. Efa- semdir í þessa vem em sérlega neyðarlegar þegar tekið er tillit til þess að nú deila menn hart á Banda- ríkjaþingi um fjárframlög til vamar- mála. í Bandaríkjunum vilja menn ekki viðurkenna að Kuwaitbúum hafi tek- ist að þröngva stjóminni til að skuldbinda sig til að tiyggja flota- vemd á Persaflóa. En þessar em engu að síður staðreyndir málsins og þær kunna að reynast vendi- punkturinn í stríði írana og íraka. Irakar hafa lengi vonast eftir af- skiptum einhvers þriðja ríkis af átökunum. Hingað til hafa þeir að- eins náð að knýja fram aðstoð sem nægt hefur til þess að koma í veg fyrir fullnaðarsigur Írana. írakar reyndu án árangurs að etja írönum til óhæfuverka sem hefðu hugsan- lega leitt til beinna afskipta Banda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.