Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 30

Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Deilur Breta og írana: Stjómmála samband á bláþræði London, Reuter. Enn hafa deilurnar milli írönsku klerkastjórnarinnar og Breta- stjórnar magnast. í fyrradag vísuðu Bretar á brott frá London 15 írönskum sendimönnum og er þá einn eftir. Samtímis kvöddu Bretar heim alla sendimenn sína í íran að einum undanskildum. Deilumar hófust með því að íranskur sendifulltrúi stal nokkrum pörum af sokkum í verslun í Manc- hester og var handtekinn fyrir vikið. Síðan hafa ríkin skipst á að fækka sendimönnum en ekki er samt talin hætta á að þau slíti stjórnmálasam- bandi. Sænska sendiráðið mun áfram gæta hagsmuna Breta í Teheran. Stjómarerindrekar segja að sam- búðarerfiðleikamir muni varla hafa mikil áhrif á verslunarviðskipti landanna, þar sem bæði ríkin telji þau mjög hagkvæm. Bretar selja Irönum árlega vörur fyrir um 500 milljónir punda. Reuter Ella Fitzgerald heiðruð Ronald Reagan Bandaríkjaforseti veitir Ellu Fitzgerald sérstaka viður- kenningu í Hvíta húsinu. Orðan, sem sjá má í kassanum, er kennd við menningu og listir og fór afhendingin fram í gær. Ella hefur sungið jazz ómþýðri röddu áratugum saman og hefur hún starfað með helstu meisturum sveiflunnar á löngum ferli sínum. Þeirra á meðal er Louis „Satchmo" Armstrong. Líbanon: Sameinuðu furstadæmin: Allt með kyrrum kjörum í Sharjah - að sögn Guðmundar Eiríkssonar í Dubai ALLT er nú með kyrrum kjörum í furstadæminu Sharjah við Persa- flóa eftir valdasldptin þar á miðvikudag að sögn Guðmundar Eiríkssonar, íslendings sem búsettur er í Sameinuðu furstadæmun- um. Morgunblaðið náði sambandi við Guðmund á heimili hans í Dubai í gær. Hann sagði að fréttir af valda- tökunni væru mjög litlar í fjölmiðl- um. „Eg frétti fyrst af þessu í sjónvarpinu í fyrradag og hafði þá ekki tekið eftir neinu óvenjulegu," sagði Guðmundur, sem starfar hjá S/emens-fyrirtækinu. Hann sagðist svo hafa ekið um Shaijah á fímmtu- dag og séð marga hermenn, gráa fyrir járnum, á ferli. Við furstahöll- ina hefðu einnig verið vopnaðir verðir, skriðdrekar og sandpoka- byrgi, en engin ókyrrð hefði verið sjáanleg. Guðmundur sagði að stjómmál í furstadæmunum væru í meira lagi þoku hulin og nánast fjölskyldumál- efni valdaættanna. Valdarán á borð við það, sem átti sér stað á miðviku- daginn, væri algengur viðburður og af sjö furstum í æðsta ráðinu, sem skipað er leiðtogum furstadæm- anna, væri aðeins einn réttborinn til valda, hinir hefðu komist í há- sæti eftir svipuðum leiðum og furstinn, sem hirti völdin af bróður sínum í Sharjah. Frakklandsf orseti: Veitir sendiherra Suður- Afríku ekki móttöku París, Reuter. Ræningjar Glass vilja semja við Sýrlendinga RÆNINGJAR bandariska blaðamannsins Charles Glass og sonar varnarmálaráðherra Líbanons höfðu samband við hersveitir Sýr- lendinga í Beirút í gær til að rcyna að semja um lausn gislanna, að sögn heimildarmanns nátengds Sýrlendingum. Charles Glass. „Það er vitað hveijir mannræn- ingjamir eru. Þeirra menn höfðu samband við okkur til þess að gera sér grein fyrir ástandinu. Ræningjamir em að reyna að bjarga sjálfum sér með því að leysa gíslana úr haldi," sagði heimildar- maðurinn. Hann bætti því við að Sýrlendingar litu málið alvarleg- um augum og leituðu allra leiða til að leysa það. Vamarmálaráðherrann Adel Osseiran, sem heyrir til flokki hóf- samra síta, sagði í gær að hann hefði fengið upplýsingar um að sonur hans og einnig Glass væm Lundúnir: Lundúnum, Reuter. SAMTÖK áhangenda Bítlanna sögðu í gær, að áhugi væri á því í þeirra röðum að reisa bronslíkneski af poppgoðunum fjórum í fullri líkamsstærð — ásamt glymskratta uppfullum af Bítlatónlist — á Leicester Square í London. John-James Chambers, vara- formaður Bítlavinafélags Bret- landseyja (Beatles Appreciation Society), kvað samtökin vonast til að fá leyfí skipulagsnefndar borg- arinnar til að reisa líkneskið en talsmaður borgaryfirvalda sagði, að engin slík beiðni hefði borist enn sem komið væri og vildi ekki fjölyrða um hvernig við slíkri beiðni yrði bmgðist ef bærist. í Vestur-Þýskalandi verði látnir lausir. FRANQOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, neítar nú að taka við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi. Með þessu vill hann mótmæla hand- töku ungs fransks kennara í Ciskei, eins heimalands blakkra. Að sögn embættismanna er neit- unin táknræn og útilokuðu þeir alls ekki að forseti tæki við trún- aðarbréfinu síðar. Óvíst er talið hvenær málið leys- ist, því að stjómvöld í Pretoríu segjast enga lögsögu hafa yfír kennaranum, Pierre-André Albert- ini. Albertini var í mars dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að neita að bera vitni í málaferlum gegn skæmliðum Afríska þjóðarráðsins. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið fluttur í fangelsi þar sem að- búnaður sé fyrir neðan allar hellur og nú sé honum aðeins leyft að fá eitt bréf og eina heimsókn á mán- uði. í haldi hjá Hizbollah-hrejrfíngunni eða „Flokki Guðs“, sem er öfga- hópur studdur af írönum. Ráð- herrann krafðist þess að gíslamir yrðu þegar í stað leystir úr haldi. Talsmaður Hizbollah neitaði ásök- unum um að mennimir væm í haldi hjá samtökunum. Samtökin hafa alltaf neitað allri aðild að ránum á 29 öðmm útlendingum í Beirút. Ránið á Glass og Osseiran er talið ógnun við Sýrlendinga, en það er fyrsta mannránið sem á sér stað síðan sýrlenskar hersveitir tóku að sér að halda uppi lögum og reglu í Vestur-Beirút fyrir fjór- um mánuðum. Mannræningjamir em því undir miklum þrýstingi frá Sýrlendingum að láta gíslana lausa. Sýrlendingar umkringja nú úthverfí Suður-Beirút, en þar er talið að nokkrir erlendir gíslar, þar á meðal Glass og Osseiran, séu í haldi. Heimildarmenn innan líbanska hersins segja að mannræningjam- ir tilheyri' sömu ættflokkum og þeir, sem nú halda mörgum erlend- um gíslum í Beirút. Meðal þess, sem þeir hafa krafíst, er að 400 arabískir fangar í ísrael, fangels- aðir sítar í Kuwait og flugræningi Vilja reisa Bítlastyttu á Leicester Square Sovéskur kafbátur af gerðinni Golf siglir fram hjá norska birgðaskipinu Trons Tjeld. Sjómaður tók myndir af kafbátnum á myndband. Skipverjar norska skipsins létu áhöfn kafbátsins hafa stafla af vestrænum tímaritum í plastpoka, en þegar þeir vildu fá vodka í staðinn var svarið að ekkert áfengi væri um borð í kafbátnum. Menningarsamskipti á rúmsjó: Norsk áhöfn gefur sov- éskum kafbáti klámrit Tromsa, Reuter. NORSKT flutningaskip sigldi svo nálægt sovéskum kafbáti á sunnudag að skipveijar gátu látið sovésku áhöfnina hafa vænan pakka af klámritum, að því er embættismaður Atlants- hafsbandalagsins greindi frá í gær. Norska skipið er frá Tromso og fiytur vistir og gögn til olíubor- palla. Var skipið á alþjóðlegri siglingaleið á Barentshafi um fjörutíu km frá ströndum Noregs þegar áhöfn þess sá kafbátinn koma upp á yfírborð sjávar, að því er haft var eftir Gunnari Mjell, talsmanni NATO. „Norðmennimir veifuðu og Sovétmennimir veifuðu til baka. Skipið skaut þá út báti, sem lagð- ist upp að kafbátnum," sagði Mjell. „Þeir fleygðu blöðunum á þilfar kafbátsins í plastpoka og spurðu hvort Sovétmennimir gætu látið þá hafa vodka í staðinn. Svarið var nei,“ sagði Mjell. Að hans sögn hefur ekkert þessu líkt gerst áður á hafí úti. Aftur á móti kvað Mjell vitað til þess að sovéskir landamæraverðir við landamæri Noregs hefðu þeg- ið eintök af vestrænum tímaritum á borð við Playboy og Penthouse með þökkum. Áhöfn norska skipsins tók at- vikið upp á myndband og var það afhent hemaðaryfírvöldum við komuna til Noregs á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.