Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 31 Indland: Póhtísk framtíð Gandhis tvísýn eftir kosningarnar í Haryana Reuter. PÓLITÍSK framtíð Rajivs Gand- his er með stóru spurningar- merki eftir þá útreið sem flokkur hans, Congress (I) hlaut i ríkiskosningunum í Haryana á miðvikudag. Haryana hefur all- ar götur frá því landið fékk sjálfstæði verið eitt styrkasta vigi flokksins. Nú tapaði Con- gress (I) hvorki meira né minna en níutíu prósent sæta á þingi ríkisins. Flokksbræður Gandhis segja viðbúið, að uppreist verði í æðstu valdastofnunum flokks- ins ef hann geri ekki einhveijar sannfærandi ráðstafanir hið snarasta. Það bætir ekki úr skák, að þetta eru sjöttu ríkiskosning- arnar af ,sjö, frá því Rajiv Gandhi tók við völdum, sem flokkurinn tapar. Þeir ósigrar hafa þó verið blávatn hjá úrslit- unum i Haryana. Blaðið Hindustan Times sagði í gær, að úrslitin hefðu komið eins og köld gusa yfir forystumenn Congress (I). Ugglaust hefðu þeir reiknað með einhveiju fylgistapi, en hér hefði orðið hrun sem ætti sér varla hliðstæðu. Stjórnmálafréttaritarar segja, að einsýnt sé að Rajiv Gandhi hafí misst endanlega þau töfratök, sem hann hafði. Hann hafi í fyrstu verið öðrum slyngari atkvæðaveið- ari. Nú virðist nafn hans eitt vekja með mönnum gremju og fólk hafí á tilfinningunni, að hann hafí blekkt það. Yfírleitt er eru menn sem sagt sammála um, að úrslitin séu fyrst og fremst mjög alvarleg skilaboð til Gandhis persónulega. Menn telji, að valdatíð hans hafí einkennzt af umróti, grunsemdum um spillingu og hann hafi ekki þá forystuhæfíleika til að bera sem nauðsynlegir séu. Þegar hann hafí tekið við að móður sinni látinni hafí hann notið mikils velvilja. All- Rajiv Gandhi. ir hafi verið á einu máli um að gefa honum tækifæri. Hann hafi þá gefið yfírlýsingar, meðal annars um að hann myndi leggja kapp á að uppræta spillingu, sem hefði lengi verið landlæg meðal hátt- settra aðila. Hann hafi lofað að gera nýtt átak í efnahagsmálum og hann hafí heitið því að brjóta á bak aftur vopnaða og öfgafulla baráttu sikka. Nú, að líðnum rúmlega tveimur og hálfu ári, sé ástandið ófagurt: hvert hneykslismálið hafi rekið annað. Gandhi hafi sýnt lítinn áhuga á að standa við orð sín og svo gæti farið, að hann flæktist persónulega inn í mútu- og fjár- svikamál. Sikkar vaði uppi.og barátta þeirra hafí heldur breiðzt út en hitt. Efnahagsplön Gandhis hafí farið fýrir lítið, eins og annað og svo megi raunar segja um flest þau áform sem hann hafði á prjón- unum. Þegar þetta er skrifað, síðdegis á föstudag, hafði Rajiv Gandhi enn ekki tjáð sig um málið. Þeir fylgis- menn Congress (I) sem fengust til að tjá sig við fréttamenn gerðu það allir með því skilyrði, að þeir yrðu ekki naftigreindir. En þeim bar saman um, að Rajiv Gandhi þyldi varla þennan skell til við- bótar þeim áföllum sem hann hefur mátt þola,„en hann hefur svo sann- arlega kallað þetta yfír sig sjálfur" eins og það var orðað í fréttaskeyti. Sigurvegari kosninganna var óumdeilanlega Lok Dal-flokkurinn og Indverski þjóðarflokkurinn. Þetta bandalag hafði 23 þingsæti af 90, en nú 72. Congress (I) hafði 61 sæti, en þegar aðeins var óljóst með tvö eða þijú sæti, hafði Con- gress (I) aðeins fengið fjóra þingmenn kjöma. Kommúnistar og nokkrir smáflokkar höfðu átta sæti í fréttum frá Nýju Delhi í gær sagði, að þessi úrslit væru svo mikill hnekkir fyrir Rajiv Gandhi, að hverfandi líkur væm á því, að flokksmenn hans teldu að stætt væri á því að gefa honum öllu fleiri tækifæri. Það virðist að vísu enginn sjálfskipaður arftaki í sjón- máli, en foiysta Congress (I) getur varla setið öllu lengur aðgerðar- laus hjá og horft upp á frekara fylgishrun þessa flokks, sem lengst af hefur ráðið lögum og lofum í Indlandi. Samantekt: Jóhanna Kristjóns- dóttir Afganistan: Konungnr gæti miðl- aðmálum - segir franskur þingmaður París, Islamabad, Róm, Reuter. JEAN-FRANCOIS Deniau, franskur þingmaður og fyrrum ráðherra, telur að Zahir Shah, sem rekinn var af konungsstóli í Afganistan árið 1973, geti miðlað málum í styijöldinni í landinu. Deniau hefur rætt við hinn 73 ára gamla konung, sem dvelst í Róm, og jafnframt við skæmliða í Afgan- istan. Em þessar viðræður hluti sex mánaða átaks sem Chirac, forsætis- ráðherra Frakklands, hratt af stað til að vinna að lausn Afganistan- deilunnar. Franska utanríkisráðu- neytið tekur þó fram að Deniau túlki ekki endilega sjónarmið ríkisstjóm- arinnar. „Það er ekki rætt um að endur- reisa konungdæmið en hins vegar að tryggja að Afganar geti sjálfir ráðið örlögum sínum. Til þess verður að skipuleggja friðsamlega valdatil- færslu og slíkt mun taka nokkum tíma“, sagði Deniau í viðtali við franska dagblaðið Quotidien de Par- is. Hann minnti á mikilvægt hlutverk Jóhanns Karls Spánarkonungs þegar lýðræði var endurreist á Spáni eftir dauða Francos einræðisherra. Najib, leiðtogi Kabúlstjómarinnar, sagði um síðustu helgi að kommún- istastjóm hans væri reiðubúin að hefla viðræður við stuðningsmenn konungsins. í fýrradag sagði hann hins vegar á fundi með herforingjum sínum að útrýma þyrfti skæmliðum í landinu. Talsmaður Zahirs í Róm hefur sagt að konungur myndi undir eng- um kringumstæðum vilja deila völdum með Najib. Afganistan yrði að vera fijálst, sjálfstætt ríki, laust við öll erlend ítök. Stjómarhersveitir gerðu í síðustu viku harðar sprengjuárásir á stöðvar skæmliða í Paghman-héraði. Þetta hérað hefur verið fleinn í holdi stjóm- arinnar síðan stríðið hófst árið 1979 með innrás Sovétmanna í landið. Frá stöðvum sínum í hæðum umhverfis borgina Kharga Lake geta skæmlið- ar skotið eldflaugum á búðir stjómar- hermanna nálægt borginni og einnig stóra, sovéska herstöð í útjaðri henn- ar. Stjómarerindrekar í Islamabad í Pakistan sögðu einnig að frést hefði um mikla. bardaga við borgina Kandahar í Suður-Afganistan. Stangaveiðihandbókin jafn ómissandi í veiðiferðina og stöng og lína Stangaveiðihandbókin er bók sem allir ósviknir veiðimenn ættu að krækja sér í. Bókin veitir þér gagnmerkar upplýsingar við undirbúning veiðiferðarinnar og á veiðistað. Hún er einnig afbragðsgóð bók til gagnasöfnunar og gerð til að þola hnjask og misgóðar aðstæður út í guðsgrænni náttúrunni. Bókin skiptist í eftirtalda kafla: Almanak með flóðatöflu: Dagatal fyrir veiðitímabilið 1987 og 1988 með upplýsingum um sjávarföll og tunglstöður. Veiðiskýrsla: í þessum kafla er veiðiskýrsla, sem fyllt er út á aðgengilegan og einfaldan hátt. Einnig aflatölur úr ám víðsvegar um landið síðastliðin tíu ár. Fiskar: Kafli um atferli íslenskra vatnafiska með litmyndum af hverri tegund. Stangaveiði HsA*N*D“B’Ó*K Á veiðistað: Allt sem gott er að vita: Önglastærðir, hnútar, slysavarnir, meðferð á fiski, flugulínur og sökkliraðatöflur. Hvernig taka á hreistursýni og upplýsingar um merkingar á vatnafiskum. Hjól og línur. Flugur: Litmyndir með 50 helstu silunga- og laxaflugum sem veitt er á í ám og vötnum landsins ásamt skýringum á íslenskum heitum einstakra fluguhluta. Veiðistaðir: Kort með á annað hundrað veiðistöðum, ásamt upplýsingum um sölu veiðileyfa. Félög í Landssambandi Stangaveiðifélaga og veiðisvæði þeirra. Orð í stangaveiði: Orðasafn yfir verkfæri fluguhnýtarans og efhi sem notuð eru við fluguhnýtingar, ásamt orðalista og þýðingum á orðum, hlutum og orðatiltækjum sem heyrast á veiðistað. Stangaveiðihandbókin fest m.a. á eftirtöfdum stöðum: Litlu flugunni, Veiðivon, Veiðimanninum, Ármótum, Sportmarkaðinum og Eyfjörð. einnig í sportveiðiverslunum um land allt og kostar aðeins 880.- krónur Sendum í póstkröfu. HANDARGAGN Frakkastíg 14 Símar 27817 og 18487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.