Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 47

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 47 að ekkert einfalt samband er til á milli burðarþols lítilla efniseininga, til dæmis prófstykkja í rannsóknar- stofu, og fullfrágengins burðarvirk- is. Hann sýndi síðan dæmi til þess að undirstrika, að burðarþol væri aðeins unnt að mæla með aðferðum líkindafræðinnar. Ragnar taldi ljóst að þolhönnun hérlendis væri áfátt og snerist mál- ið því um það sem betur mætti fara. Ragnar taldi að rannsóknir bæri að stórauka og gera þær markviss- ari og vandaðri. Eftirfarandi rannsóknir taldi hann eiga forgang; í þessari röð: Jarðskjálftaverkfræði, vindverkfræði, steinsteypt virki, öryggi mannvirkja og stöðlun. Nauðsynlegt taldi hann að bæta menntun á sviði þolhönnunar og skyldra greina svo sem jarðskjálfta- verkfræði. Lagði hann til að sett yrði á fót framhaldsnám í burðar- þolsverkfræði við Háskóla íslands. Eftirlit taldi Ragnar nauðsynlegt að stórauka. Einnig taldi hann nauðsynlegt að draga úr hlut arki- tekta í þolhönnun og auka ábyrgð þolhönnuða og sérfræðinga. Um staðla sagði Ragnar að rétt væri að undirstrika að engir staðlar væru til hérlendis um þolhönnun og brýnt væri að bæta úr því og væri það aðeins gert með því að veita íjármagni í undirstöðurann- sóknir. Menntun tæknimanna Á eftir Ragnari talaði Guðbrand- ur Steinþórsson. Hann ræddi um kennslu í Tækniskólanum og Há- skólanum á þessu sviði og bar saman einingafjölda. Taldi Steinþór að ástand menntunarmála væri þannig, að verk- og tæknifræðingar í burðarvirkjum væru vel nothæfir í hönnun burðarvirkja, en aðeins undir handleiðslu reyndra og ábyrgra hönnuða. Steinþór lagði til að teknir yrðu upp danskir staðlar, sem notast hefði verið við með góðri reynslu í Tækniskólanum. Slæmt mál fyrir verk- fræðinga Að loknum framsöguerindum töluðu formenn viðkomandi fagfé- laga. Viðar Ólafsson talaði fyrir hönd Verkfræðingafélags íslands. Viðar taldi allt þetta mál vera hið versta fyrir verkfræðinga. Orsökina fyrir þessu taldi Viðar vera að hönn- uðir tækju að sér hönnun fyrir of lágt verð; eins og um einfalda vinnu væri að ræða. Viðar taldi að til ráða væri að endurskoða lög og reglugerðir, svo og þolhönnunar- staðla. Einnig bæri að bæta eftirlit og gera auknar kröfur til þolhönn- uða. Nýr staðall forgangs- verkefni Guðmundur Hjálmarsson form- aður Félags tæknifræðinga sagði að á vegum félagsins hefði verið settur á laggimar starfshópur til þess að meta hvað til ráða væri og hefði hann komist að niðurstöðu. I fyrsta lagi bæri við úthlutun bygg- inarleyfa að fara eftir reglugerð út í ystu æsar, þ.a. skila þyrfti aðai- uppdrætti í fjórum eintökum og séruppdráttum þegar það ætti við. í öðm lagi ætti skilyrðislaust eftir því að ganga að menn skiluðu út- reikningum með þolhönnunarteikn- ingum og að þar skuli koma fram hvaða staðlar séu notaðir. í þriðja lagi verði gerð þolhönnunarstaðla forgangsverkefni og gildi það um öll byggingarefni. í fjórða lagi verði eftirlit aukið og stórbætt, og til þess að svo verði unnt, verði lagt á sérstakt eftirlitsgjald. í fimmta lagi verði gerðar auknar kröfur til starfsreynslu þolhönnuða; hún verði 4 ár í stað 2. Guðlaugur Gauti Jónsson talaði fyrir hönd Arktektafélagsins og taldi hann umræðuna um burðarþol af hinu góða. Guðlaugur taldi íslenska arkitekta fyllilega standast samanburð við erlenda starfsbræð- ur sína; hér væri hins vegar engin menntun eða rannsóknir á sviði arkitektúrs. Páll Halldórsson hjá Veðurstof- unni ræddi um möguleikana til að mæla jarðskjálftahættu, með tilliti til breytts staðals. Sagði hann að ekki væru til samstæður mæli- kvarði og að söguleg gögn væru ósamstæð. Sagði hann að verið væri að vinna að þessum hlutum um þessar mundir. Gunnar Björnsson stjórnarmaður í Húsnæðisstofnun ríkisins áréttaði það að litlar endurbætur yrði unnt að framkvæma nema til kæmi auk- ið fjármagn. Nefndi hann sem dæmi, að við staðlagerð væri starf- andi einn maður hjá Iðntæknistofn- un; öll önnur vinna væri unnin í sjálfboðavinnu. Menn verða að nota heilann Óttar Halldórsson prófessor í Verkfræðideild Háskólans ræddi nokkuð um staðla. Rakti hann m.a. kennslulegt og fjárhagslegt gildi ÍST-10 um steinsteypu, sem væri ómetanlegt. En sá stuðull væri ekki eilífur og norsk fyrirmynd hans hefði nú verið numin úr gildi. Óttar sagði að hörgull værí á öðrum stöðl- um og erlend gögn víða notuð. Óttar varaði hins vegar við því að staðlar væru gerðir of nákvæmir; menn yrðu einnig að nota heilann. Hákon Ölafsson forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins, taldi að allir gætu verið sammála um það að víða væri pott- ur brotinn og væri það eitt sér mikils virði. Hann benti á að miðað við það fjármagn, sem varið væri til bygginga, væri engu varið til rannsókna. Af gefnu tilefni sagði hann einnig að RB væri óheimilt að birta niðurstöður rannsókna, sem framkvæmdar væru fyrir einkaaðila, nema með þeirra lejrfí. Úthrópaður fúskari Snæbjörn Kristjánsson verk- fræðingur á Verkfræðistofunni Ferill og sá sem hannaði bygging- una að Skipholti 50c, sagði að við burðarþolskönnunina hefðu verið notaðir ófullnægjandi staðlar og reiknimódel. Hefði hann á grund- velli mistaka hjá rannsókanraðilum verið úthrópaður sem fúskari og væri mjög erfítt fyrir sig að leið- rétta slíkan áburð. Snæbjörn fordæmdi það og að viðkomandi aðilum eins og sér væri ekki heimil- að að sjá útreikningana að baki skýrslunni. Einnig gagnrýndi hann að verkfræðingar af stóru stofunum skyldu vera fengnir til þess að ann- ast þessa könnun, þar sem þeir væru samkeppnisaðilar. Hannes Kr. Davíðsson lýsti and- stöðu sinni við það sjónarmið, að auka ætti hlut þolhönnuða á kostn- að arkitekta. Benti hann á að enginn ábyrgur arkitekt afhenti teikningar til byggingaryfirvalda án samráðs við þolhönnuð. Hannes taldi að meginhluti af meinsemdinni lægi í því að RB hefði það að megin- markmiði að liggja á upplýsingum. Slík vinnubrögð gætu vart talist vísindaleg. Hann beindi síðan þeirri spumingu til félagsmálaráðherra, hvort ekki væri tímabært að hann, sem keypt hefði þessa rannsókn RB gæfí heimild til þess að hún yrði birt í heild. Gunnar Sigurðsson byggingar- fulltrúi í Reykjavík fordæmdi það að RB skyldi sitja á upplýsingum og einnig átaldi hann það að Verk- fræðistofnun H.í. skyldi ekki hafa verið látin vera með í ráðum, eins og þó væri gert ráð fyrir í skýrslu nefndarinnar frá 1986. Niðurstaða ráðstefn- unnar Alexander Stefánsson félags- málaráðherra sagði í lokaorðum sínum, að honum hefði þótt þetta gagnleg ráðstefna og málefnanleg. Varðandi fyrirspumir sagði hann, að hann skyldi beita sér fyrir því að útreikningamir yrðu birtir. í lok- in sagði ráðherra að endurskoðun stæði nú yfír á byggingarlögum og að í framhaldi af ráðstefnunni yrðu fæmstu menn fengnir til þess að yfirfara þau drög, sem þegar lægju fyrir. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sigurvegararnir í hinum ýmsu flokkum víðavangshlaupsins, en allir þátttakendur fengu áritað skjal af þessu tilefni. Njarðvík: Fjölmenni í góða veðrinu áþjóðhá- tíðardaginn Ytri-Njarðvík. NJARÐVÍKINGAR héldu þjóð- hátíðardaginn hátíðlegan í hinu ágætasta veðri og fjölmenntu bæjarbúar við samkomustaðinn Stapa þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Þar gerðu menn sér ýmis- legt til skemmtunar, flugvél flaug yfir svæðið og dreifði kara- mellum yfir viðstadda og síðan stukku 5 fallhlífastökkvarar úr vélinni og lendtu hárnákvæmt á iþróttavellinum. Ungmennafé- lagið var með „leikjaland" fyrir yngstu kynslóðina og um kvöldið var síðan fjölskyldudansleikur í Stapa. Hátíðarhöldin hófust með víða- vangshlaupi um morguninn og voru þátttakendumir frá 6 ára og yfír fimmtugt. Hlaupið var um götur bæjarins og hafa ekki jafnmargir fyrr tekið þátt í hlaupinu. Eftir hádegi var hátíðin sett í Ytri- Njarðvíkurkirkju af Ingólfi Bárðar- syni, formanni þjóðhátíðamefndar, Fallhlífastökkvarar stukku úr flugvél yfir svæðinu og lentu þeir hárnákvæmt á fyrirfram ákveðnum stað á hátíðarsvæðinu innan um forvitna áhorfendur. og síðan flutti séra Ingólfur Guð- mundsson þjóðhátíðarmessu. Að því loknu fór skrúðganga með skáta í fararbroddi að samkomuhúsinu Stapa þar sem hátíðarhöldin fóm fram. Þar flutti Ragnar Halldórsson, forseti bæjarstjómar, ræðu og lúðrasveit Tónlistarskólans í Njarðvík lék. Kvenfélag Njarðvíkur sá um þjóð- hátíðarkaffið í Stapa og í tengslum við þjóðhátíðina vom Byggðasafn Suðumesja, Vatnsnes og Byggða- safnið, Innri-Njarðvík opin. — BB Morgunblaðið/Magnús Gíslason Farið var í leiki á íþróttavellinum, keppt í knattspyrnu, boðhlaupi, pokahlaupi, hjólböruakstri og fleiru. Hér er keppt í reiptogi. Hrútafjörður: Þjóðhátíð fagn- að í Reykjaskóla Stað í Hrútafirði. STJ ÓRNENDUR Ungmennafé- innar safnist saman að Reykjaskóla lagsins Dagsbrúnar í Hrútafirði og fagna saman þjóðhátíð. Farið hafa endurvakið þann góða sið var í leiki á íþróttavellinum, keppt að fólk komi saman í Reykja- í knattspymu, boðhlaupi, poka- skóla á þjóðhátíðardaginn. hlaupi, hjólbömakstri og fleim. Að Fréttaritara er í bamsminni þeg- lokum var farið í bamaskólann og ar Húnvetningar söfnuðust saman öllum boðnar veitingar af ung- við Reykjaskóla og fögnuðu stofnun mennafélaginu. Blíðskaparveður lýðveldisins 17. júní 1944. Það er var hér á þjóðhátíðardaginn. nú hin allra síðustu ár sem endur- — m.g. vakið hefur verið að íbúar sveitar- Suðurlandsbraut 10, Sími 686499 Lóðbyssur Lóðboltar Málbönd Lufkin Ódýr topp- lyklasett í úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.