Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
41
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Börn af leikskóla Vopnafjarðar lögðu sitt af mörkum til
dagskrárinnar og sungu nokkur lög við góðar undirtektir.
Sjómannadagurinn á Vopnafirði:
Blíðskaparveður
og þátttaka góð
Vopnafirði.
GÓÐ þátttaka var í hátíðarhöld-
um sjómannadagsins á Vopna-
firði, en þau hófust með
skemmtisiglingu daginn áður.
Siglt var út á Vopnafjörð í
blíðskaparveðri og á leiðinni var
stoppað meðan félagar í björgun-
arsveitinni Vopna sýndu björgun
manna úr sjó með Markúsarnet-
inu. Hápunktur sjóferðarinnar,
að mati yngstu kynslóðarinnar,
var þegar sjómenn á skipum
Tanga hf. buðu upp á veitingar,
gosdrykki og súkkulaði.
Arlegu reiptogi sjómanna að lok-
inni skemmtisiglingu lauk með sigri
skipshafnar Brettings NS-50 eins
og raunar oftast undanfarin ár.
Slysavarnasveitin Vopni sá svo
um sjómannadansleik á laugar-
dagskvöld og Slysavarnadeildin
Sjöfn um kaffisölu á sjómannadag-
inn. Hátíðardagskrá sjómannadags-
ins hófst með guðsþjónustu í
Vopnafjarðarkirkju en síðan var
útiskemmtun með söng og léttu
skemmtiefni.
Einn aldraður sjómaður var
heiðraður fyrir áratuga sjó-
mennsku. Hann heitir Pétur Nikul-
Pétur Nikulásson var heiðraður
á sjómannadaginn en hann var
sjómaður í 28 ár.
ásson og var sjómaður í 28 ár.
Þótt Pétur hafi fyrir allnokkru látið
af sjómennsku vinnur hann en í
þágu sjávarútvegsins en hann er
skipaskoðunarmaður á Vopnafírði.
- B.B.
Miklaholtshreppur:
Nokkrir bændur búnir
með fullvirðisréttinn
Borg i Miklaholtshrcppi.
NOKKRIR bændur hér um slóðir
eru þegar búnir að fylla fullvirð-
isrétt sinn í mjólk. Kemur það
sér illa því óvíst er hvort nokkuð
verður greitt fyrir þá mjólk sem
er framleidd umfram fullvirðis-
rétt.
Mikil veðurblíða hefur verið hér
á þessu vori eins og víðast hvar á
landinu. Gróður kom óvenju
snemma, sauðburður gekk vel, enda
veðurblíðan átt stóran þátt í því
hvað fénaður komst fljótt á gróður.
Grasvöxtur hefur verið hægur und-
anfarið vegna þurrka, þó kom hér
smávegis væta um síðustu helgi og
bætti það mikið.
Sláttur hófst hér í Miklaholts-
hreppi miðvikudaginn 17. júní.
Bóndinn í Miklaholti 2 byijaði að
slá. Hann verkar mikinn hluta af
sínu heyi í rúllur og hefur notað
rúllubindivél undanfarin þijú sumur
með góðum árangri. Hann telur að
ef verkun takist vel þá sé verulega
hægt að spara kjamfóður því lítið
efnatap virðist vera í heyinu sé
verkun í lagi.
Verulegar framkvæmdir eru nú
í vegagerð hér. Bundið slitlag á að
leggja á veginn frá Hítará að Kaldá
og frá Haffjarðará að Dalsmynni.
Verktakar hafa tekið þessi verk að -
sér og virðist þessi framkvæmd
ganga vel, enda veður hagstætt til
slíkra hluta.
Töluvert hefur orðið vart við tóf-
ur, eitt greni var unnið hér í
hreppnum nýlega og voru þar sex
hvolpar. Grenjaskyttan er nú að
kanna önnur greni, sem áður hafa
verið tófur í að vori.
- Páll
Mývatnssveit:
Hátíðlegt í Höfða
Mývatnssveit.
Mývetningar héldu þjóðhátíð-
arsamkomu í Höfða 17. júní.
Hófst dagskráin með helgistund
kl. 14 og flutti séra Björn Jóns-
son á Húsavík ræðu.
Elín Steingrímsdóttir fór með
ávarp fjallkonunnar, en aðalræðu
dagsins, þjóðhátíðarræðuna, hélt
Helga Valborg Pétursdóttir, odd-
viti Skútustaðarhrepps. Jón Pétur
Líndal, sveitarstjóri, stjórnaði
samkomunni, sem lauk með leikj-
um og gríni fyrir ungu kynslóðina.
Mikið fjölmenni var. Veðrið var
eins og best verður á kosið, kyrrt
og hlýtt. Höfði skartaði sínu feg-
ursta og allur gróður er þróttmik-
ill. Má því með sanni segja að
þessi staður sé orðinn einn feg-
ursti blettur í Mývatnssveit.
Kristján.
BLASÝNING
Citroén AX er fulltrúi nýrrar kyn-
slóöar smábíla enda hlaut hann
GULLNA STÝRIÐ eftir aðeins nokkra
mánuði á markaðnum.
Citroén AX er fullgildur 5 manna
smábíll með einstaka fjöðrun og
aksturseiginleika.
Bílasérfræðingar segja Citroén AX
tvímælalaust einn skemmtilegasta
smábílinn á markaðnum í dag og líka
á skemmtilegasta verðinu,
frá kr. 329.900,-
Við erum þeim sammála, en þú?
Opið um helgina frá kl. 1-5 laugar-
dag og frá kl. 1-5 sunnudag.
KOMDU OG SKOÐAÐU CITROÉN AX
- ÞÚ HÆTTIR EKKI FYRR!
Globusp
Lágmúla 5, sími 681555