Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 49 Regnboginn: „Dauðinn á skriðbeltum“ REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á mynd er nefnist „Dauð- inn á skriðbeltum" og er gerð eftir bók sem Sven Hassel skrif- aði. Bók þessi hefur verið gefin Göngudagur fjölskyldunnar BANDALAG íslenskra skáta og Ungmennafélag íslands hafa nú tekið höndum saman um að stuðla að aukinni útiveru íslend- inga og sunnudaginn 21. júní munu skátafélög og ungmenna- félög um land allt bjóða upp á fjölskyldugönguferðir undir kjörorðunum Göngudagur fjöl- skyldunnar — Þjóðarátak gegn hreyfingarleysi. Mörg félög hafa lagt metnað sinn í að undirbúa daginn þannig að sem flestar fjölskyldur geti tekið þátt í gönguferðum þeirra þennan dag. Þau hafa skipulagt ferðir og sett upp ferðalýsingar um gönguleiðir í nágrenni heimabyggða sinna og víða hefur verið fenginn fróður leið- sögumaður til að leiða ferðimar og miðla þátttakendum af fróðleik sínum um náttúra og staðhætti. Það er von skáta og ungmennafé- laga um land allt að fjölskyldur bregði undir sig betri fótunum á Göngudegi §ölskyldunnar og taki þannig þátt í Þjóðarátaki gegn hreyfingarleysi. A Stór-Reykjavíkursvæðinu verður boðið upp á: Viðeyjarferð, mæting kl. 13.30 við Sundahöfn. Fararstjóri er Örlyg- ur Hálfdánarson. Esjugöngu, mæting við Skáta- heimili Kópa, Borgarholtsbraut 7 í Kópavogi. Gönguferð, Úlfljótsvatn í_ Grafn- ingi, gengið verður um Úlfljóts- vatnssvæðið undir leiðsögn kunnugra. Mæting kl. 14.00 við Skátaskálana á Úlfljótsvatni. Gönguferð, Álftanes, gengið verður um Álftanes og jurta-og dýralíf skoðað. Mæting við Vega- mót að Bessastöðum. (Fréttatilkynningf.) Kyimíngarfundur um atvinnu- mál í Vesturlandskjördæmi SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi hafa ákveðið að boða til nokkurra kynningarfunda um atvinnumál á þessu ári. Þriðju- daginn 21. júní kl. 14.00 verður fundur um atvinnumöguleika fyrir dreifbýlið i félagsheimilinu Þing- hamri við Varmaland. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fjölþættari atvinnumöguleikar í sveitum; Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Loðdýrarækt; Magnús B. Jónsson kennari, Hvanneyri. Kanínu- rækt; Jón Eiríksson ritari Landssam- bands kanínubænda. Nýting silungsvatna á Vesturlandi; Sigurður Már Einarsson útibússtjóri Veiði- málastofnunar. Á fundinum gefst tækifæri til fyr- irspuma og umræðna um þessi mál og almennt um eflingu atvinnulífs í dreifibýli Vesturlands. Fundurinn er öllum opinn. Morgunblaðið/Magnús Gíslason Það væri hátt fall að falla út af brúnni á Síká. Arekstur á brúnni yfir Síká í Hrútafirði _ Stað í Hrútafirði. ÁREKSTUR tveggja bifreiða varð á brúnni á Síká. Slys varð ekki á fólki en önnur bifreiðanna skemmdist nokkuð. Það var um kl. 16.30 15. júní sl. sem tilkynning kom í gegnum Gufunes-radíó til lögreglunnar á Blönduósi um árekstur á brúnni á Síká í Hrútafirði. í viðtali við frétta- ritara Morgunblaðsins sagði Sig- urður Sigurðsson lögregluvarð- stjóri, sem tók við kallinu og mætti á staðinn, að þetta væri í þriðja skiptið sem hann sinnti kalli vegna áreksturs í þessum stað. Hann sagðist ætíð fá þyngsli fyrir bijóst- ið þegar tilkynnt væri um slys á þessari umræddu brú því brúin er aðeins 3,93 á breidd oglengd brúar- innar er milli 60 og 70 metrar, mjög hátt fall væri niður í gljúfrið undir brúnni. Sem betur fór varð í þetta skipti ekki slys á fólki en eignartjón nokk- urt, þó sérstaklega á annarri bif- reiðinni. Sigurður lögregluvarð- stjóri telur merkingar ekki nógu góðar á þessum stað með tilliti til aðstæðna. — m.g. út hér á landi. Sagan á að gerast 1943 á aust- urvígstöðvunum og fjallar um áhöfn skriðdreka, skemmtilega náunga sem lenda í ýmsum ævintýram og eiga í sífelldum brösum við yfir- mann sinn, nasistaforingjann Von Weisshagen. í aðalhlutverkum era Braee Davidson, Jayo Sanders, Don W. Moffat, en með hlutverk tveggja foringja fara þeir David Carradien og Oliver Reed. Leikstjóri er Gordon Hessler. Úr myndinni „Dauðinn á skrið- beltum“ sem Regnboginn hefur hafið sýningar á. FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10—1 Beinn sími söludeildar 31236 Ufxlr.ivh dm •\t:hiáin L*öuV SA.vtAl!A SnmctTTt 'ájH.diri LauWm 5 ÍrhuilA’ihyurtfftr. nwiiiKtd. SÍMiijr.- Ubi dúwh, wtauifT ach KauÍHr?niI *{dpl - •4MC1 túhini LaC'A 5/V<4Af5'Í Tntvdr«idMi. VERIÐ VELKOMIN Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! RAGNAR ÓSKARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.