Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAJÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 BLÓM VIKUNNAR 55 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir ÉteisiMiM] U msj ónar maður Gísli J ónsson 392. þáttur Fyrst er að leiðrétta prentvillu sem smokraði sér inn í síðasta þátt: ádeilumál í staðinn fyrir deilumál. Rétt er málsgreinin þannig: „Asteytingarsteinn merkir hneykslunarhella, ádeiluefni og fótakefli, en ekki ágreiningsmál eða deilumál." Merking orðsins hiti er misjafnlega hlutkennd. í Heil- agsandavísum er ort um hita illlífis ævi, þar sem illlífi merk- ir vont líferni, en í Völuspá segir að hár hiti = eldur leiki við him- in sjálfan. Hiti á sér nánar samsvaranir í öðrum germönsk- um málum og það er í 1. hljóð- skiptaröð við lýsingarorðið heitur (þ. heiss, e. hot, d. hed). En hér vantar þriðja spölinn í röðina, þann sem ætti að vera með Lhljóði, sbr. bíta, beit, bit- um. Ég finn hann ekki. í gamla daga höfðu menn ekki sögnina að hita = gera heitt, heldur höfðu þeir af lýsing- arorðinu sögnina að heita. Hún var lífseig í þessari merkingu. Amma mín heitti kaffí og Jónas Hallgrímsson lætur heita kaffí, þegar Englandsdrottning fór í orlof sitt yfír sundið til Frakk- lands. Sögnin að heita í þessari merkingu kemur víða fyrir. I Fornmannasögum segir frá manni sem lét taka siment og heita í katli, hvemig sem það sement hefur verið. Iðulega heittu menn steina sem vökvi var síðan hitaður (heittur) á, og í Hymiskviðu er öl ávarpað og sagt við það að það sé heitt = hitað. Þótt gamlir menn væru lítt fyrir sögnina að hita, notuðu þeir frænku hennar að hitna og þá ekki síður í óeiginlegri merk- ingu, eins og þegar okkur hitnar í hamsi. Menn hitnuðu af ást, og í Maríusögu hitnaði maður „með mikilli gimd að sjá enn hús guðs móður". í Heilagra- mannasögum hitnaði annar til mikillar reiði, og í Postulasög- um „hitnaði úfriðr sjá mjök i mót kristnum mönnum“. Falur á spjóti hitnar af blóði í Hátta- tali Snorra Sturlusonar og í Lilju Eysteins er María mær kölluð hitnandi höll heilags anda. ☆ Ekki finn ég nafnorðið varmi í fomum bókum, en í Blöndals- orðabók er þess getið að það hafi komið fyrir í 8. árgangi Eimreiðarinnar. Blöndal þýðir það auðvitað með Varme á dönsku. Öðru máli gegnir um lýsingar- orðið varmur. Það kemur víða fyrir að fornu í sömu merkingu og heitur, bæði sér á parti og í samsetningum. Gjama var þetta orð haft um líkamshitann. Víg- fúss Víga-Glúmsson nefnir hlýja kvenhöndina varman bóg vífs. Kormákur Ögmundarson vildi eiga varma búð á konuarmi. En fleira var varmt: vörm dyngja var í Haraldskvæði og hræfuglamir vissu um varmar bráðir í Völsungakviðu hinni fomu. Enn vissu menn um varman brunn suður á Sardín- areyju, og fyrir kom að menn gengu varmt = gengu sér til hita. Af varmur mynduðu menn svo auðvitað (með i-hljóðvarpi) sögnina að verma. í Konungs- skuggsjá segir að sólin hafi fengið „fjölskylt embætti, þvíat hón skal lýsa allan heim ok verma“. Sömuleiðis segir þar af konu nokkurri sem var „leidd til sængr Davids konungs til þess at liggja nær honum ok verma hann“. Af þessum sama toga er svo nafnorðið vermsl = volg upp- spretta (sbr. samsetninguna kaldavermsl. í Fornmanna- sögum á maður dóttur vanheila, og segir um hana: „Þykki mér þat líkast at hón hafi lagizt at vermslum nökkrum at drekka,“ og í Gyðingasögu lét Heródes flytja sig út yfir Jórdanará „til vermsla nökkurra". Körmt og Örmt og Kerlaugar tvær þær skal Þór vaða hverjan dag, er hann dæma fer að aski Yggdrasils, því að ásbrú brenn öll loga, heilög vötn hlóa. Svo segir í Grímnismálum, og vitum við þá að Þór hefur þurft að gerast árvöðull nokkuð svo til þess að komast að því mikla tré sem bar uppi heiminn. Síðasta orð vísunnar, sögnin að hlóa, kemur víst ekki fyrir ann- arstaðar, en er haldin merkja að vera heitur, sjóða. Sumir ætla að henni skylt sé lýsingar- orðið hlækinn, en það var haft heldur í niðrandi merkingu um of miklar kvenlegar eigindir karla. En hlær í merkingunni hlýr, þíðvindasamur er víst fremur skylt orðum eins og hláka en þessari sjaldfengnu sögn, hlóa. Snorri Sturluson segir um gott veður í Ginnunga- gapi forðum daga, að það hafi verið hlætt sem loft vindlaust. Við skulum svo hafa fyrir satt að hláka og sögnin að hlána sé skylt orðum eins og hlé = skjól og lýsingarorðinu hlýr, sögninni að hlýja (hlú) og nafn- orðunum hlýrn = himintungl og hlýrnir, sem var víst hinn sjötti himinn, og látum við svo útrætt um þetta áður en við verðum í sjöunda himni. ☆ Mikla vitleysu er_ hægt að segja í stuttu máli. A nýrri út- varpsstöð, Hljóðbylgjunni, var Margaret Hilda Thatcher kynnt sem „nýbökuð forsætisráðherra- frú“ í Énglandi. Hún er nú ekki nýbakaðri en svo, að hún hefur verið forsætisráðherra (ekki for- sætisráðherrafrú) síðan 1979. Þurfa menn ekki að gangast undir neins konar hæfnispróf, áður en vaðið er inn í útvarp? Svona peningar fást hjá Myntsafnarafélaginu og kosta 810 krónur. Ný mynt _________Mynt_____________ Ragnar Borg Þegar ég, sem aðalræðismaður Ítalíu, kvaddi Giuglio^ Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu, á Keflavíkurflugvelli á föstudag fyrir rúmri viku gaf hann mér silfurpening, 5 ECU, sleginn í Belgíu á þessu ári. Það, að ítalski utanríkisráðherrann gaf mer belgískan pening, en ekki ítalsk- an, er dæmi um þá samkennd sem hefir skapast með þjóðum Efna- hagsbandalagsins á undanföm- um 30 árum. Peningur þessi, sem er úr sterling silfri, 19,08 grömm að þyngd, 37 mm að þvermáli, er sleginn í tilefni þess að nú eru liðin 30 ár frá undirritun Rómar- sáttmála, sem var upphaf Efnahagsbandalagsins. Þetta bandalag er nú einn stærsti markaður heimsins með um 300 milljónir manna. Við Islendingar höfum fundið fyrir því á undanförnum árum hvemig þessi mikli markaður getur haft áhrif á samkeppnisað- stöðu okkar með því að tolla fískinn okkar sem við seljum á markaðnum. Má sjálfsagt halda vel á spöðunum svo ekki verði reistir gegn okkur tollmúrar í framtíðinni. Silfurpeningurinn 5 ECU eða European Currency Unit, er framlag Belgíu til þess að reyna að sameina allar mynteiningar bandalagsríkjanna í eina. Er það í sjálfu sér eðlilegt því ríki eins og Bandaríkin, Svétríkin og Kína, svo tekin séu nokkur dæmi, hafa hvert um sig eina mynt (sem að vísu er skipt í smærri eða stærri einingar) í stórum löndum. Kannske lifum við það að sjá sterlingspundið, markið, fran- kann og líruna hverfa, en í stað komi ECU. A framhlið peningsins, sem er mjög látlaus, er nafn Belgíu á þrem tungumálum, verðgildi myntarinnar og heiti og 12 stjömur sem tákna eiga aðild- arríkin 12. Á bakhliðinni er svo mynd af Karli mikla, sem uppi var um 800, en síðan hann leið hefir Evrópa ekki verið sameinuð í eina ríkisheild. Margir Evrópubúar eiga sér þann draum, að Eyrópa verði eitt ríki, þótt þeir séu líka margir, sem hvorki trúa á þessa samein- ingu né kæri sig um hana. Ætli við þurfum ekki að bíða og sjá í ein 100—200 ár enn til að sjá hvort þetta tekst, en peningur Andreottis ber því þó vitni að nokkuð hefír þokast áleiðis að settu marki á undanförnum 30 árum. Safn Seðlabankans og Þjóð- minjasafnsins við Einholt 4 geymir gamla og nýja mynt frá ýmsum Evrópulöndum. Það er vel þess virði að líta á safnið, sem er opið á sunnudögum milli klukkan 2 og 4. Hjartablóm Dicentra spectabilis það ekki lifa. Þá prófaði ég stað í miðjum garði norðanverðum og setti plöntuna á guð og gaddinn án nokkurs skýlis. Þar dafnar hún ágætlega. Gamla hjartablómið mitt hefur aldrei fengið nokkurt skýli, að því frátöldu að ég hef stundum lánað því grenigrein eft- ir áramótin. Það virðist nokkuð útbreidd skoðun að hjartablóm þarfnist töluverðrar umönnunar og að- gæslu. Reynsla mín er sú að það eina sem varast ber í sambandi við ræktun þessarar plöntu er að láta hana standa of þurrt. Þeir sem hafa gaman af sérkennileg- um gróðri ættu að reyna hjarta- blómið í garði sínum. Elsa Óskarsdóttir Hjartablóm stungið er utan úr henni. Sumum fínnst hjartablómið hálfgerð kenjakolla, en mín reynsla er sú að það sé mjög þæg planta á allan hátt. Ég hef prófað að setja anga af því á „betri“ stað, þ.e. þurrari og hlýrri, en þar vildi Eitt af mínum uppáhaldsblóm- um er Hjartablómið, Dicentra spectabilis. Kannske heid ég svona upp á það vegna þess að ég bjóst ekki við miklu af því í mínum garði. Þar þýðir ekki að bjóða vist nema harðjöxlum, því ég er ekki dugleg að dekra við plöntur með sérþarfir. Ég keypti hjartablómið sem rót fyrir 6—7 árum og lét það niður nokkum- vegin vestan við húsið. Þar er rök jörð og sólarlítið, en nokkuð skjól- sælt. Er skemmst frá því að segja, að í þessu umhverfí hefur hjarta- blómið lifað og dafnað vel allan tímann. Hjartablómið er u.þ.b. 60—70 sm hátt og brúskurinn verður um einn metri í þvermál á góðum sumrum. Laufíð er mjúkt, grá- grænt á litinn, stönglamir sveigj- ast í boga til allra átta og neðan á þeim hanga blómin, sem eru hjartalaga, rauð og hvít. Hjarta- blómið byrjar að blómgast í júní og heldur því áfram fram undir haust. Plantan er gædd sérstökum þokka og mjög algengt er að heyra fólk segja: „Nei, hvaða blóm er þetta?" Aðdáendum blómsins gef ég gjaman anga af því, og má bæði taka græðlinga og rót- arbúta. Rétt er að geta þess að plantan er öll mjög stökk og verð- ur því að fara gætilega þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.