Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 14

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Fijáls afgreiðslutími verslana til umræðu í borgarstjórn: Eiga stjómmálameiin að skammta borgarbúum verslunartímann? MEIRIHLUTI virðist vera fyrir því meðal reykvískra borgarfull- trúa að gefa afgreiðslutíma smásöluverslana í borginni frjálsan. Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar á fimmtudag þegar tillaga um þetta mál var lögð fram af fimm borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins. Meiri- hluti borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins styður þessa tillögu ásamt borgarfulltrúum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Magnús L. Sveinsson (S), forseti borgarstjómar er andvígur til- lögunni sem og borgarfulltrúi Kvennalistans en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Tillaga sem þessi, er felur í sér breyt- ingu á reglugerðum borgarinn- ar, þarfnast tveggja umræðna í borgarsljóra. Þar sem borgar- stjóra fer nú í sumarfrí og kemur ekki saman aftur fyrr en í sept- ember er samkomulag um að borgarráð muni sjá um af- greiðslu seinni umræðu. Af þeim fimm borgarfulltrúum sem sitja í borgarráði munu þrír að öllum líkindum styðja tillöguna, þau Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Siguijón Péturs- son en þau Magnús L. Sveinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vera henni andvíg. Það voru þau Ámi Sigfússon, Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Jóna Gróa Sigurðar- dóttir sem fluttu þessa tillögu að nýrri reglugerð um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík. Samkvæmt tillögunni verður afgreiðslutími gef- inn fijáls. Þó verður kaupmönnum skylt að hafa lokað á helstu helgi- og frídögum og skylt er að sækja um leyfí til borgarráðs fyrir t.d. nætursölu. Árai Sigfússon (S) fyrsti flutnings- maður tillögunnar sagði að í nágrannasveitarfélögunum ríktu mun fijálsari viðskiptahættir en í Reylg'avfk. Ekki væri að heyra að hið fijálslega yfírbragð á viðskipta- háttum þar væri kaupmönnum eða starfsfólki til tjóns. Hitt væri aug- ljóst að það væri viðskiptavinum til góðs og þúsundir Reykvíkinga ættu viðskipti þar vegna betri þjónustu á þessu sviði. Upphaflegu lögin um þessi mál hefðu verið til þess að tryggja næt- urró íbúa auk þess sem sjónarmið vinnuvemdar hefðu komið fram. Hvort tveggja hefði tekist mjög vel í nágrannasveitarfélögum þrátt fyr- ir fijálsræði í opnunartíma og væri engin ástæða til þess að málum yrði öðruvísi háttað í Reykjavík. Ósamræmi í opnunartíma á höfuð- borgarsvæðinu þýddi aukið óhag- ræði fyrir borgarbúa, á þeim tímum sem verslun væri ekki heimil í Reykjavík þyrftu þeir að leita til nágrannasveitarfélaga. Sú staðreynd að atvinnuþátttaka kvenna hefði aukist á síðustu ámm sagði Ámi vera mikilvæg rök fyrir fíjálsum opnunartíma. Nú væri ekki hægt að treysta á á að annað hjóna eða sambúðaraðili sæi um innkaup á hefðbundnum vinnutíma fyrir- tækja og stofnana. Frelsi í viðskipt- um væri í samræmi við þarfír flölskyldna í landinu. Ef lengri afgreiðslutími verslana þýddi aukið vinnuálag starfsfólks væri einfaldlega um vinnuþrælkun að ræða. Ekkert benti til að sú væri raunin þar sem afgreiðslutími væri ftjáls eða þyrfti endilega að verða raunin ef Reykvíkingar fet- uðu í fótspor nágranna sinna. Með lýmkuðum afgreiðslutíma myndu verslunareigendur leita að fólki í hlutastörf. Verslunarmannafélag Reykjavíkur væri eitt stærsta og sterkasta verkalýðsfélag á landinu og hefði öll tök á að vinna gegn of miklu vinnuálagi félagsmanna Ef tíllaga borgarfulltrúanna fimm nær fram að ganga í borgarráði verður afgreiðslutimi verslana gefinn fijáls frá og með 1. september n.k. hvar sem slíkt kæmi upp, það þyrfti ekki að skýla sér á bak við reglu- gerðir borgarstjómar til að tryggja félagsmönnum vemd gegn vinnu- þrælkun. „Hvers vegna eigum við stjóm- málamenn í Reykjavík að taka að okkur að skammta borgarbúum verslunartíma langt frá öllum vel- sæmisspumingum um tryggingu á næturró? Hvers vegna fara kaup- menn ekki að vilja neytenda og semja við verslunarfólk um sann- gjama lausn varðandi vinnutíma og laun? Hvers vegna vilja verslunar- menn ekki sjálfír ræða við kaup- menn um vinnutímann? Hvers vegna hefur ekki verið hugsað um óskir og hag neytenda?", sagði Ámi. Bjarai P. Magnússon (A) sagði að þegar að svona málum væri gætt kæmu fram grundvallatriði stjómmálaskoðana og afstaða manna til frelsis og ábyrgðar. Hann væri samþykkur tillögunni og teldi að stjómmálamenn ættu að setja borgurunum almennar reglur en ekki sértækar. Hann sagðist treysta kaupmönnum og verslunarfólki bet- ur en borgarfulltrúum til þess að komast að samkomulagi um hvem- ig þessum málum væri best komið og teldi því að þau ættu að vera í höndum þeirra. Dæmi sýndu líka að fijáls afgreiðslutími þyrfti ekki að leiða til lengri vinnutíma. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagð- ist ekki vilja gera svona breytingu án þess að hafa samráð við hags- munaaðila, reynslan sýndi að allar breytingar kæmu niður á vinnutíma starfsfólks. En kannski væri ekki hægt að spoma við breytingum, þetta væri það sem væri að geij- ast. Með þessari breytingu sagði hún menn ekki vera að hjálpa kaup- manninum á hominu, það væm stórmarkaðamir sem færðu sér þetta í nyt. Þessi tillaga væri að einhveiju leyti tilkomin vegna „stóra skrímslisins í Kringlunni" Sigrún sagðist vera með ótta í bijósti vegna þessa máls og gæti ekki fallist á að afgreiðslutími yrði gefin fráls nema með a.m.k. eins árs aðlögunartíma. Magnús L. Sveinsson (S), sem jafnframt því að vera borgarfulltrúi er formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði það eiga fullan rétt á sér að tala um frelsi en kannski væri ekkert orð eins af- bakað og það í íslenskri tungu. Frelsi snéri ekki bara að neytendum heldur þyrfti líka að taka tillit til þess fólks er ynni í verslunum. Af- greiðslutími í Reykjavík væri nú þegar allt að 70 klukkustundir á viku og ívið lengri en víðast á Norð- urlöndunum. Það væri alltaf matsatriði hversu miklu stjómmálamenn ættu að skipta sér af og væri þetta ekki eina dæmið um að gripið væri inn í samninga um kaup og kjör. Lög hefðu verið sett um t.d. aðbúnað fólks á vinnustöðum, lágmarks- fjölda hvfldardaga, fæðingarorlof o.fl. Magnús sagðist vilja óska þess að þetta væri eins einfalt í fram- kvæmd og flutningsmenn tillögunn- ar segðu, en það væri það bara ekki. VR hefði boðið viðsemjendum sínum að semja um vaktavinnu en fengið neikvætt svar. Þeir hefðu viljað að sama fólkið ynni ávallt um kvöld og helgar og það eina sem verslunarfólk hefði fengið út úr slíkum samningum væm lægri laun. En ef að samningar tækjust um vaktavinnu og tiyggt væri að vinn- utími yrði hóflegur sagði Magnús að hann sæji því ekkert til fyrir- stöðu að verslanir hefðu opið allan sólarhringinn. En þangað til héldi hann í síðasta hálmstráið er kæmi í veg fyrir óhóflegan vinnutíma, sem væri þrátt fyrir reglugerðina staðreynd sumsstaðar. Ef lengja ætti afgreiðslutíma væri líka grundvallaratriði að þjón- ustutími dagvistunarstofnana sem og SVR yrði lengdur í kjölfarið. Það væri kannski óhjákvæmilegt að láta þetta dynja yfir til þess að menn sæju að ekki mundi duga annað en að hafa samræmdar reglur fyrir allt höfuðborgarsvæðið sem væri eitt þjónustusvæði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl) sagði ftjálsan afgreiðslutíma muna koma harðast niður á konum. Laun VR-fólks væru lág og frei- standi að taka þá yfirvinnu sem byðist. Það gæti reynst erfitt fyrir fólk að standa á því að vinna ekki meira en 40 stunda vinnuviku. Henni fyndist líka að núverandi tími ætti að duga bæði neytendum og kaupmönnum. Það ætti að vera hægt að skipuleggja innkaup sín innan þessara 70 klukkustunda. Jóna Gróa Sigiirðardóttir (S) sagði það vera staðreynd að ferða- menn í Reykjavík skyldu ekki upp né niður í því hvemig stæði á því að þeir gætu fengið verslunarþjón- ustu í nágrannasveitarfélögum en ekki í sjálfri höfuðborginni. Reyk- víkingar væru líka sjálfir lang- þreyttir á þessu fyrirkomulagi sem svaraði enganveginn þömm þeirra í dag. Ferðaþjónustan væri sú atvinnu- grein sem hvað mestur vöxtur væri í á íslandi í dag og eftir miklu væri að slægjast. Borgarstjórnar- mönnum bæri því að stuðla að aukinni þjónustustarfsemi í þessari atvinnugrein. Þegar reynt hefði verið að skilgreina ferðamanna- borgina Reykjavík hefði komið í ljós að 6 af þeim 7 markhópum sem sækja borgina heim fæm vemlega á mis við þá verslunarþjónustu sem þeir kysu að fá í Reykjavík og kaup- menn yrðu þá um leið af vemlegum viðskiptum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S) sagðist ekki trúa öðm en að hægt yrði að komast að samningum við kaupmenn um vaktafyrirkomulag en á máli Magnúsar hefði mátt greina uppgjöf gagnvart framtíð- arsamskiptum við kaupmenn. Það væri hans mat að fijáls af- greiðslutími myndi styrkja kaup- manninn á hominu auk þess að hafa marga aðra kosti í för með sér, t.d. myndi það dreifa umferðar- þunga mun meira en nú er. Aukin harkaef teikn- ingum er ekki framfylgt ÝMSU virðist vera ábótavant í Hamarshúsinu við Tryggvagötu og byggingarreglugerð ýmist brotin eða sniðgengin samkvæmt minnis- blaði vegna úttektar sem byggingarnefnd lét gera á húsinu. Teikning- ar vantar af ýmsum þáttum og/eða eru í ósamræmi hver við aðra, íbúðum virðist hafa fjöigað án þess að leitað hefur verið samþykk- is, neyðarstiga vantar og ýmisir aðrir hlutir voru illa eða ófrágengnir. Siguijón Pétursson (Abl) flutti af þessu tilefni fyrirspura á fundi borgarstjórnar á fimmtudag þess efnis hvort bætt hefði verið úr þeim ágöllum er fram hefðu komið og ef ekki hveraig borgar- og byggingaryfirvöld hyggðust taka á þessu máli. HUmar Guðlaugsson (S), form- væri að vinna að málinu. aður bygginganefndar, sagði þessa minnispunkta ekki vera frábrugðna þeim athugasemdum sem almennt væru gerðar þegar hús væru tekin út af embættinu en þá væri jafn- framt óskað eftir lagfæringum til samræmis við minnisblaðið. Aftur á móti yrði að viðurkenna að þama væru hlutir sem ekki hefðu verið lagfærðir. Mikið ósamræmi væri milli arkitektateikninga og verk- fræðiteikninga í fjölmörgum liðum og væru tvö atriði að hans mati alvarleg. I fyrsta lagi það er snéri að brunavömum og í öðru lagi að fjölg- að hefði verið um fjórum einstakl- ingsíbúðum. Það væri að sjálfsögðu alvarlegt mál þegar ekki væru framkvæmdir hlutir sem væru á teikningu og þegar menn fram- kvæmdu hluti á annan hátt en samþykkt hefði verið. Því hefði embætti byggingarfulltrúa í fram- haldi af þessum athugunum verið falið að sjá um að lagfæringar yrðu framkvæmdar og sagðist Hilmar hafa staðið í þeirri trú að verið Hilmar sagði byggingarfulltrúa- embættið eiga í miklum erfiðleikum með að fylgjast með öllum húsum í borginni og þar sem athugasemd- ir væru gerðar að fá viðkomandi til að lagfæra. Sem dæmi mætti nefna eitt hús er snerti Siguijón Pétursson, nefnilega Hverfisgötu 105. Þegar bygginganefnd hefði samþykkt það hús hefðu verið tveir neyðarstigar frá efstu hæð hússins niður á svalir neðstu hæðar. Þetta væri gert til að fullnægja kröfum um eldvarnir. Hér væri um að ræða neyðarstiga úr samkomusal Al- þýðubandalagsins sem væru enn ókomnir þrátt fyrir athugasemdir frá eldvamareftirlitinu. A þessu mætti sjá að vandamálin væru víða og erfiðleikar byggingarfulltrúa- embættisins miklir. Varðandi Hamarshúsið væri rétt að ýmislegt yrði að lagfæra og myndi hann leggja til á næsta fundi bygginganefndar að þessi atriði og annað er ábótavant væri yrði lag- fært og dagssektum beitt í því skyni. Ossur Skarphéðinsson (Abl) sagði að það hlyti að vera eitthvað verulega áfátt hjá embætti bygg- ingarfulltrúa. Fyrr á árinu hefðu steypumálið og burðarþolsmálið komið upp og þetta þriðja mál und- irstrikaði að eitthvað væri verulega að sem þyrfti að taka á. Sagði hann kominn tíma til þess að taka emb- ættið í gegn. Bjami P. Magnússon (A) sagði menn þurfa að sæta ábyrgð. Ef borgaryfirvöldum tækist að koma byggingaraðilum í skilning um það að þeir kæmust ekki upp með hvað sem er væri hann viss um að minna yrði um svona atburði í framtíðinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S) sagði mjög erfítt að fylgjast með hvort teíkningum væri framfylgt. Algengt væri að á teikningum sem væra samþykktar væri t.d. rými sem skilgreint væri sem leikaðstaða fyrir börn eða bílastæði innanhúss en síðan fréttist að þetta pláss væri notað í eitthvað allt annað, t.d. gerðar úr því íbúðir. Hús hefðu einnig verið samþykkt vegna þess að teikningar sýndu að í því ætti að vera lyfta en síðan væri engin lyfta byggð. Ógerlegt væri að fylgj- ast með hveiju einasta húsi t.d. vegna þess hversu mörg væru byggð og hversu lengi sum hús væra í byggingu. Það væri þó nauð- synlegt að reyna að koma í veg fyrir svona lagað og þyrfti því að sýna meiri hörku ef teikningum væri ekki framfylgt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.