Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 27 Könnun Félagsvísindastofnunar á lestri dagblaða: 59% svarenda sjá Morgunblaðið daglega f MAÍMÁNUÐI sl. gerði Félags- vísindastofnun Háskóla ísiands könnun á lestri dagblaða fyrir Samband íslenskra auglýsinga- stofa. Byggt var á tveimur úrtökum úr þjóðskrá, annars vegar 1500 manns á aldrinum 18—80 ára en hins vegar var leit- að til 972 einstaklinga, sem höfðu tekið þátt í samskonar könnun vorið 1983. Úr fyrra úrtakinu fengust 1062 svör (70,8%) og úr þvi síðara 683 svör (70,3%). Sam- anlagður svarendafjöldi er því 1745 manns, sem er óvenju stórt úrtak. í úrtakinu frá 1983 voru engir svarendur á aldrinum 18—23 ára og er bætt úr því með þvi að láta svör þessa aldurshóps úr siðara úrtakinu vega þyngra. Reiknaður heildarfjöldi svara er þvi 1844, þó byggt sé á svörum 1745 einstaklinga. Spurt var hvort fólk sæi dag- blöðin daglega, oft, sjaldan eða aldrei og má sjá heildamiðurstöðu þess í töfiu 1. Ef litið er á daglegan lestur er Tafla 2 Hversu oft sérðu dagblöðin? Hlutföll (1983) Daglega Oft Sjaldan Aldrei Alls Fjöldi Dagl. eða oft Alþýðu- blaðið 4 3 31 62 DV 41 29 25 5 Morgun- Tíminn btaðið 56 19 21 4 15 11 45 28 Þjóð- viljinn 11 9 37 44 100% (996) 100% (1000) 100% (1000) 99% (995) 101% (996) 7% 70% 75% 26% 20% Sé litið á hversu margir sjá blöð- in daglega eða oft er forysta Morgunblaðsins ekki jafnskýr. 75% svarenda sjá Morgunblaðið daglega eða oft en 67% sjá DV daglega eða oft. Eins og áður segir er útbreiðsla Dags mjög svæðisbundin. En at- hyglisvert er, að hvorki meira né minna en 79% svarenda i Norður- landskjördæmi eystra segjast sjá Dag daglega eða oft. Samsvarandi Tafla 1 Hversu oft sérðu dagblöðin? Hlutföll. Alþýðu- Dagur DV Morgun- Tíminn Þjóð- blaðið blaðið viljinn Daerleera 3 7 40 59 11 13 Oft 2 4 27 16 8 7 Sjaldan 35 14 29 20 43 38 Aldrei 59 75 5 5 38 42 Alls 99% 100% 101% 100% 100% 100% Fjöldi (1840) (1836) (1841) (1840) (1832) (1836) Dagl. eða 5% 11% 67% 75% 19% 20% Sé tafla 2 borin saman við töflu 1 kemur í ljós, að litlar breytingar hafa orðið á lestri Alþýðublaðs, DV, Morgunblaðs og Þjóðviljans frá 1983 til 1987. Hins vegar er hlutur Tímans mun lakari nú en 1983. Árið 1983 sáu 26% svarendanna Tímann daglega eða oft, en 19% nú. Tala þeirra sem aldrei sjá Tímann er nú komin í 38%, en var 28% árið 1983. Þá var Tíminn greinilega útbreiddari en Þjóðvilj- inn; en nú er staða blaðanna svipuð. Ymislegt fleira áhugavert kemur fram í þessari könnun, en úrvinnslu hennar er skipt eftir kynjum, aldri starfsstéttum, eftir menntun, lengd skólagöngu og búsetu svarenda. oft forysta Morgunblaðsins mjög skýr: 59% svarenda segjast sjá blaðið daglega. DV er greiniiega í öðru sæti með 40% en Tíminn og Þjóð- viljinn koma töluvert langt á eftir með 11 og 13%. Dag sjá aðeins 7% daglega, en útbreiðsla hans er mjög svæðisbundin. Alþýðublaðið rekur lestina — einungis 3% svarenda segjast sjá blaðið daglega. hlutfall fyrir Norðurlandskjördæmi vestra er 33%. Á Norðurlandi eystra sjá hins vegar 44% svarenda Morg- unblaðið daglega eða oft og 57% sjá_ DV daglega eða oft. í töflu 2 sést hve oft menn sáu dagblöðin í sams konar könnun árið 1983. Dagur er ekki í þeirri töflu, enda ekki gefinn út daglega á þeim tíma. Rannsóknastöðin við Mývatn tók formlega til starfa í nýuppgerðu gamla prestseturshúsinu á Skútustöðum sl. laugardag, að viðstöddum nær hundrað manns úr sveitinni og gestum lengra að komnum. Rannsóknastöð við Mývatn Nýtt hús tekið í notkun NÝTT húsnæði til rannsókna við Mývatn var formlega tekið í notkun fyrir skömmu. Er það gamla prestshúsið á Skútustöðum, sem Náttúruverndarráð hefur fengið til umráða og hefur undan- farin ár verið unnið að endurbótum á því. Batnar með þvi aðstaða vísindamanna sem vinna að rannsóknum við Mývatn, en ófullkomið bráðabirgðahús sein notast hefur verið við fram að þessu hefur verið flutt í Friðlandið í Jökulsárgljúfrum. Varaformaður Náttúruvemdar- Mývetninga hefði alltaf stafað Köttur í óskilum Krakkamir á myndinni fundu þennan svarta og hvíta kött, sem stúlkan heldur á. Þau fóru með kött- inn á Dýraspítalann í Víðidal þar sem hann bíður þess að eigandinn komi og sæki hann. ráðs, Elín Pálmadóttir, lýsti rannsóknastöðina formlega opna í þessu nýja húsi og afhenti form- anni stjómar stöðvarinnar Þóroddi Þóroddssyni, lykil. Við- staddir vom stjómarmenn stöðv- arinnar og fjölda Mývetninga annarra, sem þáðu í góðviðrinu veitingar, sem Kvenfélagið hafði séð um. Helga Valborg Péturs- dóttir, oddviti lýsti ánægju sinni með aðstöðuna í þessu húsi til rannsókna, sem eigi eftir að ráða svo miklu um framtíð byggðar- lagsins. Þá afhenti hún að gjöf ofna mynd eftir Auði Vésteins- dóttur og sagði að í augum ljómi af þessu húsi. Þorgrímur Starri í Garði riijaði upp sögu hússins af tröppum þess og verð- ur henni síðar gerð skil. Ámi Einarsson færði af þessu tilefni rannsóknastöðinni bókagjöf frá stjóm Hins íslenska náttúm- fræðifélags, 15 árganga af Náttúrufræðingnum. Og Bára Sigfúsdóttir færði blómvönd til minninga um húsfreyjuna sem í upphafi og lengst réði þar húsum, Kristínu Sigurðardóttur, konu séra Hermanns Hjálmarssonar. En þau hjón vom mjög ástsæl og heimili þeirra menninngarmið- stöð þar í sveit. Breiðholtskirkja a morgun Kirkjudagur verður haldinn á morgun, sunnudaginn 21. júní 1987, kl. 13.30 til 16.00 í kirkjubyggingunni í Mjóddinni. Helgistund: Séra Gísli Jónasson. Kirkjukórinn kl. 14.00. Framkvæmdakynning: Sveinbjörn Bjarnason. Veitingar í boði Kvenfélags Breiðholts. Allir velkomnir Muníð stóla- söfnunina. Styðjum kirkju- byggínguna Ágúst Ármann hf. Bílaborg. Búnaðarbankinn, Seljaútibú, Mjóddinni. Húsasmiðjan. Landsbankinn, Breiðholti. Magnús V. Pétursson. Verslunarbankinn, Mjóddinni. Vogue.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.