Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
Kendall
tók boði
Bilbao
Frá Bob Honnessy á Englandi.
EVERTON bauð Howard
Kendall fjögurra ára samning
f gær, en Kendall hafði þá tek-
ið ákvörðun — hann ákvað að
taka tilboði Atletico Bilbao,
því þar kæmist hann f nánari
snertingu við ieikmennina og
þyrfti ekki að sinna stjórnun-
arstörfum eins mikið og hjá
Everton.
Kendall hefur náð mjög góð-
um árangri með Everton, en
gera má ráð fyrir að róðurinn
verði þyngri hjá Bilbao. Liðið á
einum leik ólokið og er í 13.
neðsta sæti. Þá byggir Bilbao
eingöngu á heimamönnum og
slíkt hefur ekki verið vænlegt
til árangurs á Spáni.
Colin Harvey, sem verið hef-
ur aðalþjálfari Everton síðan
1983, tekur við af Kendall.
Murdo og Mo
frá Celtic
Skosku landsliðsmennirnir
hjá Celtic, Murdo MacLeod og
Maurice Johnston, hafa verið
seldirtil meginlandsins. Macle-
od, sem er 28 ára og hefur
verið hjá Celtic síðan 1978,
gerði tveggja ára samning við
Borussia Dortmund, en liðið
hafnaði í 4. sæti þýsku bundesl-
igunnar. Johnston gerði þriggja
ára samning við Nantes í
Frakklandi.
Danir sigruðu íslendinga á Akureyri:
„Gátum hvorki
gripið né hent“
„ÞETTA var hrikalega slakur leik-
ur hjá okkur og sennilega sá
lakasti f tvö ár. Viö höfum verið
f erfiðum æfingum og þreytan sat
f okkur, en samt áttum við von á
betri úrslitum, einkum þar sem
Danirnir höfðu ekki undfrbúið sig
sérstaklega fyrir þessa heim-
sókn,“ sagði Þorgils Óttar
Mathiesen, fyrirliði fslenska
landsliðsins, eftlr fjögurra marka
tapið á Akureyri f gærkvöldi.
Sigur Dana var sanngjarn. Þeir
voru mun léttari og sprækari, ör-
uggari og fljótari og virtust hafa
meira gaman af leiknum, en
Ólympíuhlaup
10 km
Fyrir almenning
Laugardaginn 20. júní kl. 'ló30
Fyrstu 1000 í mark fó óritað skjal fró forseta alþjóða
Olympíunefndarinnar J.A.Samaranch, og stuttermabol.
Dregið verður um20 pöraf adidas hlaupaskóm.
Hlaupið hefst og því lýkur, ó frjálsíþróttavellinum Laugardal,
I tengslum við Flugleiðamót FRÍ.
Skráning hefst 17. júní í Hljómskálagarðinum,
og síðan í iþróttamiðstöðinni Laugardal fram að hlaupi.
999
Frjálsíþróttasomband íslands Ólympíunefnd íslands Trimmnefnd ÍSÍ
Evrópukeppnin U-21:
Vona að Held
sjái leikinn
- segir Sigurður Jónsson, sem gefur
ekki kost á sér f landsleikinn
„ MÁLIÐ hefði horft öðruvfsi við
ef við ættum möguleika á að sigra
f riðtinum, en svo er ekki. Ég vil
að ungir leikmenn fái tækifæri f
landsleiknum á miðvikudaginn,
leikmenn, sem eiga eftir að koma
inn f A-liðið, og þvf gef ég ekki
kost á mér, en ég vona að Sigi
Held verði á leiknum og sjái hvað
þessir strákar geta,“ sagði Sig-
urður Jónsson við Morgunblaðið
f gærkvöldi aðspurður um hvers
vegna hann gæfi ekki kost á sér
í leikinn gegn Dönum.
Eins og greint hefur verið frá
leika ísland og Danmörk fyrri
landsleik sinn í Evrópukeppni
landsliða skipuð leikmönnum tutt-
ugu og eins árs og yngri á Akureyri
á miðvikudaginn. Guðni Kjartans-
son, þjálfari íslenska liðsins, hafði
vonað að Sigurður yrði með, en
svo verður ekki af framangreindum
ástæðum.
íslenski hópurinn var tilkynntur
í gær. Leyfilegt er að hafa tvo eldri
leikmenn og voru Valsmennirnir
Sævar Jónsson og Guðni Bergs-
son valdir til að styrkja vörnina.
Landsliðið verður annars
eftirtöldum leikmönnum:
Markmenn:
Haukur Bragason
Páll Ólafsson
AArlr lelkmenn:
Þorvaldur Örlygsson
Gauti Laxdal
Þorsteinn Guðjónsson
Andri Marteinsson
Þorsteinn Halldórsson
Jón Sveinsson
Amljótur Davíðsson
Ólafur Þórðarson
Sævar Jónsson
Guðni Bergsson
Jón Grótar Jónsson
Hlynur Birgisson
Siguróli Kristjánsson
JúlíusTryggva8on
skipað
KA
KR
KA
KA
KR
KR
KR
Fram
Fram
(A
Val
Val
Val
þór
Þór
Þór
Slmamynd/Bjarni Eiríksson
• Sigurður Gunnarsson var einna skástur útileikmannanna. Hér
skorar hann eitt sex marka sinna í gærkvöldi.
íslensku strákarnir voru greinilega
þreyttir, „við gátum hvorki gripið
né hent,“ eins og Guðmundur
Guðmundsson sagði eftir leikinn.
ísland komst aldrei yfir í ieikn-
um, náði að jafna 1:1, en síðan
ekki söguna meir. Sóknirnar voru
stuttar og ráðvilltar og Danirnir
nýttu vel hraðaupphlaup sín eftir
að íslendingar höfðu klúðrað sókn-
unum.
Einar Þorvarðarson var sá eini,
sem lék vel, varði 15 skot, þar af
þrjú vítaskot, og bjargaði því, sem
bjargað varð. Allir aðrir léku langt
undir getu og voru um 800 áhorf-
endur ekki ánægðir með frammi-
stöðuna.
Danirnir voru jafnir, en Bjarne
Simonsen og Lars Lundbye voru
skæðir í hraðaupphlaupunum og
Karsten Holm varði 11 skot. Hann
skoraði auk þess fimmta mark
Dana með uppstökki fyrir utan, en
þá voru Danir einum færri!
Þýsku dómararnir, Heuchert og
Norek, voru slakir og greinilega
ekki í æfingu.
StA.
Skila-
frestur til
þriðjudags
SKILAFRESTUR í júnígetraun
íþróttablaðs Morgunblaðsins
rennur út á þriðjudaginn. Eins og
í maí var getraunin í þremur hlut-
um og birtist 2., 9. og 16. júni.
Þegar hafa mörg svör borist, en
nú fer hver að verða síðastur að
senda svarseðlana þrjá.
Isl. - Danmörk
17 : 21
íþróttahöllin Akureyri, föstu-
daginn 19. júní 1987.
Landsleikur í handknattleik.
0:1, 1:1, 1:2, 2:5, 5:6, 6:8,
7:11, 8:12, 9:12
9:14, 11:15, 14:18, 16:18,
17:19, 17:21
Mörk íslands: Sigurður
Gunnarsson 6, Kristján Ara-
son 5/1, Þorgils Óttar
Mathiesen 2, Guðmundur
Guðmundson 2, Páll Ólafsson
1, Geir Sveinsson 1. Aðrir
leikmenn: Brynjar Kvaran,
Einar Þorvarðarson, Karl
Þráinsson, Alfreð Gíslason,
Sigurður Sveinsson, Bjarki
Sigurðsson og Jakob Sigurðs-
son.
Mörk Danmerkur: Morten
Stig Christensen 4, Lars
Lundbye 4, Bjame Simonsen
4, Michael Fenger 3/2, Erik
Veje Rasmussen 3/1, Lars
G. Andersen 1, Hans P. M.
Andersen 1, Karsten Holm 1.
Iþróttir helgarinnar:
Valur og ÍA
á morgun
SÍÐASTI leikur í sjöttu umferð 1.
deildar karla f knattspyrnu verður
á Valsvellinum á morgun og hefst
klukkan 20, en þá fær Valur
Skagamenn í heimsókn.
í 2. deild karla verða tveir leikir
í dag og byrja báðir klukkan 14. ÍBÍ
og UBK leika á ísafirði og Einherji
og ÍBV á Vopnafirði. Á morgun
klukkan 16 leika ÍR og Leiftur í
Laugardalnum. Þá leika KA og
Valur í 1. deild kvenna á Akureyri
í dag klukkan 16.
Flugleiðamót FRl verður í Laugardaln-
um í dag. Keppni hefst klukkan 16.30 og
lýkur um klukkan 18.10. Þetta er eitt sterk-
asta frjáls-
iþróttamót sumarsins á íslandi og er
ókeypis aðgangur fyrir 14 ára og yngri.
Á morgun klukkan 20 hefst í Laugar-
dalshöllinni landsleikur íslands og
Danmerkur i handbolta. þetta er þriðji og
síðasti leikur þjóðanna að þessu sinni.
Unglingalandslið karla í körfubolta leik-
ur tvo leiki gegn bandarísku úrvalsliði um
helgina. Fyrri leikurinn verður i kvöld i
Seljaskóla en á morgun veröur leikið i
Njarðvík og byrja báöir ieikirnir klukkan 19.
1. deild kvenna:
ÍA fékk þrjú stig
Stórsigur Stjörnunnar á UBK
TVEIR leikir fóru framf 1. deild
kvenna í gærkvöldi. ÍA sigraði KR
á KR-velli með tveimur mörkum
gegn einu og Stjarnan vann UBK
4-1 á Kópavogsvelli.
KR-ÍA: 1-2
Strax á 2. mín. gaf Kolbrún góð-
an bolta á Helenu Olafsdóttir sem
stakk Skagavörnina af og renndi
boltanum fram hjá Völu í marki ÍA.
í f.h. var jafnræði með liðunum,
en [A-liðið sótti síðan látlaust í s.h.
en gekk illa að hitta KR-markið.
Þegar 20 mín. voru liðnar af s.h.
jafnaði ÍA. Þar var Ragna Lóa að
verki. 5 mín. seinna skoraði Ásta
Benedikstdóttir síðara mark ÍA eft-
ir undirbúning Laufeyjar Sigurðar-
dóttir, en hún var besta manneskja
leiksins. KR-liðið spilaði að þessu
sinni án Karólínu Jónsdóttur og
Ingu Láru Þórisdóttur.
UBK-Stjarnan:1-4.
Nýliðarnir í 1. deild unnu örugg-
an sigur á Breiðablik. Kópavogs-
stúlkurnar voru fyrri til að skora í
leiknum, og það var Svava
Tryggvadóttir sem kom UBK yfir
1 -0. Eftir þetta mark sótti Stjarnan
látlaust og jafnaði leikinn fljótlega,
þegar Erla Rafnsdóttir skoraði úr
vítaspyrnu. Guðný skoraði næsta
mark eftir sendingu Erlu, Hrund
Grótarsdóttir gerði þriðja markið -
skaut í varnarmann og í netiö, og
Hrund gerði einnig fjórða markið.
KF
Fj. lelkja u J T Mörk Stig
VALUR 3 3 0 0 10: 0 9
KR 4 3 0 1 7: 2 9
STJARNAN 4 3 0 1 9: 6 9
ÍA 3 2 1 0 9: 2 7
UBK 3 1 0 2 5: 8 3
KA 3 0 1 2 2: 7 1
ÞÓRAK. 3 0 0 3 1: 9 0
ÍBK 3 0 0 3 0: 10 0