Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 49 Regnboginn: „Dauðinn á skriðbeltum“ REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á mynd er nefnist „Dauð- inn á skriðbeltum" og er gerð eftir bók sem Sven Hassel skrif- aði. Bók þessi hefur verið gefin Göngudagur fjölskyldunnar BANDALAG íslenskra skáta og Ungmennafélag íslands hafa nú tekið höndum saman um að stuðla að aukinni útiveru íslend- inga og sunnudaginn 21. júní munu skátafélög og ungmenna- félög um land allt bjóða upp á fjölskyldugönguferðir undir kjörorðunum Göngudagur fjöl- skyldunnar — Þjóðarátak gegn hreyfingarleysi. Mörg félög hafa lagt metnað sinn í að undirbúa daginn þannig að sem flestar fjölskyldur geti tekið þátt í gönguferðum þeirra þennan dag. Þau hafa skipulagt ferðir og sett upp ferðalýsingar um gönguleiðir í nágrenni heimabyggða sinna og víða hefur verið fenginn fróður leið- sögumaður til að leiða ferðimar og miðla þátttakendum af fróðleik sínum um náttúra og staðhætti. Það er von skáta og ungmennafé- laga um land allt að fjölskyldur bregði undir sig betri fótunum á Göngudegi §ölskyldunnar og taki þannig þátt í Þjóðarátaki gegn hreyfingarleysi. A Stór-Reykjavíkursvæðinu verður boðið upp á: Viðeyjarferð, mæting kl. 13.30 við Sundahöfn. Fararstjóri er Örlyg- ur Hálfdánarson. Esjugöngu, mæting við Skáta- heimili Kópa, Borgarholtsbraut 7 í Kópavogi. Gönguferð, Úlfljótsvatn í_ Grafn- ingi, gengið verður um Úlfljóts- vatnssvæðið undir leiðsögn kunnugra. Mæting kl. 14.00 við Skátaskálana á Úlfljótsvatni. Gönguferð, Álftanes, gengið verður um Álftanes og jurta-og dýralíf skoðað. Mæting við Vega- mót að Bessastöðum. (Fréttatilkynningf.) Kyimíngarfundur um atvinnu- mál í Vesturlandskjördæmi SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi hafa ákveðið að boða til nokkurra kynningarfunda um atvinnumál á þessu ári. Þriðju- daginn 21. júní kl. 14.00 verður fundur um atvinnumöguleika fyrir dreifbýlið i félagsheimilinu Þing- hamri við Varmaland. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fjölþættari atvinnumöguleikar í sveitum; Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Loðdýrarækt; Magnús B. Jónsson kennari, Hvanneyri. Kanínu- rækt; Jón Eiríksson ritari Landssam- bands kanínubænda. Nýting silungsvatna á Vesturlandi; Sigurður Már Einarsson útibússtjóri Veiði- málastofnunar. Á fundinum gefst tækifæri til fyr- irspuma og umræðna um þessi mál og almennt um eflingu atvinnulífs í dreifibýli Vesturlands. Fundurinn er öllum opinn. Morgunblaðið/Magnús Gíslason Það væri hátt fall að falla út af brúnni á Síká. Arekstur á brúnni yfir Síká í Hrútafirði _ Stað í Hrútafirði. ÁREKSTUR tveggja bifreiða varð á brúnni á Síká. Slys varð ekki á fólki en önnur bifreiðanna skemmdist nokkuð. Það var um kl. 16.30 15. júní sl. sem tilkynning kom í gegnum Gufunes-radíó til lögreglunnar á Blönduósi um árekstur á brúnni á Síká í Hrútafirði. í viðtali við frétta- ritara Morgunblaðsins sagði Sig- urður Sigurðsson lögregluvarð- stjóri, sem tók við kallinu og mætti á staðinn, að þetta væri í þriðja skiptið sem hann sinnti kalli vegna áreksturs í þessum stað. Hann sagðist ætíð fá þyngsli fyrir bijóst- ið þegar tilkynnt væri um slys á þessari umræddu brú því brúin er aðeins 3,93 á breidd oglengd brúar- innar er milli 60 og 70 metrar, mjög hátt fall væri niður í gljúfrið undir brúnni. Sem betur fór varð í þetta skipti ekki slys á fólki en eignartjón nokk- urt, þó sérstaklega á annarri bif- reiðinni. Sigurður lögregluvarð- stjóri telur merkingar ekki nógu góðar á þessum stað með tilliti til aðstæðna. — m.g. út hér á landi. Sagan á að gerast 1943 á aust- urvígstöðvunum og fjallar um áhöfn skriðdreka, skemmtilega náunga sem lenda í ýmsum ævintýram og eiga í sífelldum brösum við yfir- mann sinn, nasistaforingjann Von Weisshagen. í aðalhlutverkum era Braee Davidson, Jayo Sanders, Don W. Moffat, en með hlutverk tveggja foringja fara þeir David Carradien og Oliver Reed. Leikstjóri er Gordon Hessler. Úr myndinni „Dauðinn á skrið- beltum“ sem Regnboginn hefur hafið sýningar á. FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10—1 Beinn sími söludeildar 31236 Ufxlr.ivh dm •\t:hiáin L*öuV SA.vtAl!A SnmctTTt 'ájH.diri LauWm 5 ÍrhuilA’ihyurtfftr. nwiiiKtd. SÍMiijr.- Ubi dúwh, wtauifT ach KauÍHr?niI *{dpl - •4MC1 túhini LaC'A 5/V<4Af5'Í Tntvdr«idMi. VERIÐ VELKOMIN Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! RAGNAR ÓSKARSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.