Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 41 Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Börn af leikskóla Vopnafjarðar lögðu sitt af mörkum til dagskrárinnar og sungu nokkur lög við góðar undirtektir. Sjómannadagurinn á Vopnafirði: Blíðskaparveður og þátttaka góð Vopnafirði. GÓÐ þátttaka var í hátíðarhöld- um sjómannadagsins á Vopna- firði, en þau hófust með skemmtisiglingu daginn áður. Siglt var út á Vopnafjörð í blíðskaparveðri og á leiðinni var stoppað meðan félagar í björgun- arsveitinni Vopna sýndu björgun manna úr sjó með Markúsarnet- inu. Hápunktur sjóferðarinnar, að mati yngstu kynslóðarinnar, var þegar sjómenn á skipum Tanga hf. buðu upp á veitingar, gosdrykki og súkkulaði. Arlegu reiptogi sjómanna að lok- inni skemmtisiglingu lauk með sigri skipshafnar Brettings NS-50 eins og raunar oftast undanfarin ár. Slysavarnasveitin Vopni sá svo um sjómannadansleik á laugar- dagskvöld og Slysavarnadeildin Sjöfn um kaffisölu á sjómannadag- inn. Hátíðardagskrá sjómannadags- ins hófst með guðsþjónustu í Vopnafjarðarkirkju en síðan var útiskemmtun með söng og léttu skemmtiefni. Einn aldraður sjómaður var heiðraður fyrir áratuga sjó- mennsku. Hann heitir Pétur Nikul- Pétur Nikulásson var heiðraður á sjómannadaginn en hann var sjómaður í 28 ár. ásson og var sjómaður í 28 ár. Þótt Pétur hafi fyrir allnokkru látið af sjómennsku vinnur hann en í þágu sjávarútvegsins en hann er skipaskoðunarmaður á Vopnafírði. - B.B. Miklaholtshreppur: Nokkrir bændur búnir með fullvirðisréttinn Borg i Miklaholtshrcppi. NOKKRIR bændur hér um slóðir eru þegar búnir að fylla fullvirð- isrétt sinn í mjólk. Kemur það sér illa því óvíst er hvort nokkuð verður greitt fyrir þá mjólk sem er framleidd umfram fullvirðis- rétt. Mikil veðurblíða hefur verið hér á þessu vori eins og víðast hvar á landinu. Gróður kom óvenju snemma, sauðburður gekk vel, enda veðurblíðan átt stóran þátt í því hvað fénaður komst fljótt á gróður. Grasvöxtur hefur verið hægur und- anfarið vegna þurrka, þó kom hér smávegis væta um síðustu helgi og bætti það mikið. Sláttur hófst hér í Miklaholts- hreppi miðvikudaginn 17. júní. Bóndinn í Miklaholti 2 byijaði að slá. Hann verkar mikinn hluta af sínu heyi í rúllur og hefur notað rúllubindivél undanfarin þijú sumur með góðum árangri. Hann telur að ef verkun takist vel þá sé verulega hægt að spara kjamfóður því lítið efnatap virðist vera í heyinu sé verkun í lagi. Verulegar framkvæmdir eru nú í vegagerð hér. Bundið slitlag á að leggja á veginn frá Hítará að Kaldá og frá Haffjarðará að Dalsmynni. Verktakar hafa tekið þessi verk að - sér og virðist þessi framkvæmd ganga vel, enda veður hagstætt til slíkra hluta. Töluvert hefur orðið vart við tóf- ur, eitt greni var unnið hér í hreppnum nýlega og voru þar sex hvolpar. Grenjaskyttan er nú að kanna önnur greni, sem áður hafa verið tófur í að vori. - Páll Mývatnssveit: Hátíðlegt í Höfða Mývatnssveit. Mývetningar héldu þjóðhátíð- arsamkomu í Höfða 17. júní. Hófst dagskráin með helgistund kl. 14 og flutti séra Björn Jóns- son á Húsavík ræðu. Elín Steingrímsdóttir fór með ávarp fjallkonunnar, en aðalræðu dagsins, þjóðhátíðarræðuna, hélt Helga Valborg Pétursdóttir, odd- viti Skútustaðarhrepps. Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri, stjórnaði samkomunni, sem lauk með leikj- um og gríni fyrir ungu kynslóðina. Mikið fjölmenni var. Veðrið var eins og best verður á kosið, kyrrt og hlýtt. Höfði skartaði sínu feg- ursta og allur gróður er þróttmik- ill. Má því með sanni segja að þessi staður sé orðinn einn feg- ursti blettur í Mývatnssveit. Kristján. BLASÝNING Citroén AX er fulltrúi nýrrar kyn- slóöar smábíla enda hlaut hann GULLNA STÝRIÐ eftir aðeins nokkra mánuði á markaðnum. Citroén AX er fullgildur 5 manna smábíll með einstaka fjöðrun og aksturseiginleika. Bílasérfræðingar segja Citroén AX tvímælalaust einn skemmtilegasta smábílinn á markaðnum í dag og líka á skemmtilegasta verðinu, frá kr. 329.900,- Við erum þeim sammála, en þú? Opið um helgina frá kl. 1-5 laugar- dag og frá kl. 1-5 sunnudag. KOMDU OG SKOÐAÐU CITROÉN AX - ÞÚ HÆTTIR EKKI FYRR! Globusp Lágmúla 5, sími 681555
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.