Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 Hjartans þakkir fyrir vinsemd og hlýju á áttrœÖ- isafmœli mínu hinn 13. júlí. Hákon Bjarnason. Kcerar þakkir til barna, barnabarna, tengda- dcetra og allra vina, sem glöddu mig á 85 ára afmcelisdaginn. LifiÖ heil. GuÖ blessi ykkur öll. Valdimar Pétursson, Hraunsholti. Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson, Hallur Páll Jónsson, Ingvar Guðmundsson, Hilmar Baldurssqn hdl. Opið: Mánudag.-fimmtud. 9-18 föstud. 9-17 og sunnud. 13-16. írabakki Til sölu 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt sérherb. í kj. og sérþvherb. á hæð. Tvennar svalir. Verð 3200-3300 þús. PEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI -allT Hárgreiðslustofa Höfum fengið í sölu hárgreiðslustofu á úrvalsstað í Breiðholti. Mikill og góður tækjakostur. Góð velta. Ein- stakt tækifæri. 29077 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A SÍMI: 29077 V©AR FRIÐRIKSSON SÖLUSTJ. H.S. 688672 SIGFÚS EYSTEINSS0N, H.S. 16737 EINAR S. SIGURJÓNSSON, VIÐSKIPTAFR. GOÐSAGAN Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Anders Bæksted: Goð og hetjur í heiðnum sið. Alþýðlegt fræðirit um goðafræði og hetjusögur. Eysteinn Þorvaldsson íslenskaði. Öm og Örl- ygur 1986. George Steiner: Antigones. The Antigone myth in Westem litera- ture, art and thought. Clarendon Press — Oxford 1986. Jasper GrifBn: The Mirror of Myth. Classical Themes & Variat- ions. The T.S. Eliot Memorial Lectures 1984. Faber and Faber 1986. Bréf um ljóðstafi eftir Hannes Pétursson hefst svo: „Aftar en sagn- ir og annað sem lýkur upp tímum/ felst undirrót þeirra.. .“ Þessir ljóðstafír hæfa upphafi goðsögunn- ar. Fræðimenn hafa lengi fjallað um goða- og hetjusagnir og rit um þau efni eru fjölmörg. I Altgermanische Religionsgeschichte eftir Jan de Vri- es er skráin yfir heimilda- og fræðirit alls um 30 þéttprentaðar blaðsíður í stóru broti. Tilgátur um ástæður og uppmna fyrir mýtum eða goðsög- um em margvíslegar. Vico, Herder, Shelley, Miiller og Frazer og síðar Levi-Strauss leitast við að sýna uppmna þeirra. Freud og Jung beittu fyrir sig rannsóknum í sálar- fræði og Jung kenningum sínum um arktýpumar, fmmminni, sem sé öll- XJöfóar til JLlfólksíöllum starfsgreinum! um meðfætt og séu höfuðlyklar að tilfinningum og viðbrögðum manna. Allar þessar kenningar em bundnar þeim tímamun þegar þær em settar fram, þótt þeim sé ætlað að skýra og skilgreina meðvitund manna í árdaga. Með samanburði við ríkjandi trúarbrögð nú verða ýmis einkenni goðsögunnar skiljanlegri, tilraunir til þess að samsamast og tengjast þeim öflum sem em öllum jarðligum skilningi æðri og standa utan og ofan mannheima. Meðal þeirra fræðimanna sem lagt hafa drýgstan skerf til þessara fræða undanfama áratugi er Georges Dumézil (hann lést seint á síðasta ári). Ýmsir vilja ekki fallast á skoðanir hans á indo- evrópskum trúarbrögðum, en þær em engu að síður reistar á svo skörp- um athugunum og rökum, að taka verður fullt tillit til þeirra. Trúarbrögð norrænna manna og goðsögur em mjög erfiðar viðfangs, í samanburði við trúarbrögð Róm- veija, Grikkja, gyðinga, Persa og Indvetja, vegna þess að þeir gátu tjáð inntak sinna trúarbragða í rit- uðu máli, en ekki norrænar þjóðir. Norrænar goðasögur em skráðar nokkur hundmð ámm eftir kristni- töku og meðal þeirra merkustu em Eddukvæði og Snorra-Edda. Heild- stæð norræn goðafræði er ekki fyrir hendi eins og gerist hjá Grikkjum og Rómveijum. Anders Bæksted hefur dregið saman í þessari ágætu bók allar þær mýtur, sem telja má til goðaheims 28611 2ja-3ja herb. Vífilsgata. 45 fm ainstaklib. i kj. Samþ. Laugavegur. 60 fm á jaröhæð. Ib. snýr öll frá Laugavegi. Öll endurn. Bílsk. 24 fm. Njálsgata. 60 fm á 2. hæð. Suð- ursv. V. 2,5 millj. Badmintonskóli fyrir börn og unglinga Við starfrækjum badmintonskóla fyrir 9-14 ára börn í sumar. Innanhúss: badmintonkennsla, æfingar, leikreglur, þrautir, leikir, keppnir — mót, myndbönd. Úti: hlaup, skokk, þrekæfingar, sund, leikir. 4 vikur í senn: □ ágúst. 4 tímar tvisvar i viku: □ mánud. og miðvikud. kl. 09.00-13.00, □ mánud. og miðvikud. kl. 13.00-17.00, □ þriðjud. og fimmtud. kl. 09.00-13.00, □ þriðjud. og fimmtud. kl. 13.00-17.00. Verð kr. 2500 pr. mánuð. Stjórnandi skólans: Helgi Magnússon íþróttakennari og badmintonþjálfari. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1, sími 82266 Skráning í badmintonskólann: Nafn Heimili simi fæðingard. og ár. Klippiö út augiýsinguna og sendið í pósti. Kleppsvegur. ss fm á 3. hæð í lyftuhúsi. Suðursv. Skipti æskil. á 2ja-3ja herb. íb. í miðborginni eða i Vesturbænum. Baldursgata. so fm á 2. hæð í steinhúsi. Er á horni Freyjugötu. V. 1,8 millj. 3ja-4ra herb. Fannborg — Kóp. 3ja herb. ca 90 fm á 3. hæð. Ib. I sérfI. m. bilskýli. Silfurteigur. 3ja herb. 80 fm risíb. Nýtt gler. Flísal. bað. Gott útsýni. Ránargata. 90 fm á 1. hæð (ekki jarðhæð). Afh. tilb. u. trév. 10. júli. Áhv. 2,3 millj. til 40 ára. Aðeins í skipt- um fyric.4ra-5 herb. ib. FlúOasel.°96 fm á tveimur hæð- um. Góö staösetning. 4ra-5 herb. Kleppsvegur. 4ra-5 herb. íb. á jaröhæö ca 110 fm. V. 2,8-2,9 millj. Suðurhólar. 100 fm á 4. hæð. Suðursv. Laus í júlí. Fellsmúli. 130 fm 6 herb. fb. á 3. hæð. 4-5 svefnherb. Ákv. sala. Kleppsvegur. 106fmá3. hæð + eitt herb. í risi. Suðursv. V. 3,2 millj. Raðhús Torfufell. 140 fm + 128 fm kj. með sérinng. Ekki fullfrág. Bílsk. Góð lán áhv. Skipti fyrir 4ra-5 herb. íb. Höfum kaupanda að: Raðhúsi Bústaðahverfi viö Ásgarö eða Tunguveg. Greiöist upp á árínu. Einbýlishúsi í Vesturhólum eöa svipuöum slóðum. Raðhús ó einni hæð gæti verið í skiptum. Einbýlishúsi — Miðb . sem er 2ja-3ja hæða með góöri jaröhæö og einni eöa tveimur góöum íbúöum á Miöborgarsvæöinu. Verö allt aö 10,0 millj. Raðhúsi á einni hæð. Mætti vere á byggingarstigi. Sérhæðum og raðhúsum Ennfremur 3ja og 4ra herb. íbúöum. Eignaskipti mögul. Hús og Eignir ®Bankastr»ti 6, a. 28611. LÚM Qizunraon hrt, »-17*77. norrænna manna. í inngangi rekur hann sögu þeirra kynþátta sem áttu sér svipaða goðheima. Síðan fjallar hann um sagnir um goðin og loks um hetjusögur, um þá einstaklinga sem gæddir voru goðlegum krafti og stóðu mönnum framar um at- gervi og visku. Fjöldi mynda er í þessari útgáfu ritsins, þar á meðal litmyndir úr íslenskum handritum frá 18. öld, en margar þeirra hafa ekki verið prentaðar í litum áður. Frásagnimar eru ítarlegar og fjöldi frumheimilda birtur (úr Edd- unum og Danakróníku Saxa og úr öðrum sögnum sem snerta efnið). Þetta er ákaflega þörf bók, handbók í goðafræði og lestrarbók, sem er mjög vel unnin, og lykilrit um þessi fræði. Þörf handbók með Eddum og íslendinga sögum og um heimsmynd forfeðranna auk þess að vera sífijó kveikja skáldskapar og listaverka fyrr og síðar. George Steiner er prófessor í ensku og samanburðarbókmenntum við háskólann í Genf. Steiner er af- kastamikill höfundur og einkenni rita hans er stílsnilld og hugmynda- auðgi. Hann er meðal snjöllustu bókmenntafræðinga nú á dögum og meðal fremstu fræðimanna um klassísk efni. í þessu riti um Anti- gónu Sófóklesar fjallar hann um eitt víðfeðmasta og snilldarlegasta verk allra tíma bókmennta sem er jafn- framt sú mýta, sem er grundvöllur heimspekilegrar, bókmenntalegrar og pólitískrar meðvitundar, eitt þeirra „frumminna“ sem snerta hvem einstakling og samfélög ein- staklinga. Steiner leitast við að svara í þessu riti þeirri spumingu, sem hefur um aldir verið sívirk og tíma- bær, hversvegna nokkrar grískar mýtur eða goðsagnir séu enn þann dag í dag kveikja að sjálfsvitund og heimsskilningi? Hversvegna er Ant- igóna Sófóklesar jafn tímabær nú 1987 og hún var í Aþenu, þegar hún var fmmsýnd þar árið 441 f. Kr? Svarið er, að verkið snertir alla ein- staklinga á öllum tímum, vegna þess að það skírskotar til laga, sem em öllum mennskum lögum æðri? „hinna óskráðu og óhagganlegu laga guðanna". Hin fortakslausu siðalög- mál sem eru sett af guðlegum máttarvöldum em æðri ríkisrétti, mennskum tilraunum, sem reisa kröfu sína á sjálfsbirgingslegri of- dirfð guðlausra afstæðissinna um siðferði og samfélag. Steiner rekur þessa mýtu um allar evrópskar bókmenntir og heimspeki- kenningar og pólitík allt fram á okkar daga. Ofdramb og „pietas" — guðsótti — takast á og þar er spenna leiksins og þess leiks sem mann- heimur leikur nú og þá. Antigóna er þýdd á bundið mál af Helga Hálfdanarsyni og laust mál af Jóni Gíslasyni, útgefendur: Heimskringla 1975 og Menningar- sjóður 1978. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram, að Odysseifskviða sé uppspretta allra bókmennta vestur- evrópskra þjóða, ásamt Biblíunni, þá em grískar mýtur gildar enn þann dag í dag. Og þær hafa verið það um aldir, sé litið til bókmennta Vestur-Evropu. Jasper Griffin held- ur sig við enskar bókmenntir og fjallar um gildi grískrar mýtu í verk- um enskra skálda ffá Shakespeare og Milton og til nútíma skálda, Eli- ots, Audens, Louis MacNeice, Sylviu Plath og Ted Hughes. Aðrir hafa viljað vefengja gildi mýtunnar í skáldskap nútímans, telja hana ótímabæra og að ljóðið eigi fyrst og fremst að höfða til reynslu nútíma heims (Philip Larkin). Það er hvorki gerlegt að afneita hugmyndum fortí- ðarinnar né hugmyndum nútíðarinn- ar, þetta hvorttveggja vefst saman í þjóðtungunum, þjóðtunga eða mál og meðvitund eru ein heild og tungan tjáir nútíð allrar fortíðar og skáld geta síst allra manna afneitað gildi þeirra fortíðar, sem tungan geymir. Gildi grískrar mýtu var samofin enskum bókmenntum og er það enn þann dag í dag. Griffín rekur áhrif- in í þessum fyrirlestrum og kemst að þeirri niðurstöðu að án mýtunnar verði heimurinn grárri og meðvit- undin sljórri. Frásögnin um „hinn víðförla mann ... er sá borgir og þekkti skaplyndi margra manna“ er enn þann dag í dag efniviðurinn sem er kveikja skáldskaparins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.