Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 51 m Símamynd/Sverrir Vilhelmsson Atjánda vítaspyrnan mistókst! Jónas Róbertsson, sem skorað hafði úr 17 vítaspymum í röð fyrir Þór síðan 1984, nýtti ekki þessa spymu, er staðan var 2:1 fyrir Þór í gærkvöldi. Þorsteinn plantaði sér í rangt hom, en varði með fætinum. MJOLKURBIKARKEPPNI KSI / ATTA LIÐA URSLIT Þóráfram eftirvítaspyrnukeppni aðra umferðina í röð!: ff Mér líður stórkostlega -sagði Baldvin Guðmundsson, markvörður, hetja Þórsara u „MÉR líður stórkostlega. Ég giskaði á horn í bœði skiptin, það þýðir ekkert annað,“ sagði Baldvin Guðmundsson, hetja Þórsara í gærkvöldi er liðið tryggði sér þátttökurétt í und- anúrslitum bikarsins. Það sigraði Keflvíkinga eftir víta- spyrnukeppni — staðan 2:2 eftir venjulegan leiktíma, en sfðan var aðeins skorað úr þremur vítaspyrnum af tíul! Þór úrtveimur og Keflavík úr einni. Taugaspennan var í algleym- ingi í lokin en Þórsarar eru komnir í undanúrslit í annað sinn í sögu félagsins — fyrst 1985, þá einnig undir stjórn Jóhannesar Atlasonar. Keflvíkingar voru mun ákveðn- ari í fyrri hálfleiknum og fengu einu færin. Gunnar Oddsson ógnaði tvívegis verulega; fyrst varði Bald- vin mjög vel frá honum úr dauðafæri með úthlaupi og síðan skaut hann hárfínt framhjá ut- an úr teig. Baldvin varði síðan aftur mjög vel er Ingvar komst í dauða- færi. Það lifnaði heldur betur yfir leikn- um í seinni hálfleik. Halldór kom Þór jrfir með skoti úr miðjum teig eftir góða sókn og sendingu Hlyns. Þórsarar fögnuðu ákaft en þögnuðu fljótt því Oli Þór jafnaði fjórum mín. síðar. Freyr gaf fyrir, Óli henti sér fram og skallaði í netið við fjær- stöngina. Mjög vel gert. Þórsarar tóku gleði sína á ný er Kristján skoraði. Aukaspyma var tekin fljótt úti á velli, Guðmundur Valur skipti yfir á hægri kantinn á Hlyn sem sendi fallega yfir á fjær- stöng þar sem Kristján skallaði í stöngina og inn. Annað skallamark hans í sumar — og nú sem í fyrra skiptið fagnaði hann skemmtilega ásamt Jóhannesi þjálfara, sem kom dansandi á móti Kristjáni. Jónas Róbertsson fékk svo gullið tækifæri til að gera út um leikinn: Þór fékk víti er Hlynur var felldur; Jónas, ein öruggasta vítaskytta landsins Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Akureyri spymti, en Þorsteinn varði frá hon- um. Henti sér reyndar til hægri, Jónas skaut hinum megin við hann en Steini varði með fætinum! Jónas hafði skorað úr 17 vítaspymum í röð síðan 1984. Það var svo varamaðurinn Skúli Rósantsson sem tryggði Suður- nesjamönnum framlengingu með glæsimarki fjórum mín. fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir hom- spymu barst knötturinn til hans á vítateigslínunni og Skúli „hamraði" hann til baka — óveijandi fyrir Baldvin. Knötturinn „sleikti" stöng- ina á leið sinni í netið. Það eina markverða í fremlengingu var er Hlynur þrumaði í þverslá Keflavíkurmarksins, boltinn hrökk niður á línu og þaðan í fang Þor- steins markvarðar. Jónas Róbertsson tók svo fyrsta vítið og skoraði ömgglega. 1:0 fyr- ir Þór, og síðan varði Baldvin glæsilega frá Óla Þór. Kristján Kristjánsson skoraði svo örugglega — og er upp var staðið reyndist það sigurmarkið! Sigurður Björgvinsson skoraði þvínæst af öryggi fyrir ÍBK, Þorsteinn varði frá Guðmundi Val, Skúli Rósantsson skaut síðan yfir og Valdimar Pálsson Þórsari fram- hjá. Þá var komið að Gunnari Oddssyni — og Baldvin varði glæsi- lega! Þá gat Sigurbjöm Viðarsson tryggt Þór sigur — en það gerði hann einmitt í síðustu spymu liðsins í 16-liða úrslitunum gegn KA — en nú lenti þmmuskot hans í þverslá! Þá gat Rúnar Georgsson jafnað, en hann skaut yfir. Þar með var þessi hrikalega spennandi viðureign á enda. Þórsarar fögnuðu ákaft, en Keflvíkingar sátu eftir með sárt ennið. Þór-IBK 4 : 3(2 : 2) Akureyrarvöllur, 8-liða úrslit mjólkur- bikarkeppni KSí, miðvikudaginn 22. júlí. Mörk Þórs: Halldór Áskelsson (51.), Kristján Kristjánsson (57.). Mörk ÍBK: Freyr Sverrisson (55.), Skúli Rósantsson (86.). Gult spjald: Jóhann Júlíusson, ÍBK (30.), Ingvar Guðmundsson, ÍBK (68.), Ami Stefánsson, Þór (119.) Dómari: ólafur Lárusson. Áhorfendur: 960. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Einar Arason (Valdimar Pálsson vm. á 91. mín.), Árni Stefánsson, Júlíus Tryggva- son, Nói Bjömsson, Siguróli Kristjáns- son, Jónas Róbertsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Kristján Kristjánsson, Hlynur Birgisson (Sigurbjöm Viðarsson vm. á 116. mín.), Halldór Áskelsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Rúnar Georgsson, Guðmundur Sighvatsson, Sigurjón Sveinsson (Freyr Bragason vm. á 82. mín.), Jóhann Júlíusson, Sigurður Björgvinsson, Gunnar Oddsson, Jóhann Magnússon (Skúli Rósantsson vm. á 69. mín.), Freyr Sverrisson, Ingvar Guð- mundsson, Óli Þór Magnússon. Símamynd/Sverrir Vilhelmsson Rimma Ámi Stefánsson og Óli Þór Magnússon áttust oft við í leiknum í gærkvöldi eins og jafnan, þegar þessi lið mætast. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / SPJÓTKAST Einarsigraði á stigamótinu „Það var Ijúft að sigra hér í Róm“ „ÞAÐ var bæði Ijúft og nauð- synlegt að sigra hér í Róm,“ sagði Einar Vilhjálmsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, eftir sigur sinn í spjótkasti á stigamótinu í Rómaborg. Hefur hann styrkt mjög stöðu sína í Grand Prix- keppni Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins (IAAF) og færst úr áttunda sæti í það fimmta i stigakeppninni. Einar kastaði 78,94 metra og skaut meðal annars Bretanum Michael Hill ref fyrir rass. Hill varð annar með 78,76 metra en hefur nýlega kastað 85,24 metra, sem er þriðji bezti árangur í heiminum í ár. „Þetta var sætur sigur og virkilega góð sárabót fyrir stúdentaleikana í Zagreb. Það var ómögulegt fyrir mig að fara inn í lokaundirbúning- inn fyrir heimsmeistaramótið með þá slæmu útkomu í kollinum. Það var nauðsynlegt að skreppa hingað og enda keppnislotuna á jákvæðum nótum,“ sagði Einar frá Rómaborg. „Það var hart lagt að mér í kvöld að koma og keppa á mótum á Norð- urlöndum snemma næsta mánaðar, meðal annars í Malmö 10. ágúst, en þar verða líklega flestir beztu spjótkastarar heimsins með. Ég reikna ekki með að taka því boði. Ætla að fara skynsamlega í loka- sprettinn fyrir heimsmeistaramót- ið,“ sagði Einar, en það mót hefst í Róm 29. ágúst næstkomandi og stendur í níu daga. Úrslitin í Rómaborg urðu annars: 78,94 Einar Vílhjálmsson 78,76 Michael Hill, Bretlandi 76,90 David Ottley, Bretlandi 76,74 Peter Borglund, Svfþjófi 75,24 Nicu Roata, Rúmeníu 72,70 Jim Connolly, Bandar. 71,10 Peter Yates, Bretlandi Aouita hljóp fimmkm á 12:58,39 m SAID Aouita frá Marokkó sló eigið heimsmet í 5.000 metra hlaupi á frjálsíþróttamótinu í Rómaborg í gærkvöldi. Aouita hljóp á 12:58,39 minútum og varð þarmeð fyrstur manna til að rjúfa 13 mínútna múrinn í 5 km. Gamla metið setti Aouita í hitteðfyrra í Osló og var það 13:00,40 mínútur. Aouita sagði fyrir hlaupið að hann hefði engin áform um að reyna við heimsmet, heldur ætl- aði hann að kanna í hvaða æfingu hann væri. Hljóp hann síðustu 800 metrana undir tveimur mínútum og var 26 sekúndum á undan Banda- ríkjamanninum Sydney Maree í mark. Þetta er annað heimsmet Aouita á einni viku því hann setti heimsmet í 2.000 metrum í París sl. fimmtudag. Aouita er 27 ára hlaupari frá Ken- itra í Marokkó. Árið 1981 settist hann að í Frakklandi en flutti þaðan til Flórenz á Ítalíu 1983. Hann var ósigrandi árið 1984 og tapaði að- eins einu sinni árið 1985, en það var fyrir Bretanum Steve Cram. Var það í 1500-metra hlaupi í Niz- za í Frakklandi og hlupu báðir undir þáverandi heimsmeti. Met Cram lifði í rúman mánuð því Aouita sló Slmamynd/Reuter Sald Aoulta fagnar það á móti í Vestur-Berlín. Aouita varð ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í Los Angeles 1984 og þriðji í 1.500 metrum á heimsmeistara- mótinu í Helsinki 1983. Hann er fyrir löngu orðinn þjóðhetja í Ma- rokkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.