Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 f Reuter Soyuz TM-3 g-eimfarinu var skotið á loft frá Baikonur-geimferðamið- stöðinni, í Kazakhstan, snemma í gærmorgun. Sovétríkin: Fyrsta sýrlenska geim faranum skotið á loft Moskva. Reuter. SOVÉTMENN skutu í gærmorgun á loft geimfari sem í voru fyrsti sýrlenski geimfarinn og tveir sov- éskir félagar hans. Ferð þeirra á að standa í 10 daga og munu þeir m.a. tengjast geimstöðinni MIR er verið hefur úti í geimnum siðan i febrúar 1986. Sýrlendingurinn, Mohammad Far- is, er annar arabinn er fer í geimferð. Sá fyrsti var saudi-arabiskur p'rins, er fór í geimferð með Bandaríkja- mönnum árið 1985. Faris hefur þjálfað sig fyrir ferðina undanfarin tvö ár og á hann m.a. að taka mynd- ir af eyðimörkum Sýrlands og dalnum er áin Efrat rennur eftir. Geimfararn- ir eiga einnig að rannsaka andrúms- loft jarðarinnar og framkvæma læknisfræðilegar rannsóknir. Sovétmenn hafa ellefu sinnum áð- ur boðið útlendingi að taka þátt i geimferð og hafa geimfaramir yfír- leitt verið frá dyggum stuðningsríkj- um Sovétstjómarinnar. Sýrlendingar eru t.d. taldir fraustustu fylgismenn Kremlvetja meðal arabaríkja og kaupa ógrynni af vopnum frá Sov- étríkjunum. Á næsta ári er ráðgert að Búlgarir og Frakkar taki þátt í leiðangri til MIR-geimstöðvarinnar. Sviss tekur forystuna í gerð sólarorkubíla Zurích. Reuter. TALSVERÐ líkindi eru á, að á næsta áratug verði Svisslend- ingar farnir að aka til vinnu i hljóðlausum, léttum bílum, sem eru ódýrir, sparneytnir og valda engri mengun. Það er að minnsta kosti draumur verk- fræðinganna — bæði leikra og lærðra - sem segjast hafa gert Sviss að forystulandi i gerð sól- arorkubíla. „Það em fleiri sólarorkubílar í Sviss en nokkm öðm landi og þeir em almennt á hærra tæknistigi hjá okkur en annars staðar," segir raf- magnsverkfræðingurinn Urs Muntwyler. Muntwyler er sá, sem skipulagði heimsmeistarakeppnina í sólarorku- akstri, „Sólarferð", og naut þar góðs af almennum áhuga landa sinna á hreinleika raforkunnar. Heimsmeistarakeppnin var fyrst haldin árið 1985, og þá fyrir for- göngu verkfræðinema. Hún er nú orðinn árlegur atburður í Sviss og á vísan dyggilegan stuðning sviss- neskra iðnfyrirtækja, auk þess sem fjölmiðlar gerða keppninni rækileg skil. Sólarorkubflamir „veiða“ sólar- ljósið í þar til gerða geislaplötu og breyta því í raforku, sem vistuð er í geymum til seinni nota - þegar bflamir er í akstri. „Sé ekið á sólríkum degi, má enn fremur fá fímm til sex amper inn á geyminn," segir Renate Jenni, þrítugur handavinnukennari frá Bem. Smíði sólarorkubflanna hefur sameinað ólíka hópa manna, allt frá umhverfísvemdarsinnum til sér- fræðinga á svið hátækni — og það sama má segja um keppnimar. „Ég tek eingöngu þátt í þessu vegna ánægjunnar við aksturinn," segir Jenni, sem smfðaði grindina f eigin sólarorkubíl - eins sætis bfl, sem er í laginu eins og blýantur. „Hann er svo gjörsamlega laus við að menga út frá sér, auk þess sem hann er bæði hljóðlátur og fall- egur.“ Bræður hennar sáu um rafeinda- og tæknibúnaðinn í bílnum. Þeir era miklir áhugamenn um gerð sól- arorkubfla og era á kafí í tilrauna- starfi þar að lútandi í frítímum sínum. Þeir eiga og reka fyrirtæki, sem sérhæfír sig í sólarhitunarkerf- um fyrir íbúðarhús. Jenni-fjölskyldan sér fyrir sér þann möguleika, að þetta starf geti orðið vísir að nýjum iðnaði — auk ánægjunnar, sem það veitir. Um 50 sólarorkubflar era þegar komnir á ökutækjaskrá í Sviss og þijú eða fjögur fyrirtæki einbeita sér að framleiðslu þeirra, en fram- leiðslan er enn sem komið er í mjög smáum stfl. Rannsókn, sem gerð var í Sviss, leiddi í ljós, að þessir bílar era álit- legur kostur frá tæknilegu sjónar- miði, og það er umtalsverður markaður fyrir þá þar í landi. Vandinn er fólginn f fjármögnun framleiðslunnar. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar mundi það kosta nokkur hundrað milljóna sviss- neskra franka að fjöldaframleiða sólarorkubfla, sem seldir yrðu á 10.000 franka (um 250.000 ísl. kr.) hver. I Sviss er enginn bílaiðnaður og erlendir bflaframleiðendur hafa enn sem komið er ekki sýnt málinu al- varlegan áhuga. „Framleiðendumir halda að sér höndum, en fylgjast grannt með því, sem kemur út úr starfí áhuga- mannanna," segir Rene Jeanneret, aðstoðarforstjóri Bienne-tækniskól- ans í Norðvestur-Sviss. í skóla hans er sérstök deild fyrir sólarorkurann- sóknir, og bíll, sem smíðaður var þar, vann í heimsmeisiarakeppninni á þessu ári. Ég sé fyrir mér þá ffamtíðarsýn, að léttbyggðir tveggja sæta sólar- orkubflar geti hentað ágætlega á stuttum vegalengdum," segir Jeanneret. „Þeir mundu endurhlaða geymana á sérstökum áfyllingar- stöðvum." Eini tæknilegi vandinn, sem enn á eftir að yfírstíga, era geymamir sjálfír. Blý-sýrageymamir, sem nú era notaðir, henta sólarorkubflun- um illa. „En ég trúi því statt og stöðugt, að nýir og hentugri geym- ar verði komnir á markaðinn upp úr 1990,“ segir Jeanneret. Reuter. Renate Jenni undir stýri á sólarorkubíl sínum í heimsmeistara- keppninni „Sólarferð“, sem nýlega var haldin í Sviss. Hún segir, að bílinn, sem er eins og stór blýantur í laginu, sé „Iaus við að menga andrúmsloftið, hljóðlátur og fallegur". Bandaríkin: Fjölmiðlafár vegna kosta og galla „hins nýja Rússlands í BRESKA blaðinu The Times birtist fyrir skömmu grein eftir Char- les Bremner, fréttaritara blaðsins í New York-borg. Þar Qallar hann um þau áhrif sem stjórnarstefoa Gorbachevs Sovétleiðtoga hefúr haft — ekki í Sovétríkjunum, eins og flestir keppast við að greina frá — heldur í Bandaríkjunum. Það vill nefnilega oft gleymast að Gorbachev hefúr ekki sist tekist að snúa fólki hins frjálsa heims til fylgis við sig, eins og fram kemur í greininni hér á eftir. Fjölmiðlastjarnan Mikhail Gorbachev. „Mikhail Gorbachev, fram- kvæmdastjóri Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, kann að eiga í erfíð- leikum með að breyta fréttaflutn- ingi í Sovétríkjunum, en hann á ekki í neinum vandræðum með bandarísku fjölmiðlana. Það er varla hægt að kveikja á sjónvarpinu í Bandaríkjunum þessa dagana án þess að rekast á heim- ildamynd um „hið nýja Rússland", eða einhvem talsmann Sovétstjóm- arinnar þar sem hann rekur gömul mistök stjómar sinnar. Tímarit birta ítarlegar greinar um daglegt líf frá Rigu til Kha- barovsk. Fyrir tveimur mánuðum helgaði hið útbreidda tímarit People Sovétríkunum heilt tölublað og að- alefni síðasta tölublaðs fréttaritsins Time íjallaði að mestu um Sovétríki Gorbachevs. Fyrir hálfum mánuði sendi sjónvarpsstöðin CBS út tveggja kiukkustunda langan þátt í umsjá Dan Rather og annara helstu fréttamanna stöðvarinnar, sem fóru í vikuferð til Sovétríkjanna til þess að kynnast „glasnost" af eigin raun. Bandaríkjamenn hug- fangnir Bandaríkin era nú eina ferðina enn hugfangin af hinu risaveldinu og það aldrei sem fyrr. Rússar á hinn bóginn vita af þessu og hafa fært sér það í nyt til þess að bæta almenningsálitið enn frekar. Þetta hefur valdið áhyggjum hjá mörgum innflytjendum af rússnesku bergi brotnum sem og íhaldsmönnum, sem telja að þjóðin sé að fyllast falskri öryggiskennd, sem kunni að veikja öryggi hennar. Sem dæmi um þetta má nefna að Dmitri Symes, stjómmálaskýr- andi og flóttamaður frá Sovétríkj- unum, sagði upp stöðu sinni sem ráðgjafí CBS í sovéskum málefnum vegna vinnubragða við þáttargerð- ina. Sagði Symes að sjónvarpsstöð- in hefði plötuð upp úr skónum af Sovétmönnum við tökur heimildar- myndarinnar. Skoðun bandarískrar alþýðu á Rússum, hefur vissulega fylgt pólítískum straumum, sem fjölmiðl- ar hafa tekið þátt í að móta, en jafnvel þegar hvað skörpust mynd hefur verið dregin upp af hinu kjamorkuvædda lögregluríki, hafa Bandaríkjamenn ávallt hneigst til þess að lfta á Rússa sem ósköp venjulegt fólk — en undir stjóm ómennskrar harðstjómar. Venjulega Rússa þyrstir í fróð- leik um Bandaríkin, en þeir hafa öllu jarðbundnari skilning á þeim pólítísku og menningarlegu hindr- unum, sem era á milli þjóðanna tveggja. Endurspeglun kvik- myndanna Frá Kruschev-þíðunni á sjötta áratugnum hafa kvikmyndir á borð við „Rússamir korna" sýnt mann- legt, ef ekki vinalegt andlit á kjamorkuandstæðingnum. Hin skammæa slökun áttunda áratug- arins hafði för með sér James Bond-ræmur þar_ sem 007 vann í félagi við KGB. Ákveðnari afstaða var tekin á fyrstu fímm áram Reag- ans og áróðursmeistaramir í Moskvu litu á myndir eins og „Rambo“, „Rocky“ og „Amerika" sem nokkurs konar samsæri gegn Sovétríkjunum, frekar en viðbrögð við stefnu þeirra. „Ég held að Bandaríkin hafí stað- ist hatrið," skrifaði Vitaly Korotich, ritstjóri Ogonyok það tímarit so- véskt, sem helst fetar veginn sem Gorbachev varðar. Grein Korotichs, þar sem Bandaríkjunum árið 1987 var hrósað í hástert, birtist sam- tímis í júní-heftum Ogonyok og bandaríska blaðsins Parade, en rit- stjóri þess reit jafnframt grein um Sovétríkin, sem birtist í sömu blöð- um. Rússar geta þakkað sjálfum sér mestan part þessa bætta álits Bandaríkjamanna á sér. Hin aðlað- andi framkoma Gorbachevs á þama að sjálfsögðu dijúgan þátt að máli — ekki síður en ýmsar aðgerðir hans, eins og lausn dr. Andrei Sak- harovs og annarra andófsmanna. Menn skyldu þó ekki gleyma þætti sovéskra áróðursmeistara, því fag- leg vinnubrögð þeirra hafa ekki síður breytt ímynd Rússa í huga Bandaríkjamanna til hins betra. í fyrsta lagi hafa Kremlveijar svo gott sem einangrað bandaríska fréttaritara í Moskvu, en ráðamenn eystra telja þá óþarflega neikvæða og kaldhæðnislega í garð Sovét-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.