Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 13
+ or MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 13 Snýst bókmenntaumræð- an aðeins um persónur? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Tímarit Máls og menningar. 2. hefti 1987. Ritstjóri: Silja Aðal- steinsdóttir. Útgefandi: Bók- menntafélagið Mál og menning. Tímarit Máls og menningar er að þessu sinni í þyí að prenta fyrir- lestra og ræður. Ádrepan Bemsku- minningar eftir Guðmund Andra Thorsson var flutt á fundi Félags áhugamanna um bókmenntir, Reyf- arahöfundurinn Dostojevskí eftir Áma Bergmann er erindi flutt hjá sama félagi. Ekki veit ég hvort Halldór Guðmundsson hefur ein- hvers staðar flutt ritgerð sína um Balzac sem hann nefnir því skemmtilega nafni Af rotnun legg- ur himneska angan, en fullyrt er að John F. Deane hafi samið grein- ina írskar nútímabókmenntir sér- staklega fyrir Tímarit Máls og menningar. Guðmundur Andri Thorsson hef- ur spjall sitt á fullyrðingu um að bókmenntaumræðan hér á landi einkennist lítið af umfjöllun um bækur, meira sé um „að rætt sé um persónur og skiptast menn í flokka eftir því hvemig þeim líkar við þær persónur“. Guðmundur Andri kemur hér að atriði sem margir hafa vikið að undanfama áratugi. Lengi voru bækur dæmdar eftir pólitískum skoðunum höfunda þeirra, en nú held ég að annað ráði mati manna, ekki síst persónur höfundanna, til dæmis hvernig þeir birtast sjónvarpsáhorfendum og hvemig þeir standa sig yfirleitt í íjölmiðlaumræðunni. Það gerist líka eins og Guðmundur Andri lýsir að vandlátir lesendur snúast gegn höf- undum sem eru of mikið í sviðsljósi, hafa orðið bráð auglýsenda í gervi útgefenda, fréttamanna eða þátta- gerðarmanna. Eina vonin er að ganrýnendur taki af skarið og segi meiningu sína hversu vinsæl eða óvinsæl sem hún er. Aðalefni spjalls Guðmundar Andra er þó nokkur vöm fyrir þá ungu höfunda sem skrifað hafa „bemskuminningar" sínar í skáld- söguformi. Það er rétt að kynslóðin á undan þessum höfundum var of upptekin við að lýsa sjónarmiðum uppflosnaðra manna utan af landi og sá Reykjavík yfirleitt í óvinveittu ljósi. Tími var vissulega kominn til að Reykvíkingar sjálfir fjölluðu um umhverfi sitt og ekki get ég talið að það sé neikvætt að skrifa „strákabækur" handa fullorðnum, það eitt ræður ekki úrslitum um bókmenntagildi verka. Olafur Gunnarsson er meðal reykvískra höfunda sem Guðmund- ur Andri ræðir um. Ólafur skrifar grein um samvinnu sína og Ólafs Jónssonar á meðan skáldsagan Ljóstollur var í smíðum. Hann rétt- lætir greinina með því að yngri menn í skáldskap gætu grætt á henni, áttað sig á þeim erfiðleikum sem mæta þeim sem vilja koma saman „þolanlegu skáldverki". Greinin, Að kunna skil á sínu skaz-i, er ekki ómerk heimild um þá Ólaf og Ólaf, en fyrst og fremst sýnir hún hve útgefandinn, Jóhann Páll, er kænn að freista þess að tryggja sér velvild og helst góðan dóm gagnrýnanda með því að leita um- Cterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill! sagnar hans áður en handrit verður bók. Kynning Friðriks Rafnssonar á júgóslavneska rithöfundinum Dan- ilo Kis með þýðingu á sögu eftir hann og viðtali þykir mér góðra gjalda verð. í viðtalinu kemur fram hve miðevrópsk hefð er um margt sérkennileg og er ekki einungis bundin við rithöfunda af gyðinga- ættum þótt Kis sé gyðingur. írskar nútímabókmenntir eftir John F. Deane er viðamikil kynning og tímabær. Verst er að þýðandinn, Sigurður A. Magnússon, skuli ekki hafa haft tíma til að þýða ljóðatil- vitnanir sem eru margar. Lesendum skal bent á að nýlega birtust í Les- bók Morgunblaðsins þýðingar eftir einn þeirra höfunda sem Deane íjallar um: Seamus Heany. Þær þýðingr gerði Karl Guðmundsson og tókst honum mjög vel að ná hinum sérkennilega blæ Heanys sem velur sér ekki yrkisefni af létt- ara tagi og er ákaflega vandþýddur. Ég hafði gaman af lestri greinar Kristínar Geirsdóttur um Jónas Hallgrímsson. Ekki vegna þess að í greininni komi fram nýstárleg við- horf til Jónasar heldur miklu fremur af þeim sökum að hún speglar mat eldri kynslóðarinnar á skáldinu og Kristín hefur til að bera sjaldgæfan innileik í umfjöllun um skáldskap. Skáldskaparefni er ekki af skom- Seamus Heany um skammti í þessu hefti Tímarits Máls og menningar: ný ljóð eftir Þorstein frá Hamri og Steinunni Sigurðardóttur og ljóð og sögur eftir höfunda sem ekki eru eins þekktir og þá sem eru að byija. Ólafúr Gunnarsson Peter Hallberg hættir ekki ac fjalla um Halldór Laxness. Síðar: hluti ritgerðar hans, Listin að ljúks sögu, birtist í þessu hefti og vekui hann eins og oft áður athygli fyrii skýrleika í framsetningu. 4 fire$toneTu*e$toneTn*e$tone HJÓIBARÐAR HLALLRA NOEA A EINUM STAÐ SENDIBILADEKK Firestone CV-2000 eru sér- staklega gerð fyrir sendiblla með mikla burðargetu. DRATTARVELADEKK Firestone F-151 með 23° mynsturhorni. Margverðlaun- uð fyrir vinnslugetu. TRAKTORSGRÖFUDEKK Sérstaklega styrkt fyrir mikið álag. Aukið akstursgrip, þýð- ari aksturog breiðari spyrnur. VINNUVÉLADEKK Fyrir allar stærri vinnuvélar. Tröllsterk dekk sem endast og endast. FÓLKSBÍLADEKK Firestone Radial fólksblla- dekkin eru mjúk, hljóðlát, endingargóð og henta auk þess sérstaklega vel til aksturs á malarvegum. JEPPADEKK Firestone Radial ATX heils- ársdekk og Radial ATX 23° torfærudekk. Gripmikil, sterk og endingargóð. LYFTARADEKK Fyrir allar stærðir lyftara, venjuleg og masslf. VÖRUBÍLADEKK Fjölbreytt úrval Firestone Radial 2000 fyrir allan akstur, á malbiki, möl og utan vega. Firestone hjólbaröar eru löngu viður- kenndir fyrir styrk, gott grip, mýkt og mikla endingu. Firestone hjólbarðar eru fáanlegir í ótrúlegu úrvali og við höfum jafnan fyrirliggjandi hjólbarða fyrir allar þarfir landsmanna. JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.