Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 15
Dr. Björn Sigfusson
„Sem stendur stuðlar
skoffinslegt kerfi, sem
útdeilir j öfnunarþing-
sætum o g mótar um leið
aðferðir stjórnarand-
stæðinga og kannski
úrsagnir úr fiokknum,
að óþjóðlegri valddreif-
ingu. En menn sporna
tæplegagegn „reyk-
vísku valdi“ með því.“
Mér sýnist aftur á móti þeim 27
liðum skipt í tvö hom. Helmingur-
inn getur tilheyrt þjónustu við
innanríkis- og fjármálaráðuneytin
(umboðsvald), nokkrir aðrir liðir
mjög ópólitískir lengstaf. En þar
næst kemur að hinu að ég segi nei
við að sýslumaður verði (í 8. lið)
sjálfskipaður sáttasemjari í vinnu-
deilum, formaður bamaverndar-
nefnda og náttúruvemdarnefndar
(18.-19. liður), taki við (6. lið) aðal-
ábyrgðinni á „samvinnu ríkis og
sveitarfélaga" (sem líklega gripi
yfír togstreitu milli ráðuneyta og
ósamþykkra aðila í samsteypu-
stjómum, um þá samvinnu). Loks
tekur valddreifingarlistinn undir sig
og sýslumanninn (í sjö undirliðum)
kjamann úr téðum 13 málaflokk-
um, sem lögin (1986) fela félags-
málaráðuneyti til yfirstjómar og
sveitarfélögum til framkvæmdar. —
Rekst ekki þetta talsvert á „praxis"
í komandi verkefnaskiptingu
þríflokkastjómar vorrar?
II. í bakgrunni verð-
andi borgríkis sýnast
tvö fylki munu rísa
Við reifun stjórnsýslutillagna í
I. kap. greinar var sóst eftir upp-
stokkun, sem auki sveigjanleika í
verkaskiptingu, sem er milli lands-
hluta (sýslna, síðar fylkja?) og 10
ráðuneyta. Skjóta má nú inn fyrir-
vara: Útkoma úr sveigjanleika
mætti ekki verða sú, m.a. eftir að
dreifbýlisþingmönnum hlýtur að
verða fækkað á Alþingi, að „vald-
dreifingin" eftirsótta fari að liggja
mest í skæklatogi milli téðra ráðu-
neyta, sem skipi svo sýslumönnum
fyrir sitt á hvað, noti þá sem pínu-
litla hirðstjóra útsenda af borgrík-
inu, sbr. miðaldir og einveldi.
Eg benti á og styð fækkun og
þar með valdsmannaviðreisn Stein-
gríms. En aðeins að því marki, sem
hún setur aldrei sýslumann í mið-
punkt vinnudeilna né ólíkra bar-
áttumála, sem heildir sveitarfé-
laga (undir forystu bæja héðan af)
koma til með að sækja fast, jafnvel
móti tjármála- og innanríkisráðu-
neytum.
Ekki fellst ég frekar en Stein-
grímur á stjórnstig, sem kallað yrði
þriðja „fijálst" sveitarfélagssam-
band, né á neins konar „fylki“, sem
tækju hvert stakt sveitarfélag sem
grunneiningu atkvæða innbyrðis
(ólíkt norskum fylkiskosningum).
Til slíks væri það enn óhæfara en
sýslumenn. Pylkjafrumvörp og til-
lögur til þál. um sama, framkomin
á Alþingi, tel ég veðurboða harðra
hríða um aldamót eða seinna en að
nonr t tttt oo cttt',v # /'TTTrm*'T#TrT rrrrx * títt/. tmt
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
Jhr
15
öðru leyti strandar skip þeirra frv.
á tveim skeijum, skorti á fjárráðum
og mótspyrnu óttans um að fylkis-
stjóm grípi mörg tækifæri til
hindrunar Alþingi og almennari
þjóðarvilja, valdi töfum og vetórétti.
Nú líður að því að allir þéttbýlis-
staðir yfir 1000 íbúa stærð taki sér
bæjarréttindi. Hreppasameining er
hvergi árangursmeiri en þar, sem
með henni næst sú stærð. Dæmi,
sem gerist þó ekki 1988: Stokks-
eyrarhreppur æskuára minna,
klofinn síðan í helftir (tvö grann-
þorp, sem eiga að hressast við nýju
Olfusbrúna) yrði betri og nafii-
stærri bær, Eyrar, við það að
sameinast aftur. Eyrar hét þessi
söguglæsti hafnarstaður þjóðveld-
istímans.
Allt það söguskeið, sem sýslu-
nefndir höfðu umsýsluvilja og
dálítinn peningamátt, sem nú er
útdauður með hægð, bjó þjóðmeiri-
hlutinn í sýslum, ekki í löggiltum
kaupstöðum, sem guldu sýslusjóði
ekkert. Nú er sá sýslnapartur þjóð-
ar á hraðri niðurleið úr 20% til 10%
íbúa eða neðar fyrir aldamót. Þetta
er eitt landfræðiatriðið af mörgum,
sem sanna úreldingu smásýslna-
kerfis og kenna oss að næstu 10
árin gætu fyrirbúið, en ekki skapað
af neinni mynd, neitt 3. stjómstig.
Bæir kjósa að þaulreyna það að
skipta beint við ráðuneytin.
En pólitísk framvinda tekur
stökkbreytingum eins og í lífteg-
und, hún tileinar oss ný erlend
kvæmi, eða söguprófuð afbrigði og
gömul (m.a. borgríkisástandið).
Gagnslaus tilraun væri þá t.d. að
segjast vera að búa til 3. stjómstig
gegnum línulega þróun, líkt því sem
með kynbótum ætti að æxla hrygg-
dýr út frá lindýraætt. Nokkrir
hreppafulltrúar, á öfugri skoðun við
mig, hrósa happi yfir þeim smáa
eðlilega hlut að 116. gr. sveitar-
stjómarlaga kannast við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga sem
(valdalausan) ráðgjafa hins opin-
bera. En greinin löggildir ekki það
fijálsa samband, hvað þá hún skapi
í það hryggsúlu. Hvernig ætti þá
stökkbreyting dýraþróunar að geta
notað sér tengingarmynstur í band-
ormi til að setja saman gangfært
hryggdýr?
Ekkert nema harðhent valdboð
Alþingis getur komið á fót fylki á
íslandi og haldið því gangfæru,
skammtað því viðráðanlegar stærð-
ir valds og árvissra tekna; fleiri
tekjulindum ætti lýðkjörin heima-
stjóm fylkis (amts) að geta bætt
við án ofsköttunar.
Hin fjölmennu ömt (fylki) um öll
Norðurlöndin hin eru vön því að
eiga sér vægi og auð, a.m.k. til
jafns við það suðvesturhom vort,
sem ég gæti hugsað mér fylkið
Esjuland. Þau ömt em að sama
skapi metnaðarfull um gott tekju-
stig þegna sinna, skólahald, flug-
samgöngur, margþætta og arðbæra
ferðaþjónustu o.s.frv. I fyllingu
tímans mun þessi fjármagnsfreki
metnaður, óskyldur innanríkisráðu-
neyti, vinna sér nóg Alþingisfylgi.
Þó því aðeins að þess krefjist með-
vitund rótföst í tveim dreifbýlis-
fylkjum, sem hvort um sig réði yfir
mannvali svipaðrar stærðar eða
fjölbreytni og Gotland í Eystrasalti
eða Færeyjar. I 3 kjördæmum, er
samsvara fyrrverandi Norðaustur-
amti, búa 50 þúsund og þar er sagt
eitthvert efni í metnað.
Botn þessa kap. er sá að sín
hryggsúlan í hveiju þriggja fylkja
á Islandi auki, þegar til kemur,
viðnámsþrótt þeirra og menningar-
lega reisn en dragi úr sveigjanleika
að sumu leyti. Af svo meðvituðum
vilja landsbyggða veitir þjóðmenn-
ingu ekki.
III. Sveit og fylki séð
sem geiri þjóðríkis
en ekki markaðs
Óheimilt er landsþegnum vorum
að beita sér gegn forræði Alþingis
í krafti þeirrar kórvillu að undir
sjálfsvali manns sé komið að ganga
til hlýðni við ríki eða gera það ekki
og vegna sams konar rökleiðslu eigi
sveitarfélag (eða kjördæmi, sem
breyti sér í fylki) að vera ríkinu
óbundið um allt, sem ekki binst
„fijálsum" samningi þeirra í milli.
Hitt er miklu sannara um fomt
þjóðveldisform vort að viljann til
landgreips skipulags en engan
ríkjandi anarkisma fluttu landnem-
ar hingað frá Noregi fyrir ellefu
öldum. Hreppaskipan óx upp í tiltrú
til þess að hér yrði ekki lagalaus
byggð til lengdar. Milli goðorðsætta
hófst einhver markaðskeppni, sem
á 13. öld umtumaði miklu. En það
raskar engu í viðurkenningu vorri
á því fullveldi lands yfir okkur
lifendum þess, sem er nú regla SÞ
um heiminn og er orðið náttúru-
réttur. Ónákvæmt en landfræði-
lega hentugt er að kalla hitt
kantónurétt, sem það fylki mundi
eignast, sem þarf ekki að hlýða
sýslumönnum og umboðsvaldi alrík-
is nema mjög takmarkað (Sviss
t.d.).
Hin samnorræna stjómsýsluhefð
(og frönsk) hefur um aldir stutt vel
þann miðstjómar- og landsföður-
vilja, sem ríkisumboðstillögur
Steingríms G.auta, og raunar mínar,
vilja framfylgja. En þær örva
samtímis töluvert sjálfræði innan
fylkisumgerðar (eða sýslu?).
Nú skal endurtekin sundurgrein-
ing: Neðan úr „grasrót" jafhrétt-
hárra kjósenda í fylki (amti) þarf
að rísa valdsform (fylkisráð) félags-
ráðuneytisverkefna, skólahalds og
ennþá dýrari velferðarráðstafana
þó best sé að halda þar verkahring
fógeta og sýslumanna utan við.
Þeirra manna kraftur er í armlegg
teygðum ofan frá æðstu stöðum. A
ýmsu veltur hvenær hann mætir
viljanum að neðan á miðri leið en
stundum verður útkoman mögnuð
skautun í hinar ólíklegustu áttir.
Aðstaða landsbyggðarfylkja verður
síst veikari en er í Noregi ef um-
stangsbreidd þeirra er gerð hér
margfalt mjórri og einlitari en þar.
Að sama skapi ódýrari.
Með engu mótu hæfir að veita
Esjulandi (þ.e. þjóðmeirihlutanum)
þá rúmgóðu fylkisstjóm, sem ger-
völlum tegundum umboðsvalds á
svæðinu væri hlaðið undir. Slíkt
skipulag færi í hnút og ofkostnað.
En ef þó lánaðist að greiða vel sund-
ur hnútinn tæki við ríkismannarígur
með þeim endalokum að ríkisstjóm,
skipuð af Alþingi, yrði að próventu-
kerlingum, settum í umsjá þáver-
andi borgarstjóra í borg Davíðs.
Umræður um spurnir, sem tilheyrt
gætu efni voru, mega ekki fá nema
takmarkaða lengd.
Höfimdur er fyrrverandi háskóla■
bókavörður
NU FER AD
HITNA I KOLUNUM
Það er tilhlökkunarefni að byrja
grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör
og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta
í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel
sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf . . . nema grillmatinn!
Grillkol 2,3 kg
Grillkol 4,5 kg
Grillvökvi 0,51
Grillvökvi 1,01
Grill
225 kr.
434 kr.
75 kr.
120 kr.
frá 2076 kr.
Grilláhöld og grillbakkar
í úrvali.
Miklaholtshreppur:
Heyskapur mislangt kominn
Borg í Miklaholtshreppi.
MEÐ KOMU hundadaga breytti
hér um veðurfar og hafa síðan
verið suðlægar og vestlægar átt-
ir með nokkurri úrkomu flesta
daga. Vissulega var þörf á að fá
rigningu, jörðin var orðin mjög
þurr og grasvöxtur, þar sem
grunnt er á möl, var i knappara
lagi.
Heyskapur er hér á mörgum stig-
um. Þeir sem byijuðu snemma eru
að mestu búnir með fyrri slátt en
aðrir sem byijuðu seinna eru verr
settir og sums staðar er engin tugga
komin í hlöðu. Útlit er fyrir góða
seinni slægju þar sem snemma var
slegið og sumsstaðar borið á á milli
slátta.
Páll
Fljótvírk
- góð-
íslcnsk!
Fást í matvöruverslunum
og á bensínstöðvum.