Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 37 ► Kr. 2850 Efþú ert ívafa ••• Litir: Svart, hvitt, brúnt. Tegnr. 1469. úti á landsbyggðinni, á Seyðisfirði og á ísafirði og í Reykjvík er á ævina leið. Hann hefur því leitt marga unga manneskju til nokkurs þroska og að því er ég hygg fam- ast býsna vel f því verki á langri leið. En auk fyrrgreinds meginstarfs hefur Friðrik fengist við margt um dagana enda af þeirri kynslóð kenn- ara sem man tímana tvenna hvað launin áhrærir, man þegar launin voru greidd í úttektarmiðum og man að aldrei veitt af að drýgja tekjumar með því sem hendi var næst og til féll yfir sumartímann. En hver sem verkin voru þá reyndist Friðrik nýtur liðsmaður, enda alla tíð mjög vel á sig kom- inn, skólaður vel líkamlega og íþróttum búinn og að auki mjög Friðrik Jónasson frá Breiðavaði á Fljótsdalshéraði er áttræður í dag. Hann er sonur Jónasar Eiríks- sonar hreppstjóra, áður skólastjóra á Eiðum og Helgu Baldvinsdóttur. Eftir að Friðrik lauk kennaraprófí árið 1928 stundaði hann íþróttanám í Kaupmannahöfn og kynnti sér einnig kennsluhætti í Osló og víðar. Friðrik hefur síðan fengist við kennslu lungann úr ævinni bæði útsjónarsamur við verk, skipulagð- ur og mikið snyrtimenni eins og bókasafn hans til að mynda ber glöggt vitni um. Friðrik hefur einnig fengist við bókband og em þær ófáar bækurn- ar sem prýða heimili fólks og vitna um natni og vandvirkni hans. Hin síðari ár hefur Friðrik átt kyrrlát og friðsælt líf í fylgd hinnar mætu konu sinnar, frú Magneu Hjálmars- dóttur, sem hefur búið þeim fallegt heimili sem margan hefur hýst á gleðistundum við sérstaka gestrisni og myndarskap húsráðenda. Þau hjónin dvelja um þessar mundir í Skotlandi, enda bæði sérlega hress, bæði að yfirbragði og allri gerð, þrátt fyrir mörg ár að baki. Þessar línur mínar eru annars einvörðungu til þess birtar til að þakka Friðriki og reyndar þeim hjónum báðum fyrir allt það góða og dýrmæta sem þau hafa ósleiti- lega og hlýtt leyft mér að njóta í samvistum um árin. Ég óska Friðriki allra heilla og bið honum og Magneu birtu og góðrar heilsu um ókomin ár. Bogga SMÁ- VÖRU' ÚRVAUB ERHJÁOKKUR Kr. 2250 ••þú bendum Sanitas stöðugsókn Litir: Hvltt, Tegnr. 1478. Kr. 2815 ••spor í rétta átt______► Litir: Offwhite, svart, Ijósbrúnt, grábrunt. Tegnr. 1467. Viðþolsleysi í Paradís Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn A Eyðieyju — Castaway ★ ★ lfa Leikstjóri: Nicolas Roeg Handrit: Allan Scott, byggt á sögu Lucy Irvine Tónlist: Stanley Myers Aðalleikendur: Oliver Reed og Amanda Donohoe Bresk. Cannon 1987 Örugglega hafa flestir átt sér þann draum að sleikja sólina mán- uðum saman á suðrænni paradís- areyju þar sem maður þarf rétt að teygja sig eftir freistandi hita- beltisávöxtum og í þessum af- skekkta aldingarði yrði engin tækni; enginn sími, sjónvarp, bréfalúga. Já, og aðeins ein mann- vera fyrir utan mann sjálfan, grönn og spengileg kona. Sem- sagt, Eden endursköpuð. Rithöfundurinn Gerald Kings- land (Oliver Reed) lét þennan spennandi draum rætast. Að nokkru leyti að ráðum forleggjara síns auglýsti hann eftir kvenkyns félaga til ársdvalar á eyju undan Astralíu þar sem skilyrði til bú- setu voru hin bærilegustu og næsta byggða ból ekkert svo langt undan. Ævintýraþráin lokkaði Lucy Irvine til fararinnar, það varð síðann hún sem skrifaði bók um þessa einstöku lífsreynslu sem myndin byggist á. Skáldið snéri Sýnd veiði en ejkki gefin. Amanda Donohoe i Á eyðieyju. sér hins vegar að ýmiskonar við- vikum á næstu eyju að árinu loknu, þar -sem hann er vel lið- tækur á tré og jám. En manninum er sjálfsagt um megn að endurskapa paradís því þrátt fyrir yndislegar ytri aðstæð- ur skorti á að hún veitti þessum nútíma Robinson Krúsó og kven- kyns Frjádegi öll nauðsynleg fjörefni. En enginn vafi leikur á því að Kingsland fékk yfrið nóg af B-vítamínum því helsti mein- bugur skáldsins á paradísareyj- unni, var jafngamall mannkyninu, nefnilega kvenmannsleysi! Því það dugði ekki til að hafa hana fyrir augunum daginn út og inn — og það oftast kviknakta — og jafnvel þó hann hafi orðið að giftast henni fyrir ábúðina, til að fullnægja áströlskum lögum, þá harðneitaði hið glóhærða man að þýðast karl- inn fyrr en undir það síðasta og var þá viðþolsleysið orðið illþol- andi! Roeg virðist hafa gert Á eyði- eyju fyrst og fremst að gamni sínu. Því þó hann velti fyrir sér hlutunum líkt og fyrri daginn þá fer því fjarri að hann geri það af slíkum krafti og í mörgum fyrri myndum. Samanburðurinn á lífi dýra og manna, frumbýlingslífi á hálfgerðu steinaldarstigi og Vest- urlandabúans, lífi í búri og í algjöru frelsi, minna mann tals- vert á Walkabout, þó skortir hér kynngimagnið og dulúðina sem gerði Walkabout svo eftirminni- lega. Roeg tekst best upp við að glæða kvikmyndinna húmor, ein besta senan er t.a.m. amorsbrögð- in í miðjum tortímingarmætti fellibylsins, ári kraftmikið atriði atarna. Og gamla brýnið hann Reed sýnir á sér skoplegar hliðar og sennilega ekki staðið sig betur frammi fyrir myndavélunum í ára- bil. Uppgötvun Roegs, Donohoe, hentar hlutverkinu vel, í anda sem í útliti. Á eyðieyju er engin topp- mynd frá hendi hins athyglisverða Roegs, á hinn bóginn forvitnileg og „öðruvísi". Aimæliskveðja: Friðrik Jónasson frá Breiðavaði HÚSASMIÐJAN SUDARVOGl 3-5 O 687700 VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAOARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 ..við eigum skóna. afsláttur í júní og júlí veitum við 15% staðgreiðsluafslátt af pústkerfum í Volksvagen og Mitsubishi bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. SIMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 HEKIAHF SKÓMAGASlN LAUGAVEGI 97, SÍMI 624030

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.