Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
21
Ýmislegt bendir til
ólöglegs innflutn-
ings á hundum
„Ýmislegt bendir til að um ólöglegan innflutning á hundum geti
verið að ræða þegar hér koma upp hundategundir, sem aldrei hefur
verið veitt leyfi fyrir,“ sagði Eggert Gunnarsson dýralæknir vegna
ummæla dr. Páls Hersteinssonar í Morgunblaðinu siðastliðinn þriðju-
dag. Þar bendir Páll á að hætt sé við að hundaæði berist til landsins
með ólöglegum innflutningi gæludýra en hundaæði veldur meðal
annars tjóni í loðdýrabúum berist sjúkdómurinn þangað. Lögum
samkvæmt þarf leyfi landbúnaðarráðuneytisins fyrir innflutningi á
lifandi dýrum.
„Eftir að innflutningsleyfi hefur
fengist eiga hundarnir að vera í
einangrun í 3 til 6 mánuði en gall-
inn er sá að engin opinber sóttkví
er fyrir hendi í landinu. Eigandinn
verður því að halda hundinum inni
á egin heimili og halda honum frá
öðrum skepnum," sagði Eggert.
Hann sagði það varasamt að flytja
inn hunda leyfislaust og þá ekki
eingöngu vegna hættu á hundaæði
heldur einnig vegna annarra smit-
sjúkdóma.
„í Danmörku hefur hundafár sem
barst frá Þýskalandi valdið miklum
skaða í loðdýrabúum, svo það eru
ekki einungis hundar sem eru í
hættu," sagði Eggert.
Oddur Rúnar Hjartarsson fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur sagði að landbúnaðar-
ráðuneytið hefði veitt leyfi fyrir
innflutningi á hundum frá Svíþjóð
og Noregi. „Svo hafa sendiráðs-
menn fengið að koma með hunda
sína til landsins," sagði Oddur
Rúnar. Hann sagði að hundaeftirlit-
ið hefði ekki orðið vart við ólöglega
innflutta hunda enda væru þeir
eflaust síðastir til að frétta af því.
Samkvæmt reglum þarf ekki að
geta um uppruna hundanna sem
leyfi er veitt fyrir. „Það hefur oft
verið talað um að hvolpar hafi ver-
ið svæfðir og þeir síðan fluttir
flugleiðis til landsins en ég hef aldr-
ei fengið það staðfest," sagði Oddur
Rúnar.
Fæðingardeild Landspítalans:
769 börn fæddust
síðustu flóra mánuði
Flestar fæðingar
í apríl
SÍÐUSTU Qóra mánuði hafa 769
börn fæðst á fæðingardeil Land-
spítalans og hafa verið miklar
annir á deildinni af þeim sökum.
Flestar voru fæðingarnar í april,
211, en það sem af er júlí hafa
160 börn fæðst og er reiknað
með að 50 börn bætist við áður
en mánuðurinn er allur að sögn
Kristínar Tómasdóttur yfirljós-
móður.
Fæðingarheimili Reykjavíkur er
lokað í júlímánuði og því mátti bú-
ast við að senda þyrfti sængurkonur
heim af fæðingardeild Landspítal-
ans á 3ja degi en ekki hefur komið
til þess ennþá að sögn Dóru Hall-
dórsdóttur deildarhjúkrunarkonu. í
marsmánuði fæddist 181 bam á
fæðingardeildinni og í apríl 211
böm, sem fyrr segir. í maí fæddust
187 böm og í júní 190 böm en
samkvæmt spá fyrir ágústmánuð
munu 213 böm fæðast á fæðingar-
deildinni.
Kristín Tómasdóttir vildi engu
spá um hvort fæðingar yrðu fleiri
Morgunblaðið/Emilía
Mæðgurnar Guðrún Ólafsdóttir
og Dagbjört Steinarsdóttir, sem
fæddist 17. júlí, voru á heimleið
eftir að Dagbjört litla hafði hlot-
ið nafii í kapellu fæðingardeild-
arinnar.
yfir árið í heild því hugsanlega
drægi úr þeim seinnihluta árs. „En
vissulega væri ánægjulegt ef okkur
færi að fjölga á ný,“ sagði Kristín.
Finnur Ingólfsson aðstoðar
maður heilbrigðisráðherra
FINNUR Ingólfsson hefúr verið
ráðinn aðstoðarmaður Guðmund-
ar Bjarnasonar, heilbrigðisráð-
herra. Finnur hefúr starfað sem
aðstoðarmaður Halldórs Ásgrí-
mssonar, sjávarútvegsráðherra,
síðan 1983.
„Ég er fyrst og fremst að skipta
á ráðuneytum til þess að víkka sjón-
deildarhringinn," sagði Finnur í
samtali við Morgunblaðið. „Á þeim
fjórum árum sem ég starfaði í sjáv-
arútvegsráðuneytinu kynntist ég
sjávarútvegsmálum mjög vel og
ákvað því að slá til þegar mér
bauðst þetta. Það sem ég sé helst
eftir er samstarfið við Halldór Ás-
grímsson en ég þekki Guðmund
mjög vel og er ekkert að skella mér
út í neina óvissu."
Finnur er gjaldkeri Framsóknar-
flokksins og fyrrverandi formaður
Sambands ungra framsóknar-
manna.
*
Finnur Ingólfsson
Málaðu
tilveruna
með
LACOSTE
litum
LACOSTE
la^isitTO
HERRaJMT^PTRSLUN
>
LAUGAVEGI 61 - 63 SIMI 14519
Reiðhjól: Heidemann
KAUPFÉLÖGIN C IKAUPSTADUR STÓRMARKAÐURINN
ÍMJÓDD
Sláttuvél: Stiga popuiar
kr. 17.950
samtals
kr. 1.618
I KAUPFELAGINU ÞINU!
Um hver mánaðamóttaka Verslunardeild Sambandsins og kaup-
félögin sig saman um stórlækkun á verði valinna vörutegunda. Með
því gefum við þér kost á að gera sannkölluð reyfarakaup meðan
birgðir endast _______
Grillpakki;
2
kr. 5.400
ARGUS/SlA