Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 7 (Ladyhawke). Á daginn varhún ránfugl, á nóttunni varhann úlfur. Aðeins meðan birti af degi og eldaði að kvöidi, gátu þau hist. Sígilda sagan um ástvini, sem hljóta þau örlög að vera alltaf saman en eilif- lega aðskilin, erhéri nýjum búningi. I Föstudagur 120:501 HASARLEIKUR (Moonlighting). Bandariskur framhaldsþáttur með Cybill Shepherd og Bruce Willis. Ung stúlka reynirað sannfæra David um að hún sé álfur og biður hann um aðstoð við að finna fjár- sjóð sinn. ■ ■■■■■■■ 11*11 ■ '1 Laugardagur CHURCHILL (The Wilderness Years). Nýr breskur framhaldsþáttur um líf og störfSir Winston Churchills. I fyrsta þætti eru sérstaklega tekin fyrirárin 1929-39, sem voru erfið i Hfi Churchills. Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lyklllnn færð þúhjá Heimllistsakjum <8> Heimilistæki hf S:62 12 15 Landhelgisgæslan: Útköll TF-Sifþeg- ar fleiri en í fyrra ÁHÖFN þyrlu Landhelgisgœsl- unnar TF-SIF hefur þegar sinnt fleiri útköllum á þessu ári en allt árið í fyrra. Þá urðu neyðar- flug aUs 50, en eru orðin 60 á þessu ári að sögn Páls HaUdórs- sonar flugstjóra. „Við erum nokkuð sammála um að notkun þyrlunnar hefur engan vegin náð hámarki þannig að það má búast við ennþá meiri aukningu á næstu árum,“ sagði hann. Sérþjálfaðir læknar hafa nú staðið vaktina með þyrluáhöfninni í eitt og hálft ár. Páll sagði að gjörbreyting hefði orðið á hlutverki þyrlunnar með tilkomu læknavakt- arinnar og hefði hún þegar á fyrstu mánuðunum sannað gildi sitt. Sem ástæður aukningarinnar nefndi Páll að þyrlan væri vel kynnt meðai þjóðarinnar. Þeim sem önnuðust bráðaþjónustu og björgunarstörf kæmi þyrlan fyrst í hug þegar þörf væri á skjótum flutningi slasaðra við erfiðar að- stæður. „Við höfum orðið þess varir að fleiri og fleiri þeirra sem leita að- stoðar Landhelgisgæslunar biðja sérstaklega um aðstoð þyrlunnar. Að sjálfsögðu er hver beiðni skoðuð gaumgæfilega og þyrlan ekki köll- uð út sé annar jafn góður kostur fyrir hendi. En þegar þyrlunnar er augsýnilega þörf er hún að sjálf- sögðu send af stað. Áhöfnin hefur orðið við hverju einasta útkalli." Páll benti einnig á að aukin út- gerð smábáta hefði valdið önnum hjá þyrluáhöfninni, svo og tíðari ferðir lítilla flugvéla yfir Norður- Atlantshafið og ferðalög íslend- inga og útlendinga um óbyggðir. „Við gerum í raun þegar meira en við getum. Það er varla hægt að bæta verkefnum á þyrluáhöfn- ina. Nú er einn maður í þjálfun og vonandi getum við í framtíðinni átt á fleiri mönnum að skipa," sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.