Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 43 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Nú þegar íslenskir ráðamenn setj- ast að djörfu tafli vestanhafs þar sem lagðir eru undir mikilvægir markaðir okkar, heiður og framtíð, mættu þeir minnast forsjálnisreglu úr „íslenskum orðskviðum “ þar sem segir: „Betra er að heimta litla skuld, en gjalda mikla.“ í von um bjartari framtíð er í dag boðið upp á ágætan og nokkuð sér- stæðan fískrétt, einskonar Fisk-pæ 800 g fískur (ýsa, steinbítur, lúða), 1 'h bolli vatn, 3 piparkom, 1 lárviðarlauf, 1 tsk. salt, 2 meðalstórir laukar, þunnt niður- sneiddir, 2 msk. smjörlíki, '/z rauð paprika, söxuð. ☆ 3 msk. smjörlíki, 4 msk. hveiti, 'h græn paprika, 1 bolli mjólk eða undanrenna, 'h sítróna (safinn), 1 tsk. Worehestershire-sósa, 1—1‘A tsk. salt, malaður pipar, ca. 4 bollar stappaðar kartöflur, paprika. 1. Vatnið er hitað að suðu með piparkornum, lárviðarlaufum og salti. Fiskurinn (beinlaus og roðflett- ur) er skorinn í hæfílega stór stykki og síðan látinn krauma í vatninu þar til hann er rétt soðinn í gegn. Gey- mið soðið. 2. Smjörlíkið, 2 msk. er hitað í potti. Laukamir em sneiddir þunnt og em ásamt saxaðri rauðri papri- kunni látnir mýkjast upp í heitri feitinni. 3. Fiskstykkjunum og papriku- lauknum er síðan raðað á víxl í lög í eldfast mót. 4. Útbúin er sósa: Smjörlíki (3 msk.) er brætt í potti og er söxuð græn paprikan látin krauma í heitri feitinni í 5 mínútur. Hveitinu (4 msk.) er síðan bætt út í og hrært út með 1 bolla af undanrennu eða mjólk og 1 bolla af físksoðinu. Hrært er vel í á meðan sósan er að þykkna. 5. Sítrónusafa, Worcestershire- sósu, salti og möluðum pipar er síðan bætt út í sósuna. Henni er því næst hellt yfír fískinn á eldfasta fatinu. Stappaðar kartöflur em settar yfír fískinn, annað hvort sprautað eða með skeið. 6. Fiskrétturinn er síðan bakaður í ofni við 200° í 20 mínútur eða þar til hann er heitur í gegn og létt- brúnaður að ofan. Salatdisk má útbúa á skemmtileg- an litríkan hátt með því að raða á disk hlið við hlið rifnum gulrótum og rófu, tómötum og agúrkum skomum í teninga og hálfum papr- ikunum skomum í litla bita. Síðan má hella yfir grænmetið eða bera fram með því salatsósu, t.d. sæt- súra jógúrtsósu. Heimamenn blanda síðan salat hver fyrir sig á eigin disk. Þessi réttur þykir hinn fínasti málsverður á laugardagskveldi. Gustur, hrollvekja í Laugarásbíói. Hrollvekjan Gustur sýnd í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á hrollvekju sem heitir Gustur (The Wind). í kynningu kvikmyndahússins segir, að myndin fjalli um ungan rithöfund sem fer til Grikklands til þess að fá næði til skrifta. En hún fær ekki það næði sem hún þarfn- ast vegna óhugnalegra atburða sem eiga sér stað í nágrenninu. Með aðalhlutverk í myndinni fara Meg Foster, Wings Hauser, David McCallum og Robert Morley. Fram- leiðandi og leikstjóri myndarinnar er Nico Mastorakis. Blús — djamm * a Borginni Húsið opnað kl. 21.00 Tískusvnin í Blómasa Módelsamtökin sýna hátísku íslensks fataiðnaðar í Blómasal í kvöld kl. 20.30 Njótið stórkostlegrar sýningar og snæðið góðan mat í nýjum og glæsilegum Blómasal. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL * ■ Pnnir Enginn aðgangseyrir. í KVÖLDH2o Björn Thoroddsen, gítar Richard Korn, kontrabassi Steingrímur Guðmundsson, trommur BAR-DANS-ORIENTAt MATUR. S 10312 Lauga.. 116 0PI0ALLA DAGA- ÓLL KVÖLD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.