Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 skemmtir í Evrópu Söngsveitin Boney M. Boney M. VEITINGAHÚSIÐ Evrópa á eins árs starfsafmæli á næst- komandi föstudag 24.júlí. Forráðamenn staðarins hafa fengið söngsveitina Boney M. til þess að skemmta afinælis- gestum en auk hennar koma fram hljómsveitirnar Greifam- ir og Mao ásamt Módelsamtök- nnnm Söngsveitin Boney M. var stofnuð árið 1975 og starfaði óslitið fram til ársins 1981. Söng- sveitin hefur nýlega verið samein- uð og er í tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir. Hún skemmtir eins og fyrr segir í afmælisveislu veitingahússins Evrópu föstu- dagskvöldið 24. júlí og á sama stað laugardagskvöldið 25.júlí. Söngsveitin fer síðan til Parísar á sunnudag þar sem hún heldur tónleika þá um kvöldið. Blóðbankanælurtiar flarri því að vera „grænt ljós“ á ástína - segir Ólafur Jensson yfírlæknir í Blóðbankanum „NÆLURNAR sem blóðbankar viða afhenda eftir blóðgjafir eru alls engin trygging fyrir fijálsu ástalífi," sagði Ólafúr Jensson yfirlæknir i Blóðbankanum í samtali við Morgunblaðið. í Morgunblaðinu í gær var frá því greint að blóðbankinn í Malmö í Svíþjóð væri farinn að afhenda blóðgjöfum sínum sérstaka nælu, sem menn geta hengt utan á sig og væru slíkar nælur afar vinsælar á dansstöðum, börum og hvarvetna þar sem holdleg snerting gæti kom- ið til greina. Ólafur sagði að blóðbankinn hér Norræna húsið: Opið hús fyrir erlenda ferðamenn í „OPNU húsi*1 Norræna hússins fimmtudagskvöldið 23. júlí kl. 20.30 talar sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður um Þingvelli, hvert hlutverk þeirra hafi verið í vitund þjóðarinnar og sögu. Spjall Heimis verður flutt á dönsku, enda er dagskráin í „Opnu húsi“ einkum _ ætluð norrænum ferðamönnum. íslendingar eru þó engu að síður velkomnir líka. Að loknu stuttu kaffíhléi verður sýnd kvikmyndin „Þrjár ásjónur íslands“ með norsku tali. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Unnið við hjólbarðaviðgerðir á Vatnshomi. Bílasala stofiisett í Húnaþingi Á NEÐRA-Vatnshomi býr Ágúst ísflörð. Hann gerir við hjólbarða og annað sem þörf er á fyrir vegfarendur og einnig starfræk- ir hann bilasölu meðan konan selur gestum kaffi og meðlæti. Stofnsett hefur verið bílasala við þjóðveg 1 á Neðra-Vatnshomi í Vestur-Húnavatnssýslu, er þar verslað með notaða bíla, landbúnað- artæki og fleira. Að sögn Ágústs ísfjörð gengur starfsemin vel, viðskipti mikil í verslun og viðgerðum. Nýlega var sett bundið slitlag á nýgerðan veg frá Múla að Vatns- homi. Er það mikil samgöngubót á Norðurlandsvegi sökum þess að vetrarlagi lokaðist þessi vegarkafli oft vegna snjóalaga. m.g. á landi hefði í nokkur ár afhent smámerki eftir blóðgjafir, sem væru tákn fyrir það að viðkomandi hefði verið blóðgjafí og væntanlega próf- aður gegn eyðni. Þessar nælur hafa notið sérstakrar hylli víða erlendis þar sem lögð væri sú merking í þær að þær væru „grænt ljós“ fyrir ást- ina. „Nælan er auðvitað engin sönnun fyrir neinu þótt hún gefí vísbend- ingu. Það virðist mikil þörf fýrir siíkar nælur hjá þeim sem eru hvað fjörugastir á böllum, en það getur hver sem er villt á sér heimildir með svona kennileitum og nælumar geta gengið frá manni til manns. Það hafa eflaust margir séð límmiða á bifreiðum sem segja: „Ég gef blóð, en þú?“ Ætli það væru ekki nokkr- ir, samkvæmt þessu, sem hugsuðu hlýtt til bílstjórans. Það er eins með nælumar eins og ýmislegt annað. Menn geta siglt undir fölsku flaggi og eru nælumar góðu að mínu mati aðeins hluti af ballútbúnaðin- um úti í hinum stóra heimi," sagði Ólafur að lokum. Færeyjar; íslenska vörukynning- ín fljótandi á milli bæja Klaksvík. Frá Jóhanni Viðarí fvarssyili, fréttamanni Morgunblaðsins. KYNNINGIN f Færeyjum á ýmsum íslenskum búnaði til smábátaút- gerðar er nú komin á fiillan skrið og hafit Færeyingar sýnt henni tölverðan áhuga. Allir helstu fiölmiðlar hér hafa birt fréttir af kynn- ingunni, sem fimm íslensk fyrirtæki og Útflutningsráð íslands standa að. Kynningin hófst formlega þegar Sóma - bátamir tveir renndu sér inn í höfnina í bænum Vestmanna á mánudaginn. Vestmanna er um 1300 manna bær á sömu eyju og Þórshöfn, Straumey. Aðalatvinnu- vegur íbúanna er fískveiðar eins og allra þeirra bæja, sem hingað til hafa verið heimsóttir. í gær sigldu bátamir fyrst til Fuglafjarðar, um 1700 manna bæjar á Austurey, en síðan til Hvannasunds í Viðey og Klakksvíkur í Borðey. Hvannasund er næst minsti viðkomustaður bát- anna af 15 í þessari ferð, með um 400 íbúa, en Klakksvík er stærsti bær Færeyja að Þórshöfn undan- skilinni með tæplega 5.000 íbúa. í öllum bæjunum hefur koma bátanna vakið nokkra athygli og margur trillukarlinn komið, skoðað og gaumgæft. Verð þeirra með öll- um búnaði og tolli mun vera all- nokkru lægra en verð sambærilegra norskra og danskra báta, sem Fær- eyjingar hafa flutt tölvert inn af. Annar báturinn hefur verið í stöð- ugum ferðum út fyrir höfnina með , ' | Fiskverð á uppboðsmörkuðum | I 17. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 34,60 32,00 33,84 122 4.128.618 Ýsa 46,00 40,50 41,80 12,0 501.293 Karfi 18,00 13,00 15,34 0,5 7.112 Grálúða 16,20 16,00 16,15 2,6 41.399 Koli 18,00 18,00 18,00 0,6 10.799 Ufsi 22,20 22,20 22,20 4,5 99.053 Hlýri 14,00 12,00 113,83 1,3 18.610 Samtals 33,68 144 4.849.125 Aflinn úr Þórkötlu II verður seldur í dag, um 60 tonn af þorski og um 1 5 tonn af ýsu og fleiru. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 48,00 25,00 34,84 28,8 1.003.735 Koli 36,50 20,00 31,81 12,9 412,001 Ufsi 20,50 19,00 19,61 4,7 92.038 Samtals 31,36 49,3 1.544.732 1 Uppboð hefst í dag klukkan 7. Ti I sölu verður karfi. ýsa, koli og 1 eitthvað af þorski úr togurunum Vigra og Jóni Baldvinssyni og þrem- 1 1 ur dragnótabátum. áhugasama skoðendur þann tíma sem bátamir hafa verið á hveijum stað, á meðan tækjabúnaðurinn hefur verið sýndur um borð í hinum. Ekki hefur verið selt enn sem kom- ið er, en sýnendur leggja meiri áherslu á kynningu búnaðarins og bátanna heldur en beint sölustarf, því sýningin er aðeins upphafíð að markvissu sölustarfi, sem fylgja á í kjölfar hennar, að sögn Jens Ing- ólfssonar, markaðsstjóra hjá Út- flutningsráði og fararstjóra ferðarinnar. Von er á fjórum mönnum frá Stöð 2 til eyjanna á fímmtudaginn. Ætla þeir að taka myndir af bátun- um og kynningunni. Þær myndir ásamt öðru efni er í ráði að setja á myndbönd til frekari kynningar á þessum búnaði bæði hér í Færeyj- um og í öðrum löndum, ef þessi fljótandi vömkynning, sem nú stendur yfír, uppfyllir vonir manna. V erslunarmannahelgin: Útihátíðimar verða á sex stöðum á landinu ÚR nógu verður að velja fyrir þá sem vilja bregða sér á úti- hátíð yfir Verslunarmannahelg- ina. Útihátíðir verða haldnar á sex stöðum á landinu, í Atlavík, Húsafelli, Galtalæk, Þjórsárdal, Vestmannaeyjum og við Hólma- vík þar sem Skeljavíkurhátíðin verður haldin. Á öllum þessum stöðum verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði og verða hljómsveitir landsins í aðal- hlutverkum víðast hvar. Aðgangs- eyrir að þessum hátíðum verður á bilinu tvö til þijú þúsund krónur og er þá innifalið í verðinu tjald- stæði á svæðinu og aðgangur að öllum skemmtiatriðum og uppá- komum frá föstudagskvöldi fram til mánudags. Þjónustumiðstöðvar, hreinlætis- aðstaða og önnur nauðsynleg þjónusta verður á öllum stöðum og verða hjálpar- og björgunarsveitir landsins víða við gæslustörf. Hægt er að komast á þessa staði með ýmsum hætti. BSÍ býður upp á ferðir frá Umferðarmiðstöðinni á útihátíðir í Húsafelli, Þjórsárdal, Galtalæk, Hólmavík og til Þorláks- hafnar. Frá Þorlákshöfn mun Heijólfur síðan sigla með væntan- lega þjóðhátíðargesti til Vest- mannaeyja. Amarflug og flugfélag- ið Emir, ísafírði, fljúga með gesti Skeljavíkurhátíðarinnar frá Reykjavík, Patreksfirði, Bíldudal, Þingeyri og ísafírði til Hólmavíkur. Þá verða sætaferðir á Atlavíkurhá- tíðina frá Akureyri, Norðfirði, Eskifírði, Reyðarfirði og Egilsstöð- Harður árekst- ur á Suð- urlandsvegi HARÐUR árekstur varð á Suður- landsvegi við Djúpadal um fimm km vestan við Hvolsvöll laust fyrir kl. 15.00 á miðvikudaginn. Mazda-bifreið ók aftan á Volks- wagen-bifreið og er Mazdan talin ónýt. Fimm manns vora í Mazda-bif- reiðinni og sluppu allir ómeiddir. Ökumaður og farþegar allir voru í bílbeltum og er talið að þau hafi bjargað því að ekki fór ver, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.