Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 17
r iifn fl’i:unnr!'WMr.T >uat, - rtK MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 17 annan lífsförunaut, Ragnheiði Kristjánsdóttur, sem hefur stutt hann og böm hans með miklum dugnaði og prýði og saman byggðu þau yndislegt heimili sem gott var að koma á. Oft leituðum við hjónin þangað þegar erfíðleikar voru miklir og ævinlega var okkur vel tekið. Mág- ur minn var mikill þrekmaður og lífskrafturinn streymdi frá honum. Öll þau listaverk sem hann skapaði með pensli sínum sýna að þar fór maður sem hafði margt að gefa öðrum. Þegar leiðir skilja eftir löng kynni verður oft erfítt að koma orðum að því sem maður vildi segja. Efst- ar eru þó í huga þakkir fyrir allar þær minningar sem aldrei hefur borið skugga á. Þegar guðfræðingurinn danski, Oscar Geismar, ritaði um einn af. vinum sínum látinn vakti hann at- hygli á því að sérhver maður lifir á þrem stigum. Geismar kallaði þau aldur, þ.e.a.s. þrenns konar aldur. Hann greindi fyrst frá því sem hann nefndi almanaksaldur. Sá aldur skiptir í raun og veru litlu máli. Auðvitað er okkur mældur tími og tíðir. Næst gat Geismar um líffræði- lega aldurinn. Hann mótast af hreysti og heilbrigði. Sá aldur veit- ir þrek og þor að starfa svo að verða megi „Drottins veröld til þarfa“. Loks gat Geismar um það sem hann kallaði „eilífðar aldur- inn“. Hann er ekki mældur með lengd lífdaga heldur aðeins með dáðum hugans. Eilífðaraldurinn er aldur þekkingar, visku og mann- kærleika. Á aldri eilífðarinnar vann Ámi Garðar Kristinsson störf sín til heilla og blessunar öllum þeim sem honum kynntust í raun og sannleika. Guðrún Sveinsdóttir Ég kynntist Áma Garðari árið 1977 sem tilvonandi tengdasonur hans. Mér varð fljótlega ljóst, að þar fór sterkur persónuleiki. Við urðum smám saman hinir bestu vinir og heimsóknimar hafa verið ófáar á heimili hans og Ragnheiðar Kristjánsdóttur, eftirlifandi eigin- konu hans. Við fórum tvívegis saman til útlanda og þá styrktust vinaböndin enn frekar. Ég dáðist mest að því í fari Áma Garðars, hve mikið hann hafði að gefa. Hann vildi allt fyrir alla gera. Hann náði líka miklum frama í fé- lagslífi og starfí. Ég dáðist einnig að því hve heitt hann virtist unna Ragnheiði. Ég hélt þá sem ungur maður að það væri afskaplega sjaldgæft hjá fólki á „hans aldri", en Ámi var mjög rómantískur og styrkti trú manns- ins á ástina og hjónabandið. Ég dáðist líka að því, hve mikils hann mat eiginkonu mína, Veru Björk, sem var stjúpdóttir hans. Aldrei merkti maður, að hún væri það, nema síður væri. Ámi talaði oft um heimahaga sína, Hrísey, og hafði gr^inilega lið- ið vel þar. Oft var líka talað um MA, sem hann varð stúdent frá. Hann varð síðan auglýsingastjóri á Morgunblaðinu á mestu uppgangs- tímum þess og hefur ábyggilega átt stóran þátt þar í. Hann hefur örugglega geta talað viðskiptavin- ina til, hann var kíminn og mannblendinn. Síðustu 10 árin málaði Ámi mik- ið og hélt fjölmargar málverkasýn- ingar við góðar undirtektir. Ég er stoltur af myndunum hans, sem hanga í stofunni okkar. í stjórnmálum vorum við Ámi samhuga, miklir sjálfstæðismenn. Það koma upp ótal minningar í hugann. Ég gleymi aldrei utan- landsferðunum, mér eru minnis- stæðar margar kvöldstundir, þegar við fjögur spiluðum bridge, horfðum á sjónvarp, drukkum öl- eða rauðvínsræfil eða Vodka, eins og hann kallaði það. Þetta vom með skemmtilegri stundum sem ég hef átt. Það vom langvinn veikindi, sem urðu Áma að falli. Hann gerði sitt besta og enn dáðist ég að Áma, þegar ég sá, að hann var með hug- ann við framhaldið hjá Ragnheiði. Hún stóð líka eins og klettur við hlið hans í veikindunum. Við hjónin og Trausti, sonur okk- ar, munum sakna Áma sárt. Hann og Ragnheiður hafa verið það fólk, sem að við höfum umgengist mest síðustu árin. Við höfum misst vin, afa, föður og tengdaföður. Þér, Ragnheiður, votta ég innilegustu samúð okkar, ég veit, að þú hefur óskiptan stuðning okkar allra „bamanna". Maju, Herði, Elísabetu, Bolla, Gunnhildi, Vem Björk og írisi Huld, bömum Ama, votta ég líka mína innilegustu samúð. Hjalti Kristjánsson, VSsterás, Svíþjóð. í dag er borinn til grafar Ámi Garðar Kristinsson félagi okkar í Myndlistarfélagi _ Seltjamamess. Fljótlega eftir að Ámi flutti á Sel- tjamamesið hóf hann þátttöku í starfsemi félagsins af lífi og sál eins og honum var einum eiginlegt. Hann var um skeið formaður fé- lagsins og tók þátt í öllum samsýn- ingum félagsins. Hann hélt einnig nokkrar sýningar á eigin vegum. Hann var mjög listrænn og list- eiskur og auk þess hvers manns hugljúfi. Minningin um góðan dreng mun lifa á meðal okkar félaga. Við sendum Ragnheiði og bömum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Myndlistarfélag Seltjamamess Ég gekk einn moigun árla út að skemmta mér. Dagur gaf drengjum varla dýra birtu af sér. FVamhjá fögrum lundi ferðast gerði ég þá, furðu fagur var sá. Miðjum morgni nærri mundi ég aftur gl Var þá hálfu hærri, ég horfði lundinn á. Laufið og greinir grænar greiddust út svo beint. Víst var veðrið hreint. Dagmálastund án stríðu þeim stoltum lundi nær stóð ég þá beint með blíðu því blómstrin voru mér kær. Laufíð og greinir grænar greiddust yfir mig út. Eg hafði ei harmasút. Á hádegi lauf með listum það leist mér grænt að sjá, með fima fögrum kvistum, furðu vænt að ná. í öllum blóma sínum allur lundurinn stóð. Hans var hefðin góð. Nóni nærri mundi nálega veðrið hvasst, dálegur stormur dundi, dreifðist laufið fast, næfur og börkinn bæði burtu hafði með sér svo ei var meir eftir. Stofnar einir stóðu, þar studdist eikin við. Hvar eru þá greinir góðu er gimtist fyrða lið? í burtu sem mest þeir máttu, það minnist hver eð veit, svo enginn aftur leit. (Páll Jónsson, Rætur) Kveðja frá bamabömum Pennavinir Bandarískur karlmaður, sem get- ur ekki um aldur, vill skrifast á við 18-23 ára stúlkur. Hefur áhuga á tónlist: William G. Piper, 350 Dogwood Drive, Bridgeport, Connecticut, 06606 U.S.A. Tvítug finnsk stúlka með brenn- andi áhuga á bréfaskriftum: Nina Marianne Nyman, Tornipolku 1 B 34, 2 06400 Borgá, Finland. Tvítug spænsk stúlka sem býr skammt frá Barcelona með margví- sleg áhugamál: Montse Blanco, C/ Torrent no. 23, 08670 Navás, Spain. Frá Portúgal skrifar piltur sem safnar frímerkjum, póstkortum og aðgöngumiðum að knattspymu- leikjum: To Batista, R. Afonso Albuquerque No. 63, 1A, 2460 Alcobaca, Portugal. Frá Finnlandi skrifar 21 árs stúlka með áhuga á íslendingum og íslenzkri menningu: Armi Oinonen, Angervotie 3 F as.l, 90580 Oulu, Finland. jómsveitin Bonoy M sem he.ðrar aTme rveru sinni og ætlar að nfja upp alkunn lög frá hátindi ferils sins. Tækifæri sem enginn má missa af. | * tV- ,jrtsveit irir dansi brosandi útvarp í lit. BYLGJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.